Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 20
 ...OGOLL .. ÞESSI EF -1 SAFNAHÚS- INUÁEG- ILSSTÖÐUM Egilsstöðum. Morgunblaðið. ^SAMSÝNING 31 listamanns verður opnuð á morgun, sunnudaginn 28. nóvember, í sýn- ingarsal í kjallara Safnahússins á Egilsstöð- um. Sýningin samanstendur af listaverkum í margvíslegu og ólíku formi; málverk, teikningar, höggmyndir, ljósmyndir, mynd- bönd, hljóðverk, póstkort og atburðir. Hug- myndin að baki sýningunni er að setja sam- an ólík birtingarform myndlistar og fá ólíka listamenn til þess að skapa marg- radda innsetningu. Þeir listamenn sem taka þátt í sýningunni eru: Anna Linda, Áslaug Thorlacius, Ásmundur Ásmundsson, Ásta Ólafsdóttir, Bruce Conkle, Daði Guðbjörns- son, Eggert Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Erla Þórarinsdóttir, Erling T.V. Klingen- berg, Finnur Arnar Arnarsson, Gabríela Friðriksdóttir, Haraldur Jónsson, Harpa Björnsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hlynur ^lallsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Hulda Hákon, Ingólfur Arnarsson, Jón Óskar, Jón Sigurðsson, Margrét H. Blöndal, Ragnheið- ur Ragnarsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Spessi, Steingrímur EyQörð og Þóroddur Bjamason. Steingrímur Eyfjörð var að vinna við að taka listaverk upp úr kössum og koma þeim fyrir. Hann er smiðurinn á bak við hug- myndina að sýningunni. Nýfluttur til Egils- staða. Langaði að setja upp sýningu í þess- um sal sem hann fann lausan. „Þetta er frekar innsetning en samsýning,“ segir ^Steingrimur. Hann kemur úr öðru um- hverfi og er vanur að setja upp sýningar. „Kannski er auðveldara fyrir mig að sýna frumkvæði á þessu sviði, héma, heldur en einhvem annan, þannig að ástæðan fyrir sýningunni er kannski einmitt sú að ein- hver nýr kemur inn í annað umhverfi og framkvæmir venjulega hluti úr sínum fyrri heimkynnum sem verða óvenjulegir á öðr- um stað. Svo em aðrir hér sem hafa fmm- kvæði á einhveiju öðm sviði. Þessi sýning er ekki sölusýning. Hún er hvorki basar né búð. Myndlist eins og hún er orðin er ekki endilega söluvara. Ef Iistamaðurinn vinnur þannig fer hann að þóknast öðmm, fer að ritskoða sjálfan sig og kikkið fer í að fá greitt fyrir hlutinn sem hann býr til,“ segir Steingrímur. „Fólk getur komið hingað til þess að skoða, finna újg upplifa. Fá nýtt áreiti, upplifa eitthvað annað en það er vant í daglegu lífi. Fá ann- an vinkii á lífið.“ Hann segir sýninguna vera margradda, öðmvfsi. „Við emm hér ólíkir Iistamenn að sýna ólíka hluti. Á þessari sýningu er fjöibreytileiki, þannig er vemleikinn," segir Steingrímur. Sýningin stendur til 18. desember og er opin alla virka daga frá 9-17. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Steingrímur Eyfjörð, einn úr hópi 31 listamanns sem sýna verk sín í Safnahúsinu ó Egilsstöðum, ó sýningu sem stendur fram yfir miðjan desember. FLÓKIOG GLER Borgarnes. Morgunblaðið. í SAFNAHÚSI Borgarfjarðar í Borgarnesi stendur nú sýning á verkum úr ullarflóka, hvalbeinum og gleri. Þar sýna listakonurn- ar Ólöf Sig. Davíðsdóttir og Snjólaug Guð- mundsdóttir verk sín og verður sýningin öpin alla daga fram til 3. desember n.k. Það gætir mikilla andstæðna í verkum þeirra, því Snjólaug vinnur úr mjúkri ull en Ólöf vinnur sín verk úr gleri og hvalbeini. Verk Snjólaugar eru unnin úr ull sem hún notar eingöngu við gerð landslags- mynda sinna. Aðspurð um verklagið sagði Snjólaug að þessi vinnsla væri elsta aðferð- in við vinnslu úr ull sem til væri. „Það er tekinn ullarkemba sem maður bleytir og sápuber og nuddar síðan þar til hún verður hreinn flóki.“ „Þetta er fyrsta samsýningin mín en ég hef áður haldið þrjár einkasýn- ingar og einnig oft verið þátttakandi í sýn- ingum handverkafólks", sagði Snjólaug. Ólöf Sig. Davíðsdóttir glerlistakona sýnir verk sem hún hefur unnið að á s.l. fimm ár- um. Flest verkanna eru glerverk en einnig eru verk þar sem hún notast við hvalbein og gler. Kvaðst | Olöf notast við brotið rúðug- ler sem hún fengi hjá tryggingarfélögum og því væri um umhverfisvæna endurvinnslu að ræða við gerð verkanna. Hún bræðir glerið í ofni og mótar það síðan í verkin. | A sýningunni mátti sjá glerskálar af ýmsum Morgunblaðið/Theodór Ólöf Sig. Davíðsdóttir glerlistakona við eitt af hvalbeinsverkum sínum. stærðum og einnig bárað gler er svipaði til bárujárns. Þetta er fyrsta samsýning Óla- Snjólaug Guðmundsdóttir við eina af myndum sínum sem eru unnar úr ullarflóka. far en hún hefur áður haldið þrjár einka- sýningar. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.