Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 9
PÉTUR STEFÁNSSON ALDAMÓT Hér stend ég við gluggann og stari’ út íheiminn, stórkostleg náttúran blasir við mér. Svo fögur að unaður er. Þó fenni á grundh’ ífjöllin ogdali, firðina leggi og sérhverja vík. Er foldin af frjósemi rík. Þójörðin sé sveipuð hrímhvítu hjarni, hækkar á lofti vonanna sól. Sem vermirhvert veraldar ból. Öldin erliðin á landinu hvíta. Hún lagðist í rúmið tók andvarp í ró, en sorgmædd á svipinn, og dó. Höfundur er lagermaöur hjó Olíufélaginu hf. Ljóð hafa áður birst eftir hann í Lesbók. Ljósm.: Ulrich Miinzer Stærstu ósnsortnu víðerni í Evrópu eru norðan Vatnajökuls. Á því svæði er Herðubreið sem sést á myndinni. jörðinni og sumar þeirra eru hvergi til utan ís- lands. Samkvæmt sömu heimild er Þjórsár- hraun, sem rann innan frá Veiðivatnasvæðinu og til sjávar fyrir um 8.700 árum, 20-30 þús- und rúmkílómetrar. Jafnvel þótt miðað væri við lægri töluna er hraunið það mesta að rúm- máli sem runnið hefur á jörðinni síðan síðasta jökulskeiði ísaldarinnar lauk fyrir um 10 þús- und árum. Til fróðleiks má geta þess að það gos sem hlóð upp Skjaldbreið telst vera næst- stærst, um 17 þús. rúmkm. og þriðja í röðinni er Trölladyngja með um 15 þús. rúmkm. Skjaldbreiður kynni reyndar að vera kominn aftar í röðina því mælingar á botni Langjökuls, sem frá var sagt í Lesbók á síðasta ári, hafa leitt í ljós dyngju, sem bæði er hærri og um- fangsmeiri en Skjaldbreiður. Aðeins minna magn, eða um 12 þúsund rúm- kílómetrar af bráðnu hrauni, kom uppúr Laka- gígum í Skaftáreldum 1783. Það hraun er í heimsmetabók vegna þess að annað stærra hefur ekki runnið á jörðinni að mönnum sjá- andi. Eiríksjökull er ekki bara eitt af tignai-legri fjöllum landsins, heldur er hann einnig í heimsmetabókinni og þá íyrir það að hann er stærsti stapi jarðar. Stapar verða til með þeim hætti að eldgos verður undir jökli, oftast á ís- öldum. Gosið nær upp úr jöklinum og þess- svegna verða til hraunlög efst sem mynda flat- an koll. Aðrir þekktir stapar eru til dæmis Herðubreið og Hlöðufell. Eiríksjökull er til- tölulega „nýlegt" fjall, varð að líkindum til á síðasta kuldaskeiði ísaldarinnar fyrir 20-40 þúsund árum. Þá eru ekki nærri upp talin öll „heimsmet í íslenskri náttúru,, eins og það er kallað í grein- inni í Áföngum. Eitt það mikilfenglegasta er oftast í felum í Grímsvötnum undir Vatnajökli. Þar er hvorki meira né minna en stærsta jarð- hitasvæði jarðar. Eysteinn Tryggvason jarð- eðlisfræðingur reiknaði út að heildarafl þessa jarðhitasvæðis væri um 5,9 gígavött, eða 5.900 megavött af varmaorku sem gætu knúið um 500 megavatta virkjun, eða nærri því eins og Búrfellsvirkjun og Blönduvirkjun til samans. Það væri undarlegt ef ekkert sér-íslenzkt og einstakt væri að sjá við Mývatn. Fyrir utan fegurðina sem hvorki verður mæld né vegin má benda á Skútustaðagíga, stærstu gervigíga sem þekktir eru. Þeir myndast þegar hraun rennur yfir vatn eða votlendi og hraunið skrúf- ast upp vegna þrýstings frá sjóðandi vatni. Reyndar eru næststærstu gervigígar heims einnig á íslandi, nánar tiltekið í Landbroti. Þó að ekki séu allir sáttir við kísílgúrnám úr botni Mývatns, þá er þar rétt ein sérstaðan. Alls staðar annars staðai’ fæst þetta efni úr jörðu sem hvert annað jarðefni. Og eitt enn: Við of- anverða Laxá, sem fellur úr Mývatni, er þétt- asta straumandabyggð jarðar. Fleira er raunar úr veröld fuglanna sem á sér íslenzka sérstöðu. Stærsta álkubyggð heimsins mun vera í Látrabjargi og mesta varpstöð heiðagæsar á jörðinni er í Þjórsár- verum. Torfbæir og Blóa lónið Hér verður ekki vikið að sér-íslenzku hátta- lagi eins og skötuáti á Þorláksmessu, fer- skeytlugerð, fjallajeppaeign og gemsaást. Hér er einungis til umíjöllunar sú sérstaða sem hægt er að benda á í náttúrunni eða mann- virkjum. Á Þjóðminjasafninu og byggðasöfnunum er margt sér-íslenzkt að sjá, og sem betur fer er fleira manngert í landinu sem hægt er að benda á. Þar á meðal eru torfbæir, þó að ekki standi margir eftir. En þeir eru, segja fróðir menn, einasta framlag okkar til sögu bygging- arlistar í heiminum og ekki annars staðar til. Ljósm.: Lesbók/Gísli Sigurösson Séríslenzkt: Alþjódleg flugstöd sem lítur út eins og beitarhús í heidinni. Með öðrum orðum: Þeir eru skilgetið afkvæmi þess efniviðar og þeirrar tækni sem um aldir voru tiltæk í landinu. Síðan við komumst „út úr torfkofunum" eins og stundum er sagt hafa byggingar verið undir áhrifum frá umheimin- um. Næst því að hafa íslenzka sérstöðu eru lík- lega timburhúsin sem risu fyrir einni öld og voru síðan klædd með bárujárni. Það mannvirki frá síðari árum sem mesta hefur sérstöðu er án efa Bláa lónið. Ekki vegna þess að sjálfar byggingarnar marki tímamót og séu öðruvísi en allt annað. Það er heildin sem skapar sérstöðuna; manngerð náttúruperla í íogru umhverfi og allt fellur í ljúfa löð, náttúran og byggingarnar. Engin undur að þarna er nú þegar einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, en ferðaþjónustan er eðlilega á höttunum eftir því sem kynni að vera sér-íslenzkt. Erlendir ferðalangar eru víst sjaldnast hingað komnir til þess að heim- sækja McDonalds hamborgarastaðinn í Skeif- unni, eða Boss-búðina í Kringlunni. Stærstu ósnsortnu víðerni Evrópu norðan Vatnajökuls eru hinsvegar eitthvað sem hægt er að benda á með nokkru stolti. Það er að segja meðan þau eru ekki eyðilögð með háspennumöstrum og raflínum. Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli var áreiðan- lega ekki ætlað að vera útkjálkalegt mann- virki, enda eru hún alveg nægilega alþjóðleg og smart. Það fyndna og séríslenzka við þetta hús kemur hinsvegar í ljós þegar maður virðir það fyrir sér af veginum norðar á Miðnesheið- inni. Venjulega er lítið um bersvæði í nánd við alþjóðlega flugvelli; þar iðar allt og titrar af flóknum umferðannannvh’kjum, flughótelum og öðru sem tilheyrir þeim hraðvirka heimi. Nema í nánd við Leifsstöð. Heiðin er blessunarlega laus við mannvirki og á góðum degi heyrir maður spóann vella. Maður gengur út fyrir veginn og gæti allt eins verið norður á Eyvindarstaðaheiði. Og hvað sér maður þegar litið er snertuspöl til suðurs? Beitarhús í heiðinni. Ekkert er eðlilegra en beitarhús í þessari heiði. Svo kemur í ljós að þetta beitarhús er sjálf Leifsstöð. Er það ekki dásamlegt? Og sér-íslenzkt. Ljósm.: Lesbók/GS Skaftáreldahraun er stærsta hraun sem runniö hefur á jörðinni að mönnum sjáandi. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON MYNDMAL I sýningarsal málarans ljóða ég á landslagið mér til eignar Vatnaskil árinnar kvíslast þar um víðáttu sanda og gróður vin í samspili náttúru lands sem taka þorsta þar heillar skálar í fjarlægð blámans hvítnar fjallið eina ögurstund í myndinni: þokunni létth’ FUGLAGER Sjór og sker það sjáum vér svarið mér hvort vitið þér hvernig fer ef fjölgar sér fuglager við landið hér. Ekkert veit ég við því gert vertu bara glaður. Fuglarauka umtalsvert ánægjuna, maður. Höfundurinn er skáld og fyrrverandi prentari í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.