Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 6
OLLUM KOM HANN TIL NOKKURS ÞROSKA Við vígslu minnisvarðans. Viðstaddir sungu „Heim yfir hæð og sund“, en Jón Hj. Jónsson stjórnaði. Hópurinn sem annaðist undirbúning: Óii Kr. Jónsson, Þuríður J. Kristjánsdóttir og Hjörtur Þórar- insson ásamt börnum Freysteins, Guðrúnu og Sigmundi. EFTIR ÞURÍÐIJ. KRISTJÁNSDÓTTUR Þess var minnst á síðastliðnu sumri að 107 ár voru liðin frá fæðingu Freysteins Gunnarssonar, skólastióra Kennaraskólans. Honum var þá reistur minnisvarði í Hróarsholti í Flóa. Hér er minnst þessa merka skólamanns. HVER var hann þessi maður sem hér er minnst? í huga okkar flestra var hann skólastjórinn sem á sinn rólega og markvissa hátt stýrði Kennaraskólanum í röska þrjá áratugi. Hann var líka íslenskumaðurinn sem taldi kennslu í þeirri grein eitt ánægju- legasta viðfangsefni sitt. Hann var fagurkeri sem sá hvað var gott listaverk og eignaðist þar margar perlur. Hann var ræktunarmaðurinn sem ræktaði garðinn sinn í bókstaflegum skilningi. Hann var ljóðskáldið sem gaf okkur m.a. marga bestu söngtextana, enda næmur á að saman færi ljóð og lag. Hann var bókamað- urinn sem átti hið ágætasta bókasafn, sump- art bundið af honum sjálfum. Og hann var þýðandinn sem af óbrigðulli smekkvísi þýddi fjölda bóka, ekki síst fyrir börn og unglinga, og það var kannski ekki ómerkasti þátturinn í móðurmálskennslunni. Hinn 22. ágúst 1999 voru liðin 107 ár frá því Freysteinn Gunnarsson fæddist í Vola norðan við Hróarsholtslækinn, sonur hjónanna Gunn- ars Jónssonar og Guðbjargar Guðbrandsdótt- ur sem þar bjuggu. Eliefu vikna gamall flutt- ist hann yfir lækinn að Hróarsholti þar sem hann ólst upp hjá vandalausum, en samt eins og í foreldrahúsum að eigin sögn, svo vel reyndust fósturforeldrarnir honum, þau Guð- mundur Guðmundsson og Guðrún Halldórs- dóttir. I kvæðinu „Heima“ kemur hugur hans til fósturforeldranna fram. Þar segir: Hér stóð mín vagga á foldu fyrst, hér fann ég hlýjan móðurbarm. °g: Hér bjuggu og undu hann og hún, sem hófu og leiddu þroska minn. Þau Guðrún og Guðmundur gerðu ekki endasleppt við fóstursoninn því þau kostuðu hann til náms í Kennaraskólanum og Mennta- skólanum, en þar var hann raunar aðeins einn vetur, í 4. bekk, 5. og 6. bekk las hann á einu ári heima í Hróarsholti. Það hefur e.t.v. ráðið einhverju um námsleiðina að í austurbænum í Hróarsholti bjó Sigfús Thorarensen, mágur sr. Magnúsar Helgasonar, skólastjóra Kenn- araskólans. Og svo mikils mat Freysteinn sr. Magnús, og svo mikið taldi hann sig hafa lært af honum, bæði í skólanum og síðar, að telja má að það hafi verið gæfuspor að hann fór í Kennaraskólann. Og traustið var gagnkvæmt. Magnús lagði mjög mikla áherslu á að fá FREYSTEINN GUNNARSSON SKÓLASTJÓRI KENN ARASKÓLAISLANDS 1929-1982 F. AO VOIA 21. ÁBÚSI1M2 ÓLST UPPI HRÓARSHOtTl 0. 27.JÚHI «76 ÖLLUM KOM HANN TIL f NOKKURS ÞROSKA NfWEHDUR, SVEtTUHGAH OG AORIR VIHIR ÞAKKA 1 L..—_________ Áletrunin á minnisvarðanum um Freystein Gunnarsson. Freystein sem íslenskukennara að skólanum og síðar að hann yrði eftirmaður sinn við skól- ann. Hvort tveggja gekk eftir. Þegar Freyst- einn hóf störf við skólann 1921 hafði hann lok- ið guðfræðiprófi, kennt nokkuð og dvalið við menntastofnanir á Norðurlöndum til undir- búnings kennslu á framhaldsskólastigi. Það kann að virðast undarlegt að velja guðfræðing sem íslenskukennara, en Magnús vissi um þekkingu hans í þeirri grein, áhuga og smekk- vísi, og þarna var ekki tjaldað til einnar nætur, Freysteinn kenndi íslensku við Kennaraskól- ann í 41 ár og má fullyrða að þekking hans í þeirri grein var ekki minni en margra þeirra sem prófgráðu hafa í henni. Það mætti segja margt um íslenskukenna- rann og íslenskumanninn Freystein Gunnars- son, en ég ætla aðeins að minnast á eitt sem mörgum kennurum mætti vera kunnugra en það er. Þar á ég við orðasmíð hans og orðan- otkun ; þeirra dansk-íslensku orðabók sem hann endursamdi og samdi, og leyfi ég mér hér að vitna í Andrés Kristjánsson þar sem hann segir svo í inngangi að kvæðum Freyst- eins sem út voru gefin 1987: „... Það verk er afrek og ekkert minna og ber af annarri orðabókar- gerð á þeim árum í þjón- ustu við íslenska tungu ... Freysteinn lét sér ekki nægja að koma merkingu erlendra orða til skila, heldur finna og smíða ís- lensk orð sem væru auð- skilin og rökvísleg og féllu ekki aðeins að fullu í löð málsins, heldur einnig að þeirri fegurðarhefð sem mótast hafði í íslenskum bókmenntum á öldum. Þetta tókst honum svo vel að varla er hægt að sjá að honum bregðist bogalistin nokkurs staðar. Nærri liggur að segja að þessi orðabók sé bókmennta- verk fyrir þessar sakir, og hægt sé að lesa hana sér til nautnar af orðprýðinni." Þess má geta að saman höfðu þeir Freysteinn og sr. Magnús farið yfir eina próförk af hinni miklu orðabók Sigfúsar Blönd- als, bætt þar um, breytt og rökrætt, og má geta nærri hve margt hefur á því lærst. - Og hinar fjöl- mörgu bækur sem Freyst- einn þýddi bera þessari óbrigðulu smekkvísi á ís- lenskt mál ljósan vott. Skólastjórn Freysteins Gunnarssonar einkenndist af því rólega andrúmslofti sem honum var lagið að skapa kringum sig. Þegar ég lít til baka til minna skóladaga í Kennaraskól- anum þykist ég mega fullyrða að allir nem- endurnir báru virðingu fyrir honum, enginn vildi gera hinum móti skapi, enginn brjóta hin- ar óskráðu skólareglur sem við skynjuðum. Við vissum til hvers var ætlast af okkur í þeim efnum þó ekki væri farið um það mörgum orð- um. I grein sem Freysteinn skrifaði í Óðin um fósturforeldrana segir hann svo um fóstru sína: „Ekki þurfti hún að brjóta með harðri hendi til hlýðni við sig, hvort sem voru börn eða hjú. Hún var sjálf til fyrirmyndar, vildi vel og réð heilt, átti fulla virðingu heimilisfólks síns, og var því öllum kært að fara að vilja hennar.“ Er þetta ekki einmitt lýsing á stjórn Freysteins? Hann vildi vel og réð heilt, þurfti ekki að brjóta með harðri hendi til hlýðni við sig. Hann treysti nemendunum og þeir munu ekki hafa verið margir sem því trausti brugð- ust. Ef til vill þótti Freysteinn ekki alltaf nógu harður baráttumaður fyrir sínum skóla, en þar var líka við ramman reip að draga. Hann hóf sinn skólastjóraferil 1929, fyrir réttum 70 árum, í upphafi kreppunnar miklu, sem segja má að lyki ekki hér fyrr en á styrjaldarárun- um, og á þeim áratug, 1940-50, voru gerðar allmiklar breytingar á starfi skólans, einkum hvað varðaði inntökuskilyrði og námslengd, en námstími var lengdur verulega. Síðasti ára- tugur Freysteins sem skólastjóri einkenndist Minnisvarðinn um Freystein Gunnarsson, sem reistur var í Hróars- holti í Hraungerðishreppi, en Freysteinn fæddist í Vola, býli skammt frá, sem nú er komið í eyði. af baráttu fyrir nýju skólahúsi, en þrengsli í gamla skólahúsinu, aðstöðuleysi fyrir margar námsgreinar og leiguhúsnæði víðs vegar um bæinn hamlaði mjög. Nemendur gengu og hlupu milli staða og Freysteinn segir á einum stað að eitt af inntökuskilyrðum í skólann þyrfti að vera að nemandi væri vel skóaður. Eftir barning skólastjóra og kennarasam- taka reis nýi skólinn og var flutt í hann haustið 1962, haustið sem Freysteinn varð sjötugur og þar með skyldugur að láta af skólastjórn. Hann naut því ekki hins nýja húss. Hann bjó þó áfram í gamla húsinu. Eiginkona hans var Þorbjörg Sigmundsdóttir úr Reykjavík og eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu og Sigmund, bæði hér í dag. Ibúðin í gamla skólahúsinu við Laufásveg hefur sennilega þótt allvegleg 1908 þegar húsið var byggt, en ekki var hún sérlega stór fyrir fjögurra manna fjölskyldu, en hún var hlýleg og heimilið fallegt, mótað af smekk beggja húsráðenda, og enn voru þau hjón búandi þar þegar Freysteinn lést 27. júní 1976. Þorbjörg náði að flytja í hús sem þau hjón höfðu reist við Stigahlíð í Reykjavík. Hún var þá þrotin að kröftum og lést 1. des. 1976. Eg á þeim hjónum báðum margt að þakka. Blessuð sé minning Þorbjargar og Frey- steins. Höfundurinn er kennari.. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.