Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Síða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 42. tÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR-----------,----- EFNI Jóhannes úr Kötlum Þess er minnst nú að eftir fimm daga eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhannesar skálds úr Kötlum. Af því tilefni skrifar Skafti Hall- dórsson grein sem hann nefnir Hugsjóna- skáld og lofgerðasmiður, og birt er í fyrsta sinn á prenti samtal sem Matthías Johann- essen átti við Jóhannes í sjónvarpinu 1969. Skaffellskir,töfrar í Listasafni Islands I Listasafni Islands er nú efnt til sýningar á skaftfellskuin myndum Ásgríms Jónssonar. Af því tilefni er gripið niður í ritgerð Jó- líönu Gottskálksdóttur listfræðings um þennan þátt í list Ásgríms og heitir greinin I landi ljóss og lita. íslandsbær Við Hrafnagil í Eyjafirði hefur risið óvenju- legt veitingahús: Norðlenzkur burstabær sem unninn var eftir ýmsum þekktum fyrir- myndum; veggir listilega hlaðnir úr klömbruhnaus og streng og borðviður eins og sá sem tiðkaðist að nota var sérpantað- ur. Þó ekki sáist það að utanverðu er bær- inn einn veitingasalur að innanverðu, svo og afþiljuð koníaksstofa og snyrtiaðstaða eins og lög mæla fyrir um. Gísli Sigurðsson leit á bæinn. JÓHANNES ÚR KÖTLUM ORLOG Við munum öll gleymast: við sem eltum sílin í bæjarlæknum páruðum nafn okkar ísnjófötíð á ísnum hlógum oggrétum á víxl - öll munum viðgleymast. Líf okkar er sviptónn í ófullgerðri hljómkviðu: fýkur brátt sem neisti veg allrar veraldar - eftir liggur aska. Ogáfram snýst hnötturinn samur ogjafn eins og við hefðum aldrei verið til: þaðérsvo skrýtið að hugsa sérþessa fögrujörð í sólskini hugsa sérgras gróa og ull vaxa á sauðum eins og við hefðum aldrei verið til. FORSÍÐUMYNDIN Portret eftir Van Dyck af Mariu Louisu de Tassys. Mólverkið er fró um 1629, olía á léreft, og er á safni prinsins af Lichtenstein í Vaduskastala. Myndin er birt i tilefni umf jöllunar Braga Asgeirssonar um Van Dyck. Þess er minnst nú að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar skálds úr Kötlum og vísast hér til umfjöllunar um hann á nasstu síðum. RABB IOJOFNUM LEIKVIÐ NÁTTÚRUNA UM ÞESSAR mundir eru þrjátíu ár frá stofnun Landverndar, sem eru samtök félaga sem vinna að náttúruvernd og landgræðslu. Land- vernd hefur stuðlað að mörgum gagnlegum málum og stutt margvísleg verkefni á vegum félaga og einstaklinga eftir því sem efni og ástæður hafa leyft hverju sinni. En fyrst og fremst hafa samtökin þó þjappað því fólki saman sem hefur unnið að hinu sameiginlega markmiði samtakanna. Saga umhverfisverndar hér á landi hefur aldrei verið skrifuð. En svo mikið er víst að hún er orðin löng. Kannski var meistari Jón Vídalín einn fyrsti um- hverfisverndarmaðurinn hér á landi. I athyglisverðu bréfi, sem hann ritaði til stiftamtmanns árið 1720, skömmu áður en hann dó, fjallar hann um umhverfið. Hann bendir stiftamtmanni á að skóg- arnir á Suðurlandi séu í eyðingarhættu vegna gegndarlausrar ágengni manna í eldivið. Þetta verði að stöðva og Islend- ingar verði að nota mó eins og til forna og jafnvel einnig að flytja inn steinkol frá Englandi til að hlífa skógunum. Með þessu móti gætu trén náð fullum vexti og því komið að góðum notum sem húsaviður. I bréfinu koma fram raun- hæfar hugmyndir um nemendaskipti milli íslands og Noregs, héðan mætti senda ungt fólk til að læra verkmenn- ingu ytra og hingað mætti senda bænd- ur frá Noregi til að kenna íslensku sveitafólki að þekkja hrífu og skóflu og önnur amboð en þó ekki síður að kenna þeim að nota kol til smíða. Það er einnig áhugavert að skoða tvennt í húslestrum Vídalíns í þessu samhengi. Annars vegar leggur hann þunga áherslu á hina lúthersku vinnus- iðfræði: letin leiðir ekki til góðs, öllum ber að leggja sitt af mörkum enda eru hugmyndir hans um framfarir í verk- menningu íslendinga miklar. Og svo er það heildarmyndin, maðurinn í hinu mikla sigurverki sköpunarinnar, þar gegnir hann hvorki meira né minna en ráðsmannshlutverki, hann er gæslumað- ur lífríkisins. Sú heita umræða sem nú fer fram um virkjanir á hálendinu er því grein á gömlum meiði. Enn sem fyrr er tekist á um orkuna. Hver tími þarf að fást við þann vanda á eigin forsendum. A þeim tíma sem liðinn er frá því ákvarðanir voru teknar um síðustu virkjanir hafa margar forsendur breyst. Hin efnahags- legu rök hafa minna vægi en fyrr. Á all- snægtatímum eru það ekki sterk rök að nauðsynlegt sé að fórna fögrum lands- væðum. Næg tækifæri til atvinnu- sköpunar eru fyrir hendi vilji menn gefa því efni gaum í fyllstu alvöru. Byggða- vandinn er enn sem fyrr ein helsta ástæðan fyrir virkjunum á Austurlandi en engin trygging er fyrir því að stór- iðja leysi þann mikla vanda. Hins vegar hefur þekking manna á eðli vistkerfanna stóraukist á tiltölulega skömmum tíma vegna aukinna rann- sókna. Af þessari auknu þekkingu hefur leitt nýtt viðhorf til landsins meðal upp- vaxandi kynslóðar sem jafnvel mætti líkja til þeirrar byltingar í viðhorfum sem kennd eru við 68-kynslóðina. Það hálendi sem lengstum hefur verið óra- fjarlægt í vitund alls þorra manna er á tiltölulega skömmum tíma orðið furð- unálægt. Loks ep einn þáttur þessa máls sem ekki má vanmeta. Það er þáttur er- lendra ferðamanna. Erlendir ferðamenn bera með sér viðhorf til óbyggða sem eru mörgum íslendingum framandi. Það er lífsreynsla að upplifa undrun er- lendra ferðamanna, ekki síst hesta- manna, sem eru komnir til að kynnast íslenska hestinum í upprunalegum heimkynnum, heyra undrunaróp þeirra þegar þeir uppgötva eiginleika íslenska hestsins, hversu ótrúlega fótviss hann er, jafnvel í grýttum ám eða nánast í hvaða landslagi sem er. En aðdáun þeirra beinist ekki síður að villtum gróðri, að mildum andvaranum, að tæru lofti, að beljandi storminum, að litríkum fjöllunum, að nægjusömu sauðfé. Gildis- mat þessa fólks hlýtur af hafa áhrif á aðra, það hlýtur að vekja okkur íslend- inga til umhugsunar um þá auðlegð sem við eigum í óbyggðum landsins. Kannski erum við nú í fyrsta skipti orðin það auðug að við getum leyft okkur að njóta landsins. En hvers virði eru óbyggðirnar í aug- um okkar? Sumum eru þær dýrmæt auðlegð sem verður ekki seld frekar en Gullfoss á sínum tíma. Öðrum eru þær áreiðanlega hráefnið eitt og freisting að koma því í verð. Við þekkjum sögur um menn sem voru leiddir út í óbyggðirnar þar sem þeirra var freistað með völdum og auðævum. Freistingasagan, sem allir þekkja, hefur ótrúlega sterka skírskot- un til nútímans, ekki síst hér á landi þar sem óbyggðirnar eiga í vök að verj- ast og margir líta svo á að óbyggð sé landsvæði sem bíður arðbærrar nýting- ar t.d. í formi uppistöðulóna, vegafram- kvæmda, háspennumastra, virkjana- húsa, stíflugarða eða einhvers annars sem sýnir að hér eru vaskir fram- kvæmdamenn að verki sem koma gagnslausri náttúrunni í verð. Jónas Hallgrímsson talaði um blinda menn sem „unna því lítt sem fagurt er“. Hann átti í baráttu við skilningsleysi þeirra sem „telja sér lítinn yndisarð/ að annast blómgaðan jurtagarð“. I þessum ljóðlínum er kveðið býsna fast að orði, þar er engin málamiðlun. Hið sama gildir nú þegar rætt er um virkjanir á hálendinu að öðru leyti en því að nú er leikurinn ójafn, hin viðkvæma íslenska náttúra má sín lítils fyrir tækni samtím- ans. Fáir kostir virðast raunhæfir til málamiðlunar. Ábyrgðin er því mikil sem hvílir á Alþingismönnum um þessar mundir. En hún hvílir ekki aðeins á þeim heldur á þjóðinni allri. GUNNAR KRISTJÁNSSON REYNIVÖLLUM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.