Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 17
urðssonar í Kaupmannahöfn 1. ágúst. Páll er að hneykslast á því að Fjölnismenn skuli ekki minnast betur Tómasar Sæmundsson- ar: Jónas lést ætla að safna datis til æfísögu hans eystra í sumar, en eg hefí nú lítið traust til hans; hann er svo latur og svo veikur oft- ast af óreglulegum lifnaði, aðhann erhrokk- inn uppaf þegar minnst varir. Hann er nú einhverstaðar í Skaftafellssýslu á ferðalagi og fer svo ríkmanniega eins og hann væri barón, eyðir svo öllu sem hann fekk í óþarfa og ráðleysu. Þetta líkar mér svo illa við Jón- as, hann skapar sér vesöld sína sjálfur. En falleg eru kvæðin hans. Páll hefur litla trú á Jónasi og óreglulegur lifnaður hlýtur að merkja drykkjuskap. At- hyglisverð eru orðin um að Jónas skapi sér vesöld sína sjálfur. Fyrr var nefnt að feigð- argrunur hafi sest að Jónasi, hann finnur að veikindin eru alvarleg en ákveður að láta skeika að sköptu. Hann hefur hvorki þrek né vilja til þess að snúa við blaðinu í lifnaðar- háttum, enda verður að taka fram að ekki dugir að mæla þá samkvæmt nútímahug- myndum. Á hans dögum höfðu menn aðrar viðmiðanir um hollustuhætti og heilsusemi, og voru ekki jafnmeðvitaðir um beint sam- band lifnaðarhátta og heilsu. Jónas tekur meðvitaða ákvörðun um að halda sínu striki, enda kom ekkert annað til mála. Þótt læknar og hómópatar hafi hugsanlega beðið hann að fara vel með sig, getur hann ekki hugsað sér slíkt. Hann skal austur og dregur hvergi af sér, þótt það taki að sjálfsögðu sinn toll. Ein tollgjöldin eru þau að súpa hraustlega á pöddunni í tjaldinu á kvóldin. Sérkennilegt er þetta tal um leti Jónasar, og í hæsta niáta ómaklegt. Þess ber þó að geta að leti íslendinga var mikið leiðarstef hjá Páli Melsteð alla tíð, svipað og deyfð þeirra hjá Jónasi, og Páll víkur einatt að því í bréfum hvað þessi og hinn sé latur, og að leti íslendinga „sé óskapleg, stærri en Vatnajök- ull". Því má líka halda fram að Páll eigi ekki við venjulega verkleti, enda dregur hann nokkuð í land síðar í bréfinu, heldur fremur þá staðreynd að Jónas þurfti eiginlega alltaf að hafa einhverja pressu á sér, þrýsting og helst stuðning góðra manna til þess að eitt- hvað yrði úr verki. Víða í bréfum hlutaðeig- andi manna er vikið að því að mikilvægt sé að Jónas skrifi íslandslýsinguna í Höfn, undir handarjaðri Japetusar Steenstrups og Jóns Sigurðssonar. Annars verði tæplega neitt úr neinu. Þetta á sér einnig hliðstæðu í skáld- skap hans. Þar þurfti hann líka utanaðkom- andi hvatningu eða bón. Ótrúlega stór hluti kvæða hans eru tækifæriskvæði, sprottin af því að einhver biður hann að yrkja, eða hvet- ur hann til þess. I því efni gegndi Tómas Sæ- mundsson lengi lykilhlutverki og þeim mun heldur saknar Jónas vinar í stað. Heimildum ber saman um að Jónas hafi yfirleitt gert sem minnst úr heilsuleysi sínu, í engu ansað spurningum eða athugasemdum þar um eða tilmælum um að fara betur með sig. Hann hlífir sér ekki. Það er ótvíræður vottur þess að Jónas hafi manna best skynj- að alvöru málsins en jafnframt verið staðráð- inn í að láta auðnu ráða; fái hann lifað þetta eina sumar þá er hann innra með sér sáttur við að ganga hið dimma fet. Til dæmis versn- aði hið slæma fótarmein hans stöðugt alla ferðina, enda virðist hann varla hafa farið úr stígvélunum allt sumarið, ekki fyrr en vinur hans Hjörleifur Guttormsson á Galtastöðum í Hróarstungu lætur taka hann úr þeim nauðugan og skríða þá maðkar úr fótarsár- inu. Hans Beldring, fjórðungslæknir á Aust- fjörðum, er kallaður til og segir Jónas sjálfur í bréfi um haustið, að Beldring hafi lappað svo upp á skrokkinn á sér að hann sé nú í ál- íka góðu lagi „og Vídalínspostilla sem Þóra- rinn á Brekku hefir nýbundið". Um veikindin segir Jónas það eitt í ferða- dagbók sinni að dagana 10.-13. september hafi hann verið um kyrrt á Galtastöðum: „Varð svo hættulega sjúkur að mér var nauð- syn á að leita læknishjálpar." Og 4. október segir hann: „Var orðinn það heill heilsu að ég gat að nýju farið í könnunarferð." Engum frekari orðum er á þetta eytt; hann snýr sér aftur alfarið að jarðfræðinni sem hann skrif- ar um langa pósta í þessari dagbók, eins og nærri má geta á dögum mikilla uppgötvana. Nánar um það síðar. Veikindi Jónasar og drykkja eru þannig samtvinnuð og svo virðist það líka vera í hug- um annarra, sé að marka orðróm. Á Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði sat merkisklerkur sem ekki var við eina fjöl felldur, séra Ólafur Indriðason, og fékkst við skáldskap og skriftir. Hann var einn fárra presta á íslandi sem voru Fjölni hliðhollir, birti þar efni og varð fyrir viMð skotspónn manna, t.d. Sig- urðar Breiðfjörðs. Það kom þó til af því að Sigurður eignaði honum ummæli, m.a. að hafa kallað sig leirskáld, sem að líkindum komu úr penna ritstjóra Fjölnis; Jónasar og Konráðs. Ólafur hittir Jónas í tvígang þetta sumar og hefur farið vel á með þeim. Af orð- um hans í bréfi má ráða að Jónas hafi komið honum á óvart: „Ég fékk hvörgi nærri svo mikla kynningu af hönum sem mig langaði til, en af því fannst mér ég komast að hann er í verunni góð sál og blíð, þó sumum þyki stundum tógt að fella sig við hann." Hér staðfestir Ólafur að Jónas sé ekki allra og veki með ýmsum andúð; innst inni er hann samt blíður og góður, segir Ólafur og aug- ljóst að framkoma Jónasar hefur oft gefið hið gagnstæða til kynna. Þegar Jónas er horfinn utan um haustið með skipifrá Eskifirði virðist ryktið enn magnast. Áleitnust eru ummæli hans gamla kennara og lektors Bessastaðaskóla, Jóns Jónssonar í Lambhúsum, sem lætur eftir- farandi orð falla í bréfi til Finns Magnússon- ar: Vænt þótti mér að frétta að J. Hallgrim- sen hefði undir Beldrings hendi svo batnað að hann hafí getað siglt með seinasta Múla- skipi, og er óskandi aðþað verði honum ei til heilsuspillirs aðsáriðá fætinum vargrætt, ef það er satt sem mér þykirjafnvel ólíklegt því optast nær plagar það að mæða til meira heilsumeins, það sýndi sig á Sra Þorst. sál Helgesen íR.holti. Hér er vikið að alvarlegri hlutum en marg- an kann að gruna í fyrstu. Nú skal strax minnt á að ekki var sérstaklega kært milli Jónasar og Lambhúsa-Jóns, eins og áður hefur verið rakið, en engu að síður hlýtur skoðun hans að teljast marktæk. Hvað er hann að segja? Hvernig getur það orðið Jón- asi til heilsuspillis að sárið var grætt? Getur það leitt til víðtækara heilsumeins? Er Jón lektor að halda því fram að lækning Beldr- ings á fótarmeininu kunni að hafá verið Jón- asi á móti skapi? Slík fullyrðing eða aðdrótt- un væri þá hliðstæð orðum Páls Melsteðs um að Jónas skapi sér vesöld sína sjálfur. Hann vilji ekki bata, heldur sæki í ógæfuna. Merki- legast er þó að Jón lektor nefnir séra Þor- stein Helgason til sögunnar og dregur hann fram sem eins konar hliðstæðu Jónasar í þessu efni. Með því er lektor eiginlega að gefa í skyn að Jónas Hallgrímsson sé haldinn þungsinni eða sinnisveiki sem svipi til geð- veiki Þorsteins Helgasonar! Fleiri heimUdir staðfesta að Jónas var ekki einungis Ula þokkaður víða, ekki síst í valdahópnum sunn- anlands sem Jón lektor er fulltrúi fyrir, held- ur telja sumir þessara menntamanna að ' hann sé hreinlega sinnisveikur. Það má einn- ig skUja orð lektors sem dylgjur um sýfUis; sár sem síðar leiði til geðveiki. í þessu sambandi eru merkUeg orð sem Páll Melsteð lætur falla í bréfi tU Jóns Sig- urðssonar, þar sem hann talar um hina eldri menn fyrir sunnan sem standi í vegi fyrir öU- um framförum og komi einhver fram sem hugsi um eitthvað meira en sjálfan sig mæti hann háði og álasi þessara manna. I beinu framhaldi segir hann svo: Það liggur mér við að halda, að suma hérna hefði gilt einu þótt Jónas Hallgríms- son hefði dáið í haust. Eg vildi óska að ham- ingjan gæfí honum heilsu til að lifa nokkur ár, og gleðja okkur með kvæðum sínum, og íslensku geografíunni. Þessi orð staðfesta tvennt; þann Ula hug sem valdamiklir menn sunnanlands báru tU Jónasar Hallgrímssonar og jafnvel gekk svo langt að þeir töldu sér trú um að hann væri sinnissjúkur, og svo hitt að þeir sem best þekktu hann höfðu áhyggjur af heilsu hans og mátu það svo að hún væri tæp. Séra Olafur á Kolfreyjustað segir í bréfi frá svipuðum tíma, snemma árs 1843 þegar Jónas er farinn utan: Víst væri mikill mannskaði að Jónasi því vafalaust er hann liprasti gáfumaður og - það mun óhætt að segja - mesta skáld nú af Islendingum þegar allt er til samans tekið. En hitt er og svo hörmulegur skaði efhann skyldi ekki sjálfur njóta sín, og máske fá Ewalds fata. Enn er talað eins og Jónas standi við dauð- ans dyr og ýjað að því að hann „skapi sér ves- öld sína sjálfur" og hreppi jafnvel sömu örlög og danska skáldið Johannes Evald: drekki sig í hel. Það er Ijóst að vinir Jónasar hafa verulegar áhyggjur af því að hann sé haldinn einhvers konar sjálfseyðingarhvöt, sem nú væri kölluð, og má minna á það sem fyrr sagði um sálarlegt ójafnvægi Jónasar vorið 1842. Svo langt hefur það gengið að Páll Mel- steð hefur taUð tímabært að hyggja að eftir- mælum og ámálgað við séra Ólaf um haustið að yrkja eftir Jónas. Sumir fagna þó upprisu Jónasar. Hinn geðþekki Álftnesingur Sveinbjörn EgUsson hafði í bréfi 1842 látið þessi orð falla: „Hér yrkir nú enginn neitt nema J. Hallgrímssen, sem gerir það bæði vel og snoturlega, og bestur sýnist mér hann síðan Bjarni dó." Og honum er augljóslega létt þegar hann fréttir af Jónasi og skrifar Jóni Sigurðssyni: „Vænt er að Jónas Hallgrímsson hjarnaði við aftur undir handarjaðri Beldrings og gat siglt. Hann hefir ort hér margt og ágætt, og skoð- að náttúruna kröftuglega." Upplognar sma TOIVLIST Sígildir diskar CHOPIN F. Chopin: Píanókonsertar nr. 1 & 2 í e Op. 11 og f Op. 21. Krystian Zimerman, píanó & stjórnandi; Pólska hátíðarhljómsveitin. Deutsche Grammophon 459 684-2. Upp- taka: DDD, Torino, ítalíu, 8/1999. Útgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 81:52. Verð (Skífan): 2.999 kr. ákrá sir 1999 er Chopin-ár. Friðrik/Fréderic/ Fryderyk Chopin lézt 39 ára gamaU 1849, skömmu eftir byltingarárið mikla 1848. Því er vissulega kominn tími til að gefa hinu pólska „ljóðskáldi slaghörpunnar", eins og hann hefur verið nefndur, gaum í þessum dálki, og þótt fyrr hefði verið, enda aðeins borið á góma einu sinni áður [í SD 12.4.1997 fjallaði Valdemar Pálsson um kammerútgáfu Fumikos Shiraka á BIS]. En ef manni leyfist að vera alveg hreinskilinn voru það eiginlega töfrar túlkunarinnar sem réðu úrslitum, fremur en bæði tímabundið tilefni og tónlistin sjálf. Túlkun Zimermans og Pólsku hátíð- arhljómsveitarinnar sló nefnUega flestu við sem maður hafði áður heyrt af þessum æskuverkum Chopins, sömdum á 19. al- dursári. Væri hvorki ofsagt né klisja að kalla að Zimerman og hinir ungu landar hans í nýstofnuðu Pólsku hátíðarhljóm- sveitinni hefji hér miðlungsverk í æðra veldi. Því þó að andagift Chopins leyni sér vissulega ekki í þessum innblásnu og bráðfallegu konsertum, einkum þeim í e-moll, þá kemur reynsluleysi hins korn- unga sniUings í meðferð hljómsveitar og útfærslu stærri tónlistarforma upp um sig við ítrekaða hlustun og hættir tU að draga úr ljóma verkanna er frá líður. Sveigjanleiki er lykUorðið. Hér skiptast á dreymandi mýkt og stormandi heift, og hendingamótun er fínpússuð niður í smæstu smáatriði, þannig að aðrar út- gáfur minna helzt á tannkrem kreist úr túbu í samanburði við þessa bráðnæmu meðferð, sem gerir verkin ekki aðeins fal- leg áheyrnar, heldur líka spennandi. Þetta er galdur hins slynga hljómUstar- manns, sem nær hámarki, þegar tekst að ljá ungUngsslána margbreytilegum pers- ónuleika þroskaðs listamanns, eins og hér hefur gerzt. Og ekki þarf hlustandinn að hafa áhyggjur af undirstöðuatriðum eins og samstUUngu, snerpu og tærleika, hvorki í spUamennsku né upptöku. AUt er eins og það getur bezt orðið, og ríflega það. Útkoman er makalaus hlustunarupplif- un. Hreinasti fordæðuskapur. FRITZ Kreisler (1875-1962) var fræg- asti fiðlusnUUngur aldamóta- og mUli- stríðsáranna. Hann fæddist í Vín, lézt í New York, en var í raun alþjóðlegur og á stöðugum tónleikaferðalögum. Hann til- heyrði jafnframt síðustu kynslóð hljóð- færasnUUnga sem sömdu sjálfir, en flest er nú horfið úr hljóðfæraleiksfaginu sem áður þótti sjálfsagt - frumsmíðar, snar- stefjun af fingrum fram, transpónering og blaðlestur. Einleikarar treysta sér ekki einu sinni lengur til að semja kadenzur sínar sjálfir. En vonandi hefur það skUað betri spilamennsku í staðinn, enda veitir ekki af, miðað við teknikröfur nútímatón- skálda. Er þar eflaust að finna part af skýring- unni á því hvers vegna mjóðfæraleikarar hættu að semja. Tónlistin var einfaldlega orðin of flókin. Þar, sem annars staðar, geystist blessuð sérhæfingin fram svo ekki varð aftur snúið, og ekki minnkaði samkeppnin á móti. Hvort tónUstin hafi batnað við það er aftur á móti opin spurn- ing. Það var eitt af menningarhneykslum al- darinnar - að vísu hvergi jafn afdrifaríkt og Ossían-fölsun McPhersons á 18. öld - þegar OUn Downes kom upp um „endur- gerðir" Kreislers á „handritum úr gömlu klaustri". Höfðu þó ýmsir gagnrýnendur áður furðað sig á algerri einokun Kreis- lers á viðkomandi klaustri, væri það þá tíl, því enginn kannaðist neins staðar við Scön Rosmarin, La Précieuse, „miðalda- kanzónettuna" Aucassin og Nicolette eða hvað þær hétu nú, allar þessar upplognu smákrásir eftir löngu látna smámeistara eins og Pugnani, Boccherini, Porpora og allt upp í Beethoven. Kreisler varð um siðir að játa, þó án KREISLER Fritz Kreisler: Praeludium og Allegro; Schön Rosmarin; Caprice Viennois; La Précieuse; Liebesfreud; Liebesleid; La gitana; Berceuse romantique; Polichinelle; Rondino; Tempo di menuetto; Tindáta- mars; Allegretto; Marche miniature viennoise; Aucassin et Nicolette; Menuett; Sicilienne og Rigaudon; Syncopation. Joshua Bell, fiðla; Paul Coker, píanó. Decca 444 409-2. Upptaka: DDD, Bristol, Bretlandi, 4/7/1995. Útgáfuár: 1996. Lengd: 62:43. Verð (Skífan): 2.199 kr. S- sýnUegrar iðrunar, að hafa samið verkin sjálfur tU notkunar á konsertdagskrám sínum. Um innra hvatann gaf hann hins vegar ekkert upp, og hafa menn velt um vöngum síðan. Tíndar hafa verið tU Ukleg- ar ástæður eins og feimni við að leika of mikið af eigin tónUst á sama kvöldi, fjár- hagsleg útsjónarsemi - eða hreinlega löngun tU að gera „at" í fagurkerum, fræðimönnum og Öllu heila klabbinu. En hví ekki bæta 4. tilgátu við: Kreisler kunni - eða öUu heldur langaði - ekkert að semja nútímatónlist! I faðmi fortíðar gat hin bullandi lagræna æð hans og sér- stæði hæfileUd tíl að Ufa sig inn í Uðinn stU fengið að blómstra óáreitt undir dul- nefni. Og með ekki Utlum árangri, því lög- in 19 á þessum diski, sem ná yfir kunn- asta hlutann af aUs í kringum 100, riðu þvflíkum húsum í tónleikasölum og á glymskröttum aUt fram á miðja þessa öld, að jafna má við vinsældir þolnustu sí- grænu slagara Broadways og Leroys Andersons. TónUstarsmekkur almennings hefur óhjákvæmUega breyzt frá því sem áður var, og sum númer Kreislers þykja nú jaðra við væmni eða bera á annan hátt aldurinn miður, eins og oft vUl verða um tónUst sem fangar anda tímans annarri betur. Vitanlega einkum í slökum flutn- ingi. En hvað sem því Uður, þá hefði Kreisler gamla varla áskotnazt skörulegri skjaldsveinn í dag en Joshua BeU frá Bloomington í Indíönuríki, sem undir handleiðslu Josefs heitins Gingolds hefur ratað alla leið upp í heimsúrval stórfiðlara - enn vart kominn á fertugsaldur. Eitt af því skemmtilega við spUa- ' mennsku Bells er, að hún tengir fortíð við nútíð. PUtur leikur að mörgu leyti eins og fiðlarakynslóð Heifetzs og Menuhins, en temprar saman við nútímasmekk. Tónn hans er svalari og víbratóminni, „bibUu- rúbatóin" í nánd við fingurbrjóta eru færri og tempóið almennt stöðugra, inn- tónunin hvarvetna upp á hundrað, boga- tæknin aukahljóðalaus, o.s.frv. En eitt minnu- þó óneitanlega á Heifetz: sérk- ennUegt lag beggja á að gera „dyggð úr nauðsyn" á augabragði. Eins og þegar eitthvað, sem hjá öðrum yrði upphaf feUn- ótu, verður í staðinn að heUlandi örtil- brigði. En fyrst og fremst má hér heyra hreint útrúlega þroskaða túlkun, sem helmingi eldri og reyndari spUarar væru fuUsæmd- ir af. Maður hefur svosem áður heyrt dæmi um bráðþroska í seinni tíð, en BeU slær flestum við. Það sem öUu skiptir er, að hvergi skuli virtúósinn skyggja á miðl- arann. Tónlistin fær að blífa - í fjaður- mögnuðum meðleik Pauls Cokers á píanó, sem oftast nær góðu jafnvægi við fiðluna, þótt framar sé í upptökunni en Heifetz hefði kunnað við. Ríkarður Ö. Pálsson k LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 20. NÓVEMBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.