Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 5
öld, ef ferðasaga Pýþeasar frá Marseille segir rétt frá að hann hafi rekist á fólk, sem nærst hafi á korni og hunangi, á eyjunni Thule. Næst er sagt frá því að heilagur Brendan hafi komið til íslands, árið 548, eða Tílí eins og landið hafi verið nefnt af grískum sæfarendum. Hann hittir hér fyrir einsetumanninn Pól og hafði hann dvalið þarna í 60 ár. Einhverjir virðast hafa farið þarna á undan heilögum Brendan, því hann vissi af einsetumanninum og leitaði hann ugpi. Þegar heilagur Brendan fer síðan aftur til írlands er hann að sjálfsögðu hugfanginn af þessum nýja og í hans huga heilaga stað, sem er fullkominn til guðræki- legra íhugana og aðrir fylgja í kjölfarið. Það hefur verið friðsamasta og trúaðasta fólkið, ekki endilega einsetumenn, heldur allh’ þeir, sem vildu skapa sér og sínum friðsælt og ör- uggt athvarf því það voru á þessum tímum landlægar deilur milli ættflokka á Irlandi. Þannig hefur landið byggst á næstu árum af trúhneigðu, ötulu dugnaðarfólki, sem valið hefur sér búsetu í fyrstu meðfram Suðurland- inu en síðan haldið áfram vestur fyrir Reykj- anes og allt Vesturland og Vestfirðina. Það sem styður þessa kenningu, sem aðrir fræðimenn hafa löngum ýjað að, að hlyti að vera, er sú staðreynd að bæði Garðar Svavars- son og Flóki Vilgerðarson, koma að landinu við Horn en sigla áfram. Þrátt fyrir landgæðin, sem hljóta að hafa blasað við þeim, freista þeir ekki landgöngu fyrr en í öðru tilfellinu norður í Húsavík á Skjálfanda en í hinu í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Það er alveg augljóst að þeir sæ- farendur, sem eru með kvikfé um borð, þurfa við fyrsta tækifæri að endumýja vatnsbirgðir sínar. í dæminu með Flóka er ekki ýjað að því einu orði að landtaka hafi verið reynd fyrr en í Vatnsfirði. Fyrst hægt er í sögninni af ferð hans að tíunda að þeir hafi gleymt sér við veiðiskap og að kvikfé þeirra hafi drepist og vorið hafi verið kalt, hvers vegna ekki að segja frá landgöngu annars staðar þar sem augljós þörf hefur verið fyrir það? Flóki var ekkert að flýta sér frá landinu, því það tók hann heilt ár að hafa sig burt. Hann hefur vetursetu í Borgarfirði en einn félaga hans, Herjólfur, verður viðskila við hann og tekst allslausum að þrauka heilan vetur í Hafnarfirði. Þegar loks þeir komast frá land- inu hræðilega, íslandi, og til Noregs lætur Flóki illa af landinu en félagar hans vel. Herj- ólfur segir kost og löst af landinu, sem vekur óneitanlega furðu, þarsem hann varð að hírast einn og allslaus allan seinni veturinn. Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu. Eftir það var hann kallaður þórólfur smjör. Það vekur óneitanlega furðu, að þeir félagar eru svo ósammála um landgæðin, sérstaklega ummæli Þórólfs. Það er ekki nóg, samkvæmt mínum skilningi, að land sé grösugt og afar gjöfult ef ekki fer saman landnýting og gæði. Auðvitað hafa þeir félagar notið gestrisni þess fólks sem fyrir var og þess vegna hafa þeir getað borið vitni um hversu gott væri að hafa búsetu í þessu gjöfula landi. Flóki og Þórólfur koma seinna til landsins og setjast hér að og virðast una sér vel eftir það. Það hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar þegar Landnáma er lesin, hversu vel mönnum hefur vegnað í óbyggðu landi. Til dæmis er sagt frá Hjalta, syni Þórðar skálps, er nam Hjaltadal og bjó að Hofi. Þegar synir hans halda erfi eftir föður sinn eru mættir þar 1200 manns og voru allir virðingarmenn leystir út með gjöfum. Eitthvað hefur þurft í slíka veislu og þar sem slíkar veislur stóðu oft í 2-3 daga hefur húsakostur verið allveglegur til þess að koma öllum fyrir. Hjá okkur í dag væri aðeins hægt að halda slíka veislu í Laugardalshöllinni, þar sem setið væri við langborð og hægt að raða í sæti eftir mannvirðingum. Auður djúpúðga brýtur skip sitt við Víkars- skeið og hlýtur það að hafa verið um haustið eða hávetur. Þrátt fyrir það fer hún með alla skipshöfn sína, ekkert er tíundað að nokkur hafi farist, alla leið til Kjalarness þar sem hún veit af bróður sínum, Helga bjólu. Hvernig í ósköpunum veit hún hvar hún er stödd í ókunnu landi, þekkir ekkert til staðhátta en fer samt rakleiðis til Kjalarness? Samkvæmt sögunni gerir hún stuttan stans hjá bróður sínum, vegna þess að hann vildi bara taka við helming manna hennar. Hvert áttu hinir að fara? Var um aðra staði að ræða, sem gátu þá tekið við hinum? Auður djúpúðga heldur áfram, án þess að þiggja nokkurn beina, og nú alla leið vestur í Breiðafjörð til Bjarna aust- ræna, hins bróður síns, og var vel tekið við henni þar. Allir vita hvernig veðurfar er á landinu að hausti til og um vetur, það að bjarg- ast frá skipbroti og berjast áfram alla leið til Kjalarness frá Víkarsskeiði og þaðan til Breiðafjarðar er alveg lífsins ómögulegt án hjálpar og aðhlynningar. Þess hefur Auður djúpúðga notið af fólkinu sem fyrir var á þess- ari leið og það hefur leiðbeint henni til bræðra sinna. Eg tíunda aðeins þessi tvö atriði en af nógu er að taka, sem styðja mína kenningu og ann- Myndiýsing: Guðný Svava SÓLARUPPRÁS arra fræðimanna um sögu íslands, að hér hafa svokallaðir norrænir landnámsmenn komið að næstum fullbyggðu landi af guðhræddu, frið- sömu, auðmjúku og hjálpsömu fólki af vest- rænum kynstofni. Það hefur neyðst til að með- taka hina nýju landnámsmenn, vegna þess að um víkinga var að ræða og sætt sig við hið óumflýjanlega. Nafnið ísland Þetta furðulega nafn á jafnfallegu landi hef- ur jafnan vakið undrun mína. Málfræðilega væri réttara að kalla það ísaland, ef það væri kennt við rekísa þá sem Hrafna-Flóki er talinn hafa séð ofan af fjalli. Mín kenning er að þetta sé rétt nafn, Island, og rétt skrifað, en að það sé, eins og aðrir fræðimenn hafa ýjað að, kennt við eitthvað guðdómlegt. Ennfremur er það staðföst trú mín að landinu hafi verið gefið þetta fallega nafn, Island, af heilögum Brend- an þegar hann hitti hér fyrir einsetumanninn - Pól. Það vafðist svolítið fyrir mér þetta nafn, Pól, vegna þess að engin góð skýring fannst á því í gelískri orðabók. Þar var „ poll“ sagt vera hola en svo fann ég svarið í gamal-írskri orða- bók og hún var ósköp einföld, nafnið Pól þýddi Páll, þ.e. einsetumaðurinn hét, eða kallaði sig, í höfuðið á Páli postula, sem merkilegastur hefur verið af lærisveinum Jesús. Þannig tengist Páll postuli á einstakan hátt kristni- og landnámssögu íslands. Heilagur Brendan varð svo snortinn af að hitta Pól á páskadag og sögum hans af 60 ára dvöl hans í þessu ein- staka, fagra landi að hann fellur á kné og lýsir landið heilagt og nefnir það ísland, eftir þeim sem hann vissi mestan í huga sínum, Jesú. Nafn Jesú er skrifað á gamal-írsku, ís(s)u og þá virðist margt skýrast með nafn landsins, Island. í gegnum aldirnar hafa menn viljað tengja ísland við eitthvað heilagt án þess að geta skýrt það frekar nema þá helst að tengja nafnið við gyðjuna Isis hjá Egyptum til forna. Fræðimaðurinn Adam Rutherford, var t.d. sannfærður um heilagleika landsins og vildi tengja það pýramídunum. Ef nafnið Island er tengt við ís og kulda, hvers vegna er það þá ekki tengt því á öðrum tungumálum? T.d. á frönsku er nafnið Islande, sem hefur ekkert með ís eða kulda að gera. A þýsku er nafnið Island, hvers vegna ekki Eis- land, sem er rétt ef nafnið hefði frá upphafi verið kennt við rekís? Það er viss skýring á þessu. írskir munkar og fræðimenn voru helstu kennarar við hirðir konunga á megin- landi Evrópu á fyrstu öldum fyrir landnám norrænna á Islandi. Þeir hafa notað í sinni kennslu bæði nöfnin Thule eða Týli og Island en að sjálfsögðu hefur nafn landsins, sem hét eftir Jesú, verið ofar í huga og orðið fast í tungu Frakka og Þjóðverja. Hjá þessum þjóð- um hefur ekkert verið hróflað við nafninu ís- land en aftur á móti hefur ríkt mikil óvissa hjá Englendingum hvað landið héti eða hvernig ætti að skrifa nafn þess. A miðöldum er nafn Islands í heimildum, eins og t.d. toll- og skipa- skrám, ýmist skrifað, Iselande, Islond, Yslond, Yselondis, Izeland Ysland, Yslondes en í opin- berum skjölum frá 14. öld er Island nefnt Is- lande. Þarna er ekkert verið að koma með seinni tíma orðskrípið Iceland, vegna þess að merking þess hefur ekki legið ljóst fyrir. Það virðist vera að þegar Ari fróði skrifar Islendingabók og þegar Landnáma er rituð, hugsanlega á 12. öld, hafi merking nafngiftar landsins verið á huldu. Hún hafi lifað meðal þeirra sem voru af írskum uppruna en merk- ingin, að kenna landið við Jesú, ekki hugnast þeim er röktu ættir sínar til hinna norrænu landnámsmanna. Nafnið ísland fékk að halda sér en það varð að finna aðra merkingu til þess að ekki væri hægt að rekja slóð til hinna raun- verulegu fyrstu landnámsmanna, sem voru (rskir einsetumenn og þeirra eftirfylgjendur. Það eru biskuparnir, Þorlákur og Ketill, ásamt Sæmundi fróða, sem ráða því að hlutur nor- rænna manna er talinn meiri í sögu landsins. Ari fróði sýndi þeim frumskrif sín en varð að lúta vilja þeirra en honum finnst hann knúinn til þess að segja: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur, er sannara reynist." Hann hefði ekki þurft að setja þetta inn, nema vegna þess að ekki var allt með felldu. Það eru þeir, sem ráða því að tilbúningurinn um nafngift Hrafna-Flóka á landinu, heldur sér, en stenst engan veginn þegar grannt er skoðað. Nafngift Islands er tengt nafni Jesú vegna þess að í gamal-írsku er það skrifað ís (s)u og það er verðugt verkefni fyrir kristnihá- tíðarnefnd að vinna að þeirri kynningu í tengslum við árþúsundaskiptin. HEIMILDIR: Enskar heimildir um sögu íslendinga á 15. og 16. öld eftir Björn Þorsteinsson. Frá árdögum íslenskrar þjóðar, eftir Arnór Sigur- jónsson. Grúsk II, eftir Árna Óla. íslendingasaga, eftir Jón Jó- hannesson. Pýþeas og gátan um Thule, eftir Ian Whitaker. Old Irish reader, eftir Rudolf Thumeysen. Höfundur er listamaður og fræðimaður. SMÁSAGA EFTIR MAGNÚS EINARSSON AÐ hafði verið sólarlaust lengi. Bæjarbúar í Úlfagryfjunni, sem er höfðuborg Eylands, höfðu fyrir löngu komið sér upp marg- litu rafmagnsljóskeri og gleymt sólinni enda var alltaf rigning og dumbungur úti. Á Eylandi réðu úlfar öllu. Flestar athafnir fóru fram innandyra í glæsilegum höllum sem glitr- uðu af gulli og raftnagnsljósum. Ungur maður bjó í lítilli íbúð. Hann átti fortíð. Þegar hann var unglingur hafði hann komið sér í ónáð hjá úlfunum. Þannig var að hann stökkti burt grimmum úlfi, sem hafði ráðist á gamlan mann. Hann réðst á úflinn og hafði bet- ur í það skipti. Ávallt síðan höfðu úlfarnir lagt hann í einelti og urruðu hvar sem hann kom og stundum sýndu þeir tennumar. Úlfamir höfðu svipt hann æmnni. Hann var alltaf einn með sjálfum sér, og átti það jafnvel til að tala upphátt við sjálfan sig, en honum fannst það ekki skipta máli lengur, það var ekki við úlflausan mann að tala. Trúin á Jesú Krist var honum allt. Þrátt fyrir útskúfunina átti hann það til að fara í kirkju, en hann sat allt- af einn. Hann ætlaði í kirkju snemma þennan sunnu- dagsmorgun. Bíllinn var eina tómstundagaman unga mannsins og því stífbónaður flottur dekur- bfll sem var allur leðurklæddur að innan. Hann ók af stað. Kirkjan var stór með rammgerðum hurðum, gotneskum gluggum og háum tumum. Hún var einstæð, gömul, sterk, og stóð á háu fjalli. Úlfar gættu kii-kjunnar. Þeir lágu feitir og spakir kringum hana. Bíllinn keyi-ði öragglega upp veginn að kirkjuhlaðinu. Þaðan blöstu við margar tröpp- ur, sem lágu upp að kirkjunni. Klukkur klingdu stöðugt og hátt. Inni í henni vora myndir af svínum, Ijónum og auðvitað úlf- um í mannalíki. Vitaskuld var síðan mynd af Kristi. Stórt visið tré var bakvið altarið og var það hjarta kirkjunnar. Fólk í fínum fötum gekk inn eitt af öðra. Hann gekk inn og hann heyrði fólk- ið ræskja sig mikið einsog jafnan þegar hann kom. Það litu allir undan. Kurr var meðal úlf- anna fyrir utan. Athöfnin hófst og hefðbundnir siðir gengu sinn vanagang einsog alltaf. Skyndilega var hm'ðinni hrandið upp, en lokað jafn harðan aft- ur, þytm- fór um salinn. Maður í svörtum fótum gekk hratt inn kirkjuna. Hann huldi andlit sitt með klút. Hann settist við orgelið og tók að spila af fingram fram öðruvísi tónlist en áður hafði þekkst, þrátt fyrir forandran prests og kirkju- gesta. Það fór kliður um kirkjuna. Andrúmsloftið var ógnvekjandi, rafljósin blikkuðu og kerta- ljósin á altarinu flöktu. Brátt drakknaði kliður- inn í flóði hljómmikilla en dapurlegra tóna org- elsins. Ungi maðurinn hélt að þetta væri martröð. Tónarnir bergmáluðu um kirkjuna. Hann hélt þeir myndu hertaka einmana bænalíf sitt. Hon- um leið einsog hann væri dáinn. Hann horfði í kringum sig ringlaður, en tók þá eftir því að svartklæddi maðurinn við orgelið hafði tekið af sér klútinn og brosti til hans. Ungi maðurinn stóð á fætur og gekk í leiðslu að orgel- inu og spurði: , jUhverju spilar þú svona dapurt." „Eg er fastur í einhveiju þjakandi formi og vona að ég sleppi út úr því með því að spila huga minn allan,“ svaraði svartklæddi maðurinn og hélt áfram að spila. Ofboðsleg skelfing greip unga manninn og hann hljóp að dyranum. Hnúkaþey gerði skyndilega það sterkan að himinháar hurðimar sviptust upp og hann hljóp út. Sólin skein sem aldrei við honum rétt eins pg hún hefði fyrst núna risið úr sæ. Geislamir lýstu upp kirkjuna. Úlfamir ýlfraðu skelfdir og reyndu að fela sig því að birtan gerði þá magn- þrota. Kirkjan titraði og skalf og brot úr henni hrandu niður á gólfið. Einhver hrópaði , jarð- skjálfti" Annar æpti „eldgos". Altaristréð féll niður og lá á gólfinu. Alltaf spilaði sá svartklæddi og kirkjan var að gefa sig. Glundroði fólksins var algjör. Sumir vildu út, en flestir skýldu sér við kirkjuveggina. Allt kom þó fyrir ekki, kirkjan var að hrynja til granna. Óldungurinn hélt áíram að spila og tár blikuðu á hvörmum hans. Hann tók af sér svara frakkann og sagði við unga manninn: „Við eram komin út úr hellinum." Þá samhljóma, sem bergmáluðu seiðmagnað í hiynjandi veggjunum, hafði mannlegt eyra aldrei fyrr numið. „Það er svo langt síðan ég hef séð sólina og ég elska lífíð loksins," hrópaði ungi maðurinn upp yfir sig. Öldungurinn strauk honum hlýlega um vangann, en sagði síðan: „Hún er hin sanna lifandi ást, ungi maður, neisti lífsins.“ Ungi maðurinn horfði á öldunginn. Skyndi- lega var einsog það rynni upp fyrir honum ljós og hann brosti til hans og sagði: „Takk Bach.“ Tónarnir streymdu frá orgelinu, stríðir, hljómmiklir og án hindrunar. Kh'kjan vai- hrun- in. Bergmál veggjanna horfið og þeir héldu ekki lengur aftur af tónaflóðinu. Það rann niður fjallshlíðarnar og kæfði brátt ýlfur flýjandi úlfa sem fjarlægðust óðum. Sólin skein skært á himni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.