Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 9
Mynd Krists ofarlega í glugganum. Mikjáll erkiengill með sverð og skjöld. Dómsdagstákn: Engill með básúnu. Mynd Hallgríms Péturssonar er neðst í glugganum. Fallin er Babýlon. Ein af myndum Leifs í hinni nýju útgáfu Opinberunarbókarinnar. Úr Opinberunarbókinni: Verurnar fjórar. Ein af myndum Leifs í bókinni. Ný Jerúsalem. Ein af myndum Leifs í Opinberunarbókinni. Leifur Breiðfjörð við undirbúningsvinnu vegna gluggans á vinnustofu sinni. ir þeir sem áhuga hafa á að skoða hvernig svona kirkjulistaverk verður til, geti séð það. Um leið og glugginn verður helgaður verður opnuð í Hallgrímskirkju sýning á þessum frumdrögum og vinnuteikningum. Að lokum er þess að geta að ekki þurfti að leita til er- lendra fagmanna eða verkstæða; Leifur vann gluggann að öllu leyti sjálfur á vinnustofu sinni, en naut aðstoðar Olafs sonar síns, sem er við nám í myndlist. Dánargjöf Stefaníu Eins og nærri má geta er það fjárfrekt fyr- irtæki að búa til og koma upp glugga eins og þeim sem Hallgrímskirkja hefur nú fengið. Að tekizt hefur að fjármagna verkið má þakka Stefaníu Sigurðardóttur, sem lézt í Reykjavík 1993 og hafði þá ánafnað Hall- grímskirkju eigur sínar eftir sinn dag og skyldi andvirði eigna hennar varið til gerðar á glerlistaverki í kirkjuna, tileinkað minn- ingu foreldra hennar. Stefanía fæddist á ísa- fírði 1918, en ólst upp á Sauðárkróki, þar sem faðir hennar var sýslumaður. A heimilinu voru listir mjög í hávegum hafðar og systkini Stefaníu, Sigurður og Hrólfur og Guðrún, lögðu fyrir sig myndlist. Stefanía bjó lengst af í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Kvenna- skólanum og vann alla ævina á skrifstofu, óg- ift og barnlaus. Myndir úr Opinberunarbókinni Sumar hugmyndanna í gluggann í Hall- grímskskirkju sótti Leifur í Opinberunar- bókina. Textar úr henni hafa í ríkum mæli verið rifjaðir upp nú þegar nýtt árþúsund er í þann veginn að renna upp, og þá einkum vegna þess að mál og framsetning er þrungið táknum og dulrúnum. Þessi tákn eru tvíræð og sumir sjá í þeim spádóma um heimsendi. Þegar Leifur fór að glugga í Opinberunar- bókina sá hann eins og fjölmargir mynd- listarmenn fyrri alda að þar var feitt á stykk- inu og gnægð myndefna. Hann fékk þá hugmynd að vinna sérstaka myndröð, 17 vatnslita- og pastelmyndir, sem byggðar væru á efni Opinberunarbókarinnar; myndir sem á vissan hátt tengdust glugganum í Hall- grímskirkju, meðal annars með fjórblaða- fonninu, sem er leiðarstef og heldur utan um allar myndirnar í röðinni. Myndröðina hefur Leifur unnið á þessu ári og verður sýning á henni opnuð á í Hall- grímskirkju á morgun í lok aðventumessu, sem hefst kl. 11. Viðhafnarútgáfa á Opinberunarbókinni í tengslum við sýninguna kemur Opinber- unarbókin út í viðhafnarútgáfu Máls og menningar. Hugmyndina fékk Leifur; hún lá beint við þegar hann hafði myndirnar í hönd- unum og strax var að því stefnt að bókin kæmi út um leið og sýningin yrði opnuð. Við gerð bókarinnar kemur Leifur enn við sögu; hann er bókarhönnuðurinn og hugsar bókina sem nokkurskonar „bókverk“ (artbook) en ekki sem hefðbundna listaverkabók eða myndskreytingu við Opinberunarbókina. Eftir að hafa viðrað hugmyndina við for- ráðamenn Máls og menningar var ljóst að þar var áhugi á útgáfunni. Marteinn Viggós- son var fenginn til að hafa umsjón með prent- vinnslu verksins, en Marteinn hefur áður leyst ýmis afar vandasöm prentverkefni. Bókin var unnin í Odda. Ljóst er að Opinberunarbókin er kjörgrip- ur í þessari útgáfu. Myndir Leifs taka yfir heilar síður og er viðkomandi texti úr Opin- berunarbókinni prentaður á næstu síðu, þ.e. á bak myndarinnar. Texti bókarinnar er hinsvegar prentaður á hálfgagnsæjan, riffl- aðan pappír og við hlið textans á hverri síðu sést móta fyrir textanum á næstu síðu, þó án þess að það trufli. Formála skrifar biskup íslands, Karl Sig- urbjömsson, og segir þar meðal annars svo: „Opinberunarbókin er skráð á baksviði grimmilegra ofsókna brjálaðra, siðblindra harðstjóra. Kirkjan stóð frammi fyrir því að stjórnvöld vildu ganga endanlega milli bols og höfuðs á henni. Kirkjan stóð á Golgata grimmdar og harðýðgi, krossinn var reistur og hatursbálið logaði um allt ríkið .. „Hið auðuga og áleitna myndefni Opinber- unarbókarinnar hefur löngum yerið lista- mönnum uppspretta tjáningar. I kirkjulist- inni voru framhliðar kirkna gjarna helgaðar myndum og stefjum Opinberunarbókarinn- ar, vegna þess að framhlið kirkjunnar, vest- urhliðin, snýr mót sólarlagi og er séð sem tákn þess sem líður undir lok... Þegar Leifur Breiðfjörð fékk það verkefni að gera vesturglugga Hallgrímskirkju í Reykjavík fór ekki hjá því að hann gluggaði í Opinberunarbókina og svo sem vænta mátti hreifst hann af krafti hennar og kynngimagni myndmálsins...“ Biskupinn segir ennfremur: „Samstarf okkar hefur verið langt og gefandi, og mér dýrmætt þakkarefni. Þegar Leifur tekur að sér verkefni þá leggur hann sig allan í það, sökkvir sér ofan í umhverfi, myndheim, tákn- mál, iðkun og tjáningu sem viðfangsefninu tengist. Og í þessu eru þau reyndar samtaka hjónin. Sigríður Jóhannsdóttir, kona Leifs, er „meðhjálp við hans hæfi“ og samverka- maður og meir en það, betri helmingur og góði andi í hverju verki.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.