Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 13
Á Völlum í Vallhólmi í Skagafirði, skammt frá Varmahlíð, er gamall bær sem enn stendur uppi og
hjá honum ennþá eldri klömbruhnausveggur sem blessunarlega hefur fengið að standa og gæti
enn átt langa lífdaga fyrir höndum.
Það sérstæða við klömbruhnausvegginn á Vöilum er hæð hans, vart minna en tvær mannhæðir.
ekki hefur það þó orðið til þes að hann snaraðist, en sjá má neðst að hnausinn hefur lítið eitt
slitnað og eyðst. Vonandi er að menn beri gæfu til að láta þennan fallega vegg standa sem
lengst.
Á Akureyri, nánar tiltekið í porti við Listagilið, er veggur með hreinu svlpmóti nútímans, þ.e.
þeirri tegund myndskreytlnga sem heita graffiti á erlendum málum, en hefur verið kallað veggja-
krot á íslensku. Það kynni að vera óþarflega óvirðulegt heiti, því þessi tegund myndlistar getur
verið háþróuð og þá alls ekki tjaldað tll einnar nætur. Svo er hér. Kaupfélag Eyfirðinga á portið,
enda eru þarna hús frá árdögum kaupfélagsins. Frammámenn í KEA stóðu fyrir því að „vanir
menn“ á Akureyri fengu þessa veggi til umráða og sést að þeir hafa kunnað sitt fag.
Amarstap
Bjamune
Vestmannaeyjur ^
Veldi:
1 Eriendar Þorvarðssonar
2 Daöa Guðmundssonar
3 Skarðverja
4 Núpsmanna og Vatnsfirðinga Q Hólafeðga
5 Bjöms Jónssonar Œ8 Efnahagssvæðí konungs
6 Ara Jónssonar 4t Bessastaðir, stjómsýslusetur konungs
7 Sigurðar Jónssonar 4t Vestmannaeyjar, konungsútgerð
8 Eyjólfs Einarssonar, tengdasonar Jóns Arasonar
9 Páls Vigfússonar (fyrrum tengdur Jóni Arasyni)
10 Ásverja (tengdir Jóni Arasyni)
© Póturs Einarssonar
Veldisskipting á íslandi sumarið 1550.
Á VÍÐ OG DREIF
UM SIÐ-
BREYTINGUNA
EFTIR SIGLAUG
BRYNLEIFSSON
MEGINHLUTINN af íslenskum bókum
er gefinn út síðla árs. Bókaflóðið hefst
seint í október og því nær sem líður jólum
eykst magnið. Aðalkauptíðin hefst síðan
skömmu fyrir jól. Umsagnir um allt þetta
bókamagn fyllir blöðin einkum síðari
hluta vertíðarinnar. Ritdómarar fara í
gegnum staflana, sem þeim er gert að
skrifa um og verða að hafa snör handtök.
Auglýsingar fylla blöð og aðra fjölmiðla
og „sá ræður sem geltir hæst“. Pað fer
ekki hjá því að mörg merkileg bókin
hverfur í öllu þessu magni bókaflóðs og
greinaflóðbylgju, einum ef útgefendur
stunda ekki auglýsingar af miklum móð
og þöfundar eru lítt þekktir.
Á bókavertíðinni fyrir jólin 1997 komu
út margar „stórmerkilegar bækur“ eins
og vant er í öllum greinum, bókmenntum,
sögu og raunvísindum, auk ljóðabóka og
barnabóka, uppflettirita og ævisagna.
Hið íslenska bókmenntafélag auglýsir
hóflega bækur þær sem það gefur út.
Pélagið á sér 200 ára sögu eftir rúman
áratug. Það gefur út Skírni, elsta tímarit
á Norðurlöndum. Utgáfubækur félagsins
eru þáttur íslenskrar menningarsögu í
upp undir tvær aldir og í dögun þriðju
þúsundaldar á það sér tvöhundruð ára
sögu - 2016.
Meðal þeirra bóka sem Hið íslenska
bókmenntafélag gaf út 1997 var „Sið-
breytingin á íslandi 1537-1565“ eftir Vil-
borgu Auði ísleifsdóttur. Siðbreytingin
markar þáttaskil í íslenskri menningar-,
stjórnarfars- og efnahagssögu auk nýbr-
eytni í trúariðkun. Hin forna og rótgróna
trúarhefð almennrar kaþólskrar kirkju,
stjórnarform og kaþólsk listmenning
hverfur og í stað þess er komið á með
valdaboði Lútherstrúarkerfi undir yfir-
stjórn veraldlegs ríkisvalds. Eignum
kirkjunnar er rænt og aldagamlar „fé-
lagsstofnanir“ svo sem klaustur og sælu-
bú hverfa. Öll þau listaverk og menning-
arverðmæti sem voru skipulega eyðilögð
af öfgafullum mótmælendafrumkvöðlum
eru eitthvert mesta tjón sem íslendingar
hafa mátt þola. Söguritarar siðskiptanna
hafa ekki haft hátt um þennan vaðandi
barbarisma og sumir hverjir reynt að
gera siðabreytinguna sem eðlilega fram-
vindu íslenskrar menningar og kirkjusögu
(Jón Helgason). Saga siðbreytingarinnar
hefur verið skrifuð sem nærri því ein-
angrað íslenskt fyrirbæri og lítt hugað að
Kristján III. Málverk eftir Jost Verheidon. Lút-
erskur kristindómur var Kristjáni III mikið
hjartans mál.
forsendum breytingarinnar sem áttu allar
upphaf sitt í stefnu danskra stjórnenda
og þeirra hagsmunahópa, aðals og borg-
arastéttar sem hagnaðist á eignaupptöku
kirkju- og klaustraeigna í ríkjum Dana-
konungs.
Rit Vilborgar Isleifsdóttur dregur upp
nýja mynd af þeim grunnbreytingum sem
verða á íslensku þjóðfélagi við siðbreyt-
inguna og forsendur þeirra breytinga í
Evrópu og ríkjum Danakonungs. En þar
er að leita frumorsakanna. Höfundurinn
gerir þessum efnum ágæt skil og for-
sagan verður skýr og mun ítarlegri en
tíðkast hefur í ritum um breytinguna.
Sama er að segja um atburðarásina hér-
lendis, m-vinnsla heimilda og heimilda-
magn er mun viðameira og því verður
saga hennar ný saga þessa tímabils, vand-
aðri og skilmerkilegri en hingað til hefur
tíðkast. Islendingar voru kúgaðir til sið-
breytni á brútalan hátt og það tók ára-
tugi, jafnvel aldir að móta hér á landi við-
sættanleika við nýbreytnina, þá með
frábærum sálmakveðskap og Vídalín-
spostillu.
Rit Vilborgar veldur þáttaskilum í sið-
skiptasögunni og þar með íslandssögunni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 1 3