Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 5
Óljóð (1962), næsta ljóðabók Jóhannesar, var raunar mun nýstárlegri en Sjödægra, spunn- in úr mikilli myndauðgi, leik að orðum, ævin- týrum og þjóðsagnaminnum en umfram allt óreiðu samtímans. Kalda stríðið geisaði sem aldrei fyrr. Jóhann Hjálmarsson kallar kveð- skap hans „þjóðtrúarsúrrealisma“ í bók sinni Islenzk nútímaljóðlist og nálgast nokkuð vel kjarna verksins. Óljóðum var tekið fremur fálega af sumum samherjum Jóhannesar í pólitík. í bókinni gætir efasemda um stefn- una, spurt er hví félagi Stalín hafí orðið for- herðingu að bráð og persónudýrkun Maós formanns gagnrýnd enda segist höfundurinn vera með „dálitla endurskoðun á heilanum“. En umfram allt er það nýstárleg framsetning efnis sem mætir gagnrýni. Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi kemst þannig að orði í rit- dómi í Frjálsri þjóð að honum sýnist alvara Jóhannesar „ekki ævinlega njóta sín vegna nýjungagimi hans um myndir og allt orða- far“. Hann kvartar undan því að ginnunga- gap sé á milli orðanna og þess veruleika sem þeim sé ætlað að túlka og telur það fráleitt að „túlka absúrdan heim í absúrdum skáld- skap“. En mér er spurn: Er til önnur og betri leið? Ég hygg að hér sé á ferðinni nokkurt vanmat á gildi Óljóða því að í þeim er í raun mögnuð túlkun á veruleika kalda stríðsins. Óreiðan og kjarnorkuógnunin era bakgrunn- urinn, „vor gamli veruleiki er að leysast upp í skothríð / ósýnilegra frumeinda“ og kalda stríðið hvílir eins og mara á öllum „og allir sem heyja þetta kalda dauðastríð / eru blakt- andi blaktandi strá“. En í forgrunni er sprengikynjaður texti: I hjarta mínu er lítill skúti þar sem mannssonurinn bíður dauðvona eyðimörk í vestri frumskóguríaustri það rignir eldi og brennisteini niður í myrkan dal örvæntingarinnar yfirlömbíminogkið einu sinni trúði ég á réttlætið suður æðar mínar ríða skapanomimar gulnuðum hrífuskaftsbrotum áflóttaundan rafmagnsljósinu en norður taugar mínar fljúga geltandi helsingjar oddaflug í leit að réttlætinu kannski það leynist í dauða skrælingjanum bakviðsykurtoppinn i ( i í Skáldið á ferð með hundi og hesti, MILLISTEINS OG SLEGGJU Lofgerðarskáld Síðustu bækur Jóhannesar bera vitni þess að hann er öðrum þræðinum að gera upp ei- lífðarmálin. Raunar má greina myrka tóna í þeim bókum. Hann örvæntir um framgang heimsbyltingarinnar í Tregaslag (1964): „Milli svefns og vöku æpi ég út í myrkrið / heimsbyltingin mun aldrei koma / fyrr en við hrökkvum upp af þessu móki / við hreina kristaltóna frelsisins / í okkar eigin hjörtum!“ Honum finnst starf sitt sem boðbera lítinn árangur bera og segir að nú sé skylt að sætta sig við það „að bjarnanóttin hljóð sé hnigin að / og máli mínu lokið“. En í Nýjum og niðum (1970) er þó ljóst að hann lætur hvergi deigan síga: „Ofstæki vort er heilagt“, segir þar. Oft er erfitt að greina á milli gamans og al- vöru í umfjöllun Jóhannesar um guðdóminn. í Mannsyninum (1966) sem er ljóðaflokkur að mestu skrifaður á kreppuárunum skoðar hann Krist í alþýðlegu ljósi og gerir hann að jarðneskum byltingarforingja. Víða finnum við Krist sem huggara og mannlegleikans ki-aft, kristilegrar siðfræði gætir í kvæðum hans og þótt trú Jóhannesar yrði stundum grannur þráður og breytist jafnvel í einhvers konar mannhyggju var hann í eðli sínu lof- gerðarskáld sem þurfti á háleitum hugsjón- um að halda. Hann hefur raunar sjálfur sagt: „Það hefur löngum verið árátta mín að yrkja íofsöngva." Hvort sem þeir lofsöngvar fjöll- uðu um Stalín, Mao eða Dimitroff, Island, náttúruna eða guð, voru þeir honum eðlileg viðbrögð við tilverunni, hans háttur við að takast á við hana og fagna henni. I seinustu bókum hans rennur landið og guðdómurinn raunar saman í lofgerðarkvæðum um allífið í einhvers konar algyðistrú. f Sólarsögu í bók- inni Ný og nið segir:,, Ég er í þér og þú ert í mér / og við erum í öllu og allt er í okkur“ og í kvæðinu í guðsfriði segir: Maðurinnílandinu landið í manninum -þaðerfriðurguðs. í skáldskap hins fullþroskaða skálds, Jó- hannesar úr Kötlum, blandast á svipaðan hátt og fyrr náttúrudýrkun og guðstrú. Þótt sósíalísk byltingarhyggja og hugmyndafræði taki við af ungmennafélagsandanum er hún ekki alveg laus við að vera rómantísk sveita- lífsstefna með trú á landið og félagslegar framfarir. Þannig er hugsýn Jóhannesar og um hana er lofgjörðin fyrst og fremst sem svo mjög setti mark sitt á ljóð hans. Hér birtist í fyrsta sinn á prenti samtal JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM OG MATTHÍASAR JOHANNESSENS sem Sjónvarpið sýndi árið 1969. Víða er komið við í samtalinu. Rættum skáldskap Jóhannesar, tíðarandann og framtíðina sem Jóhannes segistekki bjartsýnn á. Þykir honum sem frumsmiðurinn standi við lúbarið grettistak og reiði til höggs og mennirnir sitji ósjálfbjarga í lausu lofti milli steins og sleggju: „Því miður er mér satt að segja heldur dimmt fyrir augum, hvort heldur sem ég lít til okkar eigin þjóðar ellegar umheimsins. Þegar þær fáu hræður sem búa í þessu landi verða orðnar, hvað eigum við að segja, einhvers konar her- setin stóriðjupeð, þá mega þær sannarlega gæta sín betur hér eftir en hingað til." JÓHANNES úr Kötlum er Dala- maður í húð og hár. Fæddur rétt fyrir síðustu aldamót og hefur komið mikið við sögu íslenskra bókmennta síðastliðna fjóra ára- tugi. M.a. hefur hann sent frá sér 15 frumsamdar ljóðabækur af ýmsu tagi. Hann hefur ekki alltaf verið jafn mildur í máli og í þeim ljóðum sem flutt verða hér í kvöld, því að lengi hef- ur verið litið á hann sem einhvern blóðrauð- asta bolsann í bókmenntum þessa tímabils. Því hefur þótt við hæfi að yngri skáldbróðir hans, eins og Jóhannes hefur komizt að orði, og pólitískur andstæðingur eða öngþveitis- maður, eins og Þórbergur mundi sagt hafa, heimsækti hann hér að heimili hans að Kleppsvegi 44 og yrti hann orðum. Fyrsta spurningin sem ég vildi spyrja þig, Jóhannes, er þessi: Bar mikið á ljóðlist- aráhuga í heimahögum þínum? „Ég er alinn upp í afskekktu heiðarkoti þar sem bókakostur var nú af æði skornum skammti en hins vegar voru tvær mjög ljóð- elskar konur á heimilinu, móðir mín og sam- býliskona okkar, og það var fyi’st og fremst af þeirra vörum sem ég drakk í mig þessa óviðráðanlegu skáldskaparástríðu sem hef- ur loðað við mig síðan.“ „Ég minnist hins skemmtileg kvæðis þíns, Karl faðir minn, raunsönn lýsing á æskuumhverfi þínu, kjörum fólksins þar og Jóhannes úr Kötlum og Matthías Johannessen 1969 þegar samtalið átti sér stað. því sem þú sást í æsku. Hver urðu viðbrögð föður þíns við ljóðum þínum?“ „Það kvæði er nú að mestu leyti reist á staðreyndum enda þótt það um leið feli í sér almenn sannindi um lífskjör kotbóndans á þeirri tíð. En í rauninni er það öðrum þræði harkaleg uppreisn gegn þeirri sveitaróman- tík sern hafði einkennt tvær fyrstu bækur mínar. I rauninni er þetta eitt raunsæjasta kvæði sem ég hef ort og vitanlega vakti ber- sögli þess töluverðan úlfaþyt. M.a. var haft á orði að þarna væri um föðurníð að ræða en þó að faðir minn blessaður væri nú ekki mikið upp á bókaramennt þá var það samt svo að hann tók kvæðinu af þessum eðlis- læga skilningi sem óbrotnu alþýðufólki er oft svo eiginlegur.“ „í fyrstu bókum þínum ber mikið á trúhneigð, Jóhannes, var það heimafenginn arfur?“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.