Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 7
EgO: Stefan Lindfors/Arabia. Kuukuna: Vesa Damski/Raket Skóhirslur: Harri Koskinen/Raket Globlow: Vesa Hinkola, Markus Nevalainen og Rana Vaskivuori/Snowcrash. Lampar: Petra Majantie. RAKET sýningarbásinn í Mílanó. að hafa skoðað sýninguna árið áður var sú leið valin að taka bankalán og vinna með markaðsráðgjöfum að því að þróa og kynna hugmyndafræðina á bak við hlutina. Mark- miðið var að skapa spennandi ímynd og ná þannig athygli og sölu. Vöktu þeir mikinn áhuga gesta og fjölmiðla og tókst að ná samn- ingum við framleiðendur í Pýskalandi, Italíu og víðar. Við fyrstu sýn minnir fátt í hönnun þeirra á gömlu finnsku gildin, nema þá ein- faldleikinn og notagildið en ekkert óþarfa „prjál“ fær að viðgangast. Málmar eru alls- ráðandi og nokkuð djarfar tilraunir gerðar með samsetningar þeirra við ýmiss konar „gerviefni". Stál, gúmmí, polymertrefjar og ýmis plastefni nota þeir óspart og sækja hug- myndir og aðferðir m.a. til samgöngu- og skipaiðnaðar, þar sem hlutir þurfa að stand- ast mikið álag. Margir þessara hluta þykja e.t.v. of kaldir og „minimalískir" í íslenskum augum (hin ameríska arfleifð kannski?) en aðrir hrífast mjög og þykir hlutir þessir vera í samræmi við nýja tækni og lífsstíl ungs fólks á upplýsingaöld. Meðal þekktari hönn- unar þeirra má nefna lampann Globlow, sem samanstendur af stálfæti og hvítum nælon- poka sem blæs út þegar kveikt er á lampan- um en verður svo eins og tóm blaðra þegar slökkt er. Pessi sami lampi var reyndar kynntur hérlendis fyrir stuttu. Ilkka Suppan- en er einn úr Snowcrash-hópnum en sófi hans sem á íslensku mætti kalla „fljúgandi teppið" er nú framleiddur af Cappellini-verksmið- junni ítölsku. Ilkka er einn af þeim hönnuð- um sem leggur metnað í að finna ný efni til að vinna með og starfar með efnaframleiðend- um að því takmarki. Ennfremur leggur hann áherslu á að gefa eiganda hlutarins tækifæri til eigin „uppgötvana" og persónulegrar notkunar. Þannig tengist eigandinn hlutnum betur og umgengst af meiri virðingu en ella. Fleiri hönnuðir hafa tekið sig saman og sýnt í Mílanó og er hópurinn RAKET annað dæmi um athyglisverða hönnun, og ekki síð- ur góða markaðssetningu. Hafa þeir náð að fanga athygli framleiðenda og söluaðila í Evrópu og víðar. Að RAKET standa þrír ungir hönnuðir: Vesa Damski, Ilkka Koskela og Harri Koskinen. Þeir leggja ríka áherslu á að vinna sjálfir allar „prótótýpur" eða frum- gerðir, enda góðir handverksmenn. Vilja þeir meina að öðruvísi verði ekki til góður hlutur sem virki vel. Harri Koskinen stundar enn nám við Hönnunarháskólann í Helsinki en hefur einnig verið hönnuður hjá glerverk- smiðjunni Iittala um nokkurt skeið. Glerljós hans Block-lamps vöktu mikla athygli í Míl- anó og eru nú komin í sölu í MOMA (Museum of Modem Art í New York), enda er þarna á ferð hæfíleikaríkur hönnuður. Nafnið RAK- ET er e.k. orðaleikur, dregið af nafni fyri- tækisins ARTEK sem var stofnað í kringum Alvar Aalto en það fyrirtæki er nú komið í eigu Proventus, sem er sænskt. Heimili framtíðarinnar Við tímamót eins og aldamót og árþús- undaskipti er tími til naflaskoðunar: _ horfa bæði yfir farinn veg og til framtíðar. Á sviði hönnunar hafa menn velt því fyrir sér hvort hlutverk listiðnaðarfólks og hönnuða, sem vinna frekar á sviði lista en tækni, sé að breytast og hvort áherslur á þjóðareinkenni séu að hverfa. Margir þeirra Finna sem fást við hönnun og listiðnað horfa til sameigin- legra þátta í ólíkum menningarheimum, og stefna að því að finna nýjar leiðir til að aðlaga tækninýjungar mismunandi menningarhefð- um og nýjum lífsstíl. I Finnlandi sem og víðar hefur sjónaukan- um verið beint mjög að framtíðinni og sér- staklega þeim breytingum á húsnæði sem er líklegur fylgifiskur opnari atvinnumarkaðs. Rannsóknar- og þróunarstofnun sem nefnist Framtíðarheimili (Future Home Institute) var stofnað 1996 í þeim tilgangi að efla þess- háttar rannsóknir með þátttöku fyrirtækja og stofnana. Að Framtíðarheimilinu standa Helsinki-borg og Hönnunarháskólinn í Hels- inki. Mörg verkefni hafa verið í gangi og má þar nefna „Smart Bath“, sem tveir masters- nemar í iðnhönnun unnu í samvinnu við Oras- blöndunartækjaframleiðandann. Hugmynd- in að baki sniðuga (smarta) baðherberginu er að hagnýta nýja, fágaða tækni, sem veitir áð- ur óþekkta útlits- og notkunarmöguleika, og sameina hana hinni nátturulegu, persónu- legu og menningarlegu athöfn - að þvo sér. Pessi tillaga að baðherbergi framtíðarinnar veitir möguleika á mörgum mismunandi bað- aðferðum. Hægt er að láta vatnið seytla niður vegg, eða hvolfast yfir þann sem er að baða sig i stórum gusum eins og úr fötu (sem gæti verið fyrirtak til að vakna hressilega í morg- unsárið). Bað í formi regnskúrar eða foss úr fjallasprænu er einnig í notendahandbókinni. Opinu á handlaugarkrananum er hægt að beina upp til að drekka af bununni og allar lagnir eru innbyggðar (faldar) til að þær trufli ekki stemmninguna. Pessir ungu hönn- uðir hafa nú stofnað fyrirtækið Pentagon, sem fæst við hönnun hluta til daglegrar notk- unar og hefur fyiirtækið Koziol í Þýskalandi verið í viðskiptum við þá ásamt finnskum fyr- irtækjum. Fyrirtækið Hackman, sem framleiðir mat- aráhöld úr stáli og áður er á minnst, hefur lengi ráðið til sín finnska handverksmenn og hönnuði í samræmi við þjóðernishyggju und- anfarinna áratuga en er nú í auknum mæli að leita út fyrir landsteinana m.a. til Italíu og Bretlands eftir ungum hönnuðum. Á vegum Hönnunarháskólans í Helsinki hefur verið samvinna fyrirtækja á borð við Hackman og nemenda. Sú samvinna hefur skilað sér í starfstilboðum og framleiðslu hluta sem til urðu í þessháttar verkefnavinnu og voru síð- ar þróaðar áfram. Sem dæmi má nefna Atlas- kertastjakann sem Harri Koskinen úr RAK- ET-hópnum hannaði og vínglös eftir Irinu Viippola iðnhönnuð, hvortveggja framleitt af glerverksmiðjunni Iittala. Verkefni og sam- keppni með tilstuðlan fyrirtækja hafa skilað sér í því að nemendur vinna í fullri alvöru og með fagfólki úr ýmsum stéttum s.s. glerblás- urum, húsgagnasmiðum og markaðsfræðing- um. Einnig er boðið upp á verkefni þar sem nemendur úr viðskiptafæði, verkfræði og iðnhönnun (svo dæmi sé tekið) vinna saman fyrir tiltekið fyrirtæki og hefur það gefið góða raun. Mjög algengt er að nemendur séu lengi í námi en vinni þá með náminu hjá starf- andi fyrirtækjum eða stofni eigið fyrirtæki. Alþjóðlegur nemendahópur í hönnunarskól- unum í Finnlandi, sem í eru bæði Erasmus- skiptinemar úr skólum víðs vegar að úr heim- inum og þeir sem leggja stund á masters- og doktorsnám þai', á einnig sinn þátt í því að kynda undir nýjum hugsunarhætti og alþjóð- legum straumum. Það er því margt spenn- andi að gerast í Finnlandi um þessar mundir og gaman að sjá hvernig hinni „nýju finnsku línu“ reiðir af úti í hinum stóra heimi. Höfundurinn er iðnhönnuður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.