Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Side 17
SAMTIMALIST SEM SKIPTIR MALI í fjögur ár hefur Edda Jónsdóttir rekið galleríið i8 í Ingólfsstræti. Auk þess að sýna þá samtímalist sem henni finnst eiga erindi við umheiminn, setti hún sér í upphafi það markmið að vinna einungis með fáum listamönnum í senn og kynna ver k þeirra 1 heima og erlend is e ftir því sem kostur væri. í samtali við EINAR FALINGÓLFSSON sagði Edda að mikil vinna væri að skila sér í sýningum og samböndum sem væri af hinu góða íyrir íslenskt listalíf. Edda Jónsdóttir. Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmynd/Edda Jónsdótíir Kristján Guðmundsson ræðir við Steinu Vasulka á opnun sýningar sinnar árið 1997. Ljósmynd/Edda Jónsdóttir Fjöldi manns við opnun sýningar Sigurðar Guðmundssonar i 18 f júní 1998. EDDA er nýkomin ásamt lista- mönnum gallerísins frá Köln og New York og er senn á leið til Stuttgart með sýningu. í New York var hún viðstödd opnun sýningarinnar Microwave í 12 3 Watts Gallery, þar sem gefur meðal annars að líta verk Rögnu Róbertsdóttur, sem Edda hefur unnið töluvert með á síðustu misserum. „Ein af forsendum þess að reka gallerí af metnaði, er að fara reglulega út íyrir landstein- ana og skapa persónuleg tengsl við fólk innan listheimsins, fyrir galleríið og listamennina sem ég er að vinna með,“ segir Edda. „Það er ákaf- lega mikilvægt að samstarfið sé byggt á hreinskilni og trausti og sameiginlegum hags- munum galleiís og listamanns. Ég reyni að fylgja mínum listamönnum eftir, fara með þeim á þær sýningar sem við tökum þátt í, tala máli þeirra og skapa persónuleg tengsl, og það skilar sér. Við sendum ekki bara einhver verk á sýn- ingar heldur fylgjum þeim eftir og setjum þau upp.“ Edda er sjálf kunn fyrir myndlist sína en haustið 1995 opnaði hún galleríið sem nú heitir i8. „Ég vildi gera tilraun til að reka gallerí á skapandi liátt, fá hingað áhugaverða erlenda listamenn ásamt því að koma íslenskum lista- mönnum í ný sambönd erlendis. Ég ætlaði aldrei að reka verslun. Vissulega verð ég að selja verk til að láta þetta ganga, tek því pró- sentuhlut af andvirði seldra verka, en ég er ekki í þessu með það markmið að græða peninga, erida held ég að þeir sem telji að hægt sé að verða ríkur hér á landi á því að selja samtíma- myndlist séu á villigötum. Ég vildi reka metnaðarfullt gallerí - og hætta ef ég þyrfti að slá af kröfunum. Ég vil vinna vel með fáum listamönnum og fylgja því eftir sem þeir eru að gera, ég get ekki unnið með mörg- um á sama tíma. Síðan verð ég að finna lista- mönnunum vettvang erlendis, meðal annars með þvi að kynna þá á listamessum, í galleríum eða söfiium eftir því sem möguleikar leyfa. Gallerí notað á hvað sem er Flóra sýningarsala þar sem fólk getur skoð- að myndlist er óneitanlega fábreytileg á íslandi idag. „Hér vantar okkur svo skilgreiningu á því hvað er gallerí, hvað sýningarsalur og hvað list- muna- eða gjafavöruverslun,“ segir Edda. „Þetta eru gjörólík fyrirbæri í eðli sínu en samt eru margir sem átta sig ekki á því hvar munur- inn liggur, enda nafnið gallerí notað á hvað sem er, tískuverslanir jafnt sem kjötbúðir og bif- reiðaverslanir. Gallerí eins og ég rek vinnur með ákveðnum listamönnum og fyrir þá, en sýningarsalur er í flestum tílvikum leigður fólki til sýningahalds og hefur svo ekkert meira með það að segja. Þetta er séríslenskt fyrirbæri sem mér finnst ekki sérlega áhugavert. Utlendir sýningarstjór- ar og annað fagfólk skilja þetta ekki; að næst- um hver sem er getí bara greitt fyrir að sýna í sýningasölum. Islensk myndlistarflóra saman- stendur af leikmönnum og myndlistarmönnum sem hafa sannað sig. Síðan eru listmunaversl- anir með gjafavöru allt annar handleggur og allt í lagi með það, það má bara ekki rugla þessu svona saman.“ Edda segir fagmennsku í gallerírekstri hafa sárlega vantað á Islandi. „Fagleg gallerí eru yf- irleitt þeir aðilar sem sjá um að koma mynd- listarmönnum á framfæri og ég er ekkert feim- in við að segja að þar er ég að vinna ákveðið brautiyðjendastarf, sem felst meðal annars í því að afla sambanda erlendis. Sjálf hef ég engan áhuga á að reka verslun. Ég vil vinna með skapandi listamönnum að því sameiginlega markmiði að koma þeim á fram- færi erlendis, auk þess að reyna að opna augu fólks fyrir list þeirra. Ég er eingöngu með boðsýningar, það er þær eru alfarið á kostnað gaEerísins. Ég reyni síðan auðvitað að selja verkin eða koma þeim á sýningar erlendis. Nú í nóvember er ég til dæmis að fai~a með sýningu í gallerí Michael Sturm í Stuttgart, og í tilefni af henni gefum við Michael Sturm sameiginlega út grafikmöppu með verkum Kristjáns Guð- mundssonar, Rögnu Róbertsdóttur og Finn- boga Péturssonar. Þessa möppu gefum við út í 40 eintökum, þannig að tuttugu eintök verða til sölu á hvorum stað. Þetta er eitthvað sem ég hef hug á að gera með fleiri listamönnum í sam- starfi við önnur erlend gallerí. Þá hef ég hef verið að stækka við mig hér í Ingólfsstrætínu, hef bætt við mig vinnurými á- samt aðstöðu til að geta hýst erlenda listamenn sem sýna hjá mér. Þá reyni ég einnig að útvega peninga fyrir þau verkefni sem þeir og aðrir listamenn í mínu umboði vinna að.“ Edda hefur síðustu misserin hvað mest imnið með fyrmefndum þremur listamönnum, Rögnu, Kristjáni og Finnboga, sem hún segir ólík en öll einstaklega fagleg. Auk þeirra eru fastir listamenn gallerísins þau Hreinn Frið- finnsson, Sigurður Guðmundsson og Roni Hom. „Ef ég fjölga listamönnum gallerísins mun ég gera við þá eins árs samstarfssamning í senn,“ segir Edda. „En þrátt fyrir að fastir samingar hafi ekki verið gerðir við fleiri enn sem komið er, vinn ég auðvitað með fleiri lista- mönnum sem em í, eða vilja vera í samstarfi við galleríið og sýni þá þegar það fellur inn í prógr- ammið, ásamt því sem ég kynni þá þegar tæki- færi gefst. Þess vegna er ég að koma mér upp kynningarefni með fleiri listamönnum sem hægt er að sýna þeim erlendu sýningastjórum og öðmm sem í galleríið koma.“ Tengingar út í heim 18 hefur verið þátttakandi í þremm- lista- messum, þar sem þau Kristján, Ragna og Finn- bogi hafa sýnt verk sín, í Chicago, Stokkhólmi og á ARCO-messunni í Madríd. Listamessur em eins konar stórar fagstefnur þar sem völd- um galleríum er boðið að kynna starfsemi sína og helstu listamenn sem þau hafa umboð fyrir. Edda segir þetta ákaflega mikilvægai’ upp- ákomur í myndlistarheiminum, á messumar leggi leið sína áhrifafólk úr söfnum og lista- stofnunum, kaupendur og safnarar og annað áhugafólk um myndlist. ,Aður en i8 tók þátt í slíkri messu fór ég auðvitað oft sjálf á messur og tvisvar með erlendum gallerista sem ég fékk að vinna með/jg læra af hvemig þetta gengur allt fyrir sig. Ég semsagt hjálpaði til og fylgdist með öllu, sem var mjög mikilvægt, því þetta er ekkert giín, mikil vinna og það verður að vanda vel til ef einhver á að taka eftír því sem maður eraðgera. A listamessunni í Madrid var i8 boðið að sýna í hluta sem er nefndur „cutting edge“ en þar er sýnd framsækin list og ung gallerí kynnt. Þar er greitt heldur minna fyiir sýningarrýmið en þama var mikill straumur gesta og komust á sambönd sem nú er verið að vinna með. A þess- ar messur er valið af mjög strangri dómnefnd svo það er mikið atriði að geta tekið þátt. I raun er þetta eina leiðin fyrir gallerí sem vilja reyna að þoma listamönnum á framfæri erlendis.“ í kjölfarið á þessu starfi Eddu hafa listamenn i8veriðaðsýnavíða. „Nú em verk eftir Rögnu á sýningu í New York og Kristján sýnir þar næsta vor,“ segir hún. „Ragna og Finnbogi vom ásamt Tony Cragg og fleiii listamönnum að sýna hjá Gallerí Stefan Anderson S Svíþjóð, upp úr því komust á tengsl við Cragg, sem mun sýna hjá mér á Listahátíð á næsta ári. Við sýndum líka í Hels- inki, í Gallerí Artek; ég er komin í góð sambönd við nokkur norræn gallerí sem ég á eftír að vinna með. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska mynd- listarumhverfið að vera með tengingar út í heim. Auðvitað hefur einstaka listamönnum tekist að kynna sig og komist að hjá erlendum galleríum og hér hafa menn haft mikilvæg sam- bönd, eins og þau sem komust á með SUM og eftír það Nýlistasafriinu, fyrir utan hvað Pétur Arason, í samstarfi við Ingólf Amarson mynd- listarmann, hefijr gert með sínu starfi í að kynna erlenda heimslist í sýningarsal sínum, Annarri hæð, um árabil. Samanburður er okk- ur svo nauðsynlegur og þess vegna er það ómetanlegt að fá hingað alþjóðlega listamenn. Ég er í rauninni að gera svolítið annað, því númer eitt hjá mér er að koma íslenskri list út. Það gerist ekki nema maður taki erlenda list inn - öðruvísi verða sambönd ekki tíl. Mér finnst óviðunandi hve fáir af þeim góðu lista- mönnum sem við eigum sjást ekki annarsstaðar af því að það vantar þennan hlekk tíl þess að vinna að því.“ Litið af myndlistarsöfnunim Edda segir það alls ekki vera erfitt að vera ekkert að sinna eigin myndlist um þessar mundir. „Mér fannst ég vera of einangruð í starfi mínu sem myndlistarmaður, mínir hæfi- leikar nýtast ágætlega í glímunni við að reka þetta gallerí. Ég hef lært mikið og þetta hefur verið ómetanlegur skóli. Það er ólíkt skemmti- legra að koma annarra myndlist á framfæri en sinni eigin. Nei, mér líður ekkert illa þótt ég sé ekki að búa til myndlist. Þetta er svo gefandi vinna, ég held að ég sé ekki síður hugmynda- auðug núna, þegar ég er á kafi í þessu verkefrii. En þeir sem vinna með mér og fyrir mig þurfa líka að vera eldhugar til að þetta gangi; sem betur fer hef ég haft geysilega gott fólk í kring- um mig og margir góðir koma þar að.“ Að sögn Eddu hefúr reksturinn gengið' vegna þess að verk seljast af og til og stöku sinnum fær hún styrki til ákveðinna fram- kvæmda. „Oft selst ekkert á sýningum og þessi útgerð kostar sitt og dýrt er að hefja kynningarstarf. Mér vai' til dæmis boðið á Stokkhólmsmessuna en Madiidmessan var dýr; öll aðstaða og þjón- usta á messunni kostai- sitt, ekki hefði verið mögulegt að taka þátt í henni ef ekki hefði kom- ið til skilningur á mikilvægi þátttökunnar hjá Menningarmálanefnd borgarinnar, fyrir til- stuðlan Eiríks Þorlákssonar, og menntamálai- áðuneytisins sem styrktu þátttökuna. I raun þyrfti svona kynningarstaif að fá styrki til nokkurra ára í senn svo hægt væri að halda vel áfram. Menningarborg 2000 styrkir fjórar sýningar hjá mér á menningarárinu og Listahátíð eina, það eru þó ekki stórar upp- hæðir og verður að fara vel með féð ef endar eiga að nást saman því þetta eru dýrar sýningar sem koma erlendis frá. Ég el þá ósk i bijósti að hér fari að koma upp safharar eins og annarstaðar, fólk sem langai' tíl að safna góðri nútímalist. Fólk þarf ekki mikla peninga til að byrja. Flestir alvörusaftiar- ar hafa byrjað að safna teikningum, grafik, ljós- myndaverkum eða annarskonar pappírsverk- um sem ekki eru mjög dýr, þótt menn setji markið hátt og kaupi eftii' samtímalistamenn sem eru keyptir í söfh og sýna reglulega erlend- is. Það hlýtur að vera góður mælikvarði og ág- ætur útgangspunktur. Það er ósköp leiðinlegt að sjá að í mörgum opinberum stofnunum og fyrirtælqum ægir saman í bland verkum eftir amatöra og verkum þehra sem hafa sannað sig sem myndlistar-* menn. „Já, mér finnst óskiljanlegt hvað það er lítið af myndlistarsöfhurum hér á landi, það vantar metnað á því sviði. Fólk býr kannski við góð efrii, er á dýrum bílum, í dýrum húsum, er í góð- um stöðum og er jafnvel vel menntað, en á svo ekki eitt einasta samtímalistaverk.“ En Edda segist hafa á tilfinningunni að hlut- imir séu að þokast hér til hins betra. „Islend- ingar eru að vakna til vitundar um umhverfi sitt, ekki aðeins hvað náttúru landsins varðar, eins og umræðan um hálendið undanfarin mis- seri sýnir, heldur er það líka að verða meðvit- aðra um sitt daglega og nánasta umhverfi - og þar kemur listin inn í myndina. Samtímalist er okkur mjög mikilvæg vegna þess að hún er vísun í okkar eigin tíma, en ekki bara í fortíðina og hún eykur þannig skilning okkar á þeim tímum sem við lifum í.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.