Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 10
EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu flæmska málarans Anthonis van Dycks, og í því tilefni var mikið um að vera í Antwerpen, fæðingarborg hans. I konunglega safninu voru frá 15. maí til 15. ágúst til sýnis 100 mál- verk, en grafík, vatnslitamyndir og riss í Plantin-Moret- us safninu svo og Rubenshúsi. Sýningin hélt áfram til Lundúna, þar sem málverki n eru sýnd í Konunglegu akademíunni á Piccadilly Streettil 10. desember, en grafíkin og vatnslitamyndirnar á British Museum. Sumarið 1977 var ég daglangt gestur í Antwerpen, markmiðið var að skoða stórsýningu verka málarans Peter Paul Rubens (1577-1640). Tilefnið var auðvit- að að 400 ár voru þá liðin frá fæðingu þessa höfuðmeistara flæmska barrokksins. Ætlaði að vera lengur, litast vel um ásamt því að skreppa til Gent og Briigge, en ekkert húsnæði var að fá í borginni né nágrenni hennar vegna hins yfir- gengilega Rubensæðis. Antwerpen skartar af óviðjafnlegri bygging- arlist, þar á meðal undurfögra Rubenshúsi, ásamt því að skammt frá er kirkja með frægri altaristöflu eftir meistarann. Daginn þann upp- lifði ég í fyrsta skipti, að málarar geta orðið súperstjömur því slíkan mannfjölda hafði ég aldrei litið í sambandi við sýningu myndlistar. Margföld tveggja arma biðröð, drjúga leið sitt í hvora áttina fyrir utan listasafnið, og lögregla og gæslumenn á hverju strái því mikið var í húfi að allt færi vel fram í kringum þessar ómetanlegu þjóðargersemar og dýrgripi úr söfnum frá öllum heimshomum. Hafði mælt mér mót við Guðmund Emó, sem kom beint frá París, og var á aðaljámbrautar- stöðinni til að taka á móti mér, en ég kom í ein- hverri aukalest frá Brússel og inn á úthverfis- stöð og svo fór að við hittumst ekki, fórum á mis í mannhafínu þótt við værum allan tíman að skima eftir hvor öðram. Fyrir harðfylgi tókst mér að komast strax inn á sýninguna veif- andi blaðapassa, sem hefur líkast til átt sinn þátt í að við fóram á mis, því Erró varð að vera í biðröðinni sem silaðist löturhægt áfram. Er inn kom var þröng á þingi, maður eins og smásfld í stórri tunnu, og ekki varð mikið úr gaumgæfi- legri skoðun í það sinnið, en list Rubens var mér meira en vel kunn og hef bætt umtalsvert við þekkinguna síðan. Hins vegar var minna um að vera í öðrum sölum safnsins þangað sem ég hrökklaðist fljótlega, og þar kynntist ég. mörgum nýjum hliðum á flæmskri og nýrri tíma belgískri list, dagurinn þannig afar drjúg- ur, hins vegar mætti alltof margt afgangi. Er ég uppgötvaði í byi-jun árs, að annar höf- uðmeistari barrokksins, sjálfur Anthonis van Dyck, yrði heiðraður með líkum framníngi, á sama stað og í sama tilefni, meira að segja einn- ig í Rubens húsi, fékk ég fiðring í magann. í húsinu hefur van Dyck þekkt vel til hluta, því um nokkurra ára skeið var hann þar lærlingur og gengdi mikilvægu hlutverki á verkstæði Rubensar. Hugði gott til glóðarinnar og nú skyldi allt vel undirbúið og skoðað í kjölinn, Gent og Brúgge ekki undanskilin. En svo fór að ég komst ekki utan ýmissa hluta vegna, sára- bót var þó að ég leit sýninguna á konunglega Akademíinu í Lundúnum nú nýverið. Van Dyck dvaldi langdvölum í Lundúnum, þannig að Englendingar eiga stóran hlut í honum, sem Belgar viðurkenna fúslega, er jafnvel nefndur mestur málari í sögu Bretaveldis, hlaut þar að- alstign. -Anthonis van Dyck, var fæddur í Ant- werpen 22. febrúar 1599, í húsi sem enn stend- ur og nefnt var „Den Berendans“ (Dansandi bjöm), en dó í Blackfriars, London, 9. desem- ber 1641. Húsið er við aðaltorg borgarinnar og í nágrenni ráðhúss Comelis Floris de Vriendts, í stfl endurreisnar. Þegar á tíunda eða ellefta ári hóf van Dyck listnám hjá málaranum Hendrik van Balen eldri (1575-1632), sem málaði altaristöflur og litlar goðsagnakenndar og táknsöglegar myndir í rómönskum stfl þar sem morar af fólki, einnig uppfyllingar, staffa- ge, í málverk annarra svo sem Jan Braeghel eldri. Balen, sem var mjög bráðþroska í list- inni og tekin 17 ára í samtök málara sem frjáLs meistari og deildarforseti þeirra 34 ára, er ekki síður þekktur fyrir að hafa verið kennari undrabamsins van Dycks. Má þannig greina afar sterk áhrif frá nemandanum í seinni tíma myndum lærimeistarans (!), einkum þrem málverkum í Jakobskirkjunni í Antwerpen. Einhvem tíma á árunum mflli sautján og nítján varð van Dyck nemandi Rubens, sem hann leit mjög upp til og varð eðlilega fyrir afar sterkum áhrifum af. Meira en greinilega má kenna þau í verkum hans, en van Dyck var fíngerðari, notaði meira rennandi og ekki eins mettaðar olíur í liti sína. Allir þeir sem fara að nota olíuliti að ráði þekkja nafnið, van Dyck, því einn jarðbráni litatónninn ber nafn hans og sennilega hafa fáir í sögu málaralistarinnar farið betur með brána og svarta litatóna, eink- um getur svarti tónninn verið eindæma djúp- ur og mettur, raunar má einnig heimfæra það sama á Rubens, en blærinn ekki alveg eins. A þessum tímum þróaðist listin til muna hægar, námið fór fram á verkstæðum meistaranna, og meira en eðlilegt að pensil- strokur lærlinganna drægju dám af hand- bragði þeirra. Þó er að mínu mati oftar en ekki gert of mikið úr eðlilegum áhrifum Rubens í verkum van Dycks, sem féll alltof snemma frá, eða tæplega 42 ára. Framhaldið þannig óráðin gáta hefði honum auðnast að lifa og starfa eins lengi og af sama krafti og meistarinn, sem varð 63 ára, sem var töluvert hár aldur um þá daga. Að auk fengu þeir afar svipuð verkefni upp í hendumar, og það sem höfuðáhersla er lögð á nefndri sýningu í Antwerpen, svo og Lundunum era einmitt sérverkefni frá háaðl- inum og auðugum fjölskyldum. Glæsileiki Ru- bens, yfirburða flínkheit, gáfur, mannvit og stjómviska, gnæfa hins vegar yfir í listasög- unni. Hann var mannasættir er ferðaðist á milli landa og afstýrði ófriði, ekki síst með pensilinn að vopni, sem í höndum hans var ígildi kjamaoddaeldflauga í dag, en fyrir því galdratæki steinlágu jafnvel böldustu stríðs- furstar er þeir litu vinnubrögðin. Manna- myndir van Dycks bera margar höfundi sín- um vitni, en nokkrar þeirra til að mynda á Prado safninu í Madrid, jafnvel einnig Wallace safninu í Lundunum, era illu heilli ekki á sýningunni. Á þessum tímum var það einnig þannig, að málverkin voru svo að segja fullgerð áður en hafist var handa við að mála þau, svo skipulega og nákvæmt var gengið til verks, sem nútíma röntgenmyndir hafa af- hjúpað. En þær sýna einnig að van Dyck vék oftar en ekki úr leið í miðju kafi, því hann fékk nýjar og ferskar hugmyndir meðan á verkinu stóð, sem ekki voru eftir upprunalegri for- skrift, sem telst ótvíræðasti vottur eðlisbor- inna og skapandi eiginleika. Efth- að van Dyck hætti á verkstæði Ru- bens, dvaldi hann í stuttan tíma við hirð Jakobs I, í Lundúnum, en hélt til Ítalíu haust- ið 1621 og þræddi þar sömu slóðir og Rubens fyrrum, einkum fór hann í saumana á list Tiz- ian, líkt og rissbækur hans eru til marks um, einnig annarra Feneyjamálara, sem allt er vel Eftir að van Dyck hafði yfirgefió verkstæði Rubens og áður en hann hélt til Ítalíu, málaði hann þessa mynd af eiginkonu meistara síns, Isabellu Brandt, 1621, olía á léreft 153 x 120 sm. Fullnuma úr verkstæði eins mesta málara sögunnar, að auki náinn samverkamaður, 21 árs að aldril Hin fræga þrískipta mynd af Karli 1,1635, olía á léreft, 84,5 x 99,7 sm. Úr safni Eng 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.