Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 12
JEVGENIONEGIN OG GULLOLD RÚSSNESKRAR SKÁLDSÖGU Hér er rómantísk skóld- skapardýrkun um leið og hún er borin fram rifin niður með raunsæislegri skoðun á möguleikum persónunnar. Höfund- urinn er ekki heimssmiður sem gerir rétt sem honum þóknast, heldur samtíðar- maður persónanna, stendur við hlið þeirra, hugsar upphótt unn þær, kannar möguleika |: >eirra ón þess að gleypa þær. ALEXANDER Púshkín fæddist fyrir 200 árum og eins og allir hafa marg- sagt á þessu afmælisári þá er hann þjóðskáld Rússa. Það er eitt af því fáa sem Rússar geta sameinast um. í vor leið var gerð skoðanakönnun meðal Rússa á því hvern þeir vildu helst kjósa sér til forseta og meir en helmingur þeirra sem svöruðu völdu Púshkín. Sá stjórnmálamaður úr samtíman- um sem næst honum komst fékk um 20% svara og Jeltsín komst varla á blað. Margar stoðir renna undir frægð Pús- hkíns en fyrst sú, að hann er blátt áfram hið snjalla skáld sem kemur fram á réttum tíma. Skáld sem færir í orð hugsun og tilfínningu með einföldum og látlausum hætti og um leið þannig, að lesandinn sér heiminn nýjum augum: vor og haust, ást og missi, gleði og trega, allt þetta sem allir kannast við en hafa beðið eftir að einhver legði yfir blessun meiriháttar skáldskapar. Þegar slíkt skáld birtist í fyrsta sinn fæst um leið staðfesting á því að þjóð hans kunni að yrkja. í heila öld fyrir daga Púshkíns reyndu Rússar að læra að yrkja á evrópska vísu, læra á bragarhætti og veraldleg yrkisefni eftir að ritað mál hafði að mestu þjónað þörfum kirkjunnar um langt skeið. Púshkín tekur við þeirri reynslu sem skáldin söfnuðu á átjándu öld og rekur hið sanna smiðshögg á hana, losar skáldskaparmálið undan stirðleika, óþarfri forneskju sem og ofríki erlendra fyrir- mynda. Tími prósans er kominn Ailt hefur sinn tíma og Rússar þurftu ekki aðeins að læra að yrkja. Þeir þurftu einnig að læra að skrifa sögur - og inn á það svið bókmenntanna voru þeir ekki langt gengnir um 1820 þegar Púshkín var að öðlast nafn sem ljóðskáld. Að vísu var það komið í tísku að skrifa rómantísk söguljóð að fyrirmynd Byrons - en skáldsagan var varla til orðin. Hún hefur náð vinsældum, en hún nýtur enn ekki virðingar, hún er innflutt, fáir Rússar sýsla við sagnagerð. „Ætti ég kannski að lít- illækka mig með því að fást við auðmjúkan prósa?“ spyr Púshkín í Evgengij Onegin (3. kap. 13. erindi) Sjálfur hafði hann undarlega snemma (eða um 1830) komist að þeirri nið- urstöðu, að ljóðlistin væri komin í kreppu vegna þess „að allir hættu að hlusta á ljóð : eftir að allir fóru að yrkja“. Honum finnst að ljóðlistin sé farin að ganga hugsunarlaust fyrir eigin tæknikunnáttu, rímorðin elti hvert annað af gömlum vana: ef einhver nefnir ljúbov (ást) þá vita allir að næst kem- ur krov (blóð). Og þjóðskáldið telur mikla nauðsyn á að menn snúi sér að sagnagerð í óbundnu máli, vegna þess að þá komist skáldin ekki upp með að fela andlegan tóm- leika í rími - óbundið mál kalli á „hugsun og aftur hugsun".1 Enda var sú raunin á, að síðustu ár skammrar ævi sneri Púshkín sér í vaxandi mæli að óbundnu máli. En áður en svo fór hafði hann árum saman (1824-1831) unnið að skáldsögu í ljóðum, Evgeníj Onegín, sem er hans frægasta verk. Þessi saga er í senn merkilegur áfangi á ferli Púshkíns sjálfs frá huglægum, ljóðrænum skáldskap, til sögu þar sem fleiri raddir heyrast en höfundar - og um leið er verkið upphaf gullaldar hinnar rússnesku skáldsögu, brú á milli ljóðs og skáldsögu bæði fyrir hann sjálfan að ganga eftir og rússneskar bókmenntir í heild. Ómerkileg saga? I Jevgeníj Onegín er sögð mjög einföld saga. Margir þekkja hana af óperu Tsjajkovskijs, sem hér hefur verið flutt, en rétt er samt að rifja hana upp í fáeinum orð- um: Jevgeníj Onegín er ungur aðalsmaður frá Pétursborg, leiður orðinn á sjálfum sér, samkvæmislífi, kvennafari og öðrum skemmtunum: Engu tók hann eftirlengur ekkert tók hann nærri sér (1.38) Hann erfir óðal uppi í sveit, kynnist þar Lenskíj, ungu og rómantísku skáldi sem elskar ofurheitt unga stúlku sem Olga heit- ir. Systir Olgu, Tatjana, hrífst af Onegín og játar honum ást sína í einlægu bréfi. Onegín vísar Tatjönu frá sér og les henni pistilinn: af nokkru yfirlæti: svona má ung stúlka ekki haga sér! Skömmu síðar tekur Onegín upp á því út úr leiðindum að daðra við Olgu og ögr- ar þar með Lenskíj til einvígis. Þeir vinirnir ganga á hólm þótt þeir viti báðir að það er óþarfi og heimska og Lenskíj bíður bana. Onegín leggst í flakk. Þegar hann kemur aftur til Pétursborgar nokkrum árum síðar er Tatjana gift virðulegum hershöfðingja, og nú er skipt um hlutverk, nú verður hann ástfanginn af þessari töfrandi konu sem þar að auki er rík og fræg. Nú er það hann sem skrifar henni eldheitt ástarbréf. Tatjana ját- ar að hún elski hann enn, en vísar honum frá vegna þess að hún sé manni gefin og verði honum trú. „Hamingjan var svo nálæg og möguleg" segir hún - en hún er semsagt ekki þeim tveim ætluð. Einföld saga, sumir segja ómerkileg. Þekktur róttæklingur og myndbrjótur á seinni hluta 19. aldar, Písarév, sagði að Pús- hkín hefði misbrúkað herfilega góða hæfi- leika sína með því að reyna að gera harm- sögulegar fígúrur úr hlægilegum smámennum sögunnar sem væru að drepast úr hóglífi, leiðindum og leti.2 En Písarév er sér á parti og ásakanir hans hafa jafnan ver- ið taldar versta villutrú, jafnt í Rússlandi keisara og bolsévika. Flestir hafa ausið skáldsöguna miklu lofi - allt frá því að Bel- ínskij kallaði hana „alfræðibók um rúss- neskt mannlíf1 og þar til sovéskur bók- menntafræðingur tók svo stórt upp í sig að kalla hana „fyrstu raunsæisskáldsöguna í heimsbókmenntunum11.3 En af hverju stafar allt þetta mikla lof? í fyrsta lagi af því að mikið skáld heldur á penna sem í leikandi léttum bragarhætti, sem hann bjó til sérstaklega fyrir skáldsög- una, býður til fjölbreytilegs ljóðfagnaðar, hvort sem hann bendir á það að „andar hausti himinn víður“, lætur ást vakna með ungri stúlku eða heyrir ungt skáld kveðja fagran heim með trega. En hvort sem við reynum fleira eða færra til að sanna fyrir öðrum en rússneskumælandi lesendum skáldlegt ágæti sögunnar þá mun það ekki takast. Hið útsmogna ljóðform er hér sú hindrun sem gerir rússneskumenn að for- réttindafólki loksins (og kannski gerir það ekkert til, eða svo vitnað sé í Vladímir Nabo- kov: Besti lesandinn er eigingjarn skálkur sem kærir sig ekkert um að hleypa óviðkom- andi fólki að krásunum!). Undarleg saga Nema hvað: auðveldara mun að sýna fram á þá kosti Jevgeníjs Onegíns sem tengjast því, að hér er á ferð fágætt og sérstakt til- brigði við skáldsögu. Púshkín segir undir lok sögunnar að með- an hann vann að henni hafi sér opnast smám saman „dalj svobodnovo romana“ - víddir hinnar frjálsu skáldsögu. Og vissulega ríkir í þessu verki mikið frelsi. Ekki síst hið róm- antíska frelsi undan reglu, undan fyrir- myndum um það hvernig skáldsaga ætti að vera. Það frelsi sem Púshkín tekur sér kem- ur ekki síst fram í mjög áberandi nærveru skáldsins sjálfs í sögunni. Hann er sífellt að slíta söguþráðinn með persónulegum at- hugasemdum - stundum dapurlegum, stundum gamansömum - ýmist um sjálfan sig, persónurnar eða mannlífið yfirleitt: Sá sem lifað oghugsaðhefur hlýtur að fyrirlíta fólk (1.46) Hægt er að vera merkismaður ogmuna að snyrta neglurnar. (1.25) Skáldið gleymir hvorki ballettinum í Pét- ursborg, matseðli bestu veitingahúsa né klassískum samgönguvandræðum í Rússl- andi: ...fúna gamlar, gleymdar brýr vegir eru varla færir veggjalýs á gististöðum gefa okkur engin grið... 7.34 Púshkín gleymir ekki heldur að gera gys að sögunni sjálfri og formi hennar. Rétt eftir að hann hefur lýst haustinu fögrum hrifn- ingarorðum snýr hann við blaði og segir. „Vetur kominn, farið að frjósa“ og bætir við: jæja, fyrst lesandinn heimtar að fá hér rí- morðið rósa: - veskú: taktu við því! (4.42) Hann grípur fyrir munn sér þegar hann hef- ur leiðst út í að lýsa snotrum kvenfótum sem koma sögunni lítið við: hættu þessu, þetta er nóg þinni flónsku ersómi sýndur 7.52 og biður sagngyðjuna stundum að halda aftur af sér svo hann hlaupi ekki út og suður (7.55) Að sumu leyti minnir aðferð Púshkíns á þá uppreisn gegn reglulegri sögu sem finna má þegar í átjándu aldar skáldsögum hjá mönnum eins og Laurence Sterne (Tristram Shandy) eða Diderot (Jakob forlagasinni). Eins og hjá þessum höfundum er leikurinn að söguforminu hafður til að koma að háði og húmor. Samt er flest með öðrum hætti hjá Púshkín: Sterne til dæmis kemst ekkert áfram fyrir frávikum og innskotum, sagan hverfur í duttlungum og ærslum höfundar sem engan enda taka. En hjá Púshkín er nærvera höfundar, innskot hans og útlegg- ingar fyrst og síðast til þess að bæta ein- hverju við söguna og eins og til að minna á, að þótt skáldið ætli að sýna persónum sínum fulla virðingu, þá sér hann lengra en þær, er laus við takmarkanir þeirra. Tvær raddir Frægt dæmi er eftirmáli skáldsins við einvígi þeirra Onegíns og Lenskíjs. Hvað hæfir betur rómantískri skáldsögu en sorg- legur dauði þessa eldhuga? Lenskíj er eins og persónugervingur hins göfuga skáld- skapar sem lágkúrulegur heimur hlýtur að hafna - og þegar hann fellur í einvígi við vin sinn er það táknræn staðfesting á því, að til- vera hans er svo brothætt að hann hlýtur að verða úti í hretviðrum lífsins. Þessi túlkun byggist ekki síst á tregaljóði sem Lenskíj yrkir nóttina fyrir einvígið: „Ó hvert, ó hvert er vor mitt horfið“ (6.22) Þessi elegía hefst með svipuðum hætti og Söknuður Jóhanns Jónssonar: Hvar hafa dagar lífs þíns lit sín- um glatað? - og endar á heimshryggð: ég dey og „þá gleymir heimur mér“. En svo er skoti hleypt af, Lenskíj liggur dauður eins og autt hús, hlerar fyrir glugg- um, húsfreyjan - þ.e.a.s. sálin - á burt, eng- inn veit hvert. Þá tekur Púshkín til máls í sögunni og veltir fyrir sér tveim möguleik- um á því, hvernig farið hefði fyrir skáldbróð- ur hans - ef kúla Onegíns hefði þyrmt lífi hans. Fyrst heldur hann áfram tregaljóðinu og segir á þessa leið: Má vera við höfum 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.