Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 11
Bjarnarlaug, kennd við Bárð Snæfellsás, er efst á hæðinnl ofan vlð Laugarbrekku þar sem heitir Laugarhöfuð. Vatnið er í fornum eldgíg. Forn þingstaður á Laugarbrekku var uppl á bergbrúnlnni við gilið. Þar var réttað yfir Axlar-Bimi, hann tekinn af lif i og dysjaður skammt frá. Langferðir Guðiíðar Þorbjamardóttur i 2. Misheppnuð ,,-Vínlandsferðmeð Þorsteini Eiríkssyni eiginmanni sínum 3. Vínlandsferð með Þorfinni Karlsefni, síöari eiginmanni sínum Helluland 1. Frá Islandi til H Grænlands með foreldrum sínum Glaumbær 16. Heimflutnjngar ^|frá Noregi til Islands Höregúr-;K 5. Flutningur ^fráGrænlandi, fórtil Noregs England 8. Heimganga frá Róm og sigling út 7. Sigling utan og suourganga til Rómar Róm í kirkjugarðinum á Laugarbrekku. Glerhýsið er yfir leiði Matthíasar sýslumanns sem grafinn var f kirkjunni 1660. Fjær er bæjarhóllinn, rústir bæjarins á Laugarbrekku. Kona hans hét Hallveig Einarsdóttir. Hún var frá Laugarbrekku og þar bjuggu þau Þorbjörn og Hallveig. Þau áttu dóttur þá er Guðríður hét og þótti þá er hún varð gjaf- vaxta allra kvenna fríðust og „hinn mesti skörungur í öllu athæfi sínu". Skammt er frá Laugarbrekku austur að Arnarstapa þar sem Guðríður var löngum að fóstri, enda mikil vinátta með Laugar- brekkufólki og þeim Ormi og Halldísi á Arn- arstapa. Vinátta góð var og með Þorbirni og Eiríki rauða. Svo fór rúmum áratugi eftir að Eiríkur rauði sigldi með sitt hafurtask til Grænlands að Þorbjörn á Laugarbrekku ákvað að flytja einnig búferlum til Grænlands og keypti skip sem uppi stóð í Hraunhafnarósi. Asamt Laugarbrekkufólkinu voru með í för hjónin á Arnarstapa. Skemmst er frá því að segja að byr tók af eftir skamma siglingu og lenti fólkið í lang- varandi hafvillum og hrakningum í stórsjó þegar veður tóku að ýfast. Dóu þá margir, þar á meðal Ormur og Halldís. Um vetur- nætur náðu þeir sem eftir lifðu til Herjólfs- ness, syðst í Grænlandi þar sem þeim bauðst veturseta. Vorið eftir hélt Þorbjörn áfram með fólk sitt og skip upp með vesturströnd Grænlands, inn í Eiríksfjörð og til Bratta- hlíðar þar sem Eiríkur rauði fagnaði þeim vel. Gaf hann Þorbirni vini sínum land að Stokkanesi, handan fjarðarins. Fyrir utan Leif átti Eiríkur tvo syni, Þor- vald og Þorstein, sem talinn var gjörvileg- astur maður á Grænlandi. Það fór því eins og vænta má að Guðríður var gefin Þorsteini og sögð „væn kona", „sköruleg...vitur og kunni vel að vera með ókunnum mönnum". Auk þess hafði hún söngrödd sem mikið orð fór af. Guðríður og Þorsteinn settust að í Lýsu- firði, sunnarlega í Vestribyggð. Þorvaldur bróðir Þorsteins hafði fallið fyr- ir skrælingjum í könnunarför til Vínlands. Hvorttveggja var að Þorsteinn vildi ná í lík bróður síns til sómasamlegrar grefrunar og svo hitt, að hinar ókunnu strendur hafa þótt seiðandi. Athyglisvert er í ljósi þeirrar mannraunar sem Guðríður hafði þá nýlega ratað í á leið- inni til Grænlands, að hún varð samferða bónda sínum. í annað sinn lagði hún upp út í óvissuna og hrakfarasagan endurtók sig. Velkti skipið úti næstum heilt sumar og dóu margir af sótt; þar á meðal Þorsteinn. Nú var Guðríður orðin ung ekkja á Græn- landi. En naumast var þess von að ekkju- standið stæði lengi þegar önnur eins kona átti í hlut. Skömmu eftir árið 1000 sigldi Þorfinnur karlsefni frá Þórðarhöfða í Skaga- firði til Grænlands; auðugur farmaður með konungablóð í æðum, og lagði að landi í Eiríksfirði. Beztu kostir hans þóttu þó gjörvileiki, manndómur og drengskapur. Þarna hafði Þorfinnur karlsefni vetursetu og þá bar saman fundum þeirra Guðríðar og felldu þau fljótt hugi saman. Bað Þorfinnur Guðríðar og var brúðkaup þeirra drukkið þann vetur í Brattahlíð. Ljóst má vera að margt hefur verið rætt um Vínland í Brattahlíð. Hefur Þorfinn karlsefni og farmenn hans fýst að sjá þessi lönd í vestrinu og svo er að skilja að Guðríður hafi ekki latt eiginmann sinn, né heldur að hún hafi verið búin að fá nóg af hrakningum á sjó. Að vori lögðu þrjú skip af stað og urðu samfiota, en Þorfinnur karlsefni var forystu- maður og Guðríður komin í sína þriðju út- hafssiglingu. Er skemmst frá því að segja að leiðangurinn fann Leifsbúðir, en Þorfinnur og Guðríður sigldu áfram suður með þessum ókunnu ströndum og settust að til bráða- birgða. Sumir fræðimenn telja að það hafi verið þar sem New York-borg byggðist löngu síðar. Fyrsta veturinn í Vesturheimi fæddi Guð- ríður sveinbarn og eftir því sem bezt er vitað er sonurinn, Snorri Þorfinnsson, fyrsti hvíti maðurinn sem fæðist í Vesturheimi. En fljót- lega versnaði sambúðin við þá innfæddu, sem aðkomufólkið nefndi skrælingja og því var frekara landnám gefið upp á bátinn um sinn. Eftir þrjá vetur sigldu Þorfinnur karlsefni og Guðríður aftur með sitt fólk til Græn- lands; það var fjórða sigling Guðríðar, og næsta vetur dvöldust þau í Brattahlíð. En ekki til þess að setjast þar að. Næst var stefnan tekin á Noreg; framundan var fimmta úthafssigling Guðríðar. Skip þeirra var hlaðið verðmætri verzlunarvöru og seldi Þorfinnur varning sinn í Noregi „og hafði þar gott yfirlæti og þau bæði hjón af inum göfugustu mönnum í Noregi, en um vorið eftir bjó hann skip sitt til íslands". Sjötta úthafssigling Guðríðar var út til ís- lands. En stefnan var ekki tekin tO æsku- stöðva hennar undir Jökli, heldur til Skaga- fjarðar, þar sem þau hjón settust að og bjuggu það sem eftir var ævinnar. Heim- koman til tengdaforeldranna hefur þó verið blandin beizkju fyrir Guðríði, slík yfirburða- kona sem hún var. En Þórunni tengdamóður hennar, sem var stórættuð; jafnvel með kon- ungablóð í æðum, þótti sem sonur sinn „hefði lítttilkostatekið". Eiríkssaga segir þau Þorfinn og Guðríði hafa sezt að á Reynisnesi, sem var í eigu ætt- arinnar, en Grænlendingasaga segir að eftir hinn fyrsta vetur þeirra í Skagafirði hafi Karlsefni keypt Glaumbæ og reist þar bú. Slíkt orð fór brátt af mannkostum og vits- munum Guðríðar að tengdamóðirin flutti til hennar og var hjá henni meðan hún lifði. Ekki varð Þorfinnur karlsefni gamall maður, en eftir dauða hans bjó Guðríður í Glaumbæ með Snorra syni sínum og afhenti honum búið þegar hann kvongaðist. Guðríð- ur hafði alla tíð verið sannkristin kona og þegar hún var orðin ekkja í annað sinn fannst henni að hún skuldaði guði sínum það að ganga suður til Róms og fá syndaafiausn. Það var í rauninni glæfralegt fyrirtæki á þeim tímum, en heimildir um þessa för Guð- ríðar eru ekki fjölorðar. I Grænlendingasögu segir svo: „Og er Snorri var kvongaður, þá fór Guðríður utan og gekk suður og kom út aftur til bús Snorra, sonar síns, og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ. Síðan varð Guðríður nunna og einsetukona og var þar á meðan hún lifði." f R GUÐRIÐAR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 20. NÓVEMBER 1999 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.