Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 6
Fl WSK HONNUh) I NUTIÐ OG FRAMTIÐ EFTIR KARÓLÍNU EINARSDÓTTUR Finnar eiga heimsfræga hönnuði, en við tímamót eins og aldamót og órþúsundaskipti er tími til naflaskoðunar, horfa bæði yfir farinn veg og til framtíðar. Á sviði hönn- unar hafg menn velt því fyrir sér hvort hlutverk list- iðnaðarfólks og hönn- uða, sem vinna frekar ó sviði lista en tækni, sé að breytast og hvortóherslur ó þjóðareinkenni séu að hverfa. FRÉTTIR af frama Nokia-far- símarisans hafa opnað augu fólks fyrir finnsku hugviti og hönnun sem átti mikið blóma- skeið á áratugunum um og eftir seinni heimsstyrjöld. Það blómaskeið var þó fyrst og fremst í arkitektúr, húsgagna- og listhönnun sem nú hafa aftur vakið alþjóða eftirtekt. Eftir töluverða lægð á níunda áratugnum og sérstaklega byrjun þess tíunda er nú mikil sókn bæði á sviði hátækni- og listhönnunar sem nú býr vel að þeim grunni sem áður var lagður. Fall sovétmarkaðarins var töluvert áfall og kreppan sem í kjölfarið fylgdi var ekki til hvatningar á sviði hönnunar. Atvinnu- leysið í byrjun tíunda áratugarins mældist um 20% hjá hönnuðum og allt upp í 50% hjá arkitektum í Finnlandi. Sú staða hefur sem betur fer breyst mikið til batnaðar enda hafa Finnar lagt mikið kapp á að hlúa að menntun og rannsóknum í tækni og hönnun og litið á hönnun sem mikilvægan þátt í velgengni sinni á mörkuðum utanlands og eitt af flagg- skipum finnskrar menningar. Eðli málsins samkvæmt njóta góðir hönnuðir því virðing- ar í Finnlandi sem e.t.v. er sambærileg við stöðu rithöfunda hér á Islandi, menn eins og Alvar Aalto og Kaj Frank eru nánast guðleg- ar verur þar í landi. Það má því gera því skóna að ekki sé að öllu leyti auðvelt að vera ungur hönnuður í landi þar sem hefðin er svo sterk og fyrirmyndirnar ekki af lakara tag- inu. Eitt helsta vandamál ungra finnskra hönn- uða í dag er þó af öðrum toga. Það er sú stað- reynd að fyrirtæki í Finnlandi eru annað- hvort risavaxin alþjóðafyrirtæki eða mjög smá og skortir þekkingu og getu til að nýta sér hönnuði og koma hlutum í framkvæmd. Stefan Lindfors, einn þekktasti unghönnuð- urinn í Finnlandi í dag, bendir einmitt á þetta vandamál og segir að vissulega séu mjög góð- ir hönnuðir starfandi og mikil þekking fyrir hendi í iðnaði og ætti því að vera hægt að framleiða enn fjölbreyttari hágæða vörur. Hinsvegar þurfí hönnuðir oft að leita út fyrir Jandsteinana eftir framleiðanda og dreifinga- raðila til þess að koma „metnaðarfullri" vöru á framfæri. Það hafa menn hinsvegar verið að komast upp á lag með nú síðustu ár og þá sérstaklega í húsgagnaiðnaði. Hönnuðir hafa sjálfir lært sitthvað í markaðsfræðum og fá Atlas: Harri Koskinen/littafa. Fljúgandi teppi: llka Suppanen/Snowcrash. oft á tíðum mun betri undirtektir utan land- steinanna. Lindfors hefur sjálfur haft heppn- ina með sér frá því hann útskrifaðist frá Hönnunarháskólanum í Helsinki (Univerity of Art and Design Helsinki) 1988. Hann starfar nú jafnhliða á vinnustofum sínum í Helsinki og New York. Hann hefur nýlega hannað kaffistell fyrir Arabia, mataráhöld fyrir Hackmap, og munstur og fatnað fyrir Marimekko. í Bandaríkjunum hefur hann einnig haslað sér völl sem listamaður og gert m.a. skúlptúra fyitr Mercer Hotel í SoHo og Swatch fyrirtækið vegna ólympíuleikanna í Atlanta. Fyrir nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki, sem var formlega opnað fyrir rúmu ári, hannaði hann barnastóla sem minna á skordýr og hafa frekar listrænt gildi heldur en mikið notagildi. Eitt athygliverðasta dæmið um mikilvægi markaðsfræðinnar fyrir hönnuði er að finna hjá hópi sem kallar sig Snowcrash. Þessir finnsku strákar sýndu afrakstur sinn 1997 á hinni árlegu Mílanó-sýningu, sem er ein hin stærsta á sviði húsgagnahönnunar með um 2.000 sýnendur og tugi þúsunda gesta. Eftir 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.