Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 6
ekkert er eins tilfinnanlegt og það, að vanta hvfld sálu sinni? Vér höfum öll séð hafflötinn í ládeyðu og logni. Vér munum, hve fagur hann er, þegar hann liggur spegilsléttur í sólglitinu. En vér höfum líka séð hvessa og sjóinn ýfast og öld- urnar æða áfram. Þegar sál vor nýtur síns insta eðlis er hún eins og hafflöturinn í logni; þegar hún nýtur hvíldar og friðar, þá er hún spegilslétt. En hversu fljótt vill oft yfirborðið ýfast. Óðara en varir er komið rót á hug vorn. Líf margra er fullt af kvöl, af því að þeir fá eigi varðveitt jafnvægi sálarinnar, er erfiðleikar lífsins verða á vegi þeirra og mót- gerðir annara. Hvar sem vér lítum kringum oss, þá sjáum vér ýms merki þess, að kvöl mannanna er mikil, af því að þá vantar þetta jafnvægi; þá vantar fátt eins og þessa hóg- værð og þetta lítillæti, sem Jesús talar um. Eg er sannfærður um, að þú finnur til þessa jafnt og ég. Ég finn, að mig vantar það, og þú finnur, að þig skortir það - að minnsta kosti stundum. „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld" - hversu fúsir eru flestir að hlýða á þau orð af því að þeir eru vanir að skoða þau sem tilboð um huggun. Huggunar Krists - hver vill ekki verða hennar aðnjótandi? Og flestir vilja fá þá huggun sem beina gjöf, en gæta þess ekki, að hann er að bjóða það, sem er enn meira: aðferð til þess, að eignast var- anlegan frið. En til þess þarf æfing; til þess þarf að ganga í skóla hjá honum. Fjöldi manns heldur, að gjöfum hans rigni svo að segja úr loftinu og þær fáist fyrirhafnarlaust. Hitt mun þó miklu sannara, að hann var að ljúka upp fyrir oss skilningnum á andlegum lögmálum, opna fyrir oss blessunarlindir, sem vér fáum æfinlega ausið úr, ef vér viljum aðeins sækja í þær samkvæmt hans fyrir- sögn. Og hér er hann að kenna oss, hvernig því lögmáli er háttað, sem tryggir oss sálar- friðinn. En þér heyrið það sjálfir, að hann talar um, að þetta verði að lærast. Vér verð- um að temja sjálfa oss, vér verðum að ganga í skóla hjá Jesú. Þarf ég að minna á, hvernig þessi hógværð hans var? Þú manst, hvernig hann tók því, er hann sá mesta þunga lífs síns í aðsigi. Hann féll á kné og bað föður sinn á himnum að taka þann beiska bikar frá sér, ef þess væri kost- ur, en bætti síðan við: „Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt." — Svo frábær er hóg- værð hans þar, að jafnvel þeir, sem eigi trúa á Krist í venjulegri merking þess orðs, hafa játað, að á því augnabliki í lífi Jesú hafi mannsandinn komist hæst. Og þú manst, hvað hann sagði, er andstæðingar hans höfðu neglt hann á krossinn: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." Þú skilur, hvað hann á við, er hann segir: „Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítil- látur." Það er þessi hógværð, sem hann vildi kenna oss öllum. Lærisveinum hans, þeim er með honum dvöldust, hefir verið minnisstæð þessi hliðin á honum. Einn þeirra fer þessum orðum um hann í einu bréfi sínu: „Kristur leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrir- Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi mynd, til þess að þér skylduð feta í hans fót- spor... Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir." Hugsið yður, að menn tækju af alvöru að reyna þessa aðferð hans, iðkuðu hana af sömu elju eins og sumir iðka t.d. líkamsæf- ingar. Eitt sinn lögðu kristnir menn stund á andlegar æfingar. Hversu akaflega er alt slíkt vanrækt í vorri kirkju. I því efni er kat- ólska kirkjan oss fremri, eins og í sumu öðru. Unga fólkið þyrpist til Reykjavíkur úr sveit- unum til þess að ganga í skóla og læra. En hversu fáir finna köllun hjá sér til að ganga í þennan skóla hjá Kristi og læra af honum hógværð og lítillæti, taka á sig okið hans, svo að þeir fái borið svo byrðar lífsins, að þeir haldi sálarfriði sínum óskertum. Og þó er meira í það varið að hafa lært að varðveita sálarfrið sinn en að kunna eitthvert hrafl í einni eða annari fræðigrein. Eg segi þetta ekki til þess að lasta námfýsi unga fólksins, heldur af hinu, að mig furðar á, hve hógværð- arskóli Krists er vanræktur. I þann skólann getum vér gengið, hvar sem vér erum stödd og við hvaða vinnu sem vér fáumst. Opinbert líf þjóðar vorrar ber þess glögg merki, hve hann er vanræktur. Á stjórnmálavígvelli vor- um hefir margur særst dýpra sári en nauð- syn bar til fyrir það hógværðarleysi, sem þjóð vor hefir lengi með sér alið. Og víða flýr sálarfriðurinn af heimilunum, af því að menn leggja enga stund á það, að taka á sig hóg- værðarok Krists og bera byrðar lífsins og mótgerðir annara í því. Gerið eitt fyrir mig: Takið eftir því, þótt ekki sé nema svo sem viku eða hálfsmánaðartíma, hve mikið af óþægindum þeim og kvöl, sem fyrir menn kemur í daglegu lífi, á dýpstu rætur sínar að rekja til þessa hógværðarleysis. Menn láta erfiðleikana ýfa hug sinn, glata sálarró sinni miklu oftar en þeir í raun og veru þyrftu. Og menn láta mótgerðir annara þyrla burt þeim friði og því jafnvægi, sem legið hefir yfir vötnum hugans. Og vegna hinnar sömu vönt- unar á hógværð trufla menn svo oft og til- finnanlega sálarfrið annara. Ef vér göngum í skóla hjá Kristi, fer oss smátt og smátt að skiljast, hvers virði það er að eiga spegilslétt- an hugarflöt í sál sinni, hve mikils virði er kyrð og friður yfir vötnum andans, hvað dýr- mætt það er, að hafa fundið hvíld sál sinni. Og þá skilst oss líka, hver synd það er, að raska sálarfriði annara með óvinsemd og kuldalegum orðum. Það er undarlegt hve yfirborð lífsins blekkir marga. Vér teljum sjálfum oss trú um það, að vér lifum þetta jarðneska líf, til þess að strita og vinna fyrir líkamlegri af- komu vorri. Mestöll hugsun vor fer í það. Og þó verður þetta útkoman hjá öllum kynslóð- um að lokum, að mest sé í það varið, að finna sál sinni hvfld - eignast sálarfrið. Eitt hið fegursta fyrirbrigði náttúrunnar, sem ég hefi séð á þessu landi, bar fyrir augu mín vorkvöld eitt í Reykjavík. Sólin var að setjast og gylti spegilsléttan hafflötinn. Frið- urinn í náttúrunni var óumræðilegur. En það, sem ég undraðist mest, var þetta: Sólin helti gulli sínu einnig yfir reykjarmekkina, sem lagði upp úr húsunum. Þeir urðu loga- gyltir líka, líkt og sumir flugeldar, og það er ein hin undraverðasta sjón, sem ég hefi séð. Þeir, sem ekki hafa séð þetta, geta naumast trúað því, að slíkt geti fyrir komið. Það er gullfallegt og gullsatt, er söguskáldið líkir sálarfriðnum við þetta fyrirbrigði náttúrunn- ar. Það er vert að setja á sig þessi orð hans: „Þau fundu bæði, að í sól sálarfriðarins verð- ur allt að gulli - líka reykjarsvæla mannlífs- ins .... og að allt annað gull er mannsálinni fánýtt til frambúðar." Menn trúa því ekki, að unnt sé að eignast hógværð og lítillæti Krists og þann veg öðl- ast varanlegan sálarfrið. Þess vegna hlusta svo fáir, er hann kallar: „Komið til mín!" Einn fegursti og friðsælasti bletturinn, sem þetta land á, er lítið stöðuvatn í Borgar- firði. Skógivaxnar hæðir lykja um það á þrjá vegu, en sléttir vellir á einn. Frá bernsku hafði ég heyrt um það talað. Loks nú fyrir fám árum komst ég þangað bjartan sumar- dag. Veðrið var undrablítt og heitt. Vatns- flöturinn lá spegilsléttur. Ekki sást svo mikið sem ein rák á vatninu. Skógivaxnar hæðirnar spegluðust í því. Einkennilegast var að sjá glitrandi loftið yfir vatninu. Það var sem eitt- hvað stigi upp í sólarhitanum. Mér fannst það vera friður náttúrunnar; það var sem hann liði stöðugt til hæða. Dvölin þarna við vatnið var yndisleg. Þegar ég reið burt, var ég og samferðamenn mínir að smálíta aftur, en inn í hug minn læddust þessi orð úr al- þekktu kvæði: „Og sál mín verði lognblfð lá, ljósanna föður skuggasjá." Aldrei hefi ég skilið betur, hvað fyrir skáldinu vakti, en síðan ég sat þar við vatnið. Og aldrei hefi ég skilið betur en síðan, hvað fyrir Kristi vakti. Kristur vill kenna oss hóg- værðina, til þess að hugur vor verði jafnslétt- ur og vatnsflöturinn. Fyr en það er orðið fær dýrð Guðs eigi speglast í sál vorri. Heimur andans er enn verulegri en þessi sýnilegi heimur. Og margs konar undrafegurð lykur um hug vorn, en hún fær eigi speglast í hon- um, af því að yfirborð hans er að öllum jafn- aði úfið. Fyrir þvi fær friður Guðs heldur ekki tekið sér varanlegan bústað í sál vorri. Og með þessu lokum vér oss úti frá allri verulegri hlutdeild í æðstu sælu lífsins. Það er hlutverk mitt að auglýsa Krist fyrir þeim af yður, sem hættir við að gleyma hon- um. Nú hefi ég minnt yður á, að hann kallar enn: „Komið til mín! Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvfld." Viltu ganga í skóla hjá honum, taka á þig ok hans, læra af honum að vera hógvær, svo að sál þín eignist frið og verði sem sléttur vatnsflötur og fái speglað eitthvað af dýrð Guðs? I þögninni finnst mér ég heyra löngunar- andvarp stíga upp frá hjörtum margra yðar, svo sem þér takið undir þessa fögru bæn: „Og sál mín verði lognblíð lá, ljósanna föður skuggasjá." ÚrÁrin og eilíffin (II) 1920. HARALDURS. MAGNÚSSON FJALLIÐ Flögra skýjaflókar frjálst um dali og tinda. Við fjallsræturnar gróa gleym mér ei á grundu. Grasið vex og grænkar, galvaskt fé í haga, lömbin smáu leika, lífsins dansþau stíga, meðan áfram mjakast, maðurinn upp fjallið. Fellursteinn úrhlíðum, hrannast í stórar skriður, skríður fljótt á fætur, fetar sig upp aftur, bölvar hann í hljóði, hrasar oft oggrýtir grjótinu úrvegi. Reynir nýjar leiðir, leitar að hættum nýjum, nálgast klettabeltið. Titrandi og dofinn dásemdirnar skoðar. Hryllir samt að horfa, horfa niður hlíðar, ofurhuginn horfinn, horfinn skýjum ofar. Þokast niður fjallið, tæmist óðum þrekið, trítlar niður skriður, skríður yfir hættur. Hrópar hátt og kallar, kýrnar úti baula, bölvarhann ogragnar, raunir sínar rekur, réttast væri að varast þessar hættur og hætta við að klífa tindinn aftur. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók sem heitir Kornið sem fyllti mælinn. KRISTJÁN ÁRNASON KVÆDIÐ Það kviknaði líti kvæði, ég krotaðiþað á blað. En blærinn blaðinu feykti, bar það á hulinn stað. Ég ritaði það í rökkrið, með roðagullinni skrift. En með rísandi róðli, var rökkurtjöldunum svift. Ég hengdi það upp á himin. Hátt yfir manna byggð, en festarnar felldi niður, hin flugbeitta mánasigð. Ég kyrjaði yfir öldur minn ástríðuþrungna brag. En ofviðrið æsti brimið, meðymjandi tröllaslag. Ég meitlaði það ímúrinn, nú mundi ég sofa rótt. En múgurinn kom ogmuldi múrinn sundurínótt. Höfundurinn býrá Skálá í Sléttuhlíð. 6 LESBÓK MORGUNBLADSINS - MENNING/USTIR 20. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.