Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 5
til hans sem sálusorgara og prests. Ekki hef- ur dómkirkjuprestunum líkað það vel því þeir voru andstæðingar hans í guðfræði og litu á spíritismann nánast sem villutrú. Pví hefur iðulega verið haldið fram að helmingur íslenskra presta þjóðkirkjunnar hafi orðið spíritistar eða honum hliðhollir fyr- ir áhrif frá kennslu Haralds. Um þetta hafa bæði fylgjendur og andstæðingar spíritis- mans verið sammála. Víst er um það að hann hafði mikil áhrif á nemendur sína og sann- leiksþorsti hans og hreinskiln i gáfu honum greiðan aðgang að hjörtum margra nemenda sinna. Haraldur vitnaði oft til sálarrann- sókna í kennslu sinni þegar kom að því að fjalla um sýnir spámanna Gamla testament- isins og undur og kraftaverk sem sagt er frá í Nýja testamentinu og hann bauð jafnvel nemendum sínum á miðilsfundi. En það er mín skoðun að þáttur Haralds í guðfræði- sögu aldarinnar sé mjög skrumskældur og vanmetinn með því að hamra á þessum gömlu fullyrðingum sem urðu til í átökum og deilum. Lítill hluti íslenskra presta varð spíritistar og með því á ég við að aðeins örfáir gengu til liðs við sálarrannsóknarfélögin sem stofnuð voru og sennilega er hægt að telja þá á fingrum sér sem í boðun sinni og predikun fagnaðarerindis kristinnar trúar vitnuðu til spíritismans því til sönnunar. Dr. Sigurður Arni Þórðarson segir í doktorsritgerð sinni sem áður er nefnd að hjarta íslensku þjóð- kirkjunnar hafi brostið í þeim átökum sem urðu um séra Harald og spíritismann. Nær sanni er að segja að það hafi tekið kipp og slegið óreglulega á átakatíma en þegar til lengri tíma er litið þá hafi kirkjan verið hjartahraust og hjartsláttur hennar hafi ver- ið í takt við þjóðlífið alla 20. öldina, öld breyt- inga og fjölhyggju. Til þess að kirkjan geti gengið á vit nýrrar aldar þarf hún að hafa þor til að horfast í augu við þá öld sem nú er að kveðja. Það er tilgáta mín að framlag séra Haralds til guðfræðisögu með starfi sínu sem kennari við guðfræðideild Háskólans hafi verið annað og mun mikilvægara. I deildina komu ungir menn sem alist höfðu upp við rótgróinn krist- indóm sveitanna. Ef þýska biblíurýnin hefði ein mætt þeim í ritskýringu ritninganna hefðu þessir menn meira og minna lent í vandræðum með trú sína og jafnvel orðið efa- hyggju og guðleysi að bráð, staðið írammi fyrir galtómum Surtshelli efnishyggjunnar eins og Haraldur lýsir því. í tímum hjá Har- aldi var ekki efast um raunveruleika hins yfimáttúrulega í biblíunni, kraftaverkanna og táknanna um nálægð guðs ríkis. Þrátt fyr- ir það var leitast við að fjalla um guðfræðileg efni á vísindalegan hátt. Nánast allir nem- endur hans urðu frjálslyndir guðfræðingar án þess að þurfa að hafna raunveruleika ann- ars heims og trúarlegum forsendum kenn- inga kristninnar. Þeir gátu farið út í söfnuði landsins flestir hverjir og predikað fagnaðar- erindið með reisn án þess að ganga í berhögg við hina klassjsku kristnu hefð sem lifði með alþýðunni. Ymsum nemendum Haralds fannst hann ganga of langt í baráttunni fyrir framgangi spíritismans en fylgdu honum að málum að öðru leyti og tileinkuðu sér guð- fræðileg sjónarmið hans. Margir þeirra hafa ekki haft þörf fyrir þær sannanir sem sálar- rannsóknirnar buðu upp á en flestum hefur sennilega verið óljúft að hallmæla beinlínis málefni sem uppáhaldskennara þeirra var svo kært. Haraldur aðgreindi ekki að guðfræðina frá persónulegu trúarlífi sínu. Sem predikara fannst honum hann verða að sameina þetta tvennt og sem sálusorgara fannst honum að hann yrði að geta huggað og sannfært fólk um betra líf og um það að látnir lifi. Að þessu leyti var hann samkvæmur sjálfum sér og svo sannfærandi að hann hreif fjölda fólks með sér. Hann glímdi við spurningar sem brunnu á samtímanum um tilverurétt og tak- mörk einstaklingsins sem hugsandi og trúandi veru og hann gaf svör sem hann var sannfærður um að væru rétt, þvi hann hafði sjálfur upplifað þau sem lausn. Fyrir mörg- um sem hrifust af honum sem persónu og predikara varð sannfæring hans að sönnun sem lagði grunninn að nýju trúarlífi. Sálarrannsóknimar hafa ekki skilað þeim niðurstöðum sem Haraldur og félagar hans vonuðust eftir að mundu renna stoðum undir starf kirkjunnar og framfarir í guðfræði. Nú munu fáir eða engir starfandi guðfræðingar gefa þeim gaum í þessu skyni, en víst er að spíritisminn hefur haft áhrif á trúarskoðanir og afstöðu margra til trúmála þótt hann sé nú úr sér genginn sem rannsóknarstefna. En ljóst er að Haraldi tókst að varðveita trú sína á Krist og hann upprisinn og miðla henni til nemenda sinna og áheyrenda af snilld og sannfæringarkrafti. Hann hafði trú á framtíð boðskapar Krists og hún var samstiga bjartsýni hans á framfarir í vísindum og trú á þann „nútíma“ sem skall á aldamótakynslóð- ina, og gerbylti á nokkram áratugum lífs- skoðunum og heimsmynd þjóðarinnar. Séra Haraldur Níelsson við messu í kapellu holdsveikraspítalans í Laugarnesi, líklega nálægt 1910. í forgrunni er söfnuður hans, sjúklingar spítalans. Hann var vígður til að þjóna þessum söfnuði 1908 og gerði svo til dánardægurs 1928. OK KRISTS EIN AF RÆÐUM SÉRA HARALDS NÍELSSONAR í BÓKINNI BÆN: Mildiríki faðir! Þú sem veizt hvað gerist í leyndustu fylgsnum sálarinn- ar, heyrir hverja stunu mannlegs hjarta og finnur hvem fagnaðartitr- ing, sem um það fer, af því að þú lifír með oss í öllu lífi voru, hvort sem það auðkennist fremur af gleði eða harmi, veit oss náðarríka blessun þína á þessari stundu. Vek einlæga þrá í hjörtum vorum og opna hugskot vor fyrir innstreymi þekkingar og skilnings á honum, sem kom til vor úr dýrð himnanna og lifði lífi sínu sem bróðir vor á þessari jörð. Veit hjálp þína til þess, að vér skilj- um æ betur, hve mikið hann hefir fyrir oss gert, að hann hefir lifað, lið- ið og dáið oss til blessunar, að hann með upprisu sinni hefir lokið upp fyr- ir oss ósýnilegum heimi. En hjálpa þú líka til, að auk þessa megi oss ekki gleymast að læra af honum. Þú hefir jafnframt gefið oss hann sem hinn mikla meistara, er vísar oss veg og opnar oss skilning á erfiðum lögmál- um lífsins. Lít á veikleik vorn, himn- eski faðir, er vér þráum að læra af honum og taka á oss ok hans. Þú veizt bezt, hve kraftar vorir eru veik- ir, þótt löngun vor sé einlæg. Fyrir því biðjum vér enn: Vertu máttugur í oss veikum; láttu kraft þinn full- komnast í fálmandi viðleitni vorri. Styrktu alla þá, er af hjarta þrá að sigrast á veikleikanum og gera þinn vilja. Sendu þeim styrk og aðstoð frá þínum ósýnilega heimi, svo að hið hulda eðlið, sem frá þér er runnið, megi brjótast fram í sál þeirra. Am- en. Komið til mín, allir þér, sem eríiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lær- ið af mér, því að eg er hógvær og af hjarta lít- illátur, og þá skuluð þér íinna sálum yðar hvíld; því að mitt ok er indælt og byrði mín létt. (Matt. 11,28-30). Menn kunna að auglýsa á vorum tímum.... Allar auglýsingar beinast að þessu: „Komið tO mín!“ Þá bæn endurtaka þær allar í ein- hverri mynd.... En aðallega beinast þau hróp til þeirra, sem eru hraustir og heilbrigðir, eiga peninga og era með fullu starfsfjöri. Flestir auglýs- endur ætla sér að hafa eitthvað upp úr við- Frikirkjan í Reykjavík 1904. f Fríkirkjunni flutti séra Haraldur predikanir sínar annan hvern sunnudag frá 1914 til 1928. Aðsókn var svo mikil að oft urðu margir frá að hverfa, en útbýtt var aðgöngumiðum. skiptunum. Þeir auglýsa flestir sín vegna fyrst og fremst. Það er því sjálfsagt, að þeir hugsa um að draga að sér athygli þeirra, sem einhvers era megnugir og einhver hagnaðar- von er að eiga viðskipti við. I texta vorum er sem vér sjáum eins konar auglýsing frá Kristi. Vér heyram hann hrópa: Komið til mín! Kynslóð eftir kynslóð hefir lesið þá auglýsing. Öld eftir öld hafa mennirnir heyrt það hróp. En hverjum ætlar hann að lesa auglýsing- una? Til hverra er hann að kalla? Ekki til þeirra, sem eiga alls nægtir. Ekki til þeirra, sem finst alt leika í lyndi. Ekki til þeirra, sem finst allri þrá hjarta síns vera svalað, öllum þekkingarþorsta sálar sinnar full- nægt, alt hungur sitt eftir réttlæti vera mettað. „Komið til mín,“ segir hann - hverjir? - „allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld.“ Hversu ólíkt auglýsinga-hrópunum vanalegu. Fæstir hugsa um að kalla þá til sín, sem erfiða og þunga eru hlaðnir. Hjá þeim er enga hagn- aðarvon að hafa. Hættan af við- kynning og viðskiptunum við þá er vanalega sú, að þeir kunni að verða til byrði að einhverju leyti. En einmitt hinum þreyttu og þunga hlöðnu býður Kristur það, er þeir þarfnast mest: hvíld, - eigi frá striti og erfiðri vinnu, heldur hvíld sálum þeirra. Eg sé íyrir mér mörg ungleg andlit. Æskan finnur enn ekki til þess, að lífið beri í skauti sínu erf- iði og þunga. Engin byrði er ef til vill enn farin að leggjast á herðar þér. Gott er að þú ert glaður, og finnur enn ekki til þungans og byrðarinnar. En bjarta og glað- lynda æska, þunginn kann að leggjast á áður en varir. Morgun- roði lífsins er svo hverfull. Þótt himinninn sé heiðríkur í dag, get- ur hann orðið skýaður á morgun. Og undarlega fljótt getur stund- um skýþykkni breiðst út um alla hvelfinguna yfir höfði þér úr einu litlu skýi. Himinn þinn, sem er bjartur í dag, getur orðið dimmur af skýjum erfiðleika og ýmiss konar þunga óðara en þig grunar, og þá er gott að hafa lært að bera byrðarnar í indælu oki, svo að gleðin missist ekki, þegar þunginn leggst á. Og þótt himinn þinn dökni ekki, þótt þú kom- ist ekki í tölu þeirra, sem erfiða og þunga eru hlaðnir, þá er samt gott fyrir þig að taka á þig ok Jesú og læra af honum, því að gerir þú það, fær þú leiðbeint öðram og létt undir byrðar þeirra. Og þá gerir þú þér far um að verða þess ekki valdur, að byrðar og óþæg- indi leggist á aðra. En ef að líkindum ræður, þá erað þér þó fleiri, tilheyrendur mínir, sem fundið hafið tO erfiðis og þunga. Þér ættuð því að vera fúsir á að hlusta, er Jesús kallar: „Komið til mín! ... Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur." Hafið þér ekki fundið til þess, að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.