Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 16
 V Stafafell í Lóni. „Hann orti um fallega hluti - það er hlálegt"; Páll Valsson, höfundur ævisögunnar, telur að séra Björn Þorvaldsson á Stafafelli hefði vafalaust tekið undir þessa Ijóðlínu Megasar um Jónas. JÓNAS HALLGRlMS- SON - ÆVISAGA Mál og menning hefur gefið út bókina Jónas Hallgrímsson - ævisaga eftir PÁL VALSSON. Hún er 528 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Hér er gripið niður í 4. hluta - A Islandi 1839-1842, kaflanum Eitt sumar enn: Ferðin hinsta. eins og Zola gerir, að þessar verur væru þannig gerðar vegna arfgengis, sökum áhrifa frá umhverfinu eða þjóðfélaginu eða sökum líffræns eða sálræns löggengis, þá myndi fólk róast og segja: einmitt - svona erum við, eng- inn getur breytt því.16 Arangur vísindanna verður ekki dreginn í efa hér þrátt fyrir athugasemdir Sartres við arfgengi, áhrifaþætti frá umhverfi og sál- rænt- og lífrænt löggengi. Manneskjan sam- anstendur meðal annars af þessum þáttum og það er ekki bara frelsi hennar sem gerir hana að því sem hún er. Sartre hefur tilhneigingu til þess að gera of lítið úr þessu og þar með er hætt við að sjónarmið hans verði talin lítt marktæk þegar kemur að umræðum um ár- angur raunvísindamanna í skilningi sínum á manneskjunni. Existensíahsminn og áhersla hans á pers- ónulegt frelsi og ábyrgð er engu að síður raunvísindunum nauðsynlegt aðhald. Raun- vísindin og þá ekki síst fulltrúar vísindafyrir- tækjanna sem oft þurfa að standa í einhvers- konar áróðursstríði til að réttlæta tilveru sína gefa almenningi ákveðin skilaboð um það hvað það er að vera manneskja. Og það er rétt hjá Sartre að menn mega ekki trúa því statt og stöðugt að þér séu eins og þeir eru og engu verði um það breytt fyrr en rétta genið hafi verið fundið. Vilji hefur verið fyrir því að leita að geni sem á að hafa með alkóhólisma að gera. I sjálfu sér er ekki nema gott eitt um það að segja en hvaða áhrif kunna slíkar frétt- ir að hafa á alkóhólistann og ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart sjálfum sér? Það má vel vera að hægt sé að koma í veg fyrir alkóhólisma með erfðarannsóknum en hugsar alkóhólistinn þá ekki bara með sér að hann doki við og haldi áfram að staupa sig þar sem hann er hvort sem er bara efnisklumpur og vísindamennim- ir eru að koma með lausnina á vandanum? í tilvikum sem þessu er full þörf á exist- ensíalískri hugsun til þess að ,jarðtengja“ ákafa vísindamenn sem komnir eru á „flug“ og taka aimenning með sér. Það er engin ástæða fyrir alkóhólistann að bíða eftir „töfralausninni" á tilraunastofunni, hún kem- ur bara ef hún kemur. Það sem skiptir máli er að taka á sínum málum hér og nú af heilind- um. Hvemig færi ef „töfralausnin" kæmi nú aldrei? Þá hefði lífinu verið eytt í tilgangs- lausa bið eftir einhverju sem aldrei kom. VI. Húmanismi existensíalismans Ég hef þegar greint frá ýmsu í existensíal- ismanum sem telst til húmanisma. En Sartre gerir greinarmun á tvennskonar húmanisma í ritgerð sinni Tilverustefnan er mannhyggja. Annarsvegar er um persónu- eða mannkyns- dýrkandi húmanisma að ræða þar sem mað- urinn er álitinn stórkostlegur. Hann getur allt og er svo frábær burtséð frá því hvort hann er svona stórkostlegur af eigin rammleik eða af öðram orsökum. Slíkur húmanismi sem án efa er umdeilt hvort kalla á húmanisma kann að stefna manninum að fasisma. Dæmi um þetta er dýrkunin á Kim II Sung fyrrverandi þjóð- arleiðtoga í Norður-Kóreu. I vestrænum samfélögum samtímans má túlka ýmis afbrigði af þessum húmanisma í menningu þeirri sem skapast hefur í kringum „fína fræga fólkið“ eins og glanstímaritin kalla það. Það era einhverjir sem era fínni og stórkostlegri en aðrir hvort sem þeir era það af eigin rammleik eða vegna silfurskeiðarinn- ar frægu. Þetta fólk hvort sem það kallast kvikmyndastjömur, fyrirsætur, menningar- vitar eða eitthvað annað gefur ákveðin skila- boð, oft með aðstoð fjölmiðla og er öðrum ákveðin fyrirmynd; svona er manneskjan stórkostleg og svona á manneskjan að vera og helst ekki öðravísi. I framhaldi af þessum skilaboðum horast unglingsstúlkumar af því að fyrirsætumar eru grannar og menningar- vitamir fara að tala eins og Halldór Laxness og svo framvegis. Menn keppast við að vera ekki þeir sjálfir. Þeir sem skera sig úr hópn- um eiga ýmislegt á hættu og það er ekki bara hjá bömum og unglingum sem einelti tíðkast. Húmanismi existensíalismans hinsvegar eins og Sartre hefur sett hann fram fellst ekki á að hægt sé að fella dóma um manninn líkt og gert er með dauða hluti. Maðurinn er alltaf að skapa sjálfan sig. Sérhver einstaklingur er hann sjálfur og maður er óheill ef maður reynir að vera eitthvað annað en maður er. Manneskjan er alltaf að gera eitthvað úr sjálfri sér og þó að „fína fræga fólkið“ sé talið „fínt og frægt“ í dag þá er ekki nauðsynlegt að svo sé á morgun. „Mannkynsdýrkun" að mati Sartres „leiðir til sjálfsupptekinnar „mannhyggju" og í raun til fasisma". „Við kærum okkur ekki um slíka mannhyggju" segir Sartre.17 Höfundurinn er heimspekingur. 13 Maurice Merleau-Ponty, Phenomenology of Percept- ion, þýðandi Colin Smith (Routledge 1962) bls. 437. 14 Phenomenology of Perception bls. 442. 15 Phenomenology ofPerception, bls.436. 16 Tilverustefnan er mannhyggja bls.19. 17 Tilverustefnan er mannhyggja bls. 31 ótt enn sé þoka og rigning mið- vikudaginn 3. ágúst þá eirir Jónas ekki lengur í Bjarnanesi, ekki síst þar sem heimamenn segja honum að svona veður geti á þessum tíma haldist dög- um saman. Hann sættir sig við það sem hann hefur séð af Hornafirði og heldur af stað áleiðis austur og fer Almannaskarð. Hann tekur þá áhættu að vegna þokunnar fari hann á mis við „hina nafnkunnu Endalausadalstinda Roberts, og framstæða aðalfjallið hans“, en vonar samt að úr rætist. Hann getur huggað sig við það að hann er á leið í eina fegurstu sveit lands- ins, Lónið, én á fáum stöðum er litróf náttúr- unnar margbreytilegra. Á milli svipmikilla strýtulagaðra bergtinda, Eystrahorns og Vestrahorns, rennur kolmórauð jökulsá til sjávar á breiðum söndum. Niður við sandana við Lónsvík eru Papafjörður og Lónsfjörður, þar sem náttúran hefur séð þessari stór- skornu sveit fyrir góðum ósum og hlunninda- fjöram sem myndað hafa grundvöll byggðar á þessum stað sem oft hefur þó staðið tæpt. Þetta er fyrst og fremst ríki náttúrunnar og hefur alla tíð notið dálætis náttúraskoðara sem fjölmennt hafa hingað til þess að njóta sérstakrar fegurðar staðarins. Margir slíkir hlutu fyrr á tímum skjól á höfuðbóli sveitar- innar, prestssetrinu á Stafafelli í Lóni. Og þangað liggur leið Jónasar Hallgríms- sonar, Gunnars Hallgrímssonar og Þorvald- ar Böðvarssonar. Lest þeirra mjakast yfir Almannaskarð, framhjá Endalausadal og Skeggtindum og mynni Skyndidals og loks yfír móðuna miklu, Jökulsá í Lóni. Þegar hestamir ríða vatnsfallið sjá vinnumenn á Stafafelli til lestarinnar. Þegar hún kemur nær greina þeir þrjá ríðandi menn og níu hesta sem bera rniklar klyfjar og greinilegt að þeir stefna heim að prestssetrinu. Presti er gert viðvart og nánast á samri stundu er hann kominn út á hlað úr sínu nýja og reisu- lega húsi. Þetta er nefnilega engin venjuleg heimsókn, því fyrir utan óvenjulegan farang- ur, mörg koffort full af grjóti, þá er einn þriggja ferðalanga frændi húsráðenda og au- fúsugestur, Þorvaldur Böðvarsson. Prestur- inn sem nú fagnar frænda sínum og öðrum ferðalöngum á hlaðinu er séra Björn Þor- valdsson, maður í blóma aldurs síns, 38 ára gamall, annálaður fyrir krafta og fimi, mest- ur skautamaður í héraði, en sá ljóður á hans ráði, að sumra mati, að séra Bjöm þykir nokkuð óheflaður í framkomu og kjaftfor. Björn var sonur sálmaskáldsins séra Þor- valdar Böðvarssonar í Holti, sem frægur varð um allt land fyrir sálma sína marga í Leirgerði, sálmabókinni 1801, en sá eini sem átti fleiri sálma í þeirri bók var umsjónar- maður hennar: Magnús Stephensen konfer- ensráð. Vafalaust hafa séra Bjöm og Jónas haft um margt að tala um kvöldið. Jónas var mörgum kunnur sem einn Fjölnismanna, að minnsta kosti meðal presta, og var í þeim hópi heldur illa þokkaður eins og fyrr hefur verið vikið að. Þó hafði séra Björn Þorvalds- son ástæðu til þess að bera tO Fjölnismanna fremur hlýjan hug því þeir höfðu prentað æviágrip föður hans í þriðja árgangi, 5 áram fyrr, og farið um hann lofsamlegum orðum. Éngar heimildir em nú til um spjall þeirra, Jónas skrifar ekkert þar um í dagbók sína, nefnir einungis að Stafafell sé fallegt prests- setur og þar sé nýlega húsaður bær. Strax daginn eftir lætur hann strákana söðla hest- ana og þeir halda áfram sem leið liggur Lónsheiði og Rjúpnadalsheiði yfir í Alfta- fjörð. Skömmu síðar sest séra Björn hins vegar niður og skrifar mági sínum, séra Jóni á Gilsbakka, og víkur að þessari heimsókn í upphafi bréfs: Hafið þið Krístín systir mín hjartans þakkir fyrir tilskrifíð... fékk það með Þorv. frænda, sem hér kom mér til ánægju með þeim vesæla og aumkunarverða Jónasi Hall- grímssyni, um hann má segja og hans hag með allt slag, o! tempora! o! mores! Eg aumkaði Þorv. að hafa kljáð sér við svo hryggilegan viðbjóð, mann sem enginn þolir að vera nálægt. HryggOegur viðbjóður: En falleg era kvæðin hans. Þessi hörðu ummæli prestsins á Stafafelli kunna að eiga sér prívatskýringar, en engu að síður gefa þau tilefni til þess að skoða framgöngu Jónasar og lifnað þetta sumar í víðara samhengi. Flest verstu ummæli og ófegurstu lýsingar á Jónasi Hallgrímssyni tengjast þessari tilteknu sumarferð hans um Austfirði sumarið 1842, sem reyndust vera síðustu vikur hans á íslandi. í þessari hinstu hetjureið Jónasar um íslensk héruð koma fram mörg persónueinkenni hans, kostir og gallar, og öll framganga hans endurspeglar 'flókið tilfinningalíf og á margan hátt dapur- lega lífsreynslu. Fyrr var á það minnt að veturinn hafði verið Jónasi ærið harður og árið 1841 fullt af mótlæti, bæði í því sem kalla má opinbert líf og einkalíf. Hann missir einkavin sinn, séra Tómas, sem er honum þyngsta raunin, og með Bjama skáldi Thorarensen hvarf öflug- ur stuðningsmaður sameiginlegra hugsjóna þeirra um hið endurreista alþingi. Þá duldist honum ekki af viðræðum sínum við bændur og búalið, en ekki þó síst presta, að stuðning- ur við Fjölni var hverfandi og að allt benti til þess að Tómas heitinn hefði haft rétt fyrir sér í sinni gagnrýni. Þegar sumarferðin 1842 er hugleidd verður því einnig að taka inn í myndina aðdraganda hennar og hversu illa Jónas er búinn tO mikilla átaka, bæði and- lega sem líkamlega, því vegna lungnameins- ins og síðar illskæðs fótarsárs gat hann lítið klifrað í fjöllum. Hann varð því meira að sitja niðri við tjald og skrifa - og þar var paddan [pyttlan] sem sjaldan var tóm þetta sumar, þökk sé rausnarlegum styrk Kamarsins. Jónas var ekki heldur vanur að eiga svo mik- ið fé, og hann eys því á báðar hendur. Innst inni grunar hann líka að þetta sé síðasta sumar sitt á íslandi. Svo virðist sem það sé fyrst og fremst drykkjuskapur sem veldur því rykti um Jón- as sem greinOega berst um landið þetta sum- ar, og síðar. Sagnir gengu um að varla hefði runnið af honum allt sumarið, hann hefði verið meira eða minna drukkinn á hverjum degi. Vafalaust skfrskota ummæli séra Bjöms til drykkjuskapar og tO hins sama benda orð Páls Melsteðs í bréfi til Jóns Sig- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 20. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.