Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 19
Yngve Gasov-Romdal og Ruth Brauer í hlutverkum sínum. Ljósmynd/Oliver Hermann Yngve Gasov-Romdal og Alma Hasun í hlutverkum sínum. HEIMSFRUMSYNINGA SÖNGLEIKNUM MOZART Theater an der Wien frumsýndi söngleikinn Mozart 2. október. sl., sem er jafnframt f/rsta sýning þessa verks í heiminum, sem vel fer ó með tilliti til uppruna þ essa snillings. HARALDUR JÓHANNSSON segirfrá. TAL- og söngtexta samdi Michael Kunze, hann segist hafa leitast við í textagerð að hafa söguna eins mikið sögu Mozarts eins og unnt hafi verið og styðst við bréf tónskáldsins. Þau sýna augljóslega spilaástríðu hans, marg- slungið, hástemmt tilfinningalíf og óstýrilæti. Kunze gerir sér far um að sýna persónuna Mozart sem manneskju og snilling og leggui' áherelu á erfiðleika þess að verða fullvaxta. Tónlistina skiifai' Sylvester Leavy, þessir tveir sömu menn sömdu einnig texta og tónlist söngleiksins Elisabeth, sem er byggur á ævi óhamingjusamrar keisaraynju, konu Franz Josefs keisara, en hennar ævi líkja sumir við líf og örlög Díönu prinsessu. Þessi söngleikur var líka írumsýndur í Theater an der Wien og sýndur þar árum saman, en hann hefur einnig verið færður upp í Þýskalandi og Japan. Áhorfendm- teljast nú alls á þriðju milljón manns. Tónlistin sem Leavy skrifar er í hæsta máta óskyld þeirri sem Mozart samdi, þessi er há- vær og fyrirferðarmikil í skyldleika við popp- tónlist nútímans, enda ekki öllum að skapi. En á annan tug fjölskrúðugra risahópsena bæta nokkuð þar úr og stundum alvarlegir árekstr- ar tónskáldsins við tilveruna milli gáskafullra uppákoma halda manni föngnum. Titil- og aðalhlutverkið er í höndum Yngve Gasov-Romdal, sem er Norðmaður og á að baki litskrúðugan söngleikjaferil í heimalandi sínuogvíðar. Mozart sem ungling leikur 12 ára drengur, hann fylgir manninum Mozart hvert fótmál og skrifar niður tónlistina á meðan snillingurinn lifir sínu lífi, unglingurinn gætir einnig fjár- hirslu tónsmiðsins, lítillar öskju sem oftast er tóm. A yfirborðinu eru búningar líkir þeim sem í tísku voru á tímum Mozarts en sér í lagi klæði karlmanna eru afar frjálsleg, tónskáldinu leyf- ist t.d. að skella sér í gallabuxur í sumum at- riðum. I hópsenum eru hinsvegar leikarar klæddir ýktum 18. aldar klæðnaði, konur með upp undir metra háar hárkollur, það eru mikl- ar skrautsýningar. Þessi frumsýning var að sjálfsögðu eftiis^ tektarverður viðburður og þeim sem þetta^ skrifar kæmi ekki á óvart að þessi söngleikur ætti eftir að fara sigurför um veröldina og að auki verða sýndur í Vín mörg, mörg ókomin ár. ÞJÓÐBÚN- INGASÝN- ING í RÁÐ- HÚSINU HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG íslands og Þjóðdansafélag Reykjavíkur kynna þjóðbún- inga í Ráðhúsi Reykjavíkur, á morgun, sunnudag, kl. 14. Dóra Jónsdóttir gullsmiður og fulltrúi úr Þjóðbúninganefnd sér um leið- sögn. Sýndir verða 19. aldar og 20. aldar upp- hlutir, peysuföt, faldbúningar og kirtlar. Þá verður einnig sýndur skautbúningur og hvernig er skautað. Þá verður starfsemi Heimilisiðnaðarskólans og þjónustudeildar Heimilisiðnaðarfélagsins kynnt. Kennarar og nemendur sýna hvernig er baldýrað, kniplað og orkerað. Gestir eru hvattir til að mæta í þjóðbún- ingum. AÐVENTUSÝNING í LISTASAFNIÍSLANDS AÐVENTUDAGSKRÁ verður í Lista- safns íslands á morgun, sunnudag, með opnun sýningarinnar Móðir og barn sem verður umgjörð listsmiðju barna í sal 5. Á sýningunni verða málverk og högg- myndir úr eigu safnsins, alls sjö verk sem tengjast þema sýningarinnar. Jóla- kortasmiðju verður á vinnustofu barna frá kl. 13-16, alla sunnudaga fram að jólum. Sýningunni lýkur 21. desember. Safn- ið er opið daglega frá kl. 11-17. Lokað mánudaga. TRÍÓ REYKJAVÍKUR í HAFNARBORG BACH OG COUPERIN VIÐ KERTAUÓS AÐRIR tónleikarnir í tónleikaröð þessa vetr- ar hjá Tríói Reykjavík- ur og Hafnarborg verða haldnir við kertaljós í Hafnarborg, menningar- og listast- ofnun Hafnarfjarðar, á morgun, fyrsta sunnu- dag í aðventu, kl. 20. Sú breyting hefur orðið á áður auglýstri efnisskrá að í stað franskrar tónlistar eft- ir Fauré, Chausson og Franck verða lcikin barokkverk eftir Frangois Couperin og Johann Sebastian Bach. Flytjendur á tónleik- unum verða þeir Peter Máté píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleik- Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Peter Máté og Gunnar Kvaran leika á tónieikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg annað kvöld. Fyrst á efnisskránni eru Konsertstykki fyrir selló og píanó eftir franska tón- skáldið Couperin, en síðan verða leiknar tvær af einleikssvítum Bachs, nr. 1 í G- dúr og nr. 2 í d-moll. „Konsertstykki fyrir selló og píanó eft- ir Couperin eru upphaflega samin fyrir gömbu en sellóleikarinn Paul Baselaire, sem í mörg ár var prófessor í sellóieik við Tónlistarháskólann í París, umritaði þau fyrir selló og píanó og einnig fyrir selló og strengjasveit,. Þessi konsertstykki hafa náð mikluin vinsældum og eru alloft á efnisskrám sellólcikara víða um heim. Einleikssvítur Bachs fyrir selló sem samdar eru í kringum 1720 þegar Bach var í þjónustu kjörfurstans í Cöthen í Þýskalandi, eru tvimælalaust höfuðdjásn- ið í tónbókmenntum fyrir einleiksselló. Þessi einstæðu verk sem sellóleikarinn frægi Pablo Casals uppgötvaði fyrir til- viljun árið 1888 eru enn í dag hverjum sellóleikara mikil áskorun, enda gera svíturnar mjög miklar kröfur til flytjand- . ans,“ segir í fréttatilkynningu frá Tríói Reykjavíkur. Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni á nýju ári verða 30. janúar, en þá munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Philip Jenkins píanóleikari m.a. leika Kreutzersónötu Beethovens. % LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.