Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 20
VÉR MORÐINGJAR FRUMSÝNT í ÞJÓÐLEIKHÚSINU í KVÖLD EKKI EINFALT MÁLHVERERSEKUR „Hver hefur sent þetta skeyti?" Norma Mclntyre (Halldóra Björnsdóttlr) og Edward Rattlgan (Þór H. Tulinius). ^norðingjar eftir Guðmund Kamban var fyrst frumsýnt í Kaupmannahöfn. I kvöld verður það frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR f/lgdist með rennsli og átti tal við leikstjóra og leikara í aðalhlutverkum. LEIKSTJÓRINN, Þórhallur Sig- urðsson, segir leikritið hafa elst ákaflega vel, enda séu meginþemu þess eilíf viðfangsefni á borð við hjónabandið og mannlega náttúru, glæp og refsingu. „Þetta er eitt af okkar bestu leikritum, en í tilefni af I fimmtíu ára aftnæli Þjóðleikhússins erum við að láta reyna á nokkur helstu verk ís- lenskra leikbókmennta," segir hann. Sögusviðið er heimili hjónanna Normu og Emests Mclntyre í New York. Þau hafa verið gift í níu ár en heldur er farið að kulna í glæð- um ástarinnar. Fjárhagsáhyggjur koma við sögu - og vinur Normu, Edward Rattigan, sem hún fer gjaman með út að fljúga. Normu finnst hún ekki ganga of langt með þann vinskap og reynir að fullvissa eiginmann sinn um að hún sé honum trú. Hann er hinsvegar þjakaður af afbrýðisemi og til að gera langa sögu stutta þá myrðir hann á endanum konu sína. Heiðvirður maður settur í þá stöðu að hann fremur morð 'j. „Kamban var upptekinn af þjóðfélagsádeil- um á þessum tíma. Hann setur þennan mann, sem hann kallar Emest, sem sagt heiðvirðan og einlægan mann, í þá stöðu að hann fremur morð. Með leikritinu vill hann sýna hvernig það gerist og hvers vegna. Hann var mjög upp- tekinn af glæp og refsingu - og sekt þjóðfé- lagsins. Þegar glæpur var framinn var það ekki alveg einfalt mál hver væri sekur. Þetta leikrit er klassískt og hefur lifað svona lengi vegna þess að í rauninni má lesa það á margan hátt, það er engin ein niðurstaða, þess vegna er það lífseigt,“ segir Þórhallur. „Þetta em ágætis hjón - þau em bara svolít- ið ólík,“ segir Halldóra Björnsdóttir, sem fer Wneð hlutverk Normu, þegar hún er spurð um samband Mclntyre-hjónanna. „Þau réttlæta eigin gerðir, hvort um sig, og hafa svo sem bæði ýmislegt til síns máls,“ segir Valdimar Om Flygenring en hann leikur Emest. „Kamban dregur upp skýra mynd, hann Á þessu óri eru liðin 80 ór fró því að leikritið Vér Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Þú hefur tár þín, ég hef afl mitt.“ Ernest Mclntyre (Valdimar Örn Flygenring) og Norma kona hans (Halldóra Björnsdóttlr). gerir Ernest að uppfinningamanni og hugsuði, sem er að berjast áfram, en Normu lætur hann aftur á móti sækjast eftir hégóma, skemmtun- um og pijáli,“ segir Þórhallur. „Bíddu, bíddu, bíddu,“ grípur Halldóra fram í, fyrir hönd Normu, „hún vill bara lifa lífinu.“ „Kamban dregur þetta þannig upp og etur þessu saman. Hann er að lýsa ákveðnu þjóðfélagsástandi, finnst honum. En auðvitað lítum við á þau sem manneskjur á jafnréttisgrundvelli og búum til spennandi sýningu,“ segir Þórhallur og heldur áfram: „í dag þýðir auðvitað ekkert að draga þetta svona einfalt upp, málið er miklu flókn- ara. Það er gaman að skoða þetta á sama hátt og Brúðuheimilið þegar það kemur fyrst fram, þá halda allir með karlinum. Seinna koma kvenréttindatímar og þá halda allir með kon- unni. Núna skiptist þetta hins vegar algerlega. Við vorum með skólahóp hérna um daginn og krakkarnir skiptust alveg í tvö horn, helming- urinn var á bandi Normu og helmingurinn Ernests. Svoleiðis held ég að það eigi að vera - og þess vegna er leikritið lifandi. Menn geta ekki svarað þessari spurningu endanlega," segir Þórhallur. Eftirleikur sem aldrei var settur á svið Svo virðist sem Guðmundi Kamban hafi ekki þótt áhorfendur skilja verkið til fulls, í það minnsta skrifaði hann við það eftirleik 1923, þremur árum eftir að það var fyrst sett á svið í Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn. „Þar sitja nokkrir karlar saman og eru að velta íyrir sér sekt og sakleysi aðalpersónunnar. Þeir ræða líka hvaða refsing sé við hæfi, en Kamban var mikill andstæðingur dauðarefsingar og var mjög mikið að velta fyrir sér réttmæti hennar. Þama koma fram ýmis sjónarmið í því máli. Hann skrifaði þennan eftirleik þannig að það færi ekkert milli mála hvað hann væri að meina með leikritinu. En svo þegar hann setur það sjálfur upp hér í Reykjavík 1927, þá notar hann ekki eftirleikinn, enda má segja að hann sé frekar efnisleg viðbót en nauðsynleg skýring. Það er auðvitað gaman að lesa hann til þess að sjá svart á hvítu hvað hann ætlaði sér á þeim tíma með verkinu. En eftirleikurinn hefur ekki verið leikinn á sviði, svo ég viti,“ segir Þórhall- ur en bætir við að hann hafi verið tekinn upp í sjónvarpsuppfærslu verksins í leikstjórn Erl- ings Gíslasonar frá því um miðjan áttunda ára- tuginn. „Kannski fannst honum líka alveg nóg að hafa eftirleikinn til á prenti, þá væri hann búinn að skýra sín mál,“ segir Valdimar. Gæti gerst í stofu í Reykjavík í dag „Það sem mér finnst merkilegast við leikrit- ið er að þetta gæti allt verið að gerast í stofu hér í Reykjavík í dag,“ segú- Halldóra og Valdi- mar tekur undir að hér séu klassískar tilfinn- ingar á ferðinni, óháðar stað og tíma. Rúmir þrír áratugir em liðnir frá því að Þjóðleikhúsið setti upp Oss morðingja en verk- ið hefur margoft verið sett upp hér á landi og á öðmm Norðurlöndum. „Það var árið 1968 og ég var reyndar aðstoðarmaður og hvíslari í þeirri sýningu," rifjar Þórhallur upp, en hann var þá að stíga sín fyrstu skref í Þjóðleikhús- inu. „Það er gaman núna, meira en þrjátíu ár- um seinna, þegar textinn kemur allur til manns aftur. Hann var einhvers staðar þarna í hausn- um á manni,“ segir hann og upplýsir að hann sé alltaf á undan hvíslaranum þegar leikarana rekur í vörðurnar. Þórhallur er reyndar ekki sá eini af þeim sem nú taka þátt í sýningunni, sem hafa komið að „Morðingjunum“ áður, því Kristbjörg Kjeld, sem nú leikur Lillian Dale, móður Normu, fór með hlutverk Normu í sýn- ingunni 1968. „Það er því sérstaklega gaman að hún skuli vera í sýningunni núna,“ segir leikstjórinn og fyiTum hvíslarinn. Hann segir afskaplega ánægjulegt að láta reyna á verkið á ný og kveðst sannfærður um að það eigi langa lífdaga íýiTr höndum á íslensku leiksviði. LEIKARAR OG LISTRÆNIR STJÓRNENDUR VÉR MORÐINGJAR eftir Guðmund Kamban. Leikarar: Valdimar Öm Flygenring, Halldóra Björnsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Magnús Ragnarsson og Þór H. Tulinius. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Höfundur tónlistar: Sigurður Bjóla. jBO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.