Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 14
mun örðugra við að eiga, en þar ætti þó líka að stilla upp nýja kandídata, því þó báðir þing- menn sjeu liðlegir menn, þá eru þeir báðir Landakotsklikku (=Vídalínsmenn) og því hættulegir á þingi. Þú ættir að geta fengið Björgvin í lið með þjer og gæti hann sjálfsagt orðið kandídat, ef hann er okkar megin í stjórnarskrármálinu og hefur aldur til. Þá væri síra Jóhann Luther góður kandídat. Tuliníusarnir verða líklega styrkjandi okkar flokk, að minnsta kosti Axel sýslumaður tengdasonur biskupsins, sem lík- lega hefur ekki svo ákveðna pólitíska sann- færing, að hann gangi á móti tengdaföður sín- um, sem sjálfsagt skrifar honum um þetta mál. Jeg vona að þú sýnir nú dug og styðjir þetta mál, og látir nú ekki undir höfuð leggjast að mynda þessa nefnd, jafnskjótt og þú ert sezt- ur á laggirnar. Jeg mun skrifa Þorsteini Erl- ingssyni um þetta líka. En Skapta skrifa jeg ekki. - Þú þarft ekkí að óttast landshöfðingja, þó þú beitir þjer, því hann er á fallanda fæti, og nú skaltu sanna, að jeg verð sterkari hjá stjórninni en hann, eins og saMr standa nú. Skúli hefur skrifað langa grein í Politiken, 2. ágúst, um stjórnarskrármálið og framkomu landshöfðingja í því nú á þingi, og hefði jeg hugsað að landshöfðingja þætti hún ekki þægileg. En þar fær stjórnin að sjá, hvernig landshöfðingi hefur komið fram, og greinin er undirskrifuð með fullu nafni. Og það sem þar er sagt, má dokumentera; en hefði greinin ekki komið, hefði stjórnin kannske ekki feng- ið eins vel að vita um þetta. I Norðurlandi vil jeg fá Stefán á Möðruvöll- um til að mynda nefnd með einhverjum öðr- um og verða sjálfur kandídat í Eyjafirði. Það er um að gera að hann fáist til að segja skilið við Klemenz, sem er óbrúkandi þingmaður með sín eilífu hrossakaup. Blessaður talaðu um þetta við Stefán, ef þú kynnir að hitta hann á Akureyri á austurleið þinni, sem vel gæti hugsazt. Annars skrifa jeg honum og Sigurður bróðir hans mun líka skrifa honum. Eins og sjest af Þjóðólfi var það aðallega hræðslan fyrir því, að jeg yrði ráðgjafí, sem varð málinu að falli að þessu sinni, því lands- höfðingi og Vídalín (frá Ólafi Halldórssyni) hafa uppástaðið, að svo myndi verða. Hunc U- læ lacrymæl" Símamálið er komið á dagskrá og í bréfi, sem ritað var 19. febrúar 1898, segir Valtýr frá afskiptum sínum af því. „En svo hef jeg nýtt mál á prjónunum, sem ætti að geta orðið að miklu liði fyrir mig og mína menn, ef það tekst, - einkum á Austur- og Norðurlandi, enda verður að nota það vel og slá á stórtrommuna fyrir því. Það er telegrafmálið. Þegar jeg kom hingað í haust og fór að tala við direktor telegraf- fjelagsins, fjekk jeg að vita að meining fjela- gsins var að leggja þráðinn aðeins til Reykja- víkur svo að sá staður hefði orðið sá eini á öllu landinu, sem hefði komizt í telegrafsamband við útlönd. Jeg sýndi honum fram á, að þetta væri ófært, en hann sagði að fyrir Telegrafi innanlands yrðu íslendingar algerlega að sjá sjálfir og var engu tauti hægt við hann að koma í því efni. Svo kom málið fyrir ríkisþing- ið og þar hefði náttúrulega alls ekkert verið hugsað um telegrafsamband innanlands á ísl- andi, ef jeg hefði ekki farið að skipta mjer af málinu. En það gerði jeg. Jeg fór til fram- sögumanns fjárlaganefndarinnar C. Hage og præsenteraði mig sem framsögumann fjár- laganefndarinnar á alþingi, og sýndi honum fram á að hve litlu gagni telegraffinn kæmi, ef Reykjavík ein nyti góðs af honum. En alþingi hefði sökum fjarlægðar verið útilokað frá að semja neitt við telegrafffjela- gið, en á hinn bóginn ekki þorað að setja nein skiíyrði að því fornspurðu og eiga svo kann- ske á hættu að eyðileggja allt málið fyrir bragðið. Bað jeg hann því að hlaupa nú sjálfur undir bagga með okkur og reyna að koma því til leiðar á einhvern hátt, að við fengjum tele- fónlínur innanlands í sambandi við telegraff- inn, því ef við fengjum þær ekki um leið, yrði þess langt að bíða. Jeg vildi fá telefónlínur milli Reykjavíkur og Akureyrar (yfir Stað í Hrútafirði) og frá Akureyri til Seyðisfjarðar, ennfremur línu frá Stað til ísafjarðar. Hage tók máb' [mínu] mjög vel og kvaðst vilja gera allt, sem hann gæti fyrir mig í þessu efni, en ríkisþingið væri þó illa statt í því efni bæði sökum ókunnugleika um kostnaðinn og fleira, og svo mundi það verða gert gildandi af mörg- um, að telefónsamband innanlands kæmi rík- isþinginu eða fjárveitíng þess ekkert við. Samt hefur nú verið samið fram og aptur og jeg hef frá Hanson i Berlín útvegað áætlun um kostnaðinn og gerir hann ráð fyrir að hann muni verða um 340 000 kr. fyrir allar 3 línurnar. Mjer var þegar ljóst að fjelagið mundi ófáanlegt til að leggja allar þessar lín- ur á eigin kostnað, hvað hart sem væri að því gengið og lýsti því yfir að alþingi mundi fúst að leggja fram töluvert til telefónanna, ef þeir fengjust þannig í sambandi við telegraffinn. Nú er málið komið svo langt að fjelagið hefur tjáð sig fúst til að leggja telegraffinn upp á Berufirði og veita svo 200 000 kr. til telefón- línanna, sem gera má ráð fyrir að myndu kosta um 400 000 kr. alla leið til Berufjarðar. Þá mætti heita að allt landið væri komið í tel- egrafsamband við útlönd og innbyrðis, því sömu línuna má nota bæði sem telegraf- og telefónlínu. En jeg er ekki ánægður með þetta og vil fá fjelagið til að leggja meira fram, helzt 300 000 kr., svo landssjóður slyppi með 100 000 kr. eða þar um bil, sem þyrfti ekki að kosta hann nema 5000 kr. í rentur og afborg- un á ári í 28 ár. Jeg er ekki alveg vonlaus um það enn að þetta kunni að takast, þó vant sje að vita, en þá þættist jeg nú hafa vel unnið - jafnvel það, sem unnið er, er gott, að minnsta kosti fyrir Austur- og Norðurland. Jeg hef ekki tíma til að skrifa nákvæmar um þetta, þó margt sje fleira um það að segja. Þetta eru að- eins höfuðpunktarnir." Jóhannes var helsti foringi Valtýinga á Austurlandi. I bréfkaflanum, sem hér fer á eftir, bregður hann upp fróðlegri mynd af át- ökum innanhéraðs og nokkrum mikilvægum hagsmunamálum Austfirðinga um aldamótin. „Af politík hef jeg lítið að skrifa enda vænti jeg að Þorsteinn Erlingsson verði kominn til Hafnar og búinn að leiða þig í allan sannleika um hana áður en þú færð þetta brjef. í fyrsta tölublaði Austra í ár var svæsin politísk grein mjög óforskömmuð í þinn garð, enda hefur Skapti ekki látið sjá sig hjer síðan og verið ærið hundslegur ef við höfum hitzt. Þorsteinn Erlingsson svaraði greininni mjög stillilega í Bjarka og varaði menn við afvegaleiðingum; síðan hefur Austri þagað um politík. Bjarki tók og duglega ofaní lurginn á Þjóðólfí fyrir framkomu hans gagnvart þjer og telegraf- málinu, en þessar greinar hefur þú víst fengið allar. Ingibjörg Skaptadóttir hefur verið hálf vitlaus nú um tíma og segir því frá öllu; hún segir að Skapti mundi hafa turnerað yfir í Valtýsku ef þær mæðgur hefðu eigi sett sig á móti því. Jón Sleði er áreiðanlega mjög breyttur; jeg hef sjeð brjef frá honum skrifað seinni hlutann af þingtímanum tíl Guðmundar bróður hans og í því segist hann muni bjóða sig fram mest upp á Valtýsku með þeim við- bótum sem þú hafir gefið í skyn að þú gætir fengið, ef hann bjóði sig fram á annað borð. Hann hefur að jeg held verið blekktur af fiokksmönnum sínum sumum í fyrra sumar eins og þið hinir, og fallið illa. Um sjera Einar og Jón í Múla veit jeg ekki með vissu enda trúi jeg hvorugum. Jón í Múla kannast afdráttarlaust við það að mótstöðu- mannaflokkurinn hafi sprengt sig síðasta sumar og að Valtýskan sje sá rjetti og eini grundvöllur, sem byggja eigi á, en hinsvegar heldur hann því fram að menn eigi og geti fengið meira en í boði hafi verið hingað til. Jeg fyrir mitt leytí held að mótpartíið í orði kveðnu fallist á Valtýskuna af því þeir sjá sjer ekki annað fært, en svo ætla þeir að koma með einhvern fleig, sem þeir vita að stjórnin gengur aldrei að og ef þeir kæmust upp með þetta og yrðu í majoriteti gætu þeir frestað úrslitum málsins um næsta kjörtímabil. Ekk- ert er farið að ræða um þingkosningar hjer enda álít jeg rjettast að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn meðan engin breyting verður, ráðgjafi skipaður eða slíkt. Heyrst hefur að Axel sýslumaður muni ætla að bjóða sig fram í Suður-Múlasýslu í stað sjera Sigurðar Gunn- arssonar. Axel er víst í sjálfu sjer indifferent í pólitík því hann interesserar sig ekki fyrir öðru en sinni familiu og sporti og svo því, að Reyðarfjörður og Eskifjörður geti dregið sem mest til sín frá Seyðisfirði. Hann ofsækir Bjarka það sem hann getur og er sagt að hann banni sýslubúufm] sínum að halda hann, en Austra er hann hlynntur og styður hann, þó er nú sagt að hann sje að reyna að drífa upp prentsmiðju á Eskifirði og ætli að reyna að koma þar á fót einhverju blaðkrýli. Hans aðal mark og mið er að reyna að fá akveg frá Hjer- aði yfir Fagradal ofan í Reyðarfjörð, tíl þess að draga verzlunina þangað frá Seyðisfirði, því á Reyðarfirði og EsMfirði eru verzlanir föður hans og bróður. Eins mun hann berjast fyrir því með oddi og egg að telegrafinn verði látinn koma í land á Reyðarfirði. Jeg vona nú samt að hvorugt takist. Innsiglingin á Reyð- arfjörð og þarafleiðandi Eskifjörð er svo hættuleg vegna skerja og boða að skip geta eigi farið þar inn nema í björtu en ekki ef nokkur þoka er, sem er tíð hjer á Austfjörð- um. Þetta er því til fyrirstöðu að Reyðarfjörð- ur verði miídll skipakomustaður, enda er hann og með lengstu fjörðum; eins er botninn þar svo hraunóttur úti fyrir að jeg hef heyrt menn af Díönu segja að ekkert viðlit sje að leggja símann þar í land. Fagridalur er og 2/5 lengri fjallvegur en Fjarðarheiði og segja menn, sem vit hafa á, að þar sje mjög erfitt að leggja veg og viðhaldið á honum framúrska- randi dýrt og þótt Fagridalur sé mun lægri en Fjarðarheiði þá segja kunnugir menn að það muni ekki miklu sem snjó leysi fyrri af honum en Fjarðarheiði. Fjarðarheiði er sljett brúna á milli svo þar væri ódýrt að leggja veg; hún er nokkuð brött og brekkótt Seyðisfjarðar- megin en þó eigi meira en svo að ingeniör Bart sagði að akvegur væri lagður á miklu hærri og brattari stöðum í Noregi. Svo er eitt, sem hefur mikla þýðingu í mínum augum og það er að miklu fleiri sveitir hafa gagn af ak- vegi yfir Fjarðarheiði, sem auk þess er aðal- póstleið, sem verður að halda vegi við á hvort sem er á landssjóðs kostnað og svo hitt að á Reyðarfirði er engin almennileg verzlun og því enginn slægur í því fyrir hjeraðsmenn, en á Seyðisfirði eru 5 stórverzlanir og útlend vara hvergi ódýrari og innlend vara hvergi dýrari en þar. Það er sagt að Thor E. Tulinius sje kominn í makk við stjórnina um að taka að sjer flutning á efninu í Lagarfljótsbrúna, ætli svo að flytja það upp á Reyðarfjörð og þaðan yfir Fagradal tíl þess að slá föstu að akvegur- inn frá Hjeraði eigi að liggja þar og ætli ekki að horfa í þótt hann tapi á þessu þúsundum króna. Þetta væri hið mesta mein ef það yrði því vel gæti svo farið að ekki yrði allan vetur- inn hægt að aka einum einasta hestburði yfir Fagradal svo að brúarefnið yrði að liggja kyrrt og ár gætu þá liðið áður en efnið kæmist á brúarstaðinn. Jeg álít sjálfsagt að flytja það á Hjeraðssanda því það kemur ekki sá vetur fyrir að ekki sje eins og fjalagólf þaðan og fram að brúarstæðinu. Jeg ætla því að biðja þig að reyna að koma í veg fyrir að brúarefnið verði flutt upp á Reyðarfjörð. Það er annars merkilegt að stjórnin, sem hlýtur að vera öll- um staðháttum alsendis ókunnug skuli ekki leita sjer upplýsinga hjá hlutaðeigandi yfir- völdum eða að minnsta kostí hjá mönnum, sem eru kunnugir og óinteresseraðir." Komið er fram undir árslok 1903. Barátt- unni um „Valtýskuna" er lokið og Hannes Hafstein hefur verið skipaður fyrsti íslenski ráðherrann. Valtýr Guðmundsson gerði sér hins vegar vonir um að hreppa hnossið fram á síðustu stundu og er fróðlegt að lesa skýring- ar hans á úrslitum kapphlaupsins. „Nú er ráðgjafaspursmálið leyst og Hann- es Hafstein sama sem orðinn ráðgjafi. Hann kom hingað með Lauru, kallaður af Alberti og var hér meðan hún stóð við, en fór svo heim aftur með henni (hún láttn fara til ísafjarðar, með hann), en kemur hingað aftur með janúarferðinni og mun svo taka við 1. febrúar. Hann fékk heimild stjórnarinnar tíl að ráða sér embættísmenn og yfir höfuð gera það, sem þyrftí,*til að koma hinni nýju skipun á. Þannig endaði þá sá kappleikur eins og reyndar máttí búast við eftir því sem í garðinn var búið, og er ég nú feginn að resúltatið loks er fengið og ég og aðrir úr öllum spenningi, sem var orðinn óbærilega mikill og tók ekki lítíð upp á mig og fleiri. Það, sem gerði mér verst, var að búið var að telja okkur Birni Jónssyni fulla trú um, að það væri alveg víst að égyrði ráðgjafi. Ég var þó svo hygginn, að ég forðaðist að skrifa nokkrum um það heima. Þú ert sá eini, sem ég hef skrifað nokkuð í þá átt og þó ekki að mig minnir frekar en að við hefðum heldur góðar vonir. En bankamenn- irnir töldu okkur trú um, að þeir hefðu ráð- gjafavalið í hendi sér eða einn af þeim, etazráð Larsen við Prívatbankann. Larsen vildi nú hafa mig og þar með álitu menn alt klárað. Meira að segja Larsen lét í Ijósi við Björn Jónsson, að hann myndi geta ráðið við Al- berti. Það mun nú líka vera sannleikurinn, að hann hefði getaðþað, ef hann hefði beitt sér af alefli. En leikar fóru svo að Alberti sannfærði hann, en ekki omvendt, svo Larsen lagði árar í bát og eru sumir bankamennirnir eins og Heide, heljarreiðir yfir því. En bölvunin var að Albertí var búinn að binda sig áður en bankamennirnir komu til sögunnar, áður en bankinn var stofnaður (25. sept.) og Larsen kominn í spilið. Laura fór einmitt sama dag- inn heim og með henni hafði Alberti kallað Hannes, og úr því var erfitt fyrir hann að snúa aftur. En það sem alt strandaði þó eiginlega á, var principrytteriet, - meirihlutaprincipið. Alberti áleit að þar sem meirihlutínn hefði orðið þarna megin við tvennar kosningar, þá væri stjórnin - sjálfrar sín vegna, sem sjálf sæti á þessu principi - að taka mann úr meiri- hlutanum. Alberti var reyndar kunnugt um, hvernig meirihlutanum var varið og játaði það fyllilega. En hann yrði samt að ráða, unz ís- lenzkir kjósendur kiptu því í liðinn. Sökin væri þeirra og ekki annarra. Blessaður minstu ekki á forhold Larsens og Albertís við nokkurn mann, eða það sem ég hefi skrifað þér um það. Til þess að reyna að bæta úr öllu við banka- mennina og blíðka þá, hélt Alberti miðdag á Hótel Bristol, þar sem hann bauð aðeins Hannesi og bankamönnunum, tíl þess að reyna að hertaka Hannes fyrir þá og gera hann hliðhollan þeim, enda mun Hannes hafa lofað bæði Alberti og þeim öllu fögru. En Hei- de var svo gramur yfir öllu, að hann neitaði að koma og þótti sem hann hefði verið gabbað- ur." GUÐJÓN SVEINSSON KOMIÐ VIÐ í PINEY Eftir að hafa ekið endalausar, bleikar sléttur girtar skærgulum laufskóga- beltum ókumviðíhlað undir kvöld. Lágvaxin, hvíthærð kona beið utan dyra bar tigiðfas genginna mæðra og mælti lágri röddu ífagnandi hógværð: - Loksins, loksins! Veriðþið velkomin. Keimur kaffisins sem okkur var borið bjó að leyndarmáli forskriftar er distileruð var íhlóðaeldhúsi kynslóða vítt og breitt á býlum í landi morgunroðans sem um tíma brauðfæddu trauðla sitt fólk svo það hélt vestur um haf. Er við ókum til baka suður erlenda, haustföla sléttuna vissum við að enn slá vestur ískógunum hjörtu meðíslenskan takt ogorð með erlendu ívafí er segja: Veriðþið velkomin. Fram boriðkaffi eftirformúlu er enn geymir ómengaða birtuna ílandi morgunroðans. Höfundurinn er rithöfundur og býr á Breiðdalsvík. SNORRIJÓNSSON VETRAR- NÓTT Víst ann égþér landið mitt kalda og bláa; ínæturbirtu nýtégfriðar ágöngu ígegnum nóttina Ljósgeislum strá álandiðhvíta frostbláar stjörnur; íljóstrafí himins leika sér saman stjörnur og norðurljós. Hugfangin augu festa sér íminni dýrðarljós á duldum brautum. Langt burt ífjarlægð leiftra yfírjökli logaskærlós. Höfundurinn býr í Hafnarfirði. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.