Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 15
s LIST SKÁLDSÖGUNNAR (ritgerðasafninu List skáldsögunnar gerir skáldsagna- höfundurinn iMILAN KUNDERAgrein fyrir hugmync 1- um sínum um sögu evrópsku skáldsögunnar, k< afar ofan í verk höfunda sem honum eru einkar kærir, Hermanns Broch og Franz Kafka, auk þess sem hann útskýrir í tveimur viðtölum hvernig hans eigin skáld sögur hafa orðið til. Bókin er ný komin út hjá Máli og menningu í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hérer með góðfúslegu leyfi höfundarins birt upphal Fannars hlutans, sem nefnist Samtal um list skáldsögunnar. Morgunblaðið/FriSrik Rafnsson Milan Kundera CHRISTIAN Salmon: Mig langar að helga þetta sam- tal fagurfræði skáldsagna þinna. En hvar á að byrja? Milan Kundera: A full- yrðingu: skáldsögur mínar eru ekki sálfræðilegar. Nánar tiltekið: þær eru handan við þá fagurfræði skáldsögunnar sem yfirleitt er kölluð sálfræðileg. C.S.: En eru ekki allar skáldsögur óhjá- kvæmilega sálfræðilegar? Pað er að segja, reyna að ráða í leyndardóma sálarlífsins? M.K.: Verum nákvæmari: allar skáldsögur allra tíma reyna að ráða í leyndardóma sjálfsins. Um leið og maður býr til ímyndaða veru, persónu, stendur maður sjálfkrafa and- spænis spurningunni: hvað er sjálfið? Hvern- ig er hægt að höndla sjálfið? Þetta er ein þeirra spurninga sem er grundvöllur skáld- sögunnar. Með því að skoða hin mismunandi svör við þessari spurningu getur maður, ef maður vill, gi-eint ólíkar tilhneigingar og ef til vill ólík tímabil í sögu skáldsögunnar. Sálf- ræðileg nálgun var nokkuð sem fyrstu evrópsku sagnamennirnir vissu ekki einu sinni hvað var. Boccaccio segir okkur einfald- lega frá athöfnum og ævintýrum. Samt sem áður má að baki öllum þessum skemmtisög- um greina sannfæringu: það er með athöfn- um sínum sem maðurinn fer út úr hinum vanabundna heimi hversdagslífsins þar sem allir líkjast öllum, með athöfnum sínum greinir hann sig frá öðrum og verður að ein- staklingi. Dante sagði það: „Með athöfnum sínum lýsir fólk sjálfu sér. Upphaflega eru athafnir skildar sem sjálfsmynd þeirra sem framkvæma þær. Fjórum öldum á eftir Boccaccio er Diderot meira efins: Jakob hans forlagasinni dregur kærustu vinar síns á tál- ar, verður svo ánægður að hann dettur í það, faðir hans hýðir hann, hersveit á leið þar um, hann skráir sig í herinn til að friða samvisk- una, hann fær kúlu í hnéð í fyrsta bardagan- um og gengur haltur alla tíð síðan. Hann hélt að hann væri að lenda í ástarævintýri, en var í rauninni að verða bæklaður. Hann sér ekki sjálfan sig í athöfnum sínum. Gjá opnast milli hans sjálfs og athafna hans. Maðurinn vill gera eitthvað til að draga upp mynd af sjálf- um sér, en myndin er alls ólík honum. Þver- stæðukennd einkenni athafnanna, það er ein merkilegasta uppgötvun skáldsögunnar. En ef ekki er hægt að höndla sjálfið í athöfnum fólks, hvar og hvernig er þá hægt að höndla það? Þá kom að því að skáldsagan varð í leit sinni að sjálfinu að snúa sér frá hinum sýni- lega heimi verkanna og að hinum ósýnilega heimi innra lífsins. Um miðja 18. öld upp- götvar Richardson skáldsöguna í formi bréfa þar sem persónurnar játa hugsanir sínar og tilfinningar. C.S.: Sálfræðilega skáldsagan verður til? M.K.: Hugtakið er vitaskuld rangt og óná- kvæmt. Forðumst það og umorðum þetta: Richardson beindi skáldsögunni inn á þá braut að kanna innra líf mannsins. Menn þekkja þá miklu höfunda sem héldu áfram á þessari braut: þann Goethe sem skrifaði Werther, Laclos, Constant, síðan Stendhal og höfunda hans aldar. Þessi þróun sýnist mér ná hámarki hjá Proust og Joyce. Joyce greinir eitthvað sem er enn erfiðara að af- marka en hinn „glataða“ tíma Prousts: augnablikið. Ekkert virðist vera eins aug- ljóst, auðvelt að snerta, höndla en augnablik- ið. Samt fer það algerlega framhjá okkur. Þetta er það hörmulega við lífið. Á einni sek- úndu skráir (viljandi eða óviljandi) sjón okk- ar, heyrn og lyktarskyn fjöldann allan af at- burðum og hugmyndir og skynjanir flykkjast í gegnum huga okkar. Hvert augnablik felur í sér lítinn heim sem er gleymdur strax á næsta augnabliki. Hin mikla smásjá Joyce nær að fanga, stöðva þetta hverfula augna- blik og sýna okkur það. En rétt eina ferðina enn endar leitin að sjálfinu í þverstæðu: því sterkari sem smásjáin sem skoðar sjálfið er, því meir fer sjálfið og heild þess framhjá okk- ur: við erum öll eins undir hinni miklu linsu Joyce sem greinir sálina niður í atóm. En ef ekki er hægt að höndla sjálfið og séreinkenni þess í innra lífi mannsins, hvar og hvernig er það þá hægt? C.S.: En er það hægt? M.K.: Að sjálfsögðu ekki. Leitin að sjálfinu hefur alltaf og mun alltaf enda í þverstæðuk- enndiá ófullnægju. Ég segi ekki með því að renna út í sandinn. Því skáldsagan getur ekki yfirstigið eigin takmörk og það að varpa ljósi á þessi takmörk er þegar gríðarleg uppfinn- ing, gríðarlegt andlegt afrek. Engu að síður var það svo að þegar stóru skáldsagnahöf- undarnir höfðu gengið eins langt og kostur var í að kanna innra líf sjálfsins fóru þeir, meðvitað eða ómeðvitað, að leita nýiTa leiða. Oft er talað um hina heilögu þrenningu nú- tímaskáldsögunnar: Proust, Joyce, Kafka. En í minni persónulegu sögu skáldsögunnar er það Kafka sem opnar nýja leið: leiðina eft- ir Proust. Hann leggur alveg óvæntan skiln- ing í sjálfið. Hvað er það sem einkennir K. sérstaklega? Ekki útlit hans (við vitum ekk- ert um það), ekki ævi hans (við vitum ekkert um hana), ekki nafn hans (hann heitir ekki neitt), ekki minningar hans, skoðanir, sála- flækjur. Hegðun hans? Svigrúm hans er sorglega lítið. Hugsun hans? Já, Kafka, fylg- ir hugleiðingum K. stöðugt eftir, en þær snúast ævinlega um ríkjandi ástand: hvað á að gera núna, strax? fara til yfírheyrslunnar eða láta sig hverfa? hlýða kalli prestsins eða ekki? Allt innra líf K. einskorðast við klípuna sem hann er lentur í og ekkert er minnst á neitt annað en það sem hana varðar (minn- ingar K., háspekilegar hugleiðingar, vanga- veltur um annað fólk). Proust leit svo á að innri heimur mannsins væri kraftaverk, óendanleiki sem endalaust héldi áfram að koma okkur á óvart. En undrun Kafka stafar af öðru. Hann veltir ekki fyrir sér hvaða innri ástæður búi að baki hegðun mannsins. Hann spyi' gerólíkrar spurningar: hvaða möguleika á maðurinn ennþá í heimi þar sem ytri að- stæður eru farnar að vega svo þungt að innri hvatir vega ekkert lengur? Hverju hefði það annars breytt um örlög og afstöðu Kafka ef hann hefði verið samkynhneigður eða lent í ástarsorg? Engu. C.S.: Þú kemur inn á þetta í Obærilegum léttleika tilverunnar þegar þú segir: „Skáldsagan er ekki játning höfundar, held- ur leið til að kanna mannlífið í heimi sem er orðinn að gildru." En hvað þýðir það að hann sé orðinn að gildru? M.K.: Menn hafa alla tíð vitað að lífið sé gildra: maður fæðist án þess að hafa beðið um það, lokaður inni í líkama sem maður valdi sér ekki og síðan á það fyrir manni að liggja að deyja. Hins vegar bauð víðátta heimsins stöðugt upp á undankomuleiðir. Hermaður gat strokið úr her og hafið nýtt líf í nágrannaríki. Á okkar öld læsist heimurinn skyndilega utan um okkur. Urslitaatburður- inn varðandi þessa umbreytingu heimsins í gildru var eflaust stríðið sem hófst 1914 og var kallað heimsstyrjöld (í fyrsta sinn í mannkynssögunni). Það er algert rangnefni. Hún snerti aðeins Evrópu, og ekki einu sinni alla Evrópu. En orðið „heimsstyi-jöld“ lýsir samt sem áður þeim hryllingi fólks frammi fyrir þeirri staðreynd að þaðan í frá sé ekk- ert sem gerist á hnettinum staðbundið mál, að allar hamfarir snerti allan heiminn og að við séum þar af leiðandi meira og meira háð ytri aðstæðum, kringumstæðum sem enginn getur losnað úr og gera það að verkum að við líkjumst hvort öðra æ meira. En áttaðu þig á einu. Þótt ég staðsetji sjálfan mig handan við sálfræðilegu skáld- söguna þýðir ekki að ég vilji ekki að persónur mínar lifi innra lífi. Það þýðir einfaldlega að skáldsögur mínar eru fyrst og fremst að glíma við aðrar gátur, aðrar spurningar. Það þýðir heldur ekki að ég hafi eitthvað á móti skáldsögum sem eru heillaðar af sálfræðinni. Þær breytingar á kringumstæðum sem áttu sér stað fylla mig fremur söknuði. Með Proust íjarlægist gríðarleg fegurð okkur jafnt og þétt. Fyrir fullt og allt. Gombrowicz fékk hugmynd sem er í senn kostuleg og snjöll. Vægi sjálfs okkar, segir hann, helgast af þeim fjölda fólks sem býr á hnettinum. Þannig var Demókrítos einn fjögur hundruð milljónasti hluti mannkyns; Brahms einn milljarðasti hlutinn; Gombrowicz sjálfur tveir milljarðasti. Miðað við þessa útreikn- inga verður vægi óendanleikans hjá Proust, vægi innra lífs sjálfs, sífellt léttara og léttara. Og í þessu gönuhlaupi í átt til léttleikans er- um við komin yfir tiltekin mörk og það verð- ur ekki aftur snúið. C.S.: „Obærilegur léttleiki sjálfsins" hefur verið þér hugleikinn allt frá fyrstu skrifum þínum. Ég er þá að hugsa um Hlálegar ástir; til dæmis má nefna smásöguna Eðvarð og Guð. Eftir fyrstu ástarnótt sína með hinni ungu Alice fylltist Eðvarð undariegri ónota- kennd sem varð vendipunktur í sögu hans: hann horfði á vinkonu sína og hugsaði með sér „að hugmyndir Alice væru í raun og veru aðeins eitthvað sem hefði verið hengt við ör- lög hans, og að örlög hans væru í rauninni að- eins eitthvað sem hefði verið hengt utan á lík- ama hans og hann sá ekkert í henni annað en tilviljanakennda samsetningu líkama, hug- mynda og ævisögu, ólífræna, tilviljana- kennda og rokgjarna samsetningu.“ Og í lok annarrar smásögu, Ferðaleik, er unga stúlk- an svo gersamlega úr lagi gengin vegna þess að hún veit ekki lengur hver hún er að hún endurtekur snöktandi: „Ég er ég, ég er ég, ég er ég...“, M.K.: í Óbærilegum léttleika tilverunnar skoðar Teresa sig í spegli. Hún veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef nefið á henni myndi lengjast um millimetra á dag. Hvað liði lang- ur tími þar til andlitið á henni yrði óþekkjan- legt? Og ef andlitið á henni líktist ekki lengur Teresu, væri Teresa þá enn Teresa? Hvar byrjar og hvar endar sjálfið? Sérðu: engin undrun frammi fyrir órannsakanlegum óendanleika sálarinnar. Fremur undrun frammi fyrir óvissu sjálfsins og sjálfsmynd þess. C.S.: Innra eintal er nokkuð sem ekki fyr- irfinnst í skáldsögum þínum. M.K.: Joyce kom hljóðnema fyrir í höfði Blooms. Það má þakka þeim stórkostlegu njósnum sem innra eintal er að við lærðum heilmikið um okkur sjálf. En ég kann ekki á slíkan hljóðnema. C.S.: Innra eintal gengur í gegnum alla skáldsöguna Ódysseif eftir Joyce, það er grunnurinn að byggingu hennar, sú aðferð sem er ríkjandi. Gegna heimspekilegar hug- leiðingar sama hlutverki í verkum þínum? M.K.: Mér finnst orðið „heimspekilegar“ óviðeigandi. Heimspekileg hugsun tengist hvorki tilteknum stað, persónum né kring- umstæðum. C.S.: Þú byrjar Óbærilegan léttleika til- verunnar á hugleiðingu um hugmynd Nietzsches um hina eilífu endurkomu hins sama. Er það nokkuð annað en heimspekileg hugleiðing sem er þróuð áfram á óhlutbund- inn hátt, án persóna, kringumstæðna? M.K.: Alls ekki! Strax í fyrstu línu skáld- sögunnar kynnir hugleiðingin grundvallar- kringumstæður persónu - Tómasar; hún skýrir vandamál hans: léttleika tilverannar f heimi þar sem hin eilífa endurkoma hins sama er ekki til staðar. Sjáðu til, við komum þarna aftur að spurningunni okkar: hvað er handan við hina svokölluðu sálfræðilegu skáldsögu? Með öðrum orðum: með hvaða aðferðum sem ekki eru sálfræðilegar er hægt að höndla sjálfíð? Að höndla sjálfið þýð- ir, í skáldsögum mínum, að höndla kjarnann í tilvistarvanda þess. Höndla tilvistarkóða þess. Þegar ég skrifaði Óbærilegan léttleika tilverannar áttaði ég mig á því að tilvistar- kóði þessarar eða hinnar persónunnar sam- anstóð af nokkrum lykilorðum. Hjá Teresu: líkaminn, sálin, sviminn, veikleikinn, sælan, Paradís. Hjá Tómasi: léttleiki, þungi. í þeim hluta sem ber titilinn Misskilin orð kanna ég tilvistarkóða Franz og Sabínu með því að greina nokkur orð: kona, tryggð, svik, tónl- ist, myrkur, birta, fjöldagöngur, fegurð, föð- urland, kirkjugarður, kraftur. Hvert þessara orða hefur aðra merkingu innan tilvistarkóða hins. Að sjálfsögðu kanna ég ekki þennan kóða in abstractio, hann kemur smátt og smátt í ljós í atburðarásinni, við kringumst- æðurnar. Tökum dæmi af þriðja hluta Lífið er annars staðar: söguhetjan, hinn feimni Jaromil, er ennþá hreinn sveinn. Dag einn er hann í gönguferð með vinkonu sinni sem hall- ar skyndilega höfðinu að öxl hans. Hann er algerlega í skýjunum yfir þessu og finnur að honum rís hold. Ég staldra við þennan smá- atburð og kemst að eftirfarandi: „mesta hamingja sem Jaromil hafði orðið fyrir var að finna hvemig ung stúlka hallaði höfði sínu að öxl hans.“ Út frá þessu reyni ég að afmarka hvað það er sem kveikir kynferðislöngun Jaromils: „Höfuð ungrar stúlku“ þýddi_meira fyrir hann en líkami ungi-ar stúlku. Ég tek fram að það þýði ekki að honum sé sama um líkamann, heldur: „hann þráði ekki líkamlega nekt ungi-ar stúlku; hann þráði andlit ungi'ar stúlku upplýst af líkamanum. Hann þráði ekki að komast yfir líkama ungrar stúlku; hann þráði að komast yfir andlit ungi'ar stúlku og að þetta andlit færði honum líka- mann að gjöf sem sönnun þess að það elskaði hann.“Ég reyni að finna orð yfír þessa af- stöðu hans. Ég vel orðið blíða. Og ég skoða þetta orð: hvað er eiginlega blíða? ÉgTinn nokkur svör við þessu: „Blíðan verður tit* þegar við stöndum á þröskuldi fullorðinsár- anna og gerum okkur full örvæntingar gi'ein fyrir kostum æskunnar sem við áttuðum okkur ekki á þegar við vorum börn.“ Og síð- an: „Blíðan, það er skelfingin sem fullorðins- árin vekja með okkur“: Og enn ein skilgi-ein- ingin: „Blíðan, það er að búa til gerviheim þar sem komið er fram við annað fólk eins og börn.“Sjáðu til, ég sýni þér ekki hvað er að gerast í höfðinu á Jaromil, heldur sýni ég frekar hvað er að gerast í mínu eigin höfði: ég horfi lengi á Jaromil og reyni að nálgast, skref fyrir skref, kjarna afstöðu hans, til að skilja hana, nefna hana, höndla hana. Teresa býr með Tómasi í Óbærilegum létt- leika tilverunnar, en ást hennar krefst allra krafta hennar og skyndilega getur hún ekki meira, hana langar að snúa við, „niður, þang- að sem hún kom“. Og ég velti fyrir mér: hvað er að henda hana? Og ég finn svar: hún er með svima. En hvað er svimi? Ég leita að skilgreiningu og ég segi: „ölvandi, óyfirstíg- anleg löngun til að detta.“ Én ég leiðrétti mig strax, ég orða skilgréiningu mína nákvæmar: „... það að svima er að ölvast af eigin van- mætti. Maður gerir sér gi'ein fyrir eigin van- mætti og langar ekki að streitast gegn hon- um, heldur gefa sig honum á vald. Maður ölvast af eigin vanmætti, langar að verða enn veikbyggðari, langar að hníga niður úti á götu fyrir allra augum, enn neðar en jörðin." Sviminn er einn af lyklunum til þess að skilja Teresu. Hann er ekki lykillinn til að skilja þig eða mig. En við könnumst báðir við slíkan svima, að minnsta kosti sem möguleika í fari okkar, einn af möguleikum tilverunnar. Ég varð að búa Teresu til, búa til „tilraunasjálf“ til að skilja þennan möguleika, til að skilja svimann. © LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.