Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 8
w SJONÞING EIRIKS SMITHIGERÐUBERGI „EGERSVONAMARG- SLUNGID KVIKINDI,/ Ferill Eiríks Smith listmál- araverðurviðfa^mT Sjónþings sem haldið verour í menningarmio- stöðinni Gerðubergi í dag.MARGRÉTSVEIN- BJÖRNSDÓTTIR hitti listamanninn ásamt þingmönnum og fékk smjörþefinn af umræðu- efnum dagsins. OHÆTT er að segja að fáir íslenskir mynd- listarmenn eigi að baki jafnfjölbreytileg- an feril og Eiríkur Smith. Um hann hef- ur verið sagt að hann hafi átt hlut í öllum helstu liststefnum sem bárust hingað til lands á árunum 1950-1970 - og að hann hafi um leið átt drjúgan þátt í að móta þessar stefnur og laga þær að íslenskum aðstæð- um. Ferill Eiríks, allt frá fyrstu sýningu hans árið 1948 til dagsins í dag, verður til umfjöllunar á Sjónþingi sem hefst í Gerðu- bergikl. 13.30 ídag. Spyrlar á Sjónþinginu verða myndlistar- mennirnir Hafdís Helgadóttir og Daði Guð- björnsson en stjórnandi þingsins er Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Umsjón með uppsetningu sýningarinnar hafði Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður. „Við viljum fá meiri botn í ferilinn," segir Daði. „Hver er þessi Smith? Það er stóra spurn- ingin," bætir Harpa við. Talið berst fljótt að geómetríska málverk- inu en því kynntist Eiríkur í París í kringum 1950. „Ég málaði gífurlega mikið af geómet- ríu en það eru bara svo fáar myndir sýnan- legar," segir hann. „Vitieysa ao ég hcrfi kveikt í geómetríunni" Harpa spyr hvort það sé ekki rétt að hann hafi kveikt í vænum haug af geómetrískum málverkum. „Nei, það er nefnilega stóri misskilningurinn, það er margur sem held- ur að ég hafi kveikt í geómetríunni, en það er vitleysa. Ég kveikti í myndum en það var ekki geómetría," svarar hann en bætir svo við: „Það má svo sem vel vera að það hafi flotið með ein og ein." Hann segir að á bálið hafi farið eftirreytur af myndum sem hann átti frá því eftir fyrstu sýninguna 1948, áður en hann hélt til náms í Kaupmannahöfn. „Ég bar þetta upp í sandgryfju rétt fyrir of- an þar sem ég átti heima pg hafði með mér terpentínu eða steinolíu. Ég nennti ekki að standa í þessu lengur - og nennti ekki einu sinni að mála yfir myndirnar, því þetta var yfirleitt það lélegt efni. Binna gat reyndar bjargað þremur mynd- um og þær á ég alltaf uppi í vinnustofu," segir hann. Þó að geómetrían hafi ekki orðið eldi að bráð, nema kannski að mjög óverulegu leyti, hafa margar geómetrísku myndanna lent undir öðrum myndum, einfaldlega vegna þess að listamanninn vantaði léreft. Daði furðar sig á því að nú sé talað um SÚM eins og mestu byltinguna í íslenskri listasögu. „Mín skoðun er sú að það hafi ver- ið svo margfalt meiri bylting að fara að mála , Morgunblaoið/Jim Smart Elríkur Smith listmálari með Aðalstein Ingólfsson sér til hægri handar. Fyrir framan þá sitja Hafdís Helgadóttir, Harpa Björnsdóttir og Daði Guð- björnsson. Á bak við þau sést f málverk eftir Eirík frá árinu 1964, titill þess er Fjara. geómetríu," segir hann. Aðalsteinn er sama sinnis: „Það var syo margfalt meira sjokk á sínum tíma en SÚM, það er þó a.m.k. að- dragandi að SÚM, en þetta gerðist svo skyndilega." „Náttúran er mín uppi- staða í myndgero" Hafdís hefur orð á því að náttúran sé yfir og allt um kring í verkum Eiríks, hvað sem öllum tímabilum líður. Hann samsinnir: „Náttúran er mín uppistaða í myndgerð, hvernig sem ég mála." Hafdís heldur áfram: „Það er ekki endilega svo að það sé verið að koma á framfæri einhverjum boðskap til Hraunfjöll, eitt verka Eiríks Smith. áhorfandans, aðalatriðið er myndflöturinn sjálfur." „Já, myndverkið sem slíkt," segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að segja að það sé pólitísk afstaða í myndunum þínum," seg- ir Hafdís. „Nei nei nei, ég er mystíker og jafnframt mikill náttúruunnandi. Ég hrífst bæði af birtu og átökum í náttúrunni - ég er svona margslungið kvikindi," segir Eiríkur leynd- ardómsfullur. Aðalsteinn hefur orð á því að það sé merkilegt með mann sem alla tíð hafi reitt sig á landslag og náttúru, en aldrei dottið í hug að blanda pólitík inn í það - allt í einu geri tíðarandinn það að verkum að öll mál- verk hans séu orðin þrælpólitísk. „Ef hann myndi sýna þessi verk á Egilsstöðum núna yrði það tekið sem pólitísk yfirlýsing." Hafdís telur að það geti verið lærdóms- ríkt fyrir yngri myndlistarmenn að sjá hvernig Eiríkur hafi alltaf leyft sér ýmislegt og látið eftir sér að gera það sem andinn hafi blásið honum^í brjóst hverju sinni. „Já, ég hef gert það. Ég hef alltaf málað eins og mig langar til. Svo verður það að ráðast hvort einhver hefur gaman af þessu," segir hann. Sjónþingið hefst kl. 13.30 í dag og um leið verður opnuð sýning á hátt í 40 verkum Eir- íks Smith í Gerðubergi. Sýningin stendur til 9. janúar nk. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 rr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.