Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 10
LISTAKAUP- STEFNUR EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON Listakaupstefnum hefur vaxið fiskur um hrygg í hinum stærri borgum heimsins og eru sölu- og aðsóknarmetárlegur viðburður. ÞAÐ sem á ensku er nefnt, Art Fair, þýsku Kunstmesse og frönsku, FIAC, sem er heppi- leg skammstöfun á orðarun- unni, Foire Internationale d’Art Contemporain, en ís- lenzku einfaldlega Listakaup- stefna, þekkja hérlendir lítið til. Raunar og til skamms tíma allir Norður- landabúar, en a.m.k. Danir hafa tekið hug- myndina upp, í minni útgáfu þó. En eins og lesa má úr orðinu, er um að ræða staðbundinn og um leið alþjóðlegan markað listhúsa. Fyr- irbærinu hefur í þeim mæli vaxið fískur um hrygg í hinum stærri borgum heimsins á und- anförnum áratugum og árum að með ólíkind- um má telja, eru hér á einum stað tO sýnis úr- val verka helstu skjólstæðinga heimsþekktra listhúsa. Pannig er um alveg sérstakan fram- níng að ræða er nýtur sívaxandi hylli ásamt því að sölu og aðsóknarmet eru nær árviss viðburður. Er svo er komið eru hin- ar helstu kaupstefnur fastir viðkomustaðir þeirra sem fylgjast vilja með í heimslist- inni, um leið vekja þær I elnu horninu stóð ég skyndilega fyrir framan þessa sjálfsmynd eftir surrealistann nafnkennda frá Belgíu, Réne Magritte. sífellt meiri athygli fjölmiðla. Fyrir rúmu ári var ég svo gæfusamur að ná í skottið á FIAC, þá nýkominn til dvalar í París, og fékk þá bakteríuna í æð eins og lax- veiði- og golfáhugamenn nefna það. Og í ljósi allra stórviðburðanna sem ég hef pælt í um dagana, telst með ólíkindum að þetta skyldi vera fyrsta stóra listakaupstefnan er ég skoð- aði. En þær eru dreifðar og standa stutt, mesta lagi viku, þannig að tilviljun ræður hvort maður hittir á þær, nokkuð fyrirtæki og langt að fara héðan af útskerinu. Hafði þó fylgst með þeim úr fjarlægð og með sívaxandi áhuga lesið um þær, sendi meira að segja dóttur mína sem dvaldi í París, níu árum áður á FIAC, bæði til að skoða og kaupa fyrir mig doðrantinn af sýningarskrá. Frá heimsókn minni sagði ég í Lesbók í fyrra og hermi hér aftur af framkvæmd- inni í ár, og í næstu Lesbók frá Art For- um í Berlín. Hagaði utanför þannig, að ég hefði rúman tíma á þeim báðum, en tíu dagar voru á milli þeirra, næði um leið að helstu stórvið- burði ársins í London, París, Berlín og Frankfurt. Hér bættist svo Brússel óvænt við, en því miður missti ég hárfínt af seinni hluta stórsýn- ingarinnar, Ris og fall módernismans á tuttugustu öld, í Mehrzweckhalle í Weimar, en er með góðar heimildir í far- teskinu og að auk vel inni í hlutunum svo kannski vík ég eitthvað að henni líka í framhaldinu. Firnamikil uppstokkun er á hlutunum beggja vegna Atlantsála I nú í aldarlok og rétt að lesendur blaðs- ins fái rétt nasjón af henni. Greinar- flokkur minn er þannig liður í því að j kynna lesendum sumt það markverð- ara sem er og var að gerast á sýninga- vettvangi Evrópu í ár, svo menn fái sem gleggsta mynd af nútíð sem fortíð. Gera það á sem hlutlægastan og grein- arbestan hátt, því lesandans er að njóta hafna og meðtaka. Finnst lag í honum miðjum að herma af þessum tveim stóru kaupstefnum, þar sem einhæf forsjárhyggja bendiprika var víðs fjarri en stílum og stefnum ægði saman. Skoðaði ég FIAC, sem er mun grón- ari og hefðbundnari stofnun en Art For- um, upp til agna á þrem dagstundum, því mér lék mikil forvitni að kynna mér hvernig hlutirnir færu fram. Þótti fróð- legt að uppgötva að þar voru menn með kunnuglega markaðssetningu og brellur sem víða viðgangast á einka- og samsýn- ingum á norðlægari breiddargráðum, að mörgum öðrum viðbættum. Menn leggja vitaskuld mikið á sig til að halda fram sínum hlut, og hér er kjörið tæki- færi til að kynnast listhúsaeigendum frá öllum heimshornum, þeir flestir við- ræðufúsir og reiðubúnir til til að koma á móts við skoðandann sýni hann áhuga. I báðum greinunum mun ég fyrst og fremst styðjast við sem fjölþættast úrval ljósmynda ásamt skýringartextum, en valið erfitt í ljósi hinna risavöxnu framkvæmda, þúsúnda listaverka. En takist að vekja forvitni og áhuga fólks er stigið skref í rétta átt. Suður-Ameríka var J sviðsljósinu í ár og hér getur ad líta dæmi um málaralist frá Chile: Gonzalo Cier var strax kominn við hlið myndarinnar. Foldgnáar konur eftir Fernando Botero, Kólumbíu, beinleit fljóð og brúnaþungir halir. Skúlptúrar hins nafn- kennda Fernando Botero frá Kólumbíu vöktu ekki síður athygli en málverk- in, í bakgrunni sér í mál- verk eftir hinn aldna Alex Katz, sem er einn hinna nafnkenndari vestan hafs og mjög er haldiö fram um þessar mundir. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.