Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 7
Myndin var tekin af fjölskyldunni við tjöldin, trúlega sumarið 1936. A myndinni eru Guðlaug Gísladóttir, Sigurjón Arni Olafsson og börnin Gudlaug V (f. 1921), Jóhanna (f. 1927), Guðmundur (f. 1926), Örn (f. 1930) og Atli (f. 1932). Guðlaug (yngri) var oftast hjá pabba sínum inni í bænum og sá um heimilið fyrir hann og bróður sinn sem var í vinnu með honum. Eldri börnin voru á þessum tíma í sveit eða bundin í vinnu. • • ITJOLQUMI ELLIÐAARDAL EFTIR KRISTÍNU ARNARDÓTTUR Stundum getur ein Ijósmynd sagt mikla sögu. Hér er sögð sagan g bak við Ijósmynd frá liðnum tímg. ~ SUMARMANUÐUM streyma borgarbúar út um sveitir landsins til að njóta sumarsins í nátt- úrulegu umhverfi. Marg- ir halda á skipulögð tjaldsvæði þar sem að- staða er fyrir ferðafólk og sumir slá upp tjaldi við lítinn læk fjarri alfaraleið. Fæstum borgarbúum myndi þó detta í hug að eiga næturstað rétt utan við borgina, hvað þá að dvelja í nokkrar vikur með börn og buru í tjaldi í Elliðaárdalnum. Fyrr á öldinni voru tengsl borgarbúanna við sveitir landsins enn sterkari en nú er. Það þótti alls ekki viðunandi að láta börn mæla göturnar sumarlangt og allflestir áttu þess kost að koma börnum sínum í sveit. Einnig var nokkuð um að fjölskyldur kæmu sér upp sumarbústöðum, stundum mun nær borginni en við eigum að venjast, enda sam- göngur allar erfiðari en nú er. Nokkru fyrir 1930 var byrjað að deila út til almennings erfðafestulöndum úr landi Artúns, svo- nefndum Ártúnsblettum. Þarna var gert ráð fyrir sumarbústöðum og garðlöndum. Eftirspurn eftir þessum löndum virðist hafa verið töluverð, því næstu árin voru útbúin fleiri svæði s.s. á hluta jarðarinnar Bústaða, ofan við Árbæ, svonefndir Árbæjarblettir og upp með Elliðaánum voru Selásblettir. Sumarbústaðir voru einnig í Blesugrófinni og utan í Elliðaárdalnum. Ekki áttu allir því láni að fagna að eiga sumarbústað og meðal þeirra var Sigurjón Árni Ólafsson fyrrver- andi alþingismaður og kona hans Guðlaug Gísladóttir. Guðlaug lét sumarbústaða- leysið ekki aftra sér frá sumardvöl utan borgarmarkanna. I sumarbyrjun árin 1936, 1938 og 1939 tók hún sig upp með barna- hópinn sinn og settist að í tjöldum utanvert í Élliðaárdalnum. Á þessum tíma var hún rúmlega fertug og hafði eignast 13 börn en misst tvö þeirra mjög ung. Fjölskyldan stóð í eilífum flutningum og hafði átt heima á ell- efu stöðum undanfarin 24 ár frá giftingu þeirra hjóna. Arið 1936 bjuggu þau í þriggja herbergja íbúð við Hverfisgötu en 1937 fluttu þau að Bergstaðastræti og 1938 á Hringbraut. Ætla mætti að Guðlaug hafi verið lúin af flutningum og barnastússi og því er það nokkurt undur að hún hafði orku til að leggjast í útilegur sumarlangt. Guðlaug dvaldi þessi þrjú sumur í tjöld- um í hvömmum rétt ofan við Elliðaárnar. Þarna voru gilskorningar eftir ársprænur sem runnu ofan af Breiðholtinu í kvíslina sem nefndist Litlu Elliðaár og rann um lág- ina sem nefndist Blesugróf. Nú er búið að slétta þetta svæði, trúlega vegna malar- náms. Guðlaug dvaldi ekki alltaf á sama stað og síðasta sumarið var hún í grennd við sumarbústað vinafólks þeirra hjóna sem var á þessum slóðum. Þessar útilegur voru í 4-6 vikur hvert sumar, þó eitthvað styttra 1938 vegna rigninga og vatnavaxta í ár- sprænunni sem rann um hvamminn. Ein- munablíða var sumarið 1939 og munu börn- in hafa verið fáklædd flesta daga það sumarið. Sumarið 1937 var farið lengra út úr borginni og dvalið í gömlu bæjarhúsi að Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Útbúnaðurinn var fluttur úr bænum inn í Elliðaárdal á yfirbyggðum bíl sem í daglegu tali nefndist sveitabíll. Þetta var bíll með sætum fyrir nokkra farþega og einföldu húsi yfir pallinum. Fjölskyldan kom sér fyrir í tveim vega- vinnutjöldum, annað tjaldið var eldhústjald en hitt tjaldið svefntjald. Þegar margt var um manninn var sofið í þeim báðum. Tré- gólf voru í báðum tjöldunum og var þeim slegið saman á staðnum. Farangurinn var fluttur í kössum og koffortum sem síðan gegndu hlutverki sem húsbúnaður í tjöld- unum. í eldhústjaldinu var kommóða og prímus að elda við. Fyrir utan tjaldið stóð skápur undir matvæli sem þurftu að geym- ast á svölum stað. Einn dívan og fáeinir beddar voru teknir með að heiman en það voru eins konar harmonikkurúm sem hægt var að leggja saman. Þau voru úr trégrind sem strigi var strengdur á. Þessi sömu rúm voru notuð heima og sváfu börnin í þeim alla barnæskuna. Lífið í tjöldunum var með svipuðu sniði og heima fyrir. Á borðum var hinn almenni hversdagsmatur þeirra tíma, slátur, siginn fiskur og saltfiskur og einstaka sinnum nýr fiskur eða kjöt sem Sigurjón kom með úr bænum. Uppistaðan var aðallega grautar og brauðmatur. Eitthvað var notað af grös- um úr umhverfinu svo sem hundasúru- stönglar sem soðinn var grautur úr og blóð- berg í te. Mjólk var sótt frá rafstöðinni í Elliðaárdal og seinasta sumarið frá býlinu Bústöðum við Bústaðaveg. Börnin voru lát- in sækja matvörur í verslun í Sogamýrinni rétt neðan við Sogaveginn en þangað var drjúgur spölur. Þar var keypt brauð, kringlur og kleinur og það sem vantaði af nýlenduvörum. Stundum fór Guðlaug með þeim. Börnin undu sér oftast nær úti lið- langan daginn. Einkum hafði lækurinn að- dráttarafl til alls kyns leikja. Þau þvældust umholtin í kring og með ánum. Eitt sinn slógust þau í för með ættingjum alla leið yf- ir Breiðholtið um Vatnsendahæð og inn að Vatnsenda við Elliðavatn. Þar var farið á báti yfir í Þingnes þar sem elsta systirin var gestkomandi í sumarbústað ásamt eigin- manni sínum. Þetta var langur gangur fyrir stutta fætur og þreyttir ferðalangar sem komu heim í tjöld þann daginn. Votviðri aftraði engum frá útiveru og börnin höfðu vaxbornar regnkápur og sjóhatta frá Sjó- klæðagerðinni. I Blesugrófinni var volgra utan í litlum kletti þar sem heitt vatn rann í röri út úr berginu. Utan um þetta hafði verið hróflað upp torfkofa og þar var trékassi sem vatnið safnaðist í. Þar voru börnin böðuð og stund- um var þveginn þvottur. Ekki var um að ræða mikla einangrun því hægt var að komast í bæinn ef með þurfti. Strætisvagn gekk að rafstöðinni og var göngubrú yfir EUiðaárnar frá hólmanum yfir að rafstöð. Sigurjón Arni Ólafsson var á þessum árum alþingismaður en var verk- stjóri hjá Ríkisskip milli þinga eða á eyrinni eins og það var kallað. Hann var bundinn af vinnu en kom stundum inneftir um helgar á fund konu og barna. Oftast fékk hann ein- hvern til að skutla sér og kom færandi hendi með vistir úr bænum. ERLENDAR/ BÆKUR HJÁTRÚ OG HIND- URVITNI Ditte und Giovanni Bandini: Kleines Lexikon des Aberglaubens. Deutscher Taschenbuch Verlag 1998. Hugtakið „hjátrú" kemur fyrst fyrir í prentuðum textum í Nýja testameti Odds Gottskálkssonar 1540, næst í Alþingisbókum frá fyrri hluta 17. aldar - 5. bindi. Hugtakið var fyrst notað um afskræmisleg trúarbrögð, frávik frá kórréttum trúarbrögðum, hindurvitni var af samskonar toga. Síðar er tekið að nota hugtakið í nútímamerkinu um „þjóðsögur og ævintýri". Fyrsti safnari slíkra sagna var Árni Magn- ússon, en hann hefur kynnst æyin- týrasöfnum Charles Perraults. Árni hóf söfnun sína fyrir 1689, síðan líða um 150 ar, þar til Magnús Grímsson og Jón Arnason hefja þjóðsagnasöfn- un. Og fyrir hvatningu Konrads Mauress vinnur Jón Arnason að þjóðsagnasöfnun og Þjóðsögur Jóns Arnasonar koma út í Leipzig 1862- 64. Rómantíska stefnan varð hvati söfnunar ævintýra og alþýðulegra sagna, Grimms bræður, og síðan verður „þjóðsagan" rannsóknarefni fræðimanna ásamt allskonar hjátrú og hindurvitnum. Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens, gefin út af Báchold Staubli í 9 bindum, 1927, endurútgáfa 1987, er meðal merkustu uppflettirita um þessi efni. í þessari bók eru margvíslegar frásagnir og lýsingar á því sem nú er nefnt hjátrú og hindurvitni. Höfund- arnir vitna í orð Goethes um að „hjá- trúin væri póesía lífsins". Skáldskap- ur lífs kynslóðanna. Skáldskapur ævintýranna og „huldufólk, sem sveimar um dalinn", álfaskip, sem sigla inn fjörðinn undir hvítum segl- um. En hjátrúin var meira. „Allt lffið var gegnsýrt af varúðarreglum og bannreglum. Undirrót þessa er trú frummanns- ins. Menn hugðu alla náttúruna magni gædda, og gat það orðið mönnum bæði til góðs og ills; mikill ótti einkenndi allt viðhorf manna, einkum varð að hafa mestu gætni við alla hluti, sem framar öðrum voru magnaðir" - Einar Ól. Sveinsson: Um íslenskar þjóðsögur. Rv. 1940. Þessi ótti við margvíslegustu hluti og trú á víti og hegðunar hætti bundu hegðun manna í ákveðnar skorður, sem var varhugavert að víkja sér undan. Umhverfið var mag- ískt og menn gátu kallað fram hætt- ur með óvarkárni í umgengni. Bann- helgi lá á vissum stöðum og glannaleg umgengni á bannhelgum stöðum kallaði yfir glannann heiftar- full viðbrögð. Ef menn sviku sína álfamey, hrein hefndin á svikaranum í og afkomendum hans í marga liði. Helgi og ótti voru bundin vissum dögum og nóttum. Valborgarmessu- nótt var einhver varahugaverðasta nótt ársins, þá fór allt illþýði undir- heima á kreik, en daginn eftir, 1. maí var dansað kringum maísstongina. Sólhvörf og sólstöður voru örlaga- dagar. Það má tengja þjóðtrúna sögu og viðhorfum manna í árdaga, óttinn um að sólin gæti horfið og sólardýrk- un. I þessari uppsláttarbók eru kafl- ar um íllt augnaráð, ýmsar dýrateg- undir og umgengni við þau, „dyggð" steina, mánaðarnöfn og tengsl þeirra við stjörnuspekina, nornir og varnir gegn galdri, spásagnir og lækninga- mátt ýmissa jurta, nýarsnótt og þær hulduverur sem þá fara á kreik. Þannig mætti lengi telja. Bókin kom út í desember 1998 og er fyrsta út- gáfa, 336 blaðsíður. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.