Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Side 10
Útsýni til Snæfellsjökuls af Laugarhöföi, hæðinni ofan við Laugarbrekku. GRE IN OG MYNDIR: GÍSLI SIGURDSSON Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförlasta kona miðalda, fæddist, ólst upp og átti heima vestur und ir Jökli fram til þess er hún flutti til Grænlands um tvítugt. Hér er liti iðá æskuslóðir þessarar merku konu sem verður heiðruð með [: jví að höggmynd Ásmundar Sveins- sonar, Fyrsto hvíta móðirin íAmeríku, verður sett upp í nónd við Laugarbrekku. ✓ Asíðustu mánuðum hefur þrennt orðið til þess að vekja athygli á Guðríði Þorbjarnardóttur, sem fengið hefur þá einkunn að vera víðförlasta kona miðalda og auk þess fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Fyrsta ástæðan er landafundaaf- mælið og af því tilefni margskonar umfjöllun og umræða um Grænlands- og Vínlandssigl- ingar íslendinga fyrir 1000 árum, þar sem byggt er á frásögn Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. I annan stað kom út fyrir síðustu jól bók Jónasar Kristjánssonar, fyrr- verandi forstöðumanns Ámastofnunar, um Guðríði. Bókin heitir Veröld víðog fjallar um ævi Guðríðar, þó ekki sagnfræðilega. Bókin er að öðrum þræði skáldverk, en stór- skemmtileg aflestrar. Þriðja ástæðan sem mætti nefna er sú að Hilary Rodham Clin- ton, forsetafrú í Bandaríkjunum, hefur hrif- izt af sögu Guðríðar og vakið athygli á henni, en stundum er eins og þurfi frægt fólk í út- löndum til að opna augu okkar fyrir því sem ætti að vera vel ljóst. Við teljum að Leifur Eiríksson eigi heiður- inn af því að hafa fyrstur Evrópumanna stig- ið fæti á strönd meginlands Ameríku, eða „fundið Ameríku“ eins og það hefur stundum verið orðað. Seint verður úr því skorið hvort írskir sjófarendur voru þá löngu búnir að því eins og kenningar eru um og fram kom til dæmis í greinum eftir Hermann Pálsson í Lesbók sl. haust. Það er samt ekkert sem bendir til annars en að Guðríður Þorbjarnardóttir sé fyrsta hvíta móðirin á þeim slóðum og að fæðing Snorra Þorfmnssonar sé meðal þess sem hæst gnæfir þegar litið er til Vínlandssigl- inga íslenzkra manna fyrir 1000 árum. Hver var Guðríður Þorbjarnardóttir? Þrátt fyrir aukna frægð Guðríðar upp á síðkastið eru ugglaust margir meðal okkar sem þekkja sögu hennar minna en vert væri. Guðríður hefur samt verið heiðruð með því að ein af millilandaflugvélum Loftleiða bar nafn hennar og að minnsta kosti þremur listamönnum hefur hún orðið yrkisefni. Fyrstan er að nefna Ásmund Sveinsson og verður síðar vikið að höggmynd hans, Fyrstu hvítu móðurínni í Ameríku". Annar er Jónas Kristjánsson eins og áður var nefnt og í þriðja lagi hefur Brynja Benediktsdóttir samið einleikinn Ferðir Guðríðar sem fluttur var í fjórum löndum. En hver var Guðríður Þorbjarnardóttir? Hér verður aðeins að stiklað á mjög stóru og þá byggt á því sem segir í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Á Laugarbrekku á Hellisvöllum undir Jökli bjó á síðasta aldarfjórðungi 10. aldar Þorbjörn Vífilsson en Vífill faðir hans hafði komið út til Islands með Auði djúpúðgu. Höggmynd Ásmundar Sveinssonar: Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Þessi mynd af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra syni hennar verður sett upp i námunda vfð Laugar- brekku næsta vor. Bjarnarlaug, kennd við Bárð Snæfeilsás, er efst á hæðinni ofan við Laugarbrekku þar sem heitir Laugarhöfuö. Vatnið er í fornum eldgíg. Langf erðir Guðríðar Þorbjarnardóttur 2. Misheppnuö - Vínlandsferö með L Þorsteini Eiríkssyni, eiginmanni sínum 3. Vínlandsferö með Þorfinni Karlsefni, síðari eiginmanni sínum Heliuland r G* Vestribyggð 1. Frá íslandi til H Grænlands með foreldrum sínum Glaumbær s w Eystrl- ■ '5ay"ð 4. Heimsi. frá Vínlandi til Grænlands |6. Heimflutnjngar “I frá Noregi til Islands Noregur 5. Flutningur 'ÍfráGrænlandi, , fórtilNoregs England 8. Heimganga frá Róm og sigling út Sigling utan suourganga Rómar Róm Kona hans hét Hallveig Einarsdóttir. Hún var frá Laugarbrekku og þar bjuggu þau Þorbjörn og Hallveig. Þau áttu dóttur þá er Guðríður hét og þótti þá er hún varð gjaf- vaxta allra kvenna fríðust og „hinn mesti skörungur í öllu athæfi sínu“. Skammt er frá Laugarbrekku austur að Arnarstapa þar sem Guðríður var löngum að fóstri, enda mikil vinátta með Laugar- brekkufólki og þeim Ormi og Halldísi á Arn- arstapa. Vinátta góð var og með Þorbirni og Eiríki rauða. Svo fór rúmum áratugi eftir að Eiríkur rauði sigldi með sitt hafurtask til Grænlands að Þorbjörn á Laugarbrekku ákvað að flytja einnig búferlum til Grænlands og keypti skip sem uppi stóð í Hraunhafnarósi. Ásamt Laugarbrekkufólkinu voru með í för hjónin á Arnarstapa. Skemmst er frá því að segja að byr tók af eftir skamma siglingu og lenti fólkið í lang- varandi hafvillum og hrakningum í stórsjó þegar veður tóku að ýfast. Dóu þá margir, þar á meðal Ormur og Halldís. Um vetur- nætur náðu þeir sem eftir lifðu til Herjólfs- ness, syðst í Grænlandi þar sem þeim bauðst veturseta. Vorið eftir hélt Þorbjörn áfram með fólk sitt og skip upp með vesturströnd Grænlands, inn í Eiríksfjörð og til Bratta- hlíðar þar sem Eiríkur rauði fagnaði þeim vel. Gaf hann Þorbirni vini sínum land að Stokkanesi, handan fjarðarins. Fyrir utan Leif átti Eiríkur tvo syni, Þor- vald og Þorstein, sem talinn var gjörvileg- astur maður á Grænlandi. Það fór því eins og vænta má að Guðríður var gefin Þorsteini og sögð „væn kona“, „sköruleg...vitur og kunni vel að vera með ókunnum mönnum“. Auk þess hafði hún söngrödd sem mikið orð fór af. Guðríður og Þorsteinn settust að í Lýsu- firði, sunnarlega í Vestribyggð. Þorvaldur bróðir Þorsteins hafði fallið fyr- ir skrælingjum í könnunarför til Vínlands. Hvorttveggja var að Þorsteinn vildi ná í lík bróður síns til sómasamlegrar grefrunar og svo hitt, að hinar ókunnu strendur hafa þótt seiðandi. Athyglisvert er í ljósi þeirrar mannraunar sem Guðríður hafði þá nýlega ratað í á leið- inni til Grænlands, að hún varð samferða bónda sínum. í annað sinn lagði hún upp út í óvissuna og hrakfarasagan endurtók sig. Velkti skipið úti næstum heilt sumar og dóu margir af sótt; þar á meðal Þorsteinn. Nú var Guðríður orðin ung ekkja á Græn- landi. En naumast var þess von að ekkju- standið stæði lengi þegar önnur eins kona átti í hlut. Skömmu eftir árið 1000 sigldi Þorfinnur karlsefni frá Þórðarhöfða í Skaga- firði til Grænlands; auðugur farmaður með konungablóð í æðum, og lagði að landi í Eiríksfirði. Beztu kostir hans þóttu þó gjörvileiki, manndómur og drengskapur. Þarna hafði Þorfinnur karlsefni vetursetu og þá bar saman fundum þeirra Guðríðar og felldu þau fljótt hugi saman. Bað Þorfinnur Guðríðar og var brúðkaup þeirra drukkið þann vetur í Brattahlíð. Ljóst má vera að margt hefur verið rætt um Vínland í Brattahlíð. Hefur Þorfinn Forn þingstaður á Laugarbrekku var uppi á bergbrúninni við gilið. Þar var réttað yfir Axlar-Birni, hann tekinn af lífi og dysjaður skammt frá. i kirkjugarðinum á Laugarbrekku. Glerhýsið er yfir leiði Matthíasar sýslumanns sem grafinn var í kirkjunni 1660. Fjær er bæjarhóllinn, rústir bæjarins á Laugarbrekku. karlsefni og farmenn hans fýst að sjá þessi lönd í vestrinu og svo er að skilja að Guðríður hafi ekki latt eiginmann sinn, né heldur að hún hafi verið búin að fá nóg af hrakningum á sjó. Að vori lögðu þrjú skip af stað og urðu samflota, en Þorfinnur karlsefni var forystu- maður og Guðríður komin í sína þriðju út- hafssiglingu. Er skemmst frá því að segja að leiðangurinn fann Leifsbúðir, en Þorfinnur og Guðríður sigldu áfram suður með þessum ókunnu ströndum og settust að til bráða- birgða. Sumii’ fræðimenn telja að það hafi verið þar sem New York-borg byggðist löngu síðar. Fyrsta veturinn í Vesturheimi fæddi Guð- ríður sveinbarn og eftir því sem bezt er vitað er sonurinn, Snorri Þorfinnsson, fyrsti hvíti maðurinn sem fæðist í Vesturheimi. En fljót- lega versnaði sambúðin við þá innfæddu, sem aðkomufólkið nefndi skrælingja og því var frekara landnám gefið upp á bátinn um sinn. Eftir þrjá vetur sigldu Þorfinnur karlsefni og Guðríður aftur með sitt fólk til Græn- lands; það var fjórða sigling Guðríðar, og næsta vetur dvöldust þau í Brattahlíð. En ekki til þess að setjast þar að. Næst var stefnan tekin á Noreg; framundan var fimmta úthafssigling Guðríðar. Skip þeirra var hlaðið verðmætri verzlunarvöru og seldi Þorfinnur vaming sinn í Noregi „og hafði þar gott yfirlæti og þau bæði hjón af inum göfugustu mönnum í Noregi, en um vorið eftir bjó hann skip sitt til íslands". Sjötta úthafssigling Guðríðar var út til ís- lands. En stefnan var ekki tekin til æsku- stöðva hennar undir Jökli, heldur til Skaga- fjarðar, þar sem þau hjón settust að og bjuggu það sem eftir var ævinnar. Heim- koman til tengdaforeldranna hefur þó verið blandin beizkju fyrir Guðríði, slík yfirburða- kona sem hún var. En Þórunni tengdamóður hennar, sem var stórættuð; jafnvel með kon- ungablóð í æðum, þótti sem sonur sinn „hefði lítt til kosta tekið“. Eiríkssaga segir þau Þorfinn og Guðríði hafa sezt að á Reynisnesi, sem var í eigu ætt- arinnar, en Grænlendingasaga segir að eftir hinn fyrsta vetur þeirra í Skagafirði hafi Karlsefni keypt Glaumbæ og reist þar bú. Slíkt orð fór brátt af mannkostum og vits- munum Guðríðar að tengdamóðirin flutti til hennar og var hjá henni meðan hún lifði. Ekki varð Þorfinnur karlsefni gamall maður, en eftir dauða hans bjó Guðríður í Glaumbæ með Snorra syni sínum og afhenti honum búið þegar hann kvongaðist. Guðríð- ur hafði alla tíð verið sannkristin kona og þegar hún var orðin ekkja í annað sinn fannst henni að hún skuldaði guði sínum það að ganga suður til Róms og fá syndaaflausn. Það var í rauninni glæfralegt fyrirtæki á þeim tímum, en heimikhr um þessa för Guð- ríðar eru ekki fjölorðar. I Grænlendingasögu segir svo: „Og er Snorri var kvongaður, þá fór Guðríður utan og gekk suður og kom út aftur til bús Snorra, sonar síns, og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ. Síðan varð Guðríður nunna og einsetukona og var þar á meðan hún lifði.“ 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 + < LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.