Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGIJNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 47. TÖLUBIAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Otto von Bismarck er einn víðfrægasti stjórnmálamaður 19. al- dar í Evrópu og eru nú liðlega 100 ár frá láti hans. Bismarck var nefndur járnkans- larinn; hann sameinaði Þýzkaland og kom á jafnvægi milli stórveldanna, en missti völd- in þegar hann lenti í heiftarlegum úti- stöðum við Vilhjálm II Þýzkalandskeisara. Um Bismarck skrifar Siglaugur Brynleifs- son. nefnist sýning sem nú stendur í Moderna Museet í Stokkliólmi. Þar gefur að líta verk 140 listamanna frá 22 fyrrum kommúnista- ríkjum A-Evrópu. Inga Bima Einarsdóttir skoðaði sýninguna, þar sem lögð er áhcrzla á verk ungu kynslóðarinnar. Gullöld rússneskrar skáldsögu er til umíjöllunar í grein Arna Bergmanns um Alexander Pús- hkín sem fæddist fyrir 200 ámm og er eitt af þjóðskáldum Rússa. Hann var hið snjalla skáld sem kemur fram á réttum tima, segir Arni í grein sinni. I heila öld fyrir daga Pús- hkíns reyndu Rússar að yrkja á evrópska vísu, en Púshkín leysti þá undan oki er- lendra fyrirmynda. Hallgrímskirkja liefur fengið nýjan, steindan glugga yfir að- aldyram, en höfundur hans er Leifur Breið- fjörð. Þessi gluggi er óvenjulegur í þá vem að myndirnar í honum munu sjást á löngu færi því sterkum ljósköstumm verður beint á gluggann að innanverðu eftir að rökkva tekur. I grein á bls. 8-9 er glugganum lýst nánar svo og myndum Leifs við Opinbemn- arbókina sem út er gefin með viðhöfn. FORSÍÐUMYNDIN sýnir nýja, steinda gluggann yfir dyrum Hallgrímskirkju eins og hann lítur út utanfrá eftir að dimma tekur. Ljósm.Morgunblaðið/Kristinn. GUÐMUNDUR KAMBAN JÓLLEYSINGI -BROT- Égerjóllausmaðuv, japla á tappakork, engan þarf ég hnífínn og engan þarf ég fork, gengí hvítri birtu á Broadway í New York. Skáldið situr inni snöggklæddur við ljós, syngur um þann ræfíl, sem fann í skarni dós, raðar hungurhrópum í stuðlabásafjós. í kh-kjum þínum, Kristur, kurteisin er stór, einn erlátinn byrja til ávarps faðir vór, -íallsnægtum um daglegt brauð menn biðja þigí kór. Pað storkar mínum anda sem harka eyðihjarns, það storkar mínum anda sem möskvar veiðigarns, það fer ígegnum hjartað sem grátur misþyrmds barns. Ég geng niður að höfninni, - hál er hlein sem gler. Kalt er, sjór, að hugsa til að samlagast þér. Skyldu vera marhnútar á botninum hér? Guðmundur Kamban, 1888-1945, var leikrita- og skáldsagnahöfundur, sem um tíma bjó í New York, en lengi í Danmörku þar sem hann var myrtur f stríðs- lok. Þekktastur er hann fyrir leikrit sín, Skálholt og Vér morðingjar. UNZSEKT ER SÖNNUÐ RABB FYRIR nokkrum árum var hart deilt um svonefnt biskupsmál. Biskup landsins var borinn þungun sökum og margir héldu því fram að honum bæri að segja af sér embætti vegna þeirra ásakana. Lögmenn héldu uppi harðri málsvörn fyrir biskup og klifuðu mjög á því að sak- bomingur teldist saklaus unz sekt væri sönnuð. Af þeirri reglu drógu þeir þá álykt- un að rangt væri að krefjast uppsagnar biskupsins, því að það jafngilti sakfellingu. Með því að segja af sér væri biskup líka að gangast við sekt sinni. Ég er ósammála þeirri þröngu lagahugs- un sem hér birtist. Reglan um að hver mað- ur skuli teljast vera saklaus unz sekt er sönnuð (ég kalla hana ,,sakleysisregluna“) er vissulega þýðingarmikil bæði frá lagalegu og siðferðilegu sjónarmiði. En mérvirðist hún ekki vera fullnægjandi röksemd fyrir því að embættismaður, sem gegnir mikil- vægu trúnaðarstarfi í umboði almennings, segi ekki af sér sé hann borinn þungum rökstuddum sökum. I slíkum tilvikum er fullur trúnaður forsenda þess að viðkomandi geti gegnt starfi sínu með viðhlítandi hætti. Oft heyrist í erlendum fréttum af stjóm- málamönnum sem segja af sér þegar í stað ef klúður eða saknæmt athæfi hefur orðið í málaflokki sem þeir bera ábyrgð á, jafnvel þótt þeir séu ekki beinlínis sjálfii- ásakaðir um misferli. Þá axla menn pólitíska ábyi-gð eins og það heitir. Hérlendis hanga menn eins og hundar á roði í embættum sínum með málsvörn sakamannsins að yfirskini. Hver maður skal teljast vera saklaus unz sekt er sönnuð og er þá bæði pólitísk ábyrgð og trúnaðartraust almennings virt að vett- ugi; A síðustu vikum hefur annað mál valdið úlfaþyt í samfélaginu og nú er það prófessor en ekki biskup sem á í hlut. í þetta sinn er um dómsmál að ræða og var ákærði sýknað- ur af þremur af fimm dómurum hæstarétt- ar, eftir að hafa verið sekur fundinn af öllum dómurum nema einum í undirrétti. „Dóm- stóll götunnar" hefur líka fellt sinn sektar- dóm og byggir þar á málsgögnum sem opin- ber aðgangur er að. Sami lögmaður og hamraði á sakleysisreglunni í biskupsmálinu tjáir sig nú títt í fjölmiðlum og hampar þeirri sömu reglu. „Saklaus uns sekt er sönnuð" er til dæmis yfirskrift á nýlegin Morgunblaðsgrein (8.11.1999) eftir hann. Það hefur einkennt málflutning lögmannsins að hann leggur að jöfnu sýkn og sakleysi í málinu. Þetta er skiljanlegt frá lögfræðilegu sjónarmiði. En lögmaðurinn talar jafnan um sakleysisregluna líka sem siðferðisreglu sem ætti að gilda í samskipt- um manna á milli. Vissulega er hér um þungvæga siðareglu að ræða, en málið er miklu flóknara í siðferðilegu tilliti en því lagalega. I siðferðisefnum er hún náskyld kröfunni um gagnrýna hugsun, að láta ekki sannfærast án þess að hafa traust rök fyrir afstöðu sinni. En mælikvarðinn á traust rök einskorðast ekki við sannanir í dómsmáli. Fólk getur haft margvísleg rök íyrir því að efast um sakleysi tiltekins manns þótt hann hafi fengið sýknudóm vegna skorts á sönn- unum. Það getur líka haft réttmætar efa- semdir um að leiðimar sem notaðar vom til að draga sönnunargögnin í efa séu trúverð- ugar. Það er til dæmis heldur fáfengilegt sérfræðingsálit þess efnis að ekki sé hægt að útiloka að hálshnykkur orsaki upplognar sakir. Eðli málsins samkvæmt er það fræði- lega hugsanlegt, en hlýtur að teljast ósenni- legt og vera því haldlítil rök í máli af þessu tagi. Ef þetta er dæmi um sönnunarbyrði í dómsmálum er Hæstiréttur ekki mikið bet- ur settur en dómstóll götunnar. Margoft hefur komið fram í umræðum síðustu vikna að mjög erfitt er að færa sönn- ur á að ákærur í kynferðisafbrotamálum séu réttar. En það er örugglega ekkert einfalt mál heldur að meta það hvað geti talizt vera sannanir og hvað ekki í málum af þessu tagi. Verjandi sakbomingsins í umræddu máli lætur hins vegar eins og svo sé. Af orðum hans má ráða að sakfelling í málinu hefði verið glæpur gegn réttarríkinu. Samt var meirihluti dómaranna sem að þessu máli kom annarrar skoðunar. Lögmaðurinn hef- ur heldur ekki vandað þeim kveðjurnar. I fjölmörgum ummælum hans í kjölfar máls- ins, þar sem hann heldur uppi mikilvægum vömum fyrir réttarríkið, er hann með al- varlegar aðdróttanii- í garð þessara dómara. Hann sakar þá um að hafa gengið á svig við grundvallarreglur réttarríkisins og að hafa látið undan pressu samfélagsins um sakfell- ingu. Sjálfur hafi hann, aftur á móti, ásamt þeim dómm-um sem sýknuðu manninn af ákæmnni, uppfyllt kröfur réttarríkisins og tekið skyldur sínar og réttindi sakamanns- ins alvarlega. Þetta em þung orð og ég trúi vart öðm en að Lögmannafélagið eigi eftir að áminna þennan félagsmann. I siðareglum Lög- mannafélags íslands segir (18. grein) að lög- maður skulu „sýna dómstólum fulla tillits- semi og virðingu í ræðu, riti og framkomu" og (25. grein) að lögmaður skuli forðast að valda starfsfélaga sínum álitsspjöllum. Em það ekki umtalsverð álitsspjöll ef lögmaður- inn fær almenning til að trúa því að dómar- amir hafi bragðizt framskyldum sínum? Ráða má af málflutningi lögmannsins að í al- varlegum og erfiðum sakamálum á borð við það sem hér um ræðir þurfi dómarar ekki að kljást við torráðin matsatriði og komast að niðurstöðu samkvæmt því sem þeir vita sannast eftir lögum landsins og samvizku sinni. í hans huga virðast málin vera klippt og skorin og þeir sem eru honum ósammála eigi ekkert erindi í réttarsal. Dómarar í Hæstarétti fá hjá lögmanninum sömu með- ferð og dómarar götunnai’ fyi-h’ það eitt að meta málsatvik á annan veg en hann gerir. Ég held að afstaða af þessu tagi, sem gerir alla rökræðu óþarfa, sé líklegri til að grafa undan réttaiTÍkinu en þau atriði sem lög- maðurinn hefur gert að umtalsefni í fjölmiðlum. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.