Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 11
Kardínálinn Bentevoglio, 1623, olía á léreft, 196 x 145 sm. Palatina galleríið í Flórens. Hinn fimmtán ára gamli Vilhjálmur II, prins af Óraníu, og brúður hans, hin tæplega tíu ára gamla prinsessa
Henrietta Maria, elsta dóttir Karls I, 1641, olía á léreft, 182,5 x 142 sm. Ríkislistasafnið Amsterdam.
Samningarnir um þetta hjónaband höfðu þá staðið yfir í tvö ár.
Isdrottningar.
Nítján ára gamall
málaði van Dýck
þetta meistaraverk
af velunnara sínum,
Cornelis van der
Geest, olía á léreft,
37,5 x 32,5.
Sjálfsmynd, 1613-
14, olía á panel
1619-20, 25 x 19,5
sm. Málverkasafn
myndlistarakade-
míunnar í Vínarborg.
Vel að merkja að
málarinn var einung-
is 14-15 ára!
merkjanlegt í seinni tíma málverkum hans. Ár-
ið 1627 snýr hann aftur á heimaslóðir og er af
Isabellu stórhertogaynju og landstjóra út-
nefndur hirðmálari af Briissel, heldur þó til í
húsi sínu í Antwergen, og vinnur einnig fyrir
hollenzku hirðina. Arið 1632 verða þáttaskil í
lífi málarans þá hann heldur öðru sinni til
Lundúna, er þar útnefndur hirðmálari Karls I,
og sleginn til riddara. Málaði þá nær eingöngu
myndir af konungsfjölskyldunni og nánasta liði
kringum hana. Varla voru tvö ár liðin fyrr en
hann yfirgefur Lundúni og heldur til Parísar,
Antwerpen og Brussel, en 1635 er hann aftur í
Lundúnum og næstu fimm árin heldur hann
þar stórt verkstæði með mörgum hjálpar-
mönnum, en sjálfur snýr hann sér alfarið að
gerð mannamynda sem skipa honum í fremstu
röð allra tíma á því sviði. Á sjö ára tímabili mun
hann hafa málað um 400 slíkar myndir, þar af
margar af börnum, en hann kunni sannarlega
til verka í þeirri grein ekki síður er Rubens.
Stjómmálalegur órói í Englandi 1640 gerði að
verkum að van Dyck tekur sig upp og heldur
enn á ný til Antwerpen, einnig til að taka við
verkstæði Rubens sem þá var nýlátinn, en
fréttir þá að Loðvíg þrettándi hefði í hyggju að
láta mála myndaröð í aðalsali Louvre. Heldur
til Parísar í útmánuðuml641, og vonast til að fá
verkefnið, en það féll í hlut Nicolas Poussins og
hins minna þekkta Simons Vouet, og urðu það
honum sár vonbrigði. I mai sama ár er hann
aftur í Lundúnum, trúlega til að vera viðstadd-
ur brúðkaup hins fimmtan ára gamla Vilhjálms
II af Óraníu og prinsessu Maríu Henriette,
tæplega tíu ára og elstu dóttur Karls I, og mála
þau barnungu hjón. Sama ár deyr hann og var
jarðsettur í gömlu St. Pauls dómkirkjunni.
Ýmsir hafa getið sér til að veikindi hans hafi
fylgt í kjölfar vonbrigðanna yfir að fá ekki
verkefnið í Louvre, sem var hinum metnaðar-
gjama snillingi mikið áfall, en slíkum geta fylgt
miklar sálarflækjur og eru lítt brynjaðir fyrir
mótlæti. Fleira kom þó til sem kann að hafa átt
þátt í að brjóta hann niður, tímarnir vom við-
sjárverðir og líf hans var ekki alltaf dans á rós-
um, ungur missti hann móður sína og faðirinn
lenti í úlfakreppu í fjármálum, sem hafði áhrif á
uppvaxtarár hans. Þá var samband hans við
konur ekki gæfulegt, en hann hafði ungur lent í
því slysi að barna stúlkukind nokkra í Ant-
werpen, en var sá sómamaður að gleymda ekki
afkvæminu í erfðaskrá sinni. Þá átti hann í
stormafullu ástarsambandi við einhverja fem-
me fatale, Margaret Lemon að nafni, sem var
haldin djöfulóðri afrbrýðsemi og þoldi ekki að
aðrar konur sætu til borðs með honum í þeim
fjölmörgu veislum sem hann sat í Lundúnum,
átti til að gera hræðileg uppsteit í slíkum tilvik-
um. Sagan hermir jafnvel að afbrýðin út í snill-
inginn hafi gengið svo langt, að eitt sinn er
þeim lenti saman reyndi hún að bíta af honum
þumalinn til að hann gæti ekki málað meira!
Það var fyrst 1639, tveim árum fyrir and-
látið, að van Dyck festi ráð sitt, hin útvalda var
skosk, kaþólsk hirdama drottningarinnar, og
málarinn náði rétt að lifa það að eignast fyrsta
löglegt fædda erfingjann, dótturina Justinu.
Fæðinguna bar að 1. desember 1641 og þrem
dögum seinna semur hann erfðaskrá, þar sem
hann arfleiðir fjölskylduna og ólöglegu dóttur-
ina í Antwerpen að eigum sínum. Og þrátt fyrir
að kóngurinn sendi sinn eigin líflækni á vett-
vang og héti honum heilum 300 pundum ef
hann gæti fært málaranum heilsuna á ný, sem
var mikil fúlga á þeim tímum, skildi van Dyck
við/jórum dögum seinna.
Á minnismerki í St. Pauls dómkirkjunni
stendur þetta letrað: „Antonius van Dyck, qui,
dum viveretý multis immortalitaem donaverit
vitam. Functus est Carolus Primus, Magnae
Britanniae, Franciae et Hibemiae Rex, Anton-
io Van Dyck, Equiti Aurato“ (Anthony van
Dyck, gerði meðan hann lifði marga ódauðlega.
Karl I, konungur Stóra Bretlands, Frakklands
og Irlands, lét reisa þetta minnismerki fyrir Sir
Anthony van Dyck).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 1 1