Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 5
Otto von Bismarck á dánarbeði 1898. sendiherra í París. 23. september sama ár er hann kallaður til Berlínar af Vilhjálmi I kon- ungi og skipaður utanríkisráðherra. Upp úr þessu virðist utanríkisstefna Bismarcks mót- uð, sem var að gera Prússland að'höfuðveldi Þýskalands. Styrjöldin er hafín við Dani út af Schlesvig-Holstein 1864, þá var þjóðernis- stefnan réttlæting styrjaldarinnar. 1866 verður styrjöld milli Austurríkis og Prússa, Prússar gjörsigra Austurríkismenn, en þeg- ar konungur stingur upp á sigurför inn í Vín- arborg, segir Bismarck: Nei, og svo varð og forðaði heiftaranda milli þjóðanna þegar fram í sótti, of mikil auðmýking hins sigraða gefst aldrei vel. 1867 verður Bismarck kansl- ari. Styrjöld milli Frakklands og Þjóðverja. Vilhjálmur I lýstur keisari Þjóðverja í Speglasalnum í Versölum. Bismarck hlýtur „furstatign" 1876. Eftir sigra á Dönum og Austurríkismönn- um var Bismarck hetjan í augum Þjóðverja og það stóð ekki á þakklætinu. Hann var al- þekktur fyrir jarðeignasöfnun sína og 23. apríl 1867 var honum afhent talsverð fjár- upphæð að undirlagi konungs, 400.000 dalir. Því fé varði hann til kaupa á stórgóssi í Pommern, Varzin, með sjö þorpum og mikl- um skógum, alls um 5.500 hektarar, síðan bætti hann við um 2000 hektara jarðeignum. Hann átti víðlend góss fyrir, svo að jarðeignir hans hafa numið að minnsta kosti 10.000 hekturum. Þetta var einkaríki kanslarans og furstans. Með Sameiningu Þýskalands og gott betur áður, var Bismarck valdamesti maður keisaradæmisins. Hann vann að því öllum árum að tryggja áhrif Þýskalands í Evrópu og móta jafnvægi innan Evrópu. Hann forðaðist að seilast inn á yfirráðasvæði Breta á höfunum og taldi kjölfestuna vera gott samkomulag við Rússa. Innanlands átti hann í hörðum deilum við kaþólsku kirkjuna og enn frekar við sósialista, hann virðist hafa áttað sig vel á grundvallaratriðum þeirrar stefnu, sem myndi leiða mannkynið beint inn í þrælakistuna, maðurinn rúinn öllu efnalegu og andlegu frumkvæði og sjálfræði, tómar túpur í þétt riðnu neti dauðrar handar óm- ennsks ríkisvalds, sem yrði þéttara eftir því sem tímar liðu. Bismarck áttaði sig fyllilega á nauðsyn at- vinnuöryggis hinnar ört vaxandi verka- mannastéttar og er upphafsmaður almanna- trygginga í heiminum. Á árunum 1882-83 voru sett lög að hans frumkvæði um slysa- og veikindalífeyri, af þeim lífeyri gátu öryrkjar lifað, einnig um atvinnuleysistryggingar, og 1889 voru sett lög um ellilífeyri. Vilhjálmur I og Bismarck höfðu lengi átt góða samvinnu og samstarf, þótt greina mætti hvers var frumkvæðið. Vilhjálmur 1. lést 9. marz 1888. Friðrik keisari tekur þá við fárveikur af krabbameini, sem dró hann til dauða 15. júní sama ár. Þá kemur til sögunnar Vilhjálmur II. Al- exander III Rússazar gast afar illa að hinum nýja keisara og nefndi hann „flón, illa uppa- linn og ótryggan strák“. Enda kom það fljótt á daginn að það var raunin með afskiptum hans af stjómmálum og verkfallabylgju sem reið yfir í námuhéruðum Þýskalands 1889. Þá fyllti hinn nýi keisari þann flokk „stétta- sættara" sem Bismarck nefndi „málskrafs- menn, presta og kvenfólk, en allar þessar manntegundir væri ekki notandi til neinna stjómmálastarfa nema með mestu varkárni“. Þessar manntegundir settu á oddinn svokall- að „innra trúboð“ þ.e. að fá róttækan verka- lýð til sátta á einhverjum hálfkristilegum for- sendum með slepjulegu blauthyggjufjasi og sáttavæli milli stétta. Hinn nýi keisari hneigðist til fylgis við þetta lið. Bismarck var nóg boðið og skrifaði keisara áminningar- bréf. Margt fleira kom til sem leiddi til fulls fjandskapar milli furstans og keisarans. Keisarinn notaði hvert tækifæri sem gafst til að láta ljós sitt skína og varhugaverðastar vom hrokafullar yfirlýsingar hans varðandi utanríkismál. Bismarck sá fram á að með slíku blaðri tefldi hann í hættu þeirri jafn- vægispólitík, sem hann hafði markað með þýskri utanríkisstefnu. Keisarinn tók að vinna að því að fjarlægja Bismarck og svipta hann völdum bak við tjöldin. Um margra áratuga skeið hafði Bis- marck verið óumdeilanlegur valdamesti maður Þýskalands, en hinn nýi keisari undi því ekki og að lokum hrekur hann Bismarck úr embætti 20. mars 1890. Fregnin um þessar aðgerðir olli mörgum kvíða. Meðal þeirra var von Moltke hershöfð- ingi þá níræður. „Þetta em sorgleg tíðindi. Hinn ungi maður á víst eftir að gefa okkur marga gátuna til ráðningar". Og það vom orð að sönnu, Vilhjálmur II fylltist ofdirfð við að hafa hrakið sjálfan járnkanslarann frá vöid- um. Yfirlýsingamoldviðrið jókst, hæpnar fullyrðingar og afskiptasemi af smáu og stóm kveiktu glamrandi ræðurugl, keisarinn var í stöðugum ferðum um Þýskaland með tilheyrandi ræðublaðri. Hann leitaðist við að ganga í augu þjóðarinnar með smjaðri og lýðskrumi af ömurlegustu tegund, en vafa- sömustu afskipti hans vom af utanríkismál- um. Hann var mikill hvatamaður að auknum flotastyrk Þjóðverja og vildi jafnvel eigna sér sigurvinninga Breta eins og í Suður-Afríku. I augum Breta var þetta allt hlægilegt en engu að síður hættulegt jafnvægi stórveld- anna, sem Bismarck hafði lagt höfuðáhersl- una á. Belgingur keisarans, vitleysisfjas og hroki, gekk svo langt að síðar var farið að ræða það í Þýskalandi að koma konum frá völdum. Stefna hans átti höfuðþátt í erfiðari sam- búð við Breta og Frakka. Honum tókst að undirbúa jarðveginn að fullum fjandskap stórveldanna við Þýskaland. Sjálfsunun og drýldni keisarans átti ekki lítinn þátt í því að fyrri heimsstyrjöldin hófst og afleiðingarnar urðu skelfilegar. Undirdjúpin lukust upp með byltingu og valdaráni kommúnista í Rússlandi, algjörri auðmýkingu Þjóðverja sem skapaði grandvöll fyrir aðra tegund sós- íalismans og sem lauk með árasarstyrjöld þjóðemissósíalista á Pólland með sovét- kommúnismann sem bakhjarl. Þetta voru afleiðingarnar af fráhvarfinu frá hinni skynsamlegu jafnvægisstefnu Bis- marcks í Evrópu. Sagan hefði orðið önnur hefði þeirri stefnu verið framhaldið. Johanna Bismarck, fædd von Puttkammer lézt 1894. Landar Bismarcks bjuggust við því að Bismarck myndi setjast í helgan stein eft- ir brotthvarf hans frá völdum, en svo varð ekki. Hann lifði átta ár, lést 1898 og þau ár notaði hann til þess að ástunda árásir á stefnu og skoðanir Vilhjálms II. Hann gat notið þess að hann sveið undan hirtingarorð- um furstans. Bismarck hefur notið þessa, því þótt hann gæti stundum ekki sofið fyrir hatri, að hans eigin sögn, þá hefur hann aldrei hat- að og fyrirlitið neinn andstæðinga sinna eins og Vilhjálm II. Keisarinn sá sér þann kost vænstan að friðmælast við furstann, með slepjulegri sýndarmennsku, en svarið var heldur kuldaleg fyrirlitning. Hann sá fyrir hvert stefna keisarans myndi leiða og fyrir- gaf honum aldrei að „þetta flón“ eyðilegði snilldarverk hans, jafnvægið miili stórveld- anna. Bismarck lést á Friedrichrah að kvöldi 30. júlí 1898. Bismarck: Gcdanken und Erinnerungen. Berlin 1990. Ný útgáfa. The SchwarzmtiHer: Otto von Bismarck. Deutscher Taschcnbuch Verlag, 1998. Árni Pálsson: Á við og dreif. Ritgerðir. Reykjavík 1946. ELÍASMAR MÁTTUR DRAUMSINS Ég sá það nálgast utan af víðum völlum nautið fræga úr höfuðáttum heimslistarinnar, bölvandi og froðufellandi stakk það undir sig hausnum ogstefndi í vígamóði á glerhúsið þar sem ég sat í blómaangan og var að fá mér síðdegissopann. Svo brauztþaðgegnum vegginn og stóð gleiðfætt og reisti krúnuna og blimskakkaði blóðhlaupnum glyrnum á mig en aðeins skamma hríð. Þá tók það án nokkurs fyrirvara að ummyndast í lítinn ogmeinlausan kött sem læddist að mér hikandi. Éghélt áfram að sötra sopann minn og fór svo að strjúka þessum gæflynda kisa. (1998) Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók sem heitir Mararbárurog er með úrvali Ijóða Elíasar Mar frá 1946-1998. Utgefandi er Mál og menning. STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR HÁTÍÐ HINNA DAUÐU - DÍA DE LOS MUERTOS - lítið þorp kúrir við kulnað eldfjall moldarvegur liggur gegnum þorpið og upp brekkuna að kirkjugarðinum þar er annríki mestísar, kreólar ogindíánar fara í hópum inn um sálnahtíðið með rauðar oghvítar gladíólur í h undraðatatí löng hvít kerti, haka og skóflur vatnsfötur, vínflöskur, tequilakúta og peyotl fullt tungtíð og kynleg birta í fjaltínu heit maísmjólk úr suðupotti mexíkansks örkumlamanns og enchiladas frá krákustígum tínist hver íjölskylda að sínu leiði fólkið dimmleitt og hátíðlegt, hreinsar og mylur moldina setur kertin sín þétt kringum leiðið og blómknippi í vatnsfötur við sinn hvom endann breiðir bróderaðan dúk yfir leiðið matföngogvín og kveikir á reykelsi vinir og ættingjar sitja í hring eta og drekka spjalla um dauðann ogtífíð og segja gamansögur af hinum látna einhver orðinn futíur og grætur sárt bömin hlaupa um með hundunum uppfutí af kynlegri stemningunni barnungar sífra ífangi mæðra sinna sem sitja við bálandi hrískesti ogsyngja lágt í kirkjugarðinum tindra þúsund kertaljós þungur ilmur gladíólanna blandast reykhulu snarkandi viðarkasta og reykelsiskerja vonds tóbaks og ósandi kerta skvaldrið frá fólksmergðinni einhvem veginn kyrrlátt söngvarnir tregablandnir bömin oghundamir hljóðna þegar tíður á nóttina skuggarponsjóanna flökta á sverum trjástofnum og einhver bíður uppá tequilakrús fagnar því að vera þrátt fyrir allt hlutiaf þessari kúguðu en þó óbuguðu þjóð sem gleymir ekki sínum dauðu sef og dreymi um dauða, galdur ogþjáningar Höfundurinn býr á FljótsdalshéraSi, stýrir auglýsingastofu og vefsmíðafyrirtækinu Vinnandi mönnum ehf. á Egilsstöðum og Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.