Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 7
Andlitin í borginni REYKJAVÍK á vit nýrra alda heitir nýútkomin bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarð- eðlisfræðing og rithöfund, og Ragnar Th. Sigurðsson ljós- myndara. Bókin kemur út í til- efni þess að Reykjavík er sem kunnugt er ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000. Bókin hefst á ávarpi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og síðan fylgir Thor Vilhjálms- son í fótspor hennar og ritar hugleiðingu um stöðu bókarinnar við árþúsundamót þar sem hann leggur áherslu á þá veislu og þau ævin- týri sem búið geta í góðum bókum. Náttúra og menning er þema menningarársins í Reykjavík og í samræmi við það ber bók þeirra Ara og Ragnars undirtitilinn Eldur, jörð, loft og vatn. Bókin skiptist í fjóra kafla sem hver og einn sækir sér efnivið í undirtitil bókarinnar, þannig ber fyrsti kaflinn heitið Eldur og fjallar m.a. um jarðsögu borgar- landsins, tilurð þess og mótun. Fjórir lista- menn birta verk sín í upphafi hvers kafla og það kemur í hlut Errós að opna bókina með verki sínu After Burn en auk Errós eiga Finna Birna Steinsson, Ragnheiður Jónsdótt- ir og Kristinn E. Hrafnsson verk í bókinni. Þá eru hinir almennu íbúar borgarinnar tekn- ir tali og spurðir um viðhorf sín til borgar- innar. Bókin er gefm út á fjórum tungumál- um, ensku, þýsku og dönsku, auk íslensku. En hvernig skyldi hugmyndin að verkinu hafa kviknað? „Hugmyndin kviknaði ^ýrir tveimur árum og smáþróaðist í það seni Varð,“ svarar Ari Trausti Guðmundsson. „Einhverntímann á því ferli kom auglýsing frá menningarborg- inni Reykjavík um styrk til verkefna þar sem unnið skyldi út frá ákveðnu þema, eldi, jörð, lofti og vatni. Við skiptum bókinni niður í fjóra kafla og höfum einn listamann sem leið- ir inn í hvern þeirra, á seinni stigum kom fólk héðan og þaðan úr borginni inn í þetta til að auka breidd bókarinnar og umfjöllunarinnar. Hinn almenni maður svarar þeirri spurningu hvernig sé að lifa og starfa í borginni. Það var ákveðin kúnst að fella þetta allt saman og láta umfjöllunina ríma við kjörorðin. Við sett- um menningu til að mynda undir loft.“ - En hvernig var verkaskiptingin á milli ykkar? Unnuð þið verkið í sameiningu eða kom annað á undan hinu? „Ég skrifaði textann fyrst en í framhaldi af því féllust Ragnari hendur og hann fór í verk- fall um stund en reif sig upp og í framhaldi af því tók hann til óskiptra málanna.“ „Ég tók eina þrjá umganga af myndum fyrir bókina áður en yfir lauk,“ segir Ragnar Höfundar bókarinnar Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson á ferð í Kerlingarfjöllum ásamt Thor Vilhjálmssyni. Th. Sigurðsson ljósmyndari. „Eitthvað átti ég af myndum fyrir en upp undir níutíu prósent myndanna voru tekin gagngert fyrir bókina. Það reyndist gífurleg vinna að koma þessu öllu heim og saman. I bókinni er mikill téxti og myndh-nar þurfa að styðja hann, þetta þarf allt að vinna vel saman.“ „Textinn átti að vera forvitnilegur fyrir þá sem þekkja borgina,“ segir Aii Trausti, „en hann á í leiðinni að bæta nýjum víddum við þekkinguna, nýjum upplýsingum. Hvernig varð borgarlandið til, af hverju eigum við auðlind eins og jarðhita og heita vatnið? Þetta er allt aðgengilegt á einum stað í bók- inni og við forðumst klisjur eins og heitan eldinn. Við leggjum áherslu á að það búi fólk í borginni, það er fólk á nánast hverri mynd en ekki mikið um myndir af glæsilegum bygg- ingum. Þó spönnum við býsna vítt svið, þarna ber margt fyrir augu, allt frá golþorski upp í íslenska erfðagreiningu! Þarna er jarðfræði- yfirlit um uppruna og mótun borgarlandsins á einum stað og ýmiskonar upplýsingar sem ekki hafa komið út á bók áður. Flestar bækur sem fjalla um borgir eru myndabækur með litlum texta eða þá sögubækur í þremur þykkum bindum. Við förum milliveginn og látum myndir og texta vinna saman.“ „Við forðuðumst sólskinsmyndir," segir Ragnar Th. og bendir á glæsilega mynd af Reykjavíkurboi'g baðaðri norðurljósum á naeturhimni. „Þama birtast myndir sem teknar eru í öllum þeim veðrabrigðum sem verða í borginni. Listamennirnir fjórh' voru valdir í samráði við Kjarvalsstaði og líka vegna þess að þeir eru athyglisverðir. Við kynnum listamennina með okkar eigin orðum og þeir vinna verk í samræmi við kjörorð kaflans sem þeir birtast í, einn vinnur verk út frá eldi, annar út frá lofti og svo framvegis. Reykjavík breytist nær daglega og þær breytingar reyni ég líka að sýna á myndun- um. Um borgina má margt segja, í henni er margt ljótt og sóðalegt, annað hreint og flott. En við reyndum að vera mjög jákvæðir og festast hvorki í gagnrýni né klisjum. Við sýn- um umferðina óhikað og það sem fylgir henni, óhöpp og slys. Líka næturlífið og biðröðina við skemmtistaðina. Lífið í borginni á björt- um sumarnóttum. Myndirnar eiga líka að segja sögu orðalaust og án útskýringa um leið og þær birta andlitin í borginni. Þarna era líka myndir af smáhlutum sem tengjast því sem ber á góma í textanum, margt fleira gæti flotið með en maður þarf að velja og hafna.“ „Við vildum mála glaðlegt portrett af borg- inni,“ segh- Ari Trausti, „til þess að hvetja fólk til að koma hingað og reyndum þess vegna að ná í óvenjuleg sjónarhorn. Við gef- um þetta út sjálfir og sjáum sjálfh- um alla umsýsluna. Bókin hefur hlotið góðar undir- tektir og við teljum okkur hafa náð þeim markmiðum sem við settum okkur þegar við réðumst í þetta yfirgripsmikla en skemmti- lega verkefni.“ Örlagasaga dönsk Verðskuldaður sigur, skrifar ÖRN ÓLAFSSON um Krat, nýja þykka skáldsögu eftir ungan danskan höf- und, Christian Jungersen. Höfundurinn hefurm.a. fengið Byrjendaverðlaunin fyrir söguna. NÝLEGA birtist löng skáldsaga dönsk eftir ungan mann, Christian Jungersen. Henni var vel tekið, einn ritdómar- inn skrifaði að hér hefði ræst goðsagan um unga höfundinn sem situr snauður árum saman á kvistherbergi sínu og einbeitir sér að fyrsta skáldverkinu, öllum ókunnur. En svo gerist undrið, ofurlöng sagan fær útgefanda, og höfundurinn verður frægur og vinsæll á augabragði. Ég verð þá bara að segja að það virðist verðskuldaður sigur. Þessi skáldsaga er rámar 400 síður, og fjall- ar þó mest um tvær persónur. Enda nær hún þá yfir óvenjulangt tímaskeið, allt frá lokum fyná heimsstyrjaldar til 1992. Sagan stekkur fram og aftur í tíma, og sýnir þannig smám saman ýmsar hliðar á sambandi mannanna tveggja. Upphaf atburðarásarinnar er að þeir era í menntaskóla í Hellerup, auðmannahverfi norðan Kaupmannahafnar um 1920. Poul Martin er alla tíð í sögumiðju. Hann er af þriðju kynslóð verksmiðjueigenda. Fjölskylda hans og viðlíka fólk birtist í samkvæmum, yfirleitt afar takmarkað í anda, yfirleitt skrípamyndir. Unga fólkið er flest yfii'borðslegt líka, en meira aðlaðandi. það er auðvitað á kafi í tískubylgjum tímans, djassi og slíku, en einnig mjög andlega sinnað, samkvæmi þess vilja leysast upp í um- ræðufundi - eða öllu heldur fyrirlestra. því eins og títt er um slíkar klíkur ungmenna, ræður ein persóna ferðinni, ekki síst um það sem virðast má yfirborðslegast, klæðatísku, fas, livað er viðurkennt í tónlist og jafnvel viðhorfum, þar kemur til hin aðalpersóna sögunnai', Eduard, sem alla tíð sést úr nokkurri fjarlægð, með aug- um hans nána vinar, Poul Martin. Eduai'd er á vissan hátt dularfullur, Poul Martin á mjög erf- itt með að komast að því hvenær hann talar af alvöru, og hvenær tal hans er skáldskapur. Það verður öllu mikilvægara í köflunum sem gerast í nánd við nútímann, þá liggur Poul Martin á sjúkrahúsi eftir hjartaslag, kominn á níræðis- aldur, og tekur allt í einu upp á því að reyna að leita Eduard uppi, eftir að hann hefur verið honum horfinn ái'atugum saman eftir vinslit. Ekki er gefin nein skýring á þessari áráttu. Sú leit er rekin af fulltráum hans víða um heim, og kostar stórfé. Loks ber hún árangur af tilviljun, báðir liggja fornvinirnir á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn (sem íslenskir sjónvarpsá- horfendur þekkja af syrpunni Riget). Og það er fyrst þá, í sögulok, sem þræðirnir hnýtast sam- an, hvað varð um Eduard, hversvegna var svona erfitt að finna hann, hvað olli vinslitum þeiri'a Pouls íýrir möi'gum áratugum, hvað varð um dóttur Pouls Martin? Hann hugsar oft til hennar, en kemst þá sjaldan nær nútíman- um en 1930. Allt veldur þetta verulegri spennu í margvíslegu dönsku umhverfi, sem lýst er af nákvæmni sem gerir persónurnar nákomnar lesendum. Fjarlægtefni Oft hafa skáld verið vörað við því að fjalla um efni sem þau sjálf þekkja ekki beinlínis. Og oft hefúr sýnt sig, að þau hefðu betur farið að þeim ráðum, en að sækja söguefni sitt í bækur, sem lesendur þekkja jafnvel þeim. það vill oft verða heldur óinnblásið. Nú er dönsk borgarastétt fyrir 70-80 árum undirrituðum lesanda enn meira framandi en hálfþrítugum höfundinum. En mér finnst hann hafa komist vel frá þessum vanda. Auðvitað minna lýsingar hans á borgar- alífinu um 1920 nokkuð á gamlai' skáldsögur danskar, svosem Midt i en jazztid eftir Knud Sonderby. Enda fer vel á því, þetta er sannfær- andi upprifjun, og miðpersónurnar tvær era svo lifandi að þær bera þetta uppi. Sagan er vel skrifuð, án þess að stíllinn verði nokkurn tíma áberandi, hér ríkir þá gegnsær frásagnarhátt- ur, sögumaður lætur ekkert á sér bera, en held- ur sig við aðalpersónuna. sér allt með hennar augum. Það er aukaatriði í sögunni, en þó miðlægt, að aðalpersónan ekur framhjá stúlku sem er hágrátandi úti á gangstétt. Hann ímyndar sér skýringu á þessu sérkennilega háttalagi, að kærasti stúlkunnar hafi sagt eitthvað and- styggilegt við hana - og það er ekki aðalatriðið. Heldur hitt, að nú hlýtur hún að endurskoða öll fyn-i samskipti þeirra. það sem hún skildi sem ástúðlegt áður, getur nú virst hafa allt aðra merkingu. Og hún verður fullkomlega ringluð, hverju á hún að trúa, hverju má treysta? Þetta er forboði samskipta aðalpersónanna tveggja. Poul Martin ýmist tortryggir Eduai'd fullkom- lega, eða finnur eftir andvökunótt haldreipi í einu smáatriði, sem eftir á að hyggja var rök- rétt og gat verið sannleikanum næst. Fyrrver- andi skrifstofukona hans segir að Eduard hafí gefið í skyn í mikilvægu fyiirtæki að Poul Martin sé ekki að treysta. Og eftir það gengur skipamiðlun hans á aftm’fótunum, viðskiptavin- imir hætta að ti'eysta honum. En hvað sagði Eduard í rauninni? Erfitt að grípa á neinu, vora þetta bara svipbrigði? Hlátur sem gat vakið gransemdir? Réðu aðrar ástæður því að illa fór að ganga? Hvað fólst í þeirri vináttu sem virtist því sem næst kjarni tilverunnar? Var Eduard bai-a öfundsjúkt, kaldhæðið sníkjudýr á sínum auðuga vini? Eða olli torti-yggni Pouls vinslitunum? Það er víst rétt að taka frá að ekki er um neinskonar ástarsamband að ræða milli mannanna, báðii' virðast algerlega gagnkyn- hneigðir. En þetta sýnir að sagan snýst um röklegar pælingai', hvernig á að túlka umhverf- ið, hvernig getur maður vitað að hann hafi myndað sér rétta mynd raunveraleikans. Því er eðlilegt hve löng sagan er, hún tekur yfir túlkun heilla mannsæva. Lokamynd sögunnar mætti virðast grát- brosleg, þegar rúmlega nírætt gamalmenni staulast um sjúkrahússgang í göngugrind, al- tekið af morðæði gagnvart aldavini sínum. En eftir að lesendur hafa lifað með þessari persónu í gegnum sjötíu ár og hundruð blaðsíðna, er hún þeim svo nákomin, að þetta er ekkert spaugilegt, heldur eðlilegur endahnútur tilver- unnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.