Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 16
MOZART HINN MIKLI Sigurður Bragason syngur Mozart-aríur við undirleik Baltnesku fílharmóníunnar á nýútkominni geislaplötu. ORRI PÁLL ORMARSSON tók hús á barítonsöngvar- anum sem hefur sitthvað fleira á sinni könnu , svo sem undirbúning tónleika ásamtÓlafi Elíassyni í Bretlandi og Carnegie 1 Hall í Bandaríkjunum á næsta ári, auk þess sem h íann er að leggja upp í Vetrarferð. „ÁSTÆÐAN fyrir því að ég geri þessa plötu er einföld: Mozart er mesta óperutónskáld sögunnar í mínum huga. Eg hef lengi haldið upp á þessar aríur og langað að gera plötu með þeim. Eg hef sungið margar þeirra á kon- sertum og í öðrum upptökum, meðal annars úr Cosi fan tutte í útvarpsupptöku með Sin- fóníuhljómsveit Islands, en það er virkilega ánægjulegt að hafa þær nú allar á einum stað í nýjum upptökum,“ segir Sigurður Bragason barítonsöngvari en út er komin geislaplatan Forleikir og aríur, þar sem hann syngur Mozart-aríur við undirleik Baltnesku íílharm- óníunnar í Ríga. Hljómsveitarstjóri er Guð- mundur Emilsson. Tilurð plötunnar er sú að í júní á síðasta ári hélt Sigurður til Rígu í boði Guðmundar til að syngja á hátíðartónleikum Baltnesku fílharm- óníunnar til heiðurs Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, og Guntis Ulmanis, J)áverandi forseta Lettlands. Með í för var Ámesinga- kórinn í Reykjavík en Ríkislistakórinn í Rígu kom einnig fram á tónleikunum sem Guð- mundur stjórnaði. I framhaldi af tónleikunum fóru fram hljóðritanir. „Það var mjög gaman að gera þessar hljóð- ritanir," segir Sigurður og lætur hugann reika til baka. „Við vorum í kirkju í gömlu hverfi í borginni og það var í einu orði sagt ævintýra- legt að koma þarna, það svífur andi gamallar menningar og lista yfir vötnum. Þetta var afar eftirminnilegt." Segir Sigurður upptökur hafa gengið vel fyrir sig og ánægjulegt hafi verið að starfa með Guðmundi og hljómsveit hans ytra. „Guðmundur hefur verið listrænn stjórn- andi Baltnesku fílharmóníunnar um skeið og staðið sig frábærlega. Það er gaman að sjá hversu vel hann er kominn inn í lettneskt tónl- istarlíf. Hljómsveitin er líka alveg frábær eins og dómar sem hún hefur fengið, nú síðast í New York Times eftir tónleikaferð til Banda- ríkjanna, gefa til kynna.“ Sigurður segir plöt- una sérstaka fyrir þær sakir að þar gefi for- leikirnir alltaf forsmekkinn að efni hverrar ópeni. „Ég syng þarna aríur úr fjórum óperum eft- ir Mozart, Brúðkaupi Fígarós, Cosi fan tutte, Töfraflautunni og Don Giovanni og á undan hverri aríusyrpu flytur hljómsveitin forleikinn að viðkomandi ópera. Ég man ekki til þess að hafa séð þetta gert svona á geislaplötu áður.“ Samkvæmt klassíska stílnum Segist söngvarinn afar ánægður með út- komuna, forleikirnir skapi rétta andrúmsloft- ið fyrir aríurnar. Kveðst hann oft furða sig á því hvernig söngvarar syngja Mozart. „Maður hefur oft heyrt söngvara syngja Mozart strax á eftir til dæmis Verdi eða Puccini án þess að breyta í nokkra um stfl. Það á að mínu viti ekki við enda samdi Mozart samkvæmt klassíska stfln- um. Ég hef alltaf tengt hann þeirri hefð og kýs því að flytja hann þannig. Það kemur skýrt fram á plötunni." Að dómi Sigurðar er það tvennt sem gerir Mozart fremstan meðal jafningja á sviði óperatónlistar. „Fyrir það fyrsta er hann auðvitað stór- kostlegt tónskáld, gæddur snilligáfu. Síðan er það þetta næmi sem hann hefur fyrir leikrit- Sigurður Bragason barítonsöngvari inu og persónunum sem koma við sögu. Það er einstakt.“ Sigurður segir Mozart erfiðastan af öllum tónskáldum, það sé hin endanlega áskorun söngvarans að glíma við tónsmíðar hans. „Tökum bara þessar fjórar óperar, þar kemur glöggt fram að hann er jafnvígur á grín og glens og dramatík. Cosi og Fígaró eru í þess- ari ítölsku gleði hefð, Töfraflautan er þýskt „singspiel" og Don Giovanni er hádramatísk ópera. Persónurnar sem ég túlka era líka jafn misjafnar og þær era margar. Ég veit ekki hvað er skemmtilegast að draga fram, glettn- ina, grínið og kostulegheitin í Papagenó, kvensemina og illskuna í Don Giovanni eða undirlægjuhátt Leporellós." Reynir Axelsson hefur þýtt óperutextana á plötunni. Við sama tækifæri var tekin upp í Rígu geislaplata Árnesingakórsins í Reykjavík, Náttmál, sem kom út nú í haust en sem kunn- ugt er stjórnar Sigurður kórnum. ALLTAF EITTHVAÐ ISLENZKT MEÐ Amoldur Amorson gítarleikari heldur tónleika í ís- lensku óperunni í dag kl. 1ó. HÓLMFRÍÐUR MATT- HÍASDÓTTIR hitti Arnald að máli. Turner-verðlaunin Steve McQueen: Deadpan, 1997. Ekkert rúm fyrirTracey KVIKMYNDAGERÐARMAÐURINN Steve McQueen hlýtur Turner-verðlaun- in, þekktustu listaverðlaun Bretlands, í ár. Var þetta gert heyrinkunnugt í vikunni en McQueen skaut þar með Tracey Emin, sem spáð hafði verið sigri, ref íyrir rass en hún tefldi rúminu sínu og fylgifiskum þess, svo sem smokki, tómri áfengisflösku og óhreinum nærfatnaði, fram í keppninni. Verk McQueens samanstendur af þremur stuttmyndum, þar á meðal Deadpan, þar sem hann endurgerir gamla Buster Keaton-mynd,en í henni fellur hús- gafl yfir listamanninn án þess að hann depli auga. Glugginn verður honum nefni- lega til bjargar. McQueen, sem stendur á þrítugu, las sín fræði í Lundúnum og New York en starfar nú í Amsterdam og Berlín. Var það mál manna að keppnin hefði verið með daufara móti að þessu sinni og athygli vakti að enginn listamaður lagði til málverk. Á TÓNLEIKUNUM mun Arnaldur flytja verk af nýútkominni geislaplötu, sem gefin var út af Merlin Records á Englandi. Á plötunni era meðal annars 10 íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, partíta í e-dúr eftir J.S. Bach og 6 Bagatellur eftir Femando Sor. Amaldur hefur um árabil búið í Barcelona, þar sem hann hefur getið sér góðan orðstír fyrir gítarleik, og kennslu við Luthier tónlistarskól- ann, en þar er hann er aðstoðarskólastjóri. Auk skólans rekur Amaldur einnig gítarverslun ásamt konu sinni Alicia Alealay. Aðspurður kveður Amaldur nemendahóp sinn nokkuð fjöl- breytilegan, hann er með nemendur frá, Spáni, Danmörku, Frakklandi, Japan, Kólumbíu, og einn Islending, en meirihluti nemenda hans hef- ur haldið til Spánar gagngert til þess að sækja tíma hjá Amaldi. „Það er nóg að gera hjá mér við kennslu, skólarekstur og tónleikahald , svo ekki sé minnst á búðina, sem ég hef heldur lítil afskipti af. Ég var reyndar búinn að vera með það bak við eyrað í nokkur ár að taka upp disk, en mér fannst aldrei vera kominn rétti tíminn, það er alltaf svo mikið að gera. Það eru margir búnir að vera að reka á eftir mér með þetta dálítið lengi. Síðan gafst mér svo kostur á að fara út í þetta síðastliðið sumar og ég ákvað þá bara að drífa í því og gefa þetta út. Þetta hefur verið að geijast í mér í lengri tíma og svo bara gerðist það. Ég tók diskinn upp í Englandi hjá honum Tryggva Tryggvasyni, en hann rekur eigið fyr- irtæki, Merlin Records, og gaf diskinn út undir því merki. Tryggvi er mikill fagmaður, fyrrver- andi upptökumaður hjá Decca og sérhæfður í klassískri tónlist. Hann hefur mikla reynslu af gítartónlist og er mjög næmur á hljómgæði, þannig að það var mjög gott að vinna með hon- um, enda er ég ánægður með útkomuna." Hvernig valdir þú verkin á plötuna? „Mig langaði mjög til að leika eitthvað ís- lenskt, þó að það væri ekki í sjálfu sér höfuð- atriði, en ég hef haft það fyrir sið að hafa alltaf eitthvert íslenskt verk með á tónleikum mínum erlendis og mig langaði til að hafa eitthvað ís- lenskt á diskinum. Ég hugleiddi fyrst að leika ís- lenska nútímatónlist eins og ég hafði flutt á Myrkum Músíkdögum í janúar, en fékk svo þessi þjóðlög upp í hendumar. Þá ákvað ég að byija á því að gera disk sem að kannski væri að- gengilegri almenningi. Svo er þetta allt verk á mjög hefðbundinu tónmáli, þannig að pró- grammið passar vel saman. Það eru þijár stórar heildir á diskinum sem fara allar vel saman. Og þó að á diski geti menn valið hvað þeir vilja hlusta á hverju sinni, þá finnst mér heildin mik- ilvæg. Það er nauðsynlegt að mínu mati að hægt sé að setja diskinn á og hlusta á hann allan. En annað aðalatriðið fyrir mér var að spila tónlist sem ég hef gaman af að spila og að hlusta á.“ Það er því ekki ofsögum sagt að mikið hafi mætt á Sigurði í ferðinni. „Ekki nóg með að ég syngi á tónleikum og tæki þátt í upptökum fyrir tvær geislaplötur í Rígu, heldur hélt ég beinustu leið til Bonn að því loknu, þar sem ég söng við undirleik Vovka Ashkenazys á lista- hátíð borgarinnar. Þetta var því heilmikil ferð og ég léttist um tíu kíló í átökunum og var óþekkjanlegur við heimkomuna.“ Tónleikar í Carnegie Hall Sitthvað er í undirbúningi hjá Sigurði um þessar mundir. Ber þar hæst tónleika í ein- leikssal Carnegie Hall í New York, einu kunn- asta tónleikahúsi heims, næsta haust. „Ég söng í Carnegie Hall fyrir þremur árum. Þeir tónleikar gengu vel og síðan hefur stjórn hússins verið í sambandi við mig um það hve- nær ég vilji halda aðra tónleika þar. Ráðgert er að ég syngi þarna í nóvember á næsta ári og með í för verður ungur virtúós, Ólafur El- íasson píanóleikari." Samstarf Sigurðar og Ólafs er nýtt af nál- inni og munu þeir koma í fyrsta sinn fram saman opinberlega á 17 tónleikum í röðinni „Tónlist fyrir alla“ sem menntamálaráðuneyt- ið stendur fyrir í skólum landsins. Síðan stendur til að fara í tónleikaferð til Lundúna næsta haust. Félagarnir verða með sömu efnisskrá á öll- um þessum stöðum. Ber hún yfirskriftina From Romanticism to Rebellion, eða Frá rómantík til uppreisnar. Tefla þeir þar fram fjórum tónskáldum, ís- lendingunum Páli Isólfssyni og Jóni Leifs og Rússunum Modest Músorgskíj og Piotr Tsjajkovskíj. „Állt era þetta frábær tónskáld, hvert á sinn hátt. Tsjajkovskíj og Músorgskíj vora samtímamenn en þróuðust hvor í sína áttina, sama má segja um Pál og Jón. Við leikum okk- ur svolítið með þessar andstæður. Það verður mjög spennandi að takast á við þessa efnis- skrá.“ Og ekki hlakkar Sigurður minna til annars verkefnis sem er í bígerð. „Ég ætla að fara að hella mér út í Vetrarferðina eftir Schubert. Þó svo ég hafi sungið marga af stærstu ljóða- flokkum tónbókmenntanna hef ég aldrei sung- ið hana í heild opinberlega, bara fyrir sjálfan mig. En nú finnst mér vera rétti tíminn og ég ætla að gefa mér góðan tíma til að undirbúa mig. Það verður í fyrsta lagi árið 2001 að ég syng Vetrarferðina opinberlega." Arnaldur Arnarson Þetta era mjög skemmtileg verk og óvenju- legar útsetningar. „Já, ég hafði mjög gaman af að flytja þessi þjóðlög. Mig hefur langað til þess í mörg ár. Við Jón Ásgeirsson töluðum fyrst um þetta 1992 og ég held að hann hafi líka haft þetta bak við eyr- að fyrir mig. Hann útsetti þessi þjóðlög iyrir ári síðan og ég framflutti fyrstu lögin um það leyti.“ Ertu ánægður með útkomuna? „Ég á svolítið erfitt með að fá næga fjarlægð til þess að njóta tónlistarinnar. Þegar ég hlusta á diskinn þá heyri ég náttúralega aðallega hljóð- færaleikinn. Það er alltaf svolítið sérkennilegt að hlusta á sjálfan sig og mér finnst ég alltaf heyra eitthvað sem gæti farið betur, eða sem ég hefði getað gert á annan hátt. En í heild þá er ég mjög ánægður með útkomuna." 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.