Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 19
Vatnslitamyndir frá Is- landi sýndar í London % 1** Kvöld við Öskju. Ein vatnslitamynda Keightleys. Breski listmálarinn Moy Keightley málaði íslenskt landslag. DAGUR GUNNARSSON skoðaði sýningu á verkum hennar í London en Moy lést fyrir rúmu ári. MOY Keightley málaði litlar og óvenjulegar landslagsmyndir sem gleðja augað og verma hjarta íslendingsins í útlöndum því lang- flestar þeirra eru af ís- lensku landslagi. Sýn- ingin er í hinum virta Central Saint Martins College of Art & Design í hjarta borgarinnar skammt frá Covent Garden. Sýningunni lýkur nú um helgina. Sýningin er haldin til minningar um Moy sem lést fyrir rúmu ári, hún hafði starfað sem listmálari og kennari við nokkra helstu lista- skólana í London m.a. Saint Martins og Chels- ea School of Art. 1977 lagði Moy upp í sína fyrstu Islandsför á litlum Austin Mini-skut- bíl ásamt ferðafé- laganum Bnid Ellis og sigldu þær frá Scrabster með gamla Smyrli. En- id segir að þær hafi haft efasemdir um ferðalagið þeg- ar þær sáu ís- lensku malarveg- ina en þær komust þó rúmlega 700 km án þess að það svo mikið sem spryngi dekk eða aðrir mikilvægir hlutar bílsins biluðu. Upp frá því fór Moy nánast á hverju sumri til íslands, ferðaðist um hálendið og má segja að hún hafi gert íslenskt landslag að ævistarfi sínu. Stundum ferðaðist hún með breskum jarðfræðinemum því þá komst hún á spenn- andi staði sem hún hefði ekki haft jafn greiðan aðgang að á sínum litla bíl. Hún hélt reglulega einkasýningar í London og tvisvar á Islandi í Listmunahúsinu í Reykjavík 1980 og ári síðar á Akureyri. Myndirnar eru flestar mældar í millimetr- um og orka á áhorfandann líkt og fínlega unn- ið og smágert skart og um leið er myndbygg- ingin sterk og viðfangsefnið kraftmikið og þannig vinna andstæðurnar saman til að skapa mjög óvenjulegar myndir. Margar myndanna, þó smáar séu, bera óneitanlega keim af Kjarval, hún beitti vatnslitunum á mjög óvenjulegan máta með aðferð sem hún ljóstraði aldrei upp, hún var líkt og töframað- ur sem skýrir aldrei frá sjónhverfingum sín- um. Faðir hennar var einmitt sjónhverfinga- maður og meðlimur í félaginu The Magic Circle, en meginreglan í þeim félagsskap er að skýra aldrei frá brellunum. En Moy mun hafa lært eitt og annað af föður sínum og átti hún til að beita fyrir sig töfrabrögðum við kennsl- una. Skissur á ógnarhraða Ian Wilton, breskur landslagsljósmyndari og ferðafrömuður, fór tvisvar með Moy hring- inn í kringum landið og sagði að hún hefði unnið ótrálegt magn af skissum á ógnarhraða, skissurnar voru gerðar með blýanti eða bleki og lýsingar á litunum voru gjarnan skrifaðir inn á viðeigandi staði. Ian sagðist vera sér- staklega hrifinn af steinvölumyndunum henn- ar: „Vegna þess að ég fór með hana í Öskju þar sem ég spændi upp filmurnar í fallegu veðri, á meðan Moy teiknaði steinvölurnar við tærnar á sér.“ Þeir sem þekktu Moy sögðu hana vera ákaf- lega hlédræga og lítið fyrir að trana sér fram, hún var mikill vinur lands og þjóðar og hún hefur með verkum sínum skapað mikinn fjár- sjóð fyrir okkur Islendinga, við höfum bara ekki fengið að uppgötva hann. Þeir sem hafa áhuga ó að fræðast nánar um Moy Keightley og verk hennar geta snúið sér til Harriet Green hjá Central Saint Martins College of Art & Design, Southampton Row, London WCIB 4AP. Moy Keightley Myndlist á Húsavík 1930- Húsavík. Morgunblaðið. EINN liður í 50 ára afmælisfagnaði Húsavík- ur er sýning sem opnuð hefur verið í Safna- húsinu á Húsavík, „Myndlist á Húsavik í 70 ár“ og stendur hún til næstu mánaðamóta. I sýningarskrá segir Guðni Halldórsson, safnvörður: „Það féll í minn hlut að velja verk til sýningar sem gæfi nokkurt yfirlit yfir myndlistarsköpun sem tengja mætti við Húsavík á 20. öld eða öllu heldur síðustu sjö áratugina. Ákveð ég að binda mig við 15 ein- staklinga sem allir tengjast staðnum á ein- hvern hátt og unnið hafa að listsköpun á Húsavík, ýmist stigið sín fyrstu spor hér eða starfað um lengri eða skemmri tíma á þessum vettvangi. Vafasamt er að tala um „húsvíska myndlist" ■2000 með tilliti til heimilisfestu, því þegar einstakl- ingar hafa aflað sér menntunar í listinni er erfitt að fullyrða hvaðan áhrif koma. Sjaldnast eru þau sjálfsprottin og þar með heimafengin. Slíkir sjálfsprottnir einstaklingar nefnast „na- ivistar" og verk slíkra er ekki að finna á þess- ari sýningu.“ Þeir sem eiga verk á þessari sýningu eru: Sveinn Þórarinsson og kona hans Karen Agn- eta Þórarinsson, Jakob B. Hafstein, Benedikt Jónsson, Jóhann Björnsson, Sigurður Hall- marsson, Auður Helgadóttir, Kári Sigurðs- son, Ingvar Þoi’valdsson, Sigurpáll A. Isfjörð, Jón Kristinsson, Gígja Þórarinsdóttir, Trausti Ólafsson, Gunnar J. Straumland og Oddný E. Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Silli Guðni Halldórsson, Reinholt Reynisson, María Axfjöró og Erla Sigurðardóttir skoða mynd Karenar af fyrsta fundi SÍS á Ystafelli 1902. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 1 9*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.