Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 2
Nýiistasafnið Verk á sýningunni Samræóur við safneign. Samræð- ur við safneign SAMRÆÐUR við safneign er yfirskrift sýningar á verkum úr eigu Nýlistasafns- ins sem opnuð verður þar á bæ í dag kl. 16. Kveikjan að sýningunni eru árþús- undaskiptin og tvítugsafmæli safnsins fyrir tveimur árum. Akvað stjóm safns- ins að bjóða fimm ungum listamönnum að taka að sér umsjón sýningarinnar með það fyrir augum að kynnast sýn þeirra á listaverkaeign safnsins. Sýningin er afrakstur þessa stefnu- móts, þar sem ólíkar hugmyndir hafa fengið að njóta sín, án þess að dæmt sé né vegið. „Samræðan er sá lykill sem býr henni að baki, því innan samræðunnar er rúm fyrir fjölbreyttar niðurstöður, þar sem hvert svar er aðeins einn möguleika af mörgum,“ segir í frétt frá safninu. „Sýningin er margradda og á henni mæt- ast verk úr listaverkaeigu safnsins og verk umsjónarmannanna sjálfra. Þannig er henni ætlað að vísa í senn á nútíð og fortíð - jafnt til fornrar samdrykkju sem til spjallrása samtímans.“ Sýningarstjórar eru Alda Sigurðar- dóttir, Benedikt Kristþórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Ingirafn Steinar- sson og Sigurbjörg Eiðsdóttir. Sýningin stendur til 13. febrúar. Vigdís í nefnd um ný leiklistarverðlaun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VIGDÍS Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti íslands hefur tekið sæti í nýrri nefnd, sem efla á sam- starf milli danska Konunglega leikhússins, Þjóðleikhússins norska og sænska Dramaten. Samstarfið felst í veitingu leiklist- arverðlauna og gestasýninga milli húsanna. Norski Sat Sapienti- sjóðurinn mun leggja til verð- launaféð. Samstarf húsanna þriggja hef- ur lengi verið til umræðu, en nú hefur það fengið á sig fasta mynd. Kjaminn í því verða leiklistar- verðlaun upp á 800 þúsund dansk- ar krónur, tæpar níu milljónir ís- lenskra króna. Höfuðverðlaunin nema 500 þúsund dönskum krón- um og verða árlega veitt einni sýn- ingu í einhverju hinna þriggja leikhúsa. Verð- launaféð rennur til viðkomandi leikhúss og verður notað til að hægt sé að sýna verðlauna- sýninguna í gestaleik í hinum húsunum tveimur. Auk þessara verðlauna verða veitt þrenn verðlaun upp á 100 þúsund danskar krónur hver, rúma eina milljón íslenskra króna. Ein verðlaunin verða til leikara eða leikstjóra, önnur til leikhöfundar og þriðju verðlaunin eru ekki tengd ákveðnu efni. Með Vigdísi í nefndinni eru þau Thorvald Stoltenberg íyrrum ut- anríkisráðherra Norðmanna, sænski rithöfundurinn Kerstin Ekman, leikhússtjórarnir Michael Christiansen, Ellen Hom og Ing- rid Dahlberg og Norðmaðurinn Erling Lind, sem er formaður Sat Sapienti-sjóðsins. Sjóðurinn hefur yfir að ráða um 100 milljónum norskra króna. Sjóðurinn var stofnaður á sínum tíma íyrir fé, sem fékkst þegar norska sælgætisfyrirtækið Freia- Marabou var selt bandarískum að- ilum. Fyrirtækið hafði verið í fjölskyldueigu og fjölskyldan hefur enn umsjón með sjóðnum. Sjóðurinn hefur lagt fram fimm milljónir danskra króna til verðlaunanna, sem dugir til að reka samstarfið í um þijú ár. Að þeim tíma liðn- um verður leitað til annarra aðila um framlag. Vigdís Finnbogadóttir Gallerí Smíðar og skart Freyja Onundar- dóttir sýnir FREYJA Önundardóttir opnar sýn- ingu í dag í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A, milli kl. 14 og 16. Sýningin verður opin til 11. febrúar. Opnunartímar eru frá 10 til 18 virka daga og 10 til 14 laugardaga. Freyja er stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri. Hún nam við Mynd- listarskólann á Akureyri 1988 til 1992. Freyja hefur starfað að myndlist frá því að námi lauk. Hún er einn af stofn- félögum Gilfélagsins á Akureyri og er félagi í FÍM. Freyja hefur sýnt verk sín víða hér- lendis, t.d. í Reylqavík og á Akureyri. VIÐURKENNING ÚR SJÓÐI RICHARDS SERRA Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður þakkar fyrir sig en hann hlaut viðurkenníngu úr Sjóði Richards Serra. Við hlið hans stendur Ólafur Kvaran, formaður stjórnar sjóðsins. FJALLAÐ UM FRUM- KRAFTANA HALLDÓR Ásgeirsson myndlistarmaður hlaut í vikunni viðurkenningu ásamt ávísun að upphæð 400.000 kr. úr Sjóði Riehards Serra. I áliti stjórnar sjóðsins segir m.a.: „Halldór Ásgeirsson fæddist árið 1956 og stundaði nám í myndlist í París á árunum 1977-80 og 1983- 1986. Segja má að hann hafi strax í upphafi markað sér ákveðna sérstöðu, þegar flestir af hans kynslóð stunduðu nám í Hollandi eða Þýskalandi þá fór hann til Parísar og í náms- ferðir til Mexíkó og Indlands. List Halldórs er í heild sinni fjölbreytileg hvað varðar tjáningar- form. Hann velur sér þann efnivið eða fram- setningu sem er í samræmi við hugmyndalegt markmið eða innihald. Hann fæst þess vegna jöfnum höndum við málverk, þrívíddarverk, Ijósmyndir eða gjöminga. í list Halldórs er að öllu jöfnu fjallað um hin stóru svið eða frum- krafta í tilveru okkar. I upphafi ferils hans þeg- ar verk hans höfðu sterk einkenni myndskriftar eða myndræns tungumáls með skírskotun í framandi menningarheim skapaði hann sér sér- staka goðsögulega veröld sem hefur til að bera bæði leyndar og Ijósar merkingar en einnig sterk og áleitin fagurfræðileg gildi. Verk af þessum toga sýndi hann m.a. í Nýlistasafninu árið 1985 og á stórri sýningu á Kjarvalsstöðum 1989. Þessi árekstur ólíkra menningarheima sem lesa má út úr þessum verkum, umfjöllun um frumtákn og frumkrafta, finnur sér annan farveg í list hans á seinni árum. Þar er spurt áleitinna spuminga um frumöflin í náttúmnni eins og eldinn, reykinn eða hraunið. I þessum merkingam'ku verkum er m.a. fjallað um sam- band efnis og lifs og samband menningar og náttúm. Verk af þessum toga birtust m.a. á sýningu hans í Nýlistasafninu 1991, sem bar yf- irskriftina Sæfarar skóganna, og sýningu hans á Kjarvalsstöðum 1995.“ Þetta er í fjórða sinn sem veitt er viðurkenn- ing úr sjóðnum en hann var stofnaður árið 1990 að tilhlutan bandaríska myndhöggvarans Richards Serra í tilefni þess að verk hans, Áfangar, var reist í Viðey. Þá ákvað Serra að gefa íslensku þjóðinni andvirði verksins en Listahátíð í Reykjavík, Reykjavíkurborg og Listasafn Islands tóku að sér að reisa það og stofna sjóð sem ber nafn hans. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er tilgangur hans að efla höggmyndalist á Islandi með því að styrkja og hvetja myndhöggvara. Stjórn sjóðsins skipa Ólafur Kvaran frá Listasafni Islands, Guðrún Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Sól- veig Eggertsdótth- frá Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Til 23. jan. Galleri(a)hlemmur.is: Særún Stefáns- dóttir. Til 30. jan. Gallerí Nema hvað: Olga Pálsdóttir. Til 30. janúar. Gallerí On o One: Ráðhildur Ingadóttir. Til 8. febr. Gallerí Sævars Karls: Samsýning. Til 22. jan. Gerðarsafn: Verk úr safni Þorvaldar Guðmundssonar. Til 30. jan. Hafnarborg: Bjarne Werner Soren- sen. Til 24. jan. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingðlfsstræti 8: Ola Kolehmainen. Til 23. jan. íslensk grafík, Tryggvagata 17, (hafnarmegin) Þriðja árs grafjknemar. Til 30. jan. Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Vignir Jóhannsson. Til 23. jan. Arinstofa: Ný aðföng. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í jan. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Lok- að í janúar. Nýlistasafnið: Sýning á verkum úr eigu safnsins. Til 13. febrúar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Stöðlakot: Messíana Tómasdóttir. Til 6. febrúar. Grímur Marinó Steindórs- son í útisýningarsvæði. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum landsins má finna á slóðinni www.umm.is undir „Fréttir". TONLIST Laugardagur Sinfónían: Beethoven. Sinfóníur nr. 1 og 9. Kl. 16. Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: Píanótónleikar. Miklos Dalmay. Kl. 20.30. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: Óður steinsins, myndir, ljóð og tónar, Kristján Ein- arsson, Atli Heimir Sveinsson, Arnar Jónsson, Jónas Ingimundarson, Ágúst Jónsson. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Söngtónleikar (endurfluttir). Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. Miðvikudagur Salurinn, Kópavogi: Ljóðatónleikar Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur kl. 20.30. Föstudagur Salurinn, Kópavogi: Söngtónleikar (endurfluttir). Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Gullna hliðið, fös. 28. janúar. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 23. jan. Krítarhringurinn í Kákasus, fim. 27. janúar. Tveir tvöfaldir, laug. 29. jan. Borgarleikhúsið: Djöflarnir: sun. 23., fös. 28. jan. Bláa herbergið, sun. 30. jan.. Litla hryllingsbúðin, lau. 22., fim. 27. jan. Sex í sveit, miðv. 26. jan. Afaspil sun. 23. jan. Leitin að vísbendingu..., laug. 22. jan. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 27. jan. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 22., mið. 26. jan. Frankie & Johnny, fim. 17. jan. Hafnarfjarðarleikliúsið: Salka, ástar- saga, laug. 22., fös. 28. jan. Loftkastalinn: Panodil, frumsýn. miðv. 26. jan. Ég var einu sinni nörd: fös. 28. jan. Kaffileikhúsið: Ó-þessi þjóð, lau. 22., fös. 28. jan. íslenska óperan: Baneitrað samband, laug. 22. jan. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist fyrir kl. 16 á miðvikud. merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.