Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 10
HÖFUÐBÓLIN í FUÓTSDALIII VALÞJÓFSSTAÐUR EFTIR HELGA HALLGRÍMSSON Með hugvitssamlegri röksemdafærslu setur Barði Guðmundsson fram þá skoðun sína, að Randalín Fillipusdóttir, ekkja Odds Þórarinsson- ar á Valþjófsstað, hafi skorið út Valþjófsstaða- hurðina kringum 1250. Þessi tilgáta tengist hug- myndum hans um Þorvarð Þórarinsson, mág Randalínar, sem höfund Njálu. KRKJUSTAÐURINN Val- þjófsstaður stendur í hlíðar- rótum neðan undir Val- þjófsstaðafjalli. Bæjarstæðið er einstaklega staðarlegt og tignarlegt. Kirkjan var upp- haflega heima við bæinn, en var flutt niður á grundina þegar ný kirkja var byggð 1887-88. Skammt fyrir utan hana var svo byggt prestssetur 1944, og kallast það Valþjófsstaður I. Þar var áður hjáleiga, kölluð Miðbær. Enn utar var hjáleigan Garðar, og loks Gunnhildargerði, þar sem félagsheimilið Végarður er nú. Hjá- leigurnar hafa ekki verið byggðar síðan fyrir aldamót. Framan og neðan við bæinn eru Valþjófs- staðamelar, með upphækkaðri tungu ofantil, er skyggir á útsýni inn til Norðurdals. Mel- arnir eru í þremur stöllum, u.þ.b. 35, 40 og 50 m yfir sjávarmál. Þeir eru myndaðir af Jökul- sá í ísaldarlokin, sem eyrar út í þáverandi Lagarfljót eða „Lagarfjörð". Bæirnir standa á miðstallinum, sem er langstærstur. Þar voru grundir, myndaðar af framburði lækja úr fjallinu, sem nú eru orðnar samfellt tún. Valþjófsstaður er mikil bújörð og kostarík, vafalaust ein sú besta í landinu. Jörðin er rík- iseign. Síðustu áratugina hefur þar verið tví- býlt, og þar eru tvö myndarleg íbúðarhús úr steini, ásamt tilheyrandi útihúsum. Auk túna er tilheyra býlunum, er þar sameiginleg nýr- ækt á vegum hreppsins. Núverandi ábúendur eru Helga Vigfúsdóttir frá Glúmsstöðum og Friðrik Ingólfsson frá Valþjófsstað, sem búa á gamla bæjarstæðinu, er nú kallast Valþjófs- staður II, og Lára G. Oddsdóttir sóknarprest- ur og Sigmar Ingason, sem búa í Prestshúsinu á Valþjófsstað I. Fjallið sem leiðir ferðamenn í hlað Upp af túnsléttunni á Valþjófsstað rís Val- þjófsstaðafjall, með sínum reglulegu, láréttu klettabeltum, um 15 talsins. Margir hafa látið þau orð falla, að það sé eitthvert formfegursta fjall á íslandi. Ármann Halldórsson ritar: Ofan við grundirnar rís Valþjófsstaðafjallið, allhátt og einkennilega faguri. Frá jafnsléttu upp á brún skiptast á grasbelti og beinar klettaraðir, en á víð og dreif um allt fjallið koma bjarkirnar út úr klettasprungum og teygja lim sitt upp fyrir brúnirnar. En fari maður meðfram fjallinu í hæfílegri fjarlægð, þá sýnist allt yfirborð þess fara á ið, ýmist ganga með eða móti ferðamanninum, líkt og Efri hringur Valþjófsstaðahurðarinnar. Sjá umfjöllun í grein. í heild er mynd af hurðinni á forsíðu. það vildi leiða hann í hlað eða fyigja úr garði (Snæfell 1981,17). Nokkrir smálækir falla þvert niður fjallið. Þeir eru oftast þurrir á sumrum, en í vorleys- ingum geta þeir orðið býsna glaðhlakkalegir og falla í óteljandi fossum stall af stalli. Þá syngur fjallið og endurómar nið þeirra eins og marg- radda hljómsveit. Berggangur mikill, sem kallast Tröllkonu- stígur eða Skessustígur, sker fjallið frá rótum upp undir brún, og er neðri endinn við sam- komuhúsið Végarð. Gangurinn er ekki ósvipað- ur stíg eða vegi upp fjallið, enda iðulega notað- ur sem slíkur. Utan við Stíginn er fjallið nefnt Klausturhæð. Valþjófsstaða- veldi Valþjófsstaður er mesti sögustaður á Fljóts- dalshéraði og jafnvel í öllum Austfirðingafjórð- ungi. Saga staðarins væri efni í heila bók, og verður því aðeins tæpt hér á fáeinum atriðum. Fyrir 1200 er saga Valþjófsstaðar lítið þekkt, en á 13. öld sátu þar höfðingjar af ætt Svínfell- inga, sem þá ríktu yfir öllu Austurlandi og voru Svínafell í Öræfum, Valþjófsstaður og Hof í Vopnafirði helstu aðsetur þeirra. Þekktastir þessara höfðingja eru Oddur og Þorvarður Þórarinssynir, sem oft eru kallaðir Valþjófsstaðabræður. Þeir koma mikið við sögu Sturlungaaldar. Oddur var veginn um tvítugsaldur norður í Skagafirði, þar sem hann hafði verið settur yfir „ríki“ Gissurar jarls. Oddur var í banni Hólabiskups er hann lést, og var því grafinn utan garðs. Kona hans, Randa- h'n Fillipusdóttir, af Oddaverjaætt, háði aldar- fjórðungs langa baráttu fyrir þvi að fá hann leystan úr banni og jarðsettan í vígðri mold. Þorvarður komst hins vegar til mikilla met- orða, og á síðari áratugum 13. aldar var hann mestur höfðingi á Austurlandi. Hann varð síð- astur íslenskra valdsmanna til að afsala goð- orðstign sinni og ganga Noregskonungi á Ljósm.: Greinarhöf. Gamla timburhúsið á Valþjófsstað (Prestshúsið) sumarið 1990. Húsið fauk og var rifið fáum árum síðar. Við Valþjófsstaðakirkju 3. ágúst 1990. Ljósm.: Greinarhöf. hönd, árið 1264. Því hefur hann verið nefndur „síðasti goðinn". Eftir það dvaldi hann um tíma í Noregi og er talið að hami hafi aðstoðað Magnús konung við samningu lögbókar er köll- uð var Járnsíða. Hann lést árið 1296 nálægt 70 ára að aldri. Um hann ritaði Bjöm Þórðarson bókina „Síðasti goðinn" (Rvík. 1950). Séra Ágúst Sigurðsson hefur ritað kirkju- sögu Valþjófsstaðar (Forn frægðarsetur 1979). Þar gerir hann því skóna, að Sörli Brodd- Helgason, sem bjó á Valþjófsstað þegar Brennu-Flosi fór í liðsbón sína, hafi reist fyrstu kirkjuna á staðnum skömmu eftir kristnitökuna árið 1000. Hann telur örugga heimild um kirkjubyggingu þar laust fyrir 1200. Það var stafkh-kja, hið veglegasta hús, sem stóð í margar aldir, jafnvel allt fram á miðja 18. öld, og var helgað Maríu mey. Má telja víst að fyrir henni hafi verið hin fræga Valþjófsstaðahurð (sjá síðar). 1 O LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.