Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 13
ALDAMOT OG ENDURREISN ÚR NÝRRI &ÓK UM BRÉFA§KIPTI DR. VALTÝS GUDMUNDSSONAR OG JOHANNESAR JOHANNESSONAR BÆJARFÓGETA ALDAMÓTAÁRIN, tíma- bilið frá því um 1895 og fram undir fyrri heims- styrjöld, voru mikið um- brotaskeið í íslensku þjóð- lífi og sér ýmislegs þess, sem þá var hrundið í , framkvæmd, enn nokkurn stað. Á þessum árum voru stiórnmálaátök á íslandi Úkast til hatrammari en nokkru sinni síðar, og gild rök má færa fyrir því, að ekki hafi í annan tíma jafn vösk sveit manna tekið virkan þátt í íslenskum stjórnmálum eða átt sæti á Alþingi. Harðastar urðu deilurnar um „valtýskuna" svonefndu, frumvarp um skipan sérstaks ráð- gjafa fyrir ísland með búsetu í Kaupmanna- höfn, sem dr. Valtýr Guðmundsson lagði fyrir Alþingi árið 1897 með vitund og samþykki dönsku ríkisstjórnarinnar. Það frumvarp olli miklu uppnámi í íslenskum stjórnmálum og næstu árin skiptist þjóðin í fylkingar, með og á móti dr. Valtý. Kaflaskipti urðu í átakasögunni með til- komu heimastjórnarinnar árið 1904. Þá lagasetningu mátti hins vegar rekja beint til „valtýskunnar", þótt ekki yrði hún með sama hætti og dr. Valtýr hafði lagt til. Því ollu ekki síst breytingar í dönskum stjórnmál- um. En aldamótaárin voru ekki síður tímabil mikilla framkvæmda og þá voru mörg stór skref stigin til endurreisnar og nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Heimastíórnin^efldi fólki bjartsýni og kjark og með stofnun íslandsbanka hins eldra árið 1904 og lagningu síma til íslands og um landið næstu ár á eftir var nýju lífi blásið í efnahags- og samgöngumál. Dr. Valtýr Guðmundsson átti mikinn þátt í þessum málum báðum og má með réttu telja hann upphafsmann beggja. Á næstu dögum kemur út á forlagi Nýja bókafélagsins bók, sem hefur að geyma merk- ar frumheimildir um sögu aldamótaáranna, og þá ekki síst átakanna urn „valtýskuna" og aðdragandann að stofnun íslandsbanka og lagningu sæsíma til íslands. Bókin, sem nefn- ist Aldamót og endurreisn, sjálfstæði, fjár- mál, samgöngur, hefur að geyma bréfaskipti þeirra dr. Valtýs Guðmundssonar og Jóhann- esar Jóhannessonar, alþingismanns og bæj- arfógeta, á árunum 1895-1909. Dr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, hefur valið bréfin, búið þau til prentunar og ritar jafn- framt inngang og skýringar. Bréfritararnir, Valtýr Guðmundsson og Jó- hannes Jóhannesson, voru mágar og trúnað- arvinir. Valtýr var lengst af ævinni búsettur í Kaupmannahöfn og rak þaðan stjórnmála- baráttu sína. Hann var fyrst kosinn á þing ár- ið 1894 og átti sæti á flestum þingum til ársins 1913. Jóhannes var bæjarfógeti á Seyðisfirði lengst af því tímabili, sem bréfin í bókinni ná til. Hann varð alþingismaður árið 1901 og sat á þingi lengi eftir það. Hann var forseti Al- þingis um skeið og formaður sambandslagan- efndarinnar árið 1918. Þá var hann og lengi bæjarfógeti í Reykjavík. Bréfin, sem fóru á milli þeirra mága, eru af- ar skemmtileg aflestrar og hafa mörg hver mikið heimildagildi. Morgunblaðið hefur ákveðið að birta sýnishorn úr nokkrum þeirra og fara þau hér á eftír. Við grípum fyrst niður í bréf, sem Valtýr ritaði 5. mars árið 1896. Þá hafði hann hafið viðræður við Johannes Nellemann, íslan- dsráðgjafa í dönsku ríkisstjórninni, um lausn stjórnarskrármálsins, þ.e. fyrirkomulagsins á stjórn íslands og sambands þess við Dan- mörku. Þetta bréf hefur mikil pólitísk tíðindi að færaValtýr hefur hafið ákveðnar viðræður við Nellemann, íslandsráðgjafa, um lausn stjórnarskrármálsins, en enn sem komið er telur hann sig ekkert geta sagt um gang við- ræðnanna. Af orðum Valtýs virðist mega ráða, að hann hafi átt nokkurt frumkvæði að þessum samtölum. Af bréfinu er ljóst, að Valtýr Guðmundsson tfl vlnstrl og Jóhannes Jóhannesson. mjög leynt hefur verið farið með þessar við- ræður, og m.a. gengið algjörlega fram hjá embættismönnum í íslensku stiórnardeild- inni. Það munu þeir Dybdal og Ölafur Hall- dórsson aldrei hafa getað fyrirgefið Valtý. „Kingosgade 15,573.1896. Elskulegi Jóhannes minn!------Jeg hef haft töluvert með Nellemann að gera út af stiórn- arskrármálinu og bæði skriflega og munn- lega, en jeg hef hvorki tíma til að skýra frá því frekar, nje má það. Þú skalt heldur ekki geta neitt um það, að jeg hafi nokkuð við hann átt. - Einhver tilboð mun stjórnin gera næsta þingi, en þó ekki eins góð og jeg vildi. Verð jeg þá lfklega ekki sem þægilegast settur, því ef jeg fylgi stjórninni verð jeg sjálfsagt kaliaður föðurlandssvikari, en snúist jeg á móti henni, þá fellur lfklega allt mitt ráðabrugg um koll og ekkert vinnst. Sem stendur mun stjórnin ekki taka annara íslendinga tillögur meira til greina en mínar. Undarlegt er það, að jeg veit ekkert, hvort Dybdal hefur nokkra hugmynd um forhandling mína við Nellemann eða efni þeirra, því Nellemann minntist ekkert á hann, og jeg hef opt talað við Dybdal og hann aldrei minnst á slíkt einu orði og jeg ekki heldur. Hann hefur heldur ekki minnzt á neitt við 01- af, og Olafur veit því ekkert nema það sem jeg hef sagt honum. Olafur heldur að Dybdal viti ekkert. Nellemann hefur skrifað mjer beint og jeg honum. - Jæja nóg um þetta. Nú hef jeg ekki tíma til að skrifa meira, og er þó margt eptir, sem jeg hefði viljað minn- ast á, - en Stefán vinur minn verður líka að fá línu og hann er eptir. Þið eruð alltaf seinastír. Lifðu alla tíma blessaður, Þinn elskandi Valtýr Guðmundsson." Hörð átök urðu um frumvarp Valtýs á Al- þingi árið 1897, en svo fór að lokum, að það var fellt. Skömmu eftir þinglok skrifaði Valtýr Jóhannesi mági sínum og skýrði honum frá því hvernig hann og stuðningsmenn hans hygðust bregðast við. Bréfkaflinn bregður skemmtilegu ljósi á stjórnmálabaráttu þess- ara ára og hér segir frá stofnun fyrstu eigin- legu stjórnmálasamtaka á íslandi. „Nú höfum við, sem styðja vildum að fram- gangi málsins, myndað fastan pólitískan flokk, 17 alls (og vantar þá 1 tíl þess að hafa meirihluta í sameinuðu þingi). Höfum við nú sent út prentaða áskorun til þjóðarinnar um stuðning og undirskrifað 16 (einn vildi ekki undirskrifa af prívatástæðum, en er jafnviss fylgismaður fyrir því: Þórður Thoroddsen). Þar á meðal eru bæði forseti Nd. og forseti sameinaðs þings (biskup), alls 3 konungkjörn- ir, Kristján assessor og síra ÞorkeE. Þessi áskorun kemur nú í öllum blöðum, en mót- flokkur okkar veit ekkert um hana enn. - Við ætlum okkur að fá í gegn þingrof hjá stjórn- inni nú þegar og nýjar kosningar og aukaþing aðári. Málið verður hvort sem er ekki til lykta leitt, nema með aukaþingi, og þá er sama, hvort það er haldið á undan reglulegu þingi eðaáeptírþví. Landshöfðingi reynir náttúrlega að spilla því, en hans tiHögur munu nú mega sín minna hjá stjórninni eptír framkomu hans í sumar. Allar raddir, sem hingað koma ofan úr sveitunum, eru með okkur og lítur því væn- lega út. Við þykjumst vissir með nýja þing- menn okkar megin bæði í Árness- og Rangár- vallasýslu (4 þingmenn) og er þá nóg, því nú eru þeir allir á móti okkur. Við yiljum helzt stílla upp kandídötum í öll- um kjördæmum á landinu, jafnvel þó við höf- um enga von um sigur í sumum, og viljum setja á stofn eins konar stjórnarnefndir í hverjum landsfjórðungi, sem standi fyrir ag- itatiónum og stílli upp kandídata [sic] í þeim fjórðungi og láti svo hinar nefndirnar og okk- ar blöð vita hver frá öðrum, svo öll blöðin mæli^með sömu kandídötum. Aðalblöð okkar eru IsafoJd og Þjóðviljmn, svo eru ísland og Fjallkonan okkar megin, þó þau fylgi ekki eins eindregið. Við búumst við Bjarka og þeir, sem til þekkja, vona að Austri verði lfka með. Hinumegin verða þá Þjóðólfur og líklega Stefnir, sem engin áhrif hefur, og Dagskrá, ef hún lifir, en allir telja víst, að hún sálist í haust. Við hófum valið í nefnd hjer sunnanlands Björn Jónsson ritstjóra, Þórhall Bjarnarson forseta Nd. og Jón Jensson assessor. Skúli og síra Sigurður Stefánsson hafa tek- ið að sjer að mynda nefnd fyrir Vesturland. Og nú vildi jeg fá þig til að mynda nefnd fyrir Austurland á Seyðisfirði, t.d. með Þor- steini Erlingssyni og Skapta. Guðlaugur Guð- mundsson, síra Jón í Stafafelli, Björn Jónsson ritstjóri og Skúli hafa allir tekið að sjer að skrifa Skapta og fá hann með. Hafa menn ráð- gert að stinga upp á að hann stilli sig í Norð- ur-Múlasýslu (til þess að uppveðra hann, hann hefur lengi langað á þing, þó hann lík- lega yrði aldrei kosinn). I Suður-Múlasýslu ættu 2 nýir þingmenn að komast að, því Sigurður Gunnarsson stillir sig líklega framvegis í Snæfellsnessýslu (og mætti líka alveg missa sig) og Guttormur á ekki að komast að optar. Norður-Múlasýslu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.