Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 17
MATTUR ORÐANNA Finnlands-sænska skáldið Lars Huldén ætti að vera mörgum kunnur hér á landi. Hann hefur oft komið til Islands, síðast í vikunni til að flytja fyrirlestur um Kalevala í Norræna húsinu. HRAFNHILDUR HAGA- LÍN ræddi við Huldén. FINNLANDS-sænska skáldið Lars var gerður að heiðursdokt- or við Háskóla íslands árið 1996, og árið 1997 kom út úrval ljóða hans í þýðingu Njarðar P. Njarðvík sem bar titilinn „Ekki algerlega einn“. Huldén, sem nú er orðinn 73 ára, á að baki lang- an rihöfundarferil. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, og fræðibækur auk fjölmargra þýð- inga og ekkert skáld hefur ort fleiri ljóð um Esjuna en hann. Huldén kom í enn eina heim- sókn sína til Islands fyrir skemmstu og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu um nýja sænska þýðingu sína á finnska þjóðkvæðinu Kalevala en í ár eru einmitt 150 ár liðin frá ritun þess. Þýðinguna vann Huldén með syni sínum, Mats Huldén, og hefur hún fengið lofsamlega dóma í sænskum og finnskum fjölmiðlum. „Afsakaðu," segir Lars Huldén þegar ég hitti hann á kaffiteríunni í Norræna húsinu. „Eg vona að þú látir hádegisverðinn minn ekki trufla viðtalið." Hann situr við borð úti við gluggann, snæðir rækjusalat og drekkur mjólk með og það vekur furðu mína að hann skuli snúa baki í Esjuna. Eg spyi’ þó ekki nán- ar út í það enda okkur fremur ætlað að ræða um þýðinguna á Kalevala en skáldskap hans. I fyrirlestri sínum í Norræna húsinu kom Huldén meðal annars inn á mikilvægi Kalev- ala fyrir finnska tungu og menningu. Ég byrja á að biðja hann um að skýra þetta nán- ar og skáldið lítur snöggvast upp frá mat sín- um. Hann talar skýrt á fagurri finnlands- sænsku og lítur út fyrir að vera tíu árum yngri en hann er. „Kalevala var og er mjög þýðingarmikið fyrir Finna. Það má eiginlega segja að það sé nokkurs konar hornsteinn finnskrar tungu. Það var mjög mikilvægt fyr- ir finnsku þjóðina að bókmenntaverk í þess- um gæðaflokki skyldi koma fram á þessum tímapunkti en það var Elías Lönnrot sem safnaði kvæðunum saman og steypti í einn bálk. „Gamla Kalevala" kom út árið 1835 en það hafði einungis að geyma 32 ljóð en svo var kvæðið endurútgefið árið 1849 og þá í sinni endanlegu mynd með 50 ljóðum og var þá nefnt „Nýja Kalevala". Kvæðið skipti sköpum fyrir finnska tungumálið og finnska þjóðern- iskennd. í því fólst sönnun þess að finnskan gæti verið skáldlegt og ríkt bókmál og eftir að verkið kom út breiddist hún út sem ritmál. Aður hafði sænska verið aðalbókmenntamál landsins.“ Kvæðið sver sig í ætt við söguljóð á borð við Ilíons- og Ódysseifskviðu og Söng Ról- ands. Það er hins vegar ekki hetjukvæði í sama skilningi og þau fyi'rnefndu heldur þjóðkvæði bændasamfélags á sama hátt og Eddukvæði. Skyldi Kalevala eiga eitthvað sameiginlegt með íslenskum fornbókmennt- um? „Já, það er eitt og annað sem er líkt... Þó að kvæðið hafi ekki verið fært í letur fyrr en 1849 teljast Ijóðin samt til miðaldabók- mennta, menn höfðu farið með þau og sungið til sveita í margar aldir. Bragarhátturinn í Kalevala er á margan hátt líkur sumum göml- um íslenskum bragarháttum og umfjöllunar- efnunum svipar oft saman ... Nú og svo eru það auðvitaðpersónumar ... Ein aðalpersóna Kalevala, Lemminkainen, minnir til dæmis um margt á Loka ...“ Nú eru til þrjár sænskar þýðingar á Kalev- ala, þar af ein frá 1950. Hvers vegna er verið að þýða verkið upp á nýtt? „Þýðing Björns Colianders frá 1950 er mjög góð klassísk þýðing en hún er orðin fimmtíu ára gömul. Tungumálið hefur breyst mikið á þessum árum. Það var kominn tími til að gera nýja þýðingu á verkinu. Coliander var mállýskusérfræðingur og safnaði göml- um sérkennilegum orðum sem hann notaði í þýðingu sína. Mörg þessara orða skilja fáir í dag. Hann er með langan orðaskýringarlista í lok bókarinnar sem menn þurfa að fletta upp í til að geta skilið samhengið. Yið erum ekki með neinn slíkan lista og þýðingin okkar því mun aðgengilegri fyrir nútímalesendur þó að hún sé í ljóðum. Aðalástæðan var samt sú að sænskan hefur breyst töluvert. Við erum til dæmis búnir að leggja af fleirtöluendingar á sögnum sem notaðar voru á þessum tíma og margt í þeim dúr sem kemur fólki spánskt fyrirsjónirí dag..." Huldén vonast til þess að þýðingin komi til með að auka áhuga fólks á að lesa Kalevala- kvæðið. Hann kveðst þegar hafa heyrt frá fólki sem fengið hefur þýðinguna í hendur að það hafi varla getað lagt bókina frá sér heldur lesið hana í einum rykk, kvæðið hafí því þótt svo spennandi. „Þetta sýnir það að þó svo að við höfum haldið í bragarháttinn þá er málið á þýðingunni það aðgengilegt að frásögnin nær að fljóta áfram hindrunarlaust... Það var ein- mitt eitt aðaltakmark okkar...“ Þegai’ Islendingasögurnar voru færðar í nútímabúning á sínum tíma vora ekki allir á eitt sáttir. Hefur nútímalegri þýðing á Kalev- ala ekkert verið gagm-ýnd í Finnlandi? „Ef ég hefði verið að skrifa á finnsku má vera að einhverjir hefðu hreyft mótmælum en þetta er náttúrulega þýðing og þá er maður frjálsari. Bretarnir eru til dæmis ekki hrifnir af því að hróflað sé við Shakespeare en svo eru gerðar nýjar og nýjar þýðingar á hon- um ...“ Finnska framútgáfan hefur þá ekki verið færð í nútímabúning? „Jú, það var að koma út finnsk nútímaút- gáfa af Kalevala gerð af ljóðskáldinu Kaj Nieminen. Hún er í óbundnu máli og á nú- tímafinnsku. En það er ekki litið á hana sem „alvöra Kalevala", heldur nokkurs konar endursögn. Kalevala er sögukvæði og fjallar um guði og menn. Höfuðhetjurnar era afar skrautleg- ir persónuleikar, fjölkunnugir vitringar gæddir vísdómi og töfrakunnáttu eins og „Vainamöinen" eða kærulausir og ofstopa- fullir ævintýramenn á borð við „Lemminkain- en“ sem er eins konar Don Juan norðursins." Má lesa eitthvað út úr persónum Kalevala um Finna og finnsku þjóðarsálina? Lars Huldén hlær. „Ég veit það ekki... Ég held nú ekki... Og þó - Ætli þeir myndu þá ekkieinnahelstlíkjast Lemminkainen ..." Huldén vann þýðinguna með syni sínum, Mats. Þegar komið var að máli við skáldið og hann beðinn fyrir verkefnið kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að vinna verkið einn á þeim tveim áram sem hann hafði til stefnu. Hann fékk því son sinn til liðs við sig en hann er rokktónlistarmaður og þýðandi og hefur þýtt margar bækur. „Við höfðum áður unnið sam- an'að því að þýða, meðal annars þýtt „Óþelló“ eftir Shakespeare. Þá þýddi ég þrjá þætti en hann tvo og ég held ekki að nokkur lifandi maður hafi getað séð hvor okkar þýddi hvað. Hann er auðvitað heilli kynslóð yngi-i en ég en við höfum samt mjög líkan stíl... Við unnum Kalevala á svipaðan hátt, hvor fyrir sig. Ég þýddi þrjátíu og fimm ljóð en hann fimmtán en alls er kvæðið fimmtíu ljóð. Þegar ég hafði lokið mínu sendi ég það til hans og öfugt. Við ræddum dálítið saman en ekki mikið.“ Og heldurðu að ekki verði hægt að sjá hvor þýddi hvað? „Ég vona ekki en það er erfitt að segja ... Hann hefur kannski örlítið nútímalegri frá- sagnarmáta, en ég held ekki að það komi að sök.“ Meðal helstu þýðinga Huldéns era „Rík- harður þriðji“, „Oþelló" og „Kaupmaðurinn í Feneyjum" eftir Shakespeare auk þess sem hann hefur þýtt fjölda finnskra verka. Hann segist hafa það fyrir reglu að lesa ekki verkin sem hann er að fara að þýða áður en hann byrjai'. „Ég opna bara bókina og byrja á fyi-stu setningunni og þeld svo áfram, það er langmest spennandi. Ég gerði einu sinni nú- tímalega þýðingu á kómedíu efth’ Moliere, L’Étourdi heitir hún. Verkið hafði ekki áður verið þýtt á sænsku og ég hafði ekki lesið það áður en ég byrjaði að þýða það. Og það var svo spennandi að ég gat varla lagt það frá mér. Ég byrjaði bara á byrjuninni og vissi aldrei hvað kom næst... Ég sat við í tíu vikur og skemmti mér konunglega. Þannig komst ég upp á bragðið með að vinna með þessum hætti..." Er þýðingarvinnan mikilvæg fyrir þig sem skáld? „Já. Ef ég fæ borgað fyrir hana,“ segir hann og skellir upp úr. Þessu er þá svipað farið hjá ykkur og hjá okkur. „Ég ætla ekki að segja þér hvað ég fékk greitt fyrir þýðinguna á Kalevala.“ Eru þýðendur þá ekki metnir að verðleik- um í Finnlandi? „Það fer kannski svolítið eftir því hvað maður þýðir ... Ef það er Biblían eða Kalev- ala er nú kannski litið á það sem eitthvað mik- ilvægt... En ef um er að ræða venjuleg verk þá er það önnur saga. Það er ekki mjög al- gengt að rithöfundar séu líka að þýða í Finn- landi, þeir vilja ekki binda sig við það, finnst það sjálfsagt ekki svara kostnaði. Og svo er oft erfitt að blanda þessu saman. Ég fyrir mitt leyti hef eiginlega ekkert getað skrifað meðan ég hef verið að þýða Kalevala. Það er svo ólíkt að þýða og að skrifa sjálfur. í raun- inni er það alveg tvennt ólíkt. Ég vinn á allt öðram hraða þegar ég þýði, ég hef ég ekki þá þolinmæði sem nauðsynleg er til að geta skapað, til að bíða eftir hugmyndunum ... Maður þarf að vera latur til að skrifa. Maður þarf að hafa ótrúlega þolinmæði... Ljóðskáld þurfaað veralöt..." Kalevala hefur oi’ðið mörgum listamönnum innblástur. Þekkt er til dæmis „Kalevala- svíta“ Jeans Sibelíusar og margir málarar hafa gert atburði kvæðisins að efnivið sínum. Og enn virðast ungir finnskir listamenn sækja sér innblástur í þetta gamla þjóðkvæði en sýningin á finnskri samtímalist sem prýðir kjallai-a Norræna hússins er vitni um það. Ég spyr Huldén hvort Kalevala hafi verið kveikja fyi’ir hann að ljóðum eða öðrum skáldskap. „Ég hef stöku sinnum notað bragarhátt Kale- vala í styttri ljóð en ekki skrifað mikið út frá efni kvæðisins. Ég held að kvæðið hafi haft meiri áhrif á tónskáld og málara en rithöf- unda. Og eins og ég sagði áðan þá hef ég næstum ekkert getað skrifað meðan ég var að þýða verkið...“ Þú ert þá feginn að þvíer lokið? „Já, nú er ég frjáls ... Ég er mjög glaður að vera búinn að ljúka þessu verki. Mér fannsf auðvitað mjög gaman og spennandi að vinna það ...en ég er dálítið þreyttur núna ... Það gleður mig mikið að dómamir bæði í Svíþjóð og Finnlandi hafa verið mjög góðir. Það er alltaf uppörvandi." Ég hef heyrt að þú lesir íslensku. Hefurðu lesið íslensku þýðinguna á Kalevala? „Já, ég get lesið íslensku en ég er ekki búinn að lesa íslensku þýðinguna ... Ég var með hana milli handa í gær ... Ég á ábyggi- lega eftir að lesa hana seinna ...“ Og hvað er svo framundan hjá þér núna? „Ja ...það er nú það ... Ég er að ljúka við stórt fræðirit sem ég ætla að reyna að koma frá mér fyrir jól. Og svo er ég með pöntun um að skrifa „líbrettó" við óperu eftir Lars Carl- son. Ég er líka með bók með frásögnum í smíðum. Og ekki má gleyma bókinni mtvi verkum Runebergs sem ég var fyrir lifandis löngu búinn að lofa að skýra ..." Þú ætlar sem sagt ekki að leyfa þér að vera mjög latur á næstunni? „Ja, það er nú það... ég hef nóg að gera..." Um leið og ég kveð þennan kraftmikla rúmlega sjötíu ára gamla mann rifja ég upp lokaorðin í fyrirlestri hans þar sem hann út- skýrði fyrir fullum sal af fólki hverja hann teldi vera aðalástæðuna fyrir því að Kalevala- kvæðið hefur notið þeirrar hylli lesenda í gegnum tíðina sem raun ber vitni: „Ég held að sífelldur áhugi fólks á því að lesa kvæðið eigi sér skýringu í ótakmörkuðu og ótrúleg’a frjóu hugmyndaflugi þess og þeirri trú á orð sem lesa má milli línanna, trúnni á að orðin geti verið áhrifamikið og sterkt afl í veröld- inni. Og það er kannski það mikilvægasta sem Kalevala getur kennt okkur öllum í dag: Að hafa trú á orðinu." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.