Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 17
1 Doktorsrit Islendings um fagurfræði Stefán Snævarr, skáld og heimspekingur, hefur sent frá sér doktorsritgerð sína, Minerva and the muses. ÖRN ÓLAFSSON fjallar um ritið frá sjónarhóli bókmenntatúlkunar. STEFÁN Snævarr mun kunn- astur á íslandi sem ljóð- skáld og hvass höfundur blaðagreina. En hann hefur einkum lagt stund á heim- speki mörg undanfarin ár, numið hana og kennt í Vest- ur-Noregi, og varði doktors- rit á því sviði í fyrra. Pað hefur nú birst á bók á ensku. Vonandi kemur það fljótlega á íslensku líka, eða rækilegur útdráttur þess, því þetta er hin merkasta rannsókn mál- efna, sem mörgum eru mikilvæg. Ég vænti þess að heimspekifræðingar fjalli fljótlega um það frá sínu sjónarmiði, en hér skal vikið að nokkrum atriðum frá sjón- arhóli bókmenntatúlkunar. Meginviðfangsefni Stefáns er efahyggja um listdóma, það viðhorf, að það sé svo persónu- legt, hvernig fólk skynji lista- verk, að það verði ekki rök- rætt, það ráðist af tilfinningum, en ekki af skyn- semi. Þetta viðhorf mun les- endum þessa svo kunnugt, að ekki þarf að ræða frekar. En það er þó í ýmsum útgáfum, og Stefán prófar rök fyrir þeim, einni af annarri, rekur kenn- ingar ýmissa heimspekinga af miklum lærdómi. Af því ræðst titill verksins, sem mætti þýða sem „visku- gyðjan og listgyðjurnar“. Stefán kannar forsendur ýmissa kenninga um að listdóm- ar séu huglægir, óprófanlegir. I fyrsta lagi sýnir hann fram á að jafnvel þótt listnautn væri alveg tilfinningaleg, þá sé þó tilfinn- ingalífið alls ekki óháð rökhyggju, heldur stjómist verulega af henni. Það eru t.d. góðar ástæður þess, að sum fyrirbæri vekja fólki ótta, en önnur gleði, og þá einnig í listaverkum fyrirbæri sem minna á slíkt. Stefán tekur skýrt fram, að sumum spurn- ingum verði ekki svarað, a.m.k. ekki í þessu riti. Ekki verði gefin skilgreining á því, hvað listaverk sé, ekki sagt hvort til séu hlutlægir listrænir eiginleikar eða rétt túlk- un listaverka, o.fl. þ.h. Sumt var talið meist- araverk öldum saman, en er nú flestum gleymt (t.d. Eneasarkviða, nýútkomin á ís- lensku). Stefán rekur ennfremur, að ekki sé kunnugt um neinn mælikvarða sem sanni að t.d. málverk Magritte séu betri en Dalí eða öfugt. Enda væri þá lítið eftir fyrir list- unnendur að fást við. Segja má, að gildi rits Stefáns sé fyrst og fremst neikvætt (og er það ekki lítils virði!), þetta er tiltekt, hann sýnir fram á að sum algeng viðhorf fái ekki staðist. í anda Karls Popper sýnii- Stefán fram á ósamstæðni: Þótt einhver dómur verði ekki sannaður, þá er hann prófanleg- ur þannig, að hugsanlega yrði hann hrak- inn. Einfalt dæmi þessa er þegar listaverki er hrósað fyrir frumleika. Það verður aldrei sannað, því alltaf gæti hugsast að mjög líkt verk eldra fyndist, rétt eins og svartir svan- ir og hvítir hrafnar. En það þýðir einmitt að þetta er hrekjanleg staðhæfing, prófanleg neikvætt. Og hvers virði er staðhæfing - þar með talið túlkun á listaverki - sem ekki væri prófanleg þannig? Sannleiksgildið væri ekkert. Raunar rekur Stefán kenn- ingu fagurfræðingsins Beardsley um að frumleiki geti ekki talist eiginleiki lista- verks, heldur er þá talað um umhverfi þess, hvað hafi áður birst. Stefán greinir (bls. 249) fjóra meginþætti hæfni til listmats, sem hann kallar „hlut- læga fagurfræðigreind(concrete aesthetic reason): 1) Þögla þekkingu (forsendur sem menn ganga út frá sem sjálfsögðum), 2) að hafa fagurfræðilegar tilfinningar og skynja þær hjá öðrum, 3) að hafa vald á listrænum og fagurfræðilegum hugmyndum, og 4) að hafa almenna þekkingu á list. Það skiptir þá máli, að síðasttaldir tveir þættir eru prófan- legir. Lokakaflinn heitir Súlur visku, og þar er ályktað af undanfarandi efni. í upphafi kafl- ans eru settar fram þessar reglur: Til að dómur sé skynsamlegur, nægir að hann uppfylli þessi skilyrði: a) hann er almennt réttlætanlegur, b) rökstyðja má hann á mis- munandi stigum, c) hann er hrekjanlegur á markverðan hátt. Þetta er síð- an rökstutt og útlistað, svo sem of langt yrði að rekja hér. En Stefán bætir því við, að ekki verði séð nein ástæða til að þetta sé ekki algilt. Álíti einhver að önnur rök gildi um t.d. listmat, þá liggur sönnun- arbyrðin á honum (á henni, segir Stefán). Meginatriði kaflans er „skorðunarkenning" Stefáns, að það sem kalla mætti um- listakenningar („metaæstetiskar“ kenning- ar), skorði einstaka listdóma, sýni t.d. að þeir séu ótækir. Dæmi er fyrrgreind kenning Beardsleys, að frumleiki sé ekki eiginleiki listaverka. Hún skorðai' listdóma þannig, að sé listaverki einkum talið til gildis að vera frumlegt, Þá verður sá listdómur út í hött, fylgi menn Beardsley. Annað dæmi má tilfæra eftir Stefáni (bls. 237), í kínversku menningar- byltingunni var tónlist Beethovens for- dæmd á þeim forsendum að hún væri borg- araleg, en henni var talið til gildis, að hún lýsti vel landslaginu í kringum Vínarborg. Nú hafa flestir unnendur klassískrar tónl- istar þá almennu hugmynd (umlistakenn- ingu) um tónlist, að hún sé sértæk. Því verður þessi kínverska fordæming (og skil- yrta viðurkenning) hreint rugl í þeirra eyr- um. En mér er spurn hvort ekki sé frjórra að fara í hina áttina. Þegar Atómstöðin eftir Halldór Laxness birtist, fordæmdu ýmsir stjórnmálaandstæðingar Halldórs söguna sem áróðursrit, sem gæfi einhliða og rang- láta mynd af íslensku þjóðfélagi og nafnk- unnum samtímamönnum. En mér sýnist augljóst (þótt það þyrfti að rökstyðja í lengra máli en hér er unnt) að Guðdómlegi gleðileikurinn eftir Dante félli á nákvæm- lega sömu forsendum. Er þá ekki óhætt að segja, að mælikvarði (umlistakenning) sem leiði til fordæmingar á verki Dantes (og At- ómstöðinni!), sé augljóslega tómt nigl? Að það sé alveg óhæfur mælikvarði á listaverk hvort umheimurinn teljist fá sanngjama mynd í því. Hinsvegar verður ekki sýnt fram á listgildi þessara verka nema eftir öð- um mælikvörðum. Þá yrði meginhugmynd- in líklega að vera sú, að listgildi felist m.a. í myndrænum lýsingum, samstillingu and- stæðna, samþjöppun máls, markvissri byggingu - og e.t.v. því að sýna dæmigerð, mikilvæg atriði í lífi manna. En mér sýnist mögulegt að sýna fram á, að listgildi Gleði- leiksins guðdómlega verði ekki skýrt með öðru en slíkri lýsingu. Segði t.d. einhver að það felist í háleitum hugmyndum, göfugum boðskap, þá er auðsýnt fram á að skv. því yrðu þurrustu guðfræðirit jafngóð listaverk - eða betri, því þar koma þessar hugmyndir skýrar fram. Hér hef ég orðið að fara fljótt yfir sögu, en mæli eindregið með þessu merka riti. Stefán Snævarr: Minerva and the muses. HoyskoleForlaget. Stavanger 1999,269 bls. Stefán Snævarr LAUSNIR A VERÐLAUNAGATUM MYNDAGÁTAN. Kr. 25.000: Ólafía Salvarsdóttir, Vatnsfirði, Lausnin er: Vísir menn hafa skrifað margar 401 ísafjörður. greinar vai-ðandi aldamótin 2000 og þrátta um Kr. 18.000: Aðalgeir Egilsson, Mánárbakka, * hvenær telja beri þau. Skal það örugglega gert Tjömesi, 641 Húsavík. um næstu áramót eða verður að bíða í heilt ár í Kr. 12.000: Sólrún Jónsdóttir, Dvergholti 18, viðbót. Verðlaun hlutu: 270 Mosfellsbær. j ÍÉÍ " 1 'PCK- VMD- 9 FUCL Jl DK<A HL’ÍDÞ K'-yoH rytznt, u* J j SjÓ- SÓK»J >fi4iei r HAfrup. x x h K x e x D n x x Y x R x x á 1 Kmtl- K x JP X x R iVEU-A x x x e J> x R HÁMA » *IA x x A flgjS Ftíórs £ L F x ÚKÍTA x A n x H FtQAK KUtOA- x u x Y x X K ■r TÍ>**H fttKKI v«5-o- L A KrAtKi P»K- H Y 1 5> x x miMAA *A Ufl x x A Li K- 9tMTA« r x irSTt- Ht-AiS e. F N U FUC t iY F R fc T x x Hfirt x x Y x x Lori H X x APLA TOCM- x x T x x nkm r jrAMoA x x x x X r fmK íKDtr x x Hl'ifA VCCAR A* A X A R N S KVAO K x x 6. x x P/Í«\(K £> Lldur x X x Stó íkrr H«S<4 ~£ T£KT R l x ÍTPA KÁTTÚft JÁ frnuix J-OKA x A x 1 H x KVAO K U x R x x x 1 Hot- A r*DI ■ n'ukhuR 'I X K A x x x f x A x x A * >Átue Sl6«MO A x x x R A Véioi Alu« A x L l H<CWM CCI« F x Putfuft x A u F K«eM- mtmim HÓTAR x x x U N A X ~S U R x U i "n~ A x HoP StkffcA L x x &AAKVT Nwdo 6TÓAK A x x T ♦ KTÁ>u» * S 'A L F U x á L KílíST ~F A x x A x SMIK MAÐUC IHH L Æ Hmooa e L T A A R SKA*>» Kam- FuccaR £ R x l R T-P& TÓlu H x L Hiti I$Tuik- ■ Art y L u R ÍXALD S A T HtiMSK IHU\ L rKtUSl A N d R. A 1 L VlT- STOLA MfKLfA SKACe IC r 1 r R A KLAFI IJJ K»«l- rutuAR 'A L A R HAKT- IMÍ.TW- tftrm S Æ L l R Æ R i N DU4LC4 HK.£> «KK- 6«A» F* o A N A -TaiÁ- rA-u VdA HíYt K/CKU« T H O i> U «»K» HÁA AT Ilíit- |uu*ft TTTkJ riMti £ & 1 N D l S B»€>u K e R \ CL&m* PI»-«T«K &AAi - rc«T.»A K 'A r? U R A N /íCh ie F HUtttC -ItiA . Æ 3> 1 x KÍYCDI R A SoNUR MC-fAK S U H«TF- A>T i f> A ir 6, U L L 1 H ÍU'K- H»A« Whcisa ¥ r x cT A R x í N ÁFAMA U KV*U - MAUUl- T 'o X A ÚLOIH H s K A StA»T rvciA i L x T 1 jpÍLP ÍL Y c-Lv- £ Ð x L 'A L n KvrH- ■ftrSS L 'A x A NMtRA T Hssr 5TÖ« EM0IH6 ÚfftÍAÞ x -R -TerJn 5 1 Aact, X o x MOirCA x s x 'A »rn t >K«-er,H PUL«R x Y A H A Y A N x m H/hdri Cl X x A x MJOLl T N T » o MHA- FtPKiP F A s A K'tTPUK >rtce*. uc. A. r x K 3 fersic- IK o r; iVa ska*kí K O T STÓC CCD- sr*e> 'o x 7Ö h. SVIALT LOKA OH» K x L x Í<MU1 X x A F X x 1 R5dd x b ftttri K x L x x PuttA SAHKU x x b x x ÍCXJA Mu-Mu PltílM* S A x A ±L x A x A fítWslAM »N»- STMTT % M x o X xrn.MC, AULA u N 6*>MI N i TÓK Á N r«u~- m fhi A N A x 1 VftlXK UH T £ A»- 6.ATA A x £> A L A pyn. * P*»K- B 1 Ji JT 6> h N £ x u £> K i x Snstm IK x U x N A ti f> SVCF- fc. r LX N A x A PAK M R T F x R HVUWS KArMS A R A KROSSGÁTAN. Kr. 18.000: Jóna Andrésdóttir, Höfðavegi Verðlaun hlutu: 18,900 Vestmannaeyjum. Kr. 25.000: Elínrós Eiríksdóttir, Skipasundi Kr. 12.000: Karl Sigurhjartarson, Sólheim- 10,104 Reykjavík. um 27,104 Reykjavík. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.