Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 4
I 4 Ljósm.: HjálmarR. Bárðarson. Hafís við Vestfirói. Þessi sýn er sögð hafa orkað svo sterkt á Hrafna-Flóka að hann nefndi landið eftir ís. Greinarhöfundurinn telur að það sé mjög málum blandið. HVERS VEGNA HEITIR LANDIÐ OKKAR ÍSLAND? EFTIRÆGI GEIRDAL Nafngift íslands er tengt nafni Jesú vegna þess að í gamal-írsku er það skrifað ís(s)u og það er verðugt verkefni fyrir kristnihátíðarnefnd að vinna að þeirri kynningu í tengslum við árþúsundaskiptin. AÐ hefur löngum vafist fyrir mönnum, bæði lærðum og leik- um, hvers vegna þessu fallega landi var í upphafi valið svo kaldranalegt nafn. Samkvæmt mínum, frekar lítilfjörlegu at- hugunum, getur verið ákveðin skýringþará. Það er ákveðin staðreynd, sem hefur sýnt sig og sannað í aldanna rás, að þeir, sem upp- götva ný lönd gefa þeim eitthvert nafn annað- hvort þegar þeir berja þau fyrst augum eða þegar þeir stíga fæti á fast land. Þegar Leifur Eiríksson fór í sína landkönn- unarferð í vesturátt, gaf hann öllum þeim löndum nafn er hann fann, ýmist þegar hann sá þau eða þegar hann hafði kynnt sér þau nánar og oftast var það tengt útliti eða land- gæðum. í Landnámu er sagt frá að Naddoddur vík- ingur hafi fyrstur fundið landið og nefnt það Snæland, vegna þess að snær mikill hafi fallið á fjöll. Þetta er samsvarandi venjunni að gefa einhverju nafn eftir atburði, kostum eða göll- um. Næstur til þess að uppgötva landið er Garð- ar Svavarsson. Hann fer að ráði móður sinnar að leita Snælands og siglir umhverfis landið og uppgötvar að það er eyja. Þrátt fyrir að þá þegar sé búið að gefa landinu nafnið Snæland og Garðari sé kunnugt um það, er landinu gef- ið nafnið Garðarshólmur. Það er einkennilegt, fyrst á annað borð þurfti að klína einhverju öðru nafni á landið, að ekkert annað hafi komið upp í hugann eftir alla þá stórkostlegu landfegurð og furður, sem hljóta að hafa borið fyrir augum, hringinn í kringum landið. Næstur í röðinni er Hrafna-Flóki Vilgerðar- son. Hann fer að leita að Garðarshólma, þann- ig að hann veit ekki aðeins um það nafn á land- inu, heldur má líka gefa sér það að hann hafi vitað um nafnið Snæland. Hann kemur að landinu austanmegin, við Horn, alveg eins og Garðar Svavarsson og siglir vestur um Reykjanes og sér eins og Garðar hvar Snæ- fellsjökull blasir við i allri sinni dýrð og önnur kennileiti, sem verða á leið hans alla leið vest- ur í Vatnsfjörð við Barðaströnd Hann virðist hafa tekið land að sumri til, því sagt er að allt kvikfé þeirra hafi drepist um veturinn vegna heyleysis. Allan veturinn þrauka þeir og þrátt fyrir harðan vetur og að vorið varð líka kalt er það þá fyrst að Flóki gefur landinu nafn upp á nýtt og nefnir það ís- land. Hvílík andagift og hugljómun! Allt í einu uppljúkast augu hans fyrir feg- urðinni, sem landið hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir fegurð Snæfellsjökuls og snjóþyngslanna í Vatnsfirðinum og nágrenni, sem hefðu getað gefið staðfestingu á nafninu Snæland, kemur hann með nafnið ísland. Öllu réttara hefði ver- ið nafnið Isaland, fyrst honum ofbauð svona vetrarhörkurnar, eins og Isafjörður hefur ver- ið réttilega nefndur. Fyrstu landnemarnir Fyrstu sagnir um byggð er allt frá fjórðu 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.