Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 8
Svínafell í Öræfum (1912).
I LANDI UOSS
OG LITA
EFTIR JÚLÍÖNU
GOTTSKÁLKSDÓTTUR
Ásgrímur Jónsson dvaldist í Hornafirði um
mónaðartíma sumarið 1912 og segir landslagið
þar hafa átt fjarska vel við sig. Óvíða á landinu er
birtan jafn sterkur og fjölbreytilegur þátturí
umhverfinu og þar vegna nálægðar jökulsins og
endurkasts birtunnar í vatninu. í Listasafni íslands er
nú opnuð sýning á skaftfellskum myndum Ásgríms
og er hér fjallað um hann af því tilefni.
Til eru nokkrar formyndir að
Heklumyndinni stóru sem sýna
að verkefnið hefur lengi vakað
fyrir honum. Pað er þó í stóra
málverkinu, bæði túlkun á
áhrifum birtunnar á landið og
víðáttumikilli fjarsýn inn til
landsins, sem Ásgrímur kom
fram sem hinn mikli landslagsmálari. Þrátt
fyrir hrifningu sína á málverkum impres-
sjónistanna, þar sem myndefnið er leyst upp
í sundurgreinda litatóna í krafti birtunnar,
var hann ekki tilbúinn að tileinka sér þá að-
ferð. Eins og Björn Th. Björnsson hefur
bent á, hefði slíkt verið sögulega óhugsandi
eins og brautryðjandahlutverki Ásgríms var
háttað. Myndina byggði hann að klassískum
hætti inn í myndrýmið, með forgrunn, mið-
hluta og bakgrunn, og lagði sjóndeildar-
hringinn við miðju myndflatarins þannig að
bjartur himinflöturinn jók á tign fjallsins á
miðri myndinni. Þar rís það, sólbakað, og
gnæfir yfir víðáttumikið landið sem fallið
hefur í skugga um stundarsakir. Mesta glím-
an hefur verið við hvítan tind fjallsins þar
sem ótal litatónum er stillt saman. Liturinn
er þar borinn þykkt á, andstætt þunnum
litalögum í forgrunni sem minna á vatnslita-
málun. í þessu verki hefur Ásgrímur ekki
einungis túlkað áhrif síbreytilegrar birtu á
landið á þann hátt, sem markaði nýtt skeið á
listferli hans, heldur einnig tjáð rómantíska
sýn sína á landið þar sem tignarleg náttúran
er táknmynd þess sem manninum er æðra.
Það má telja fullvíst að án glímunnar við
tind Heklu og víðáttuna þar í kring hefðu
Ásgrími fallist hendur frammi fyrir jöklasýn
þeirri sem við honum blasti á ferðum sínum
um Skaftafellssýslur sumurin 1910, 1911 og
1912. Á einum stað í endurminningum sínum
lýsir hann vel vandanum, sem málarinn átti
við að glíma andspænis náttúrunni, þegar
hann segir frá fyrstu kynnum sínum af
Dettifossi. Þar segist hann hafa orðið hug-
fanginn af „tign þessa jötuneflda gljúfra-
trölls“ og haldið þar kyrru fyrir daglangt
með það í huga að mála mynd af fossinum.
Frumdrættirnir, sem hann gerði, urðu
hins vegar aldrei notaðir og taldi Ásgrímur
fossinn hafa verið sér ofviða. „Ég hefði þurft
að kynnast fossinum miklu lengur og um-
gangast hann, ef svo mætti segja, til þess að
nokkurt vit væri í því fyrir mig að reyna að
gera málverk frá honum. Frásögn Ásgríms
lýsir vel viðhorfí hans til viðfangsefnis síns
og ekki síður virðingu við myndefnið, þ.e.
náttúruna. Það ér þessi virðing, allt að því
auðmýkt, gagnvart stórbrotnu landslaginu
sunnan jökla, sem áhorfandinn fínnur í
myndunum, einkum vatnslitamyndunum,
sem Ásgrímur málaði á ferðum sínum um
Vestur-Skaftafellssýslu, Öræfi og Horna-
fjörð. Náttúran er í þessum verkum og lista-
maðurinn stendur álengdar og túlkar næma
skynjun sína á samspili ljóss, lita og forma.
011 höfum við fundið hve litir breytast eftir
því hvort bjart er eða dimmt. Á sama hátt
finnst okkur landslagið breytast eftir því
hvort það er þoka, rígning eða sólskin, vor,
sumar, haust eða vetur. Náttúran er í raun-
inni aldrei eins. Það fer eftir birtunni, hvort
okkur finnast jafn staðföst fyrirbæri og fjöll
vera nálæg eða fjarlæg, en einnig hvort form
þeirra virðast skörp eða óljós. Það fer ekki
síst eftir aðstæðum á hverjum stað, hversu
fjölbreytilegt okkur sýnist þetta samspil
ljóss og lands vera. Fyrir listamann eins og
Ásgrím, sem var kominn inn á þá braut að
takast á við víðáttuna og ljósbrigðin í náttúr-
unni, var landið milli úthafs og jökla ögrun
sem honum fannst hann þurfa að mæta.
Ferðalög hans og viðdvöl í Skaftafellsýslum
voru því ekki aðeins líkamleg ögrun, þar sem
hann þurfti að fara á hestum yfír stórfljót og
sanda með koffortin sín, heldur ums-dosllt
listræn.
Inn fil landsins
Orð norska málarans Christians Kroghs í
listdómi um sýningu Ásgríms og Þórarins í
Kristjaníu árið 1910, þar sem hann segir Ás-
grím hafa náð mikilleikanum og víðáttunni í
mynd sína af Heklu, geta allt eins átt við um
myndir hans úr Skaftafellssýslum. í þessum
myndum beinir hann sjónum inn til landsins,
í átt til fjalla og jökla, og hefur heillast svo af
víðum sjóndeildarhringnum, þar sem fjöllin
virðast mynda eina heild, að hann rammar
inn myndsviðið með tilliti til þess. Ein-
kennandi fyrir þessar myndir er ílangt for-
mið þar sem lögð er áhersla á láréttar línur
landsins. Með öruggri fjarvíddarteikningu
og næmri litameðferð leiðir Ásgrímur auga
áhorfandans inn í myndrýmið, í átt til fjalla
og jökla, og jafnvel handan þeirra. Jafn-
framt gerir hann hinu nálæga skil, svo sem
lágreistum torfbæjunum, sem eru eins og
órjúfanlegur hluti af graslendinu í for-
grunni, þannig að áhorfandinn skynjar
mannlega nærveru á þessu ^víðáttumikla
myndsviði. Um þetta leyti var Ásgrímur far-
inn að vinna mikið með vatnslitum og eru
flestar myndanna úr þessum ferðum vatns-
litamyndir. Þótt hann af hógværð sinni segi
lítið annað um vinnu sína í þessum ferðum en
að nefna nokkrar myndir eða að hann hafi
málað mikið á ýmsum stöðum, segir hann að
vatnslitamyndir þær, er hann málaði í
Hornafirði sumarið 1912, hafi verið meðal
hinna bestu frá þeim árum. í þessum mynd-
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999