Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 10
+ Asíðustu mánuðum hefur þrennt orðið til þess að vekja athygli á Guðríði Þorbjarnardóttur, sem fengið hefur þá einkunn að vera víðförlasta kona miðalda og auk þess fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Fyrsta ástæðan er landafundaaf- mælið og af því tilefni margskonar umfjöllun og umræða um Grænlands- og Vínlandssigl- ingar fslendinga fyrir 1000 árum, þar sem byggt er á frásögn Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. I annan stað kom út fyrir síðustu jól bók Jónasar Kristjánssonar, fyrr- verandi forstöðumanns Árnastofnunar, um Guðríði. Bókin heitir Veröld víðog fjallar um ævi Guðríðar, þó ekki sagnfræðilega. Bókin er að öðrum þræði skáldverk, en stór- skemmtileg aflestrar. Þriðja ástæðan sem mætti nefna er sú að Hilary Rodham Clin- ton, forsetafrú í Bandaríkjunum, hefur hrif- izt af sögu Guðríðar og vakið athygli á henni, en stundum er eins og þurfi frægt fólk í út- löndum til að opna augu okkar fyrir því sem ætti að vera vel Ijóst. Við teljum að Leifur Eiríksson eigi heiður- inn af því að hafa fyrstur Evrópumanna stig- ið fæti á strönd meginlands Ameríku, eða „fundið Ameríku" eins og það hefur stundum verið orðað. Seint verður úr því skorið hvort írskir sjófarendur voru þá löngu búnir að því eins og kenningar eru um og fram kom til dæmis í greinum eftir Hermann Pálsson í Lesbók sl. haust. Útsýni tll Snæfellsjökuls af Laugarhöfði, hæðinni ofan við Laugarbrekku. GREINOGMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförlasta kona miðalda, fæddist, ólst upp og átti heima vestur undir Jökli fram til þess er hún flutti til Grænlands um tvítugt. Hér er litið á æskuslóðir þessarar merku konu sem verður heiðruð með því að höggmynd Ásmundar Sveins~ sonar, Fyrsto hvíta móðirin íAmeríku, verður sett ________ upp í nánd við Laugarbrekku.__________ Það er samt ekkert sem bendir til annars en að Guðríður Þorbjarnardóttir sé fyrsta hvíta móðirin á þeim slóðum og að fæðing Snorra Þorfinnssonar sé meðal þess sem hæst gnæfir þegar litið er til Vínlandssigl- inga íslenzkra manna fyrir 1000 árum. Hver var Guðríour Þorbjarnardóttir? Þrátt fyrir aukna frægð Guðríðar upp á síðkastið eru ugglaust margir meðal okkar sem þekkja sögu hennar minna en vert væri. Guðríður hefur samt verið heiðruð með því að ein af millilandaflugvélum Loftleiða bar nafn hennar og að minnsta kosti þremur listamönnum hefur hún orðið yrkisefni. Fyrstan er að nefna Ásmund Sveinsson og verður síðar vikið að höggmynd hans, Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku". Annar er Jónas Kristjánsson eins og áður var nefnt og í þriðja lagi hefur Brynja Benediktsdóttir samið einleikinn Ferðir Guðríðar sem fluttur var í fjórum löndum. En hver var Guðríður Þorbjarnardóttir? Hér verður aðeins að stiklað á mjög stóru og þá byggt á því sem segir í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. A Laugarbrekku á Hellisvöllum undir Jókli bjó á síðasta aldarfjórðungi 10. aldar Þorbjörn Vífilsson en Vífill faðir hans hafði komið út til íslands með Auði djúpúðgu. Höggmynd Ásmundar Sveinssonar: Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Þessi mynd af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra syni hennar verður sett upp i námunda við Laugar- brekku næsta vor. f ÆSKUSLODII 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 + •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.