Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 13
KJARK TIL AÐ YRKJA ÞAÐ ÞARF EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON AÐ ER röng ályktun en algeng að ljóðskáld séu kjarklitlir menn og hlédrægir. Meðal þeirra manna, sem leggja stund á ritstörf, eru ljóðskáldin lík- lega kjarkmest allra. Enginn heilvita maður ber helgustu til- finningar sínar á torg hafi hann ekki kjark til að mæta afleiðingunum. Að ætla sér að rúma vit sitt í ekki fleiri orðum en sem nemur einu ljóði kann meira að segja að reynast fífldirfska. Og þá ekki síður það að gera sig að skotspæni fyrir meðferð íslensks máls, en nákvæmni við meðferð tungumálsins er þjóðleg skylda Islendings og á allra vit- orði, beri menn við að yrkja á annað borð. Til þessa alls þarf kjark. Kjarkur er það að snúa tilfinningum sínum ekki til hlés heldur upp í vindinn ef þörf reyn- ist á því. Kjarkur er það að horfast í augu við tilfinningamál sín við erfiðar aðstæður. Ljóð- skáldin ganga manna lengst í að aga tilfinn- ingar sínar svo að njóti sín af sem mestum ferskleika. Maður, sem stjórn hefur á tilfinningum sín- um en dylur þær ekki eða bælir, er kjark- maður. Þess er því ekki að vænta að nema fá- einir af hverri kynslóð hafi kjark til að verða fullgild ljóðskáld þrátt fyrir þann fjölda sem ber fyrir sig að yrkja Ijóð og jafnvel gefa þau út. - Sefjun Skrítið er hversu margir bera fyrir sig að yrkja án þes að grennslast fyrir um hvað at- höfnin felur í sér. Það kann að skýrast af tvennu: 1) Textar dægurlaga bera með sér að vera ljóð, en eru það ekki fremur en hljómfall í kvikmynd sé tónlist þótt hvort tveggja kunni að vera ómissandi þáttur í ágætri kvikmynd. Texti dægurlags verður að gefa laginu svig- rúm; hann má ekki þrengja að því heldur er ætlað að ganga upp í því. Gott ljóð kallar á sérstaka tegund af tónlist sem hætt er við að skeri sig úr meðal dægurlaga vegna þess aga sem hvort tveggja einkennir. Irsk þjóðlög verða seint dægurlög hversu poppað sem undirspilið er. Austurríkismenn ná ekki hátt í júróvísjon-keppninni vegna þess líklega hve ijóðahefðin þar í landi er sterk. Hún hefur of mikil áhrif á gerð dægurlaganna sem þeir leggja fram til keppninnar. 2) Ljóð bera með sér að vera mjög pers- ónulegt tjáningarform og henta því þeim sem leitar sjálfs sín sem auðvitað hæfir sérhverj- um heiðarlegum, sjálfstæðum íslendingi. En þó einkum yngra fólki enda grynnra á þörf- inni en meðal þeii-ra sem eldri eru og sansast hafa á dægurlífið eins og því er lifað hverju sinni. Ungt fólk yrkir mikið; fullyrðingin er ekki bara klisja. Líklega margt einkum vegna áhrifa frá öðrum ungmennum fremur en ein- stökum ljóðskáldum. Og minnir stundum á múgsefjun, einkum á síðasta áratug og þeim áttunda. Sefjun ein er ekki gild sjálfsleit, ekki frem- ur en að skoða sjálfan sig í spegli. Ljóð getur ekki gilt fyrir það eitt að það vísar á sannindi, hvort sem er um höfund þess, mannfólkið eða eitthvað annað. Það verður að standa undir sér sjálft sem form hvað sem öðru líður. Þess vegna verður ljóðasmiður að læra heilmargt um ljóðagerð og hvaðeina annað í mannlífinu og án þess að blikna þótt kunni að reynast strítt. Oft sýnist mér helst, við lestur ljóðabóka ungs fólks, að höfundar lesi aldrei önnur Ijóð en jafnaldranna, jafnvel aðeins úr sömu klíku og hann er sjálfur. Þegar áhrifa frá eldri höf- undum gætir er það eins og fyrir skyldulesn- ingu, en ekki vegna hins að höfundur hafi fundið með sjálfstæðum hætti fyrirmynd sem hann læri af með gagnrýnum hætti. Jafnvel leshátturinn er ekki hinn sami og hæfir að beita á grein í dagblaði, lesháttur sem er einfaldlega rökrétt afleiðing af því að kunna að lesa. A hinn bóginn þarf að læra sérstaklega að lesa skáldskap. Sama hve frumlegt ljóð er, eða þá saga, alltaf verður að virða almennari leshátt á skáldskapinn en bókstafsmerkingin ein segir til um því skáld- skap einkennir meðal ritaðs máls að lestrar- aðferðin er ekki eingöngu komin undir dóm- greind lesanda heldur er hún úrræði við einangrun og lifir því í tungumálinu sem skáldskapurinn er ortur á. Fræðimennska Tilgreint sjónarmið á skáldskap hefur ekki verið virt við svokallaða formbyltingu ís- lenskrar ljóðagerðar. Hún gekk svo langt að núorðið er hver og einn látinn sjá um sig, mál sitt og merkingu, og þá lifir lítið eftir af ljóð- listinni annað en fræðimennska um sálarást- and manns sem þó blasir við að er allsendis ófróður um efnið. Breyttur lesháttur á skáldskap, upp úr miðri öldinni og síðan, varð til þess að ný gerð ljóðmæla festist í sessi í landinu og hún er orðin fyrirferðarmikil. Málróf undir heit- inu ijóð, sett saman af fólki sem fyrir aðstæð- ur sínar varð ólæst á bókmenntir þótt því hefði verið talið í trú um annað. Þetta sama fólk hefur hins vegar verið ágætlega læst á annars konar ritsmíðar en skáldskaparmál og í samræmi við það eru ijóðin óftast nær firrt ljóðrænni dýpt en miðla þó upplýsingum. Fræðimál er samræða milli höfundar og lesanda, en skáldverk er öllu heldur samvera. Skáldskapur gegnir því hlutverki, ólíkt fræð- iriti, að rjúfa einangrun þess sem les með því að skáldskapur verður ekki metinn að verð- leikum nema í samhengi við annan skáldskap, og sá varla nema í samhengi við allsendis ófræðilegt mannlíf. Né verður merking skáld- skapar tæmd þar eð um málfarslegan hugar- burð er að ræða hvað sem fleira gott verði um hann sagt. Til þess að hægt sé að una þessum ófullkomleika er lesið samkvæmt aðferð sem ekki takmarkast við samræðusnið eitt eins og fræðirit gerir aftur á móti. Hinar miklu breytingar sem urðu á veru- leikaskyni menntamanna og í framhaldi af því almennings á síðari hluta tuttugustu aldar, svo ekki sé vísað lengra aftur í tímann, hafa haft þau áhrif að lesháttur íslendinga á skáldskap, sem óhjákvæmilega er verkefni gagnrýnenda að viðhalda, tæmdist af merk- ingu á annað en klisjur um dauðan og deyj- andi veruleika liðinna tíma, það er bænda- þjóðfélagsins. Afleiðingin varð sú að hérlendir menn, sem áhuga höfðu á bók- menntum, hófu að búa til nýjar aðferðir til að fylgja eftir skáldskaparviðleitni sinni, sköp- uðu nútímamenningu úr því sem næst hendi var, og skilur enginn niðurstöðuna. Við blasir þó að Ijóðmálið þróaðist burtu frá upphafleg- um tilgangi skáldskapar í landinu sem er þessi sem ég nefndi að viðhalda samhengi milli manna og kynslóða og þar með rjúfa ein- angrun. Nýjungar fólust í tæmandi skýrgreiningum sem engan veginn féllu að tilfinningamálum skáldanna. Fyrir stofnanabundið uppeldi, einkum í skólum, vék skáldleg formtilfinning og önnur fræðilegri kom í staðinn þótt þörfin fyrir ljóðmál, eigin og annarra, hafi verið mikil. Þessi þróun setur einkum svip á ljóða- bækur frá undanförnum áratugum. Og til hins verra því málfar skáldskapar hlýtur að mótast af hinu óræða markmiði hans sem merkir að fræðimannlegt orðafar á ekki heima í skáldskap. Fjötrar Að fjötra skáldskaparviðleitni við stofnanir er líkast því að snúa Faðirvorinu yfir á And- skotann. Að undiroka skáldskap með fræða- máli. Að koma í veg fyrir að sjálfsmynd höf- undar geti vikið fyrir lögmálum skáldskapar. Halldór Laxness fjargviðraðist út af sögu- manni hér um árið sem ekki héldi sig á vett- vangi skáldskaparins heldur hlypi gönuhlaup um hvert fagsviðið af öðru þegar hann ætti að halda sig við efnið, ýmist að sögumaður slæi upp ritgerðum eða sökkti sér í hugleiðingar án þess að hafa umboð til slíkra athafna hvað þá að nokkurt gagn væri að fyrir höfundinn sem best hæfði að halda sig við leistann í von um að æfingin skapi meistarann, - allt um það, - með því fimbulfambi sínu öllu um sögu- manninn Plús eks sem Laxness kallaði svo sneri Laxness út úr fyrir sjálfum sér hvort sem hann vissi það sjálfur eða ekki. Það er nefnilega ekki til neitt ljóða- eða sagnaefni sem hæfi skáldskap fremur en önnur. Ekki einu sinni svanir. Aðeins aðferðirnar við að semja skáldskap eru bundnar takmörkunum. Hann getur því innihaldið bæði greina- og rit- gerðasnið. Söguhöfundur getur vissulega skrifað í þágu sögu sinnar um hvaða efni og í líkingu hvaða forms sem er án þess að spilla því, svo lengi sem hann virðir markmið sitt sem er að segja sögu. Merking, svo ritgerðar sem ræðuhalda í skáldskap, ræðst af þvi skáldverki en ekki ritgerðinni eða ræðunni enda hvorugt til í raun heldur bara í sjón eins og til þess er efnt. Þess er því ekki að vænta að ritgerð í skáldsögu standi á sporði annarri um sama efni í fagtímariti þótt mikið sé í hana lagt. Þetta gildir líka um ljóð Laxness sem annarra höfunda í sögum þeirra. Tilvist- argrundvöllurinn er eingöngu skáldsagan sem slík ljóð eiga þrifnað sinn undir. A þeim tíma sem Laxness velti vöngum yf- ir sögumanni var í tísku að vanvirða skáld- skap, helst að þyrfti að fela viðleitnina undir fræðilegu yfirskyni til að teljast ekki aftur- haldsmaður í heimi sem átti að verða funkis og modern, en umfram allt vísindalegur, helst að allir hættu að ganga og tækju að borða gegnum rör. Þá komst í sið að misnota tilfinn- ingasamband höfundar og lesanda sem til þessa hafði þótt ginnheilagt í landinu, og svo stendur enn. Athyglin dróst burt frá sam- ræmi og fegurð, að hlutbundinni merkingu listarinnar, hvort sem er í mynd eða máli. Kveðskaparviðleitnin kann að rjúfa ein- angrun í nafni þjáningar, uppreisnar og ein- semdar eins manns eins og mörg ljóðmæli bera vitni um. En það þarf meira til svo að af verði Ijóð. Fyrri tíða skáld byggðu jafnframt grundvöll að heilbrigðu tilfinningalífi með ljóðum sínum. Það hlýtur að reynast sérlega vandasöm viðleitni, krefjast enn meira hug- rekkis, ef skáldið hefur ekki við að styðjast annað en Ijóðmálið eitt og svo hljómfall þess í vitund sinni. Stöku íslendingar hafa náð svo langt, þrátt fyrir síkvika nútímamenningu, að aga hu- grekki sitt undir ok íslenskrar ljóðmenning- ar, þeir menn fikrað sig skref fyrir skref eftir ljóðum sjálfra sin eins og eftir sprungnum lagnarísi. Við vaxandi sjálfsaga batna ljóðin og tilfinningalífið styrkist uns ljóst er orðið að þar fer maður sem af hugprýði leggur menningunni lið. Þessum skapnaði sem gera á minni mönnum fært að fóta sig við óvæntar aðstæður. Höfundurinn er rithöfundur. STEINUNN FINNBOGADÓTTIR Hamingjan gaf mér hörpu- strengi íhuganum lék églengi, lengi. Ljúfa tóna ogléttfætt stef sem leituðu ogspurðu, - ef? Þeir voru svo ljúfir og léttir í spori leituðu blóma á hverju vorí. Hvísluðu líka oft köldum trega er kveljandi var að yfirvega. Að eiga vini, ég veit það besta vafín tónum, yndið mesta. Grátw á laun ergjöful vaka gefw sýn til nýrra raka. Höfundurerljósmóðirog fyrrv. borgar- fulltrúi. ANDRILAXDAL ALDASKIL Andakt er úti, upphaf er aldar. Er að enda einn tímans hríngw. Eitt örlagaskeið í tómið hnigið. Eitt lífshlaup væntingar liðið. Eftir stendw draumur, drjúgur straumur mynda. Líða um hvolfíðmuna, málverk liðinna stunda. Ört slær andans innsti streng- ur, aldaróður mikilfengur. Grafnir tónar í hjörtum hljóma, háreist minning um sögunnar dóma. Er sem falli í valinn, vel gerður drengur, veginn í ævinnar blóma. Nálægt norðurskalla er nefíð möttulpalla. Látlaust milli stranda, lungu heimsins anda. Ennishátt rís úr kafí, umbrotsland í æstu hafíi. Eltum þann svip í eigin farí er ættjörðin kennir að vari. Stöðug sem sjávar föll á ljörð, fjallsskarð undh- jökularmi. Brennum sem roði afröðul- gjörð, réttlætistár í sálarhvarmi. Ólgum sem iður í uppstökkrí jörð, undir einlægum barmi. Undir brynju beinsins kúpu, brímai' hafsjór höfðuhvela. Botnlaus mar af mennskri súpu, máttarvaldsins undraverk. Hugaraldan streymir sterk, stýrir höndum, orði úrkverk. Fjársjóð bylgjw andans fela. Hundrað árfá hinsta kossinn. Hefst nýr leikur, önnur spil. Af árþúsund bjarmar fyrsti blossinn, brýnast vonir við aldaskil. En velferðin syndirí viskunnar hyl. Vmkjum hugai-fossinn. Höfundur býr í Sao Paulo í Brasilíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.