Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 11
Landeign Valþjófsstaðar Eins og fyrr getur var aðalkirkja sveitarinn- ar fyrst á Bessastöðum, en árið 1306 tekur Val- þjófsstaðakirkja við því hlutverki, þegar Val- þjófsstaður var gerður að „stað“. Prestar hafa setið á Valþjófsstað a.m.k. frá því um 1300, og er svo enn. Valþjófsstaðakirkja auðgaðist fljótt af löndum og lausum aurum, og náði smám saman eignarhaldi á öllum afréttum milli Fljótsdals og Jökuldals, þar með töldum Hrafnkelsdal, auk nokkurra jarða í Suðurdal og Norðurdal. Jarðirnar hafa gengið undan kirkjunni, en hún er enn talin eigandi afrétt- anna. Samkvæmt gamalli hefð skiptast afréttir Valþjófsstaðar í tvo hluta. Austan Snæfells og fellanna norðan og sunnan þess, er afréttin „Undir Fellum“, sem telja má að nái frá Öxará inn að Vatnajökli, og eru austurmörkin við Jök- ulsá í Fljótsdal. A því svæði eru Eyjabakkar, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfama mánuði, vegna fyrirhugaðrar virkjunar Jökuls- ár. Eyjabakkar eru flæðislétta, um 50 km2 að flatarmáli, þar sem Jökulsá kvíslast milli vel gróinna bakka, og þykir þar einstaklega fagurt land. Þar er stærsti „fellistaður" heiðagæsa á jörðinni. (Sjá Lesbók Mbl. 24. okt. 1998 og tím- aritið Gletting 2-3. tbl., 8. árg., 1998). Undir Fellum eru tveir gangnakofar, Laugakofí og Hálskofí (Sjá Múlaþing 25, 1998 og 26, 1999). Við Laugakofa er baðlaug. Vestan Snæfells og Snæfellshnjúka eru Vesturöræfí, víðlent og vel gróið afréttarland, með miklu votlendi og ótal tjörnum, og nær að Jökulsá á Dal. Vestasti hlutinn kallast Háls, og er mikilvægt burðarsvæði hreindýra. Á Vest- uröræfum eru Sauðárkofi (Sauðakofi), og Snæfellsskáli vestan undir Snæfelli. Vesturör- æfi eru í Jökuldalshreppi, en hafa mest verið nýtt af Fljótsdælingum, sem sjá um fjallskil þar. Við Hálsinn er fyrirhugað að gera gríðar- mikið uppistöðulón („Hálslón"), ef til virkjunar kemur í Jökulsá á Dal við Kárahnjúka. „Dýrt er Drottins orðið" I gamalli þjóðsögu greinir frá 18 útileguþjóf- um, er settust að í helli í Þjófadal sunnan undir Snæfelli. Aðeins fjórir eru nafngreindir, og hét einn þeirra Valþjófur. Létu þeir greipar sópa um sauðfé Fljótsdælinga, og þótti byggða- mönnum illt að búa við það hlutskipti. Þá var sá prestur á Valþjófsstað er Svarthöfði hét, og átti son og dóttur frumvaxta. Eitt sinn þegar þessi mál voru rædd á sveitarfundi, kvaðst prestur sjá ráð til að koma þjófunum í hendur byggðamanna og bað þá taka mannalega við, og hétu þeir því. Skömmu seinna fréttist að prestssonur hefði framið hræðilegan glæp og væri horfinn til fjalla. Fór hann á fund útilegumanna, og tóku þeir við honum eftir miklar fortölur. Var hann þai- veturinn eftir og ávann sér traust þeirra. Fór hann þá að ámálga við þá, að fara til byggða og sækja sér konur, því að þeim væri daufleg vistin kvenmannslausir. Samsinntu þeir því, og báðu hann finna ráð til þess. Prestsson kvað vænlegast að ráðast til atlögu á hvítasunnudag, þegar allt fólk væri við messu í Valþjófsstaðakirkju. Var það svo afráðið. Tókst honum að koma boðum til byggða- manna. Á hvítasunnudag fóru allir hinir hraustustu menn til kirkjunnar, og sátu þar í kvenfötum, alvopnaðir innan klæða. Komu þá ræningjar og greiddu atgöngu, en skildu vopn sín eftir úti, því þá grunaði ekki að þar væri nein fyrirstaða. Upphófst þá bardagi og er ekki að orðlengja að byggðamenn höfðu betur og drápu flesta ræningjana þar í kirkjunni, en nokkra eltu þeir til fjalls og unnu á þeim þar, sem ýmis örnefni votta. Valþjófur varðist lengst, með því að hlaupa bita af bita í kirkjunni, og var rómuð hreysti hans, en eng- inn má við margnum. Er svo að skilja að bær- inn hafa síðan dregið nafn af honum. Utilegumenn þessir voru dysjaðir sunnan garðs á Valþjófsstað, og voru þar sýnd leiði þeirra til skamms tíma, og kölluð Þjófadys eða Þrælaleiði. „Sannaðist á þeim, ef sagan er sönn, að dýrt er Drottins orðið,“ ritar Gunnai- skáld (Árbók FÍ 1944). (Sögnin ai' Snæfells- þjófunum. Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar IX, 165-170). Glæsilega búin fornkona Um aldamótin 1800 blés upp kuml á Val- þjófsstaðamelum, suðaustan við túnið. Séra Vigfús Ormsson kannaði kumlið og lýsti því, og sendi gripina sem þar fundust til Fornleifa- nefndai- Danmerkur. í kumlinu var mikið af ýmiss konar tölum og þrír skildir úr bronsi, gullroðnii-. Kristján Eldjárn segir þessa skildi vera skrautnælur, sem konur báru á viðhafnar- klæðum sínum. Þarna hefur því verið jarðsett hefðavkona með sínu besta skarti. Þessi rannsókn Vigfúsar er með því fyrsta sem gert var í því efni hérlendis. Ýmislegt hef- ur verið ritað um þennan fornleifafund, og gripirnir eru geymdiI• í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn (Nationalmuseet). (Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé o.fl.) Ljósm.: Greinarhöf. Valþjófsstaður í Fljótsdal Riddarinn og Ijónið (Valþjófsstaðahurðin) Mesta frægð hefur Valþjófsstaður hlotið fyr- ir útihurð eina gamla og fagurlega útskorna með myndum, sem kölluð er Valþjófsstaða- hurðin. Hún er nú vandlega geymd í Þjóð- minjasafninu í Reylg'avík, en Halldór Sigurðs- son myndskeri á Miðhúsum smíðaði og skar út nákvæma eftirlíkingu hennar, sem gefin var hinni nýju Valþjófsstaðakirkju, þegar hún var vígð árið 1966, og er hún þar fyrir innri dyrum. Valþjófsstaðahurðin er frægust íslenskra forngripa, ef handritin eru undan skilin, segir Kristján Eldjárn í Afmælisriti Þjóðminjasafns- ins 1973. Fjöldi lærðra ritgerða hefur verið saminn um hurðina, og jafnvel heilar bækur. Til þess liggja ýmsar ástæður. í fyrsta lagi ald- urinn, því hurðin er talin vera skorin um eða upp úr aldamótunum 1200, og er því með elstu tréskurðarverkum í Evrópu. í öðru lagi er myndmál hurðarinnar afar merkilegt. Á henni eru tveir kringlóttir fletii- með útskurði. í þeim efri er eldgömul frönsk riddarasaga færð í myndrænan búning: Riddari leggur flugreka í gegn með sverði sínu og bjargar þannig Ijóni sem drekinn hafði hremmt. Eftir það fylgir ljónið lífgjafa sínum til veiða eins og tryggur hundur og sést að lokum deyjandi á gröf hans. Á legsteininn er ritað með rúnum: „Sjá inn ríka konung - hér grafinn - er vá dreka þenna.“ Á neðri kringlunni eru fjórir sams konar flug- drekar, fléttaðir saman. Bítur hver þeirra í sporð sér, en klærnar tengjast saman í miðju. Þar er líkt og óskapnaðurinn sé bundinn í fjötra. Hin guðlega regla nær yfirhöndinni, enda telja fræðimenn að „hinn ríki konungur" sé enginn annar en frelsarinn Jesús Kristur. Hurðin er fyrst nefnd í vísitasíu Brynjólfs biskups 1641, og er þá fyrir hinni gömlu og veg- legu timburkirkju, sem fyrr var nefnd. A fyrri hluta 18. aldar var byggð torfkfrkja í hennar stað. Þá halda menn að hurðin hafi verið stytt um þriðjung, og einn myndflötur tekinn af henni. Áidð 1851 (eða 1852?) var Valþjófsstaða- hurðin seld Þjóðminjasafni Danmerkur í Kaupmannahöfn, og fékk kirkjan í staðinn nýja hurð og tvo „álnarstjaka11, sem enn prýða altari hennar, en munu ekki vera til margra fiska metnir. Rauðviðarskólinn Sú saga gekk í Fljótsdal, að hurðin hefði upphaflega verið fyrir mikilli skálabyggingu, sem í margar aldir stóð á Valþjófsstað, og menn héldu að fornkappinn Þórður hreða hefði smíðað. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja, og útidyi- svo stórar, að sagt var að Skálholts- biskup og sveinar hans hefðu riðið þar inn með alvæpni. Þessi mikla bygging stóð fram á miðja 18. öld, og er til lýsing af henni frá þeim tíma. Skál- Teikning af íslenskum skála, sem birtist í 1. útg. Gunnlaugs sögu Ormstungu (Kh.1775). Finnur N. Karlsson, kennari við ME, telur að þessi teikning sé gerð með skálann á Val- þjófsstað sem fyrirmynd. Skálinn stóð fram til árslns 1800. inn var þá 17 m að lengd, 6 m breiður og 4,6 m hár um mæninn. Honum var skipt með þili í tvo misstóra hluta. „Allir veggirnir niður að gólfí voru þiljaðir borðum úr eins konar við, sem mikið rak afhér við landið ígamla daga, og nefndist „rauðavið- ur“. Úr þesskonai• trjám var yfírbyggingin undir þakinu, sömuleiðis undir þverbitunum, og báðar hurðir á húsinu. En öll undirtré voru úr norsku timbri, sem fyrrum var vant að flytja hingað, höggvið á undan.“ Minni hluti skálans var „hafður fyrir drykkjustofu, og voru þar haldin bníðkaup, eða önnur hátíðleg samkvæmi." Þar voru tvö rúm, afþiljuð, er nefnd voru „múkalokrekkjur", með kringlóttum dyrum og útskm'ður í kring- um þær. I stærri hlutanum voru 12 hvílurúm, 6 hvoru megin, þar af fjórar lokrekkjur, sumar prýddar skurði. „Gluggarnir voru 4 kringlótt op efst á þakinu, eins og sagt er að sé á sumum bóndabæjum í Noregi." Þegar þessi lýsing var skrifuð, líklega um 1750, hafði veisluskálanum nýlega verið breytt í „vanalega stofu, með glergluggum". Skálinn var líklega rifinn laust fyrir aldamótin 1800. Er líklegt að hann hafi þá verið elsta timburbygg- ing á íslandi. í fyrstu útgáfu af Gunnlaugs sögu ormstungu (Hafniæ 1775), er teikning af skála, sem á að vera gerð eftir lýsingu skálans á Val- þjófsstað, en ekki ber henni alveg saman við lýsinguna. „Rauðaviðurinn" var líklega lerki. „Myndskerinn mikli fró Valþjófsstað" Árið 1939 birti Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður grein með þessum titli í Alþýðu- blaðinu. Með hugvitssamlegri röksemdafærslu setur hann fram þá skoðun sína, að Randalín Fillipusdóttir, ekkja Odds Þórarinssonar, á Valþjófsstað hafi skorið út Valþjófsstaðahurð- ina kringum 1250. Þessi tilgáta tengist hug- myndum hans um Þorvarð Þórarinsson, mág Randalínai', sem höfund Njálu. Telur hann að Þorvarður hafi notað persónur úr samtímanum í söguna, eins og skáldsagnahöfundar gera nú, og bendir á líkingu Randalínar við Hildigunni Starkaðardóttur í Njálu, en um hana segir sag- an: „Hún var svo hög, að fáar konur voru þær er hagari voru.“ Auk þess telur Barði að Odda- verjar hafi rækt hina evrópsku riddarasögu- hefð meira en aðrar íslenskar ættir. Randalín var líka afkomandi Magnúsar konungs ber- fætts, sem hafði ljón í skjaldarmerki sínu. Rögnvaldur Erlingsson frá Víðivöllum hefur rökstutt þessa tilgátu Barða enn frekar. Hann bendfr á að Randalín hafi gefið Skálholtskirkju mestallar eigur sínar, til að Oddur ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.