Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 19
Skúlptúrog málverkí + Listasafni ASÍ I LISTASAFNI ASI við Freyjugötu verða opnaðar þrjár sýningar í dag, laugardag, kl. 16., í Asmundarsal opna Ingimar Ólafsson Waage og Karl Jóhann Jónsson málverka- sýningu á landslagsverkum tengdum ferða- lögum um óbyggðir íslands og portrettverk af ýmsum náttúrufyrirbærum. „Verkin draga dám sinn af áhuga mínum á náttúru fs- lands og ekki síst þeirri auðn sem ræður ríkj- um á hálendinu. Ég hef áhuga á sjónarhorni íbúa 18. aldarinnar þar sem fjöllin voru hærri og brattari, vötnin dýpri og full af skrímslum og í afdölum bjuggu útilegumenn. Hekla var inngangur vítis. Að sumu leyti lít ég á sjálfan mig sem landkönnuð. Á hverju sumri þvælist ég um þessa afdali, heimkynni útilegumann- anna og finn engan. I vötnunum þrífast hvorki loðsilungar né öfuguggar. Hekla er bara venjulegt eldfjall og öll hin fjöllin eru lægri og hlíðar þeirra aflíðandi. Samt býr þetta landslag yfir töframætti og dulúð þó vísindin hafi uppfrætt okkur um eðli náttúr- unnar. Eftir stendur glíma einstaklingsins við náttúruöflin þar sem maðurinn einn má sín lítils," segir Ingimar. Karl Jóhann segir í sýningarskrá: „... það sem heillar mig mest við þessi fyrirbæri er meint áhyggjuleysi þeirra. Alfar borga ekki rafmagnsreikninga, þeir þurfa ekki að taka húsbréf, sjaldan að brjóta saman þvott og dagheimilismálin eru í fínu lagi. Þeir baka brauð, brugga vín og dansa..." Skúlptúr í Gryf junni I Gryfjunni í Ásmundarsal sýnir Harpa Björnsdóttir skúlptúra steypta í brons og mynda þeir eina heild sem ber heitið „Liðs- menn". Verkið var unnið á þessu ári og má líta á þessa sýningu sem framhald eða teng- ingu við sýningu á vatnslitamyndum sem Harpa hélt nýverið í Listasalnum MAN. Skúlptúrarnir eru táknmyndir hins skap- andi einstaklings, táknmyndir listamannsins. Harpa Björnsdóttir hefur stúndað nám hér heima og erlendis, sýnt á fjöldamörgum sýningum og fengið úthlutað dvöl á alþjóð- legum gestavinnustofum. Þessi sýning er 21. einkasýning Hörpu. Hún hefur hlotið starfslaun listamanna og eru verk eftir hana í eigu safna og stofnana. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga kl. 14-18 og stendur til 5. desember. Aðgangseyrir 200 kr. Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir í leikritinu Rósa frænka. Stoppleikhópurinn í leikför um Norður- og Vesturland STOPPLEIKHÓPURINN fer í leikfór um Norður- og Vesturland dagana 22.- 26. nóvember með kynfræðsluleikritið Rósa frænka eftir Valgeir Skagfjörð. Sýningarnar eru ætlaðar nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskólans. Fyrstu sýningar verða á mánudag, kl. 9.40 í Grundarskóla Akraness og kl. 11 í Heiða- skóla í Leirársveit. Þriðjudaginn 23. nó- vember kl.10.25 í Brekkubæjarskóla á Akranesi og kl. 13 í grunnskólanum í Borgarnesi. Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 9 í grunnskóianum í Varmahlíð, kl. 11 í grunnskólanum á Sauðárkróki og kl. 14 í grunnskóla Siglufjarðar. Föstudaginn 26. nóvember kl. 9 í grunnskólanum á Hvammstanga og kl. 11.10 í grunnskól- anum á Blönduósi. Leikarar eru: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir, hjjóðmynd vann Hjörtur Howser, tæknimaður Jón Yngvi Reimarsson, leikmynd og búninga hann- aði leikhópurinn og leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Leiksýningin var frumsýnd 29. septem- ber síðastliðinn og er samstarfsverkefni Stoppleikhópsins, landlæknisembættisins og þjóðkirkjunnar. Ingimar Ólafsson Waage og Karl Jóhann Jónsson koma sýningu sinni fyrir í Ásmundarsal og stilltu sér upp fyrir Ijósmyndarann. Morgunblaðið/Kristinn Harpa Björnsdóttir við hluta sýningar sinnar sem opnuð verður í Gryfjunni í dag. Fiórar sýningar í Nýlistasafninu FJÓRAR einkasýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B í Reykjavík, í dag kl. 16: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttir, Olga Bergmann og Anna Hall- in. Didda Hjartardóttir Leaman sýnir olíumálverk og innsetn- inguna „Cuddly mountain" - Dýrafjall í Gryfjunni. Didda er búsett í London, en eftir að hafa lokið námi í Myndlista- og handíðaskóla íslands lauk hún framhaldsnámi í myndlist frá Slade School of Fine Arts í London 1989. Þetta er sjötta einkasýning hennar en hún hef- ur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þórunn Hjartardóttir sýnir olíumálverk í Forsal safnsins og er yfirskrift sýningarinnar Antikabstrakt. Þórunn, sem býr í Reykjavík, lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólan- um 1987. Hún hefur verið þátt- takandi í nokkrum samsýning- um en þetta er önnur einkasýning hennar. Olga Bergmann er með sýn- inguna „Wunderkammer" - Undrasafn í Bjarta og Svarta sal á annarri hæð. Undrasafnið samanstendur af lands- lagsmyndum, furðudýrum, klippimynd- um, skúlptúr og Ijósmynd. Viðfangsefni hennar er tilbúin náttúra, eða einskonar framtiðar náttúrugripasafn. Olga lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla f s- lands 1991 og stundaði framhaldsnám í Gautaborg og Kaliforníu. Hún er búsett í Stokkhólmi og Reykjavík, hefur tekið þátt í mörgum samsýningum , en „Wunder- kammer" er fjórða einkasýning hennar. Anna Hallin sýnir tvær raðir mynd- verka í Súm-salnum. Annars vegar ljós- myndaröð sem unnin er sem stuttar frá- sagnir og hins vegar teikningar og smáhluti sem hún kallar Hlátur í litlum líkama. Anna hefur tekið þátt í mörgum Morgunblaðið/Kristinn Þær sýna í Nýlistasafninu: Olga Berg- mann, Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttir og Anna Hallin, sem var fjarverandi begar myndin var tekin. samsýningum en þetta er sjöunda einka- sýning hennar. Hún var gestanemandi í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1988-89 en stundaði einnig nám í Gauta- borg og Kaliforníu. Hún er búsett í Stokk- hólmi og Reykjavík. I tilefni opnunarinnar leikur Sýrupolkasveitin Hringir. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga og þeim lýkur 12. desember. Aðgangur er ókeypis. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.