Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Síða 5
Munir úr Byggðasafni Árnesinga í geymsiunni undir Hótel Selfossi. Þarna er baðstofan frá Tungufelli sundurrifin í bunka ogtelur Skúli að hún sé ónýt. hinu var ekki að neita að húsið var afar illa stað- sett í bænum; það var byggt í þrengslum og of langt frá alfaravegi. Á neðri hæð þessa húss var bókasafn. Kristján Eldjám, þáverandi þjóðminjavörð- ur, var með mér í þessu af lífi og sál alla tíð. Frá Þjóðmiiyasafninu kom Gísli Gestsson og setti gripina upp; vanur maður og kunni til slíkra verka.“ Ljósmynd sem tekin var í kirkjumunadeild- inni skömmu eftir opnunina sýnir að þar eru þá þegar góðir gripir: Altari úr Hrunakirkju, grát- ur úr Laugardælakirkju og vegleg altaristafla sem Eyrarbakkakaupmenn gáfu Stokkseyrar- kirkju á sínum tíma. Hún er dönsk frá 18. öld, prýdd útskurði. Þegar Stokkseyrarkirkja var endurbyggð þótti hún of fomleg og ný altaris- tafla var fengin í kirkjuna. Eggert bóndi í Laugardælum var þá að byggja kirkjuna þar. Hann fékk gömlu altaristöfluna og þar var hún þar til Laugardælakirkja var rifin. Sóknar- nefnd Selfosskirkju vildi fá hana í hina nýju kirkju á Selfossi, en presturinn hai’ðneitaði, segir Skúli, og lét hann setja upp trékross yfir altarinu, sem er þar enn. Skúli hafði haft vak- andi auga með þessu og þótti verulegur fengur þegar hann fékk gripinn í safnið. A myndinni má einnig sjá, að til hliðar við altaristöfluna hef- ur verið komið fyrir myndskreyttum stykkjum úr gömlum predikunarstóli úr kirkjunni í Gaul- verjabæ. - Takmarkinu virðist hafa verið náð. En nú veit ég að safnið er ekki þarna lengur. Hvað komfyrir? „Það er raunaleg saga að segja frá því. Ég hélt söfnun gripa áfram eftir að framtíðarhús- næði virtist í höfn. Bjöm Sigurbjamarson vildi að ég tæki safnstjórnina að mér og ég var til í það. En aðrir nefndarmenn sögðu að Skúli safnaði drasli og safnið yrði að fá menntaðan mann. Sá „menntaði maður“ var gamall bóndi austan úr Fljótshlíð sem hundleiddist þetta og hafði engan skiining á safni eins og þessu. Til dæmis um það má nefna að einu sinni komu gestir með steðja úr búi Jóns í Galtafelli, foður Einars myndhöggvara. Fljótshlíðarbóndinn tók þeim illa og sagði: - Það er nóg til af svona msli hérna, ég tek ekki við þessu. - Þá fór fólkið með steðjann til Þórðar Tómassonar í Skóga- safninu sem þáði hann með þökkum. Síðar var þama áhugasamur umsjónarmaður, einnig án sérmenntunar, og ekki fékk hann neinu breytt. I blaðinu Suðurlandi var byggðasafnsmálið oft til umfjöllunar og Guðmundur Daníelsson rit- höfundur skóf ekki utan af þvi þegar hann gagnrýndi slóðaskapinn." „Svona umhirða þekkist hvergi í söfnum" Svo er að sjá að með tímanum hafi safngrip- um frekar verið hent inn í húsnæðið en að þeir væru til sýnis. í desember 1985 skrifaði Þór Magnússon þjóðminjavörður umkvörtunar- og áminningarbréf til stjórnar Byggðasafns Ár- nesinga og segir þar m.a. svo: „Verst var aðkoman í fremsta herberginu, sem síðast var sett upp í. Þar hafði mestallt ver- ið tekið niður oglá sem hráviði um gólfin, og var furðulegt að sjá viðkvæma smáhluti svo sem vasaúr, minnispeninga, gleraugu og margs konar smámuni liggja á gólfinu, að segja má fyrirhunda ogmanna fótum, en hins vegarmun þess þó vel gætt, að þama fari engir inn nema þeir, sem eiga beint erindi. Er einkennilegt, að þessir hlutir skuli ekki hafa verið settir í kassa eða í sýningarborð (eitt sýnipúlt stóð þarna gal- tómt og annað hálftómt), þegar taka þurfti þá niður af veggjum. Svona umhirða þekkist hvergi í söfnum. “ Eftir þessari lýsingu var naumast um safn að ræða í nýja húsinu, heldur geymslu þar sem óviðkomandi virðast ekki hafa mátt stíga fæti inn fyrir þröskuld. Ég spurði Skúla hvort næsta skref hafi þá verið að henda „draslinu" út? „I örstuttu máli má segja að safninu hafi ver- ið sundrað. Flestir safngripanna eru í þröngri og vondri geymslu í kjallara undir Hótel Sel- fossi; sumir þeirra stórskemmdir, aðrir áreið- anlega ónýtir. Litlum hluta af safninu var kom- ið fyrir á tvist og bast í íbúðarherbergjum og á loftinu í Húsinu á Eyrarbakka.“ Sagan af flyglinum góða „Til er kynningarbæklingur," segir Skúli, „og á honum stendur: „Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Ámesinga". Ég kalla þetta auglýs- ingalygi, því safnið er þama bara að nafninu til. Samt hefði ég ekkert á móti því að Byggðasafn- ið væri á Eyrarbakka, ef byijað hefði verið á því að byggja myndarlega yfir það. Eini gripurinn úr safninu sem er í Húsinu og á vitanlega bezt heima þar er hljóðfærið; 19. aldar flygill, sem ég hafði meira fyrir að ná í en nokkuð annað. Allt var það barátta við þröngsýni og nísku. Þannig atvikaðist þetta að fyrir tilviljun hitti ég Pál Isólfsson á Stokkseyri. Við vorum vel málkunnugir og Páll sagði mér að hann væri búinn að bjarga hljóðfærinu úr Kaupmanns- húsinu á Eyrarbakka. Húsið var þá í algerri niðumíðslu og hélt ekki vatni. Jón Pálsson, fræðimaður og bankagjaldkeri, komst á snoðir um að hljóðfærið lægi undir skemmdum, en aðrir virtust ekki hafa skilning á sögulegu verð- mæti þess. Páll lét flytja það til Reykjavíkur og Einar sonur hans eignaðist það. Páll lét mig síð- ar yita að hljóðfærið væri falt og að hann vildi að Árnesingar fengju forkaupsrétt. Til þess að gera langa raunasögu stutta taldi sýslumaður- inn alveg fráleitt að kaupa þennan grip; hann var við sama heygarðshomið og hélt að þeir Páll og Einar gætu gefið sýslunni hljóðfærið sem átti að kosta 15 þúsund krónur. Eftir mikið samningastapp tókst að kría 7 þúsund út úr sýslumanni, en Árnesingaféiagið í Reykjavík brúaði bilið með 2 þúsund króna framlagi. Sjálf- ur varð ég að kosta flutninginn og þá reikninga á ég ógreidda." Baðstofan fró Tungufelli - Það gleðilega við þessa sögu er þó það að hljóðfærinu var bjargað, en hefur þó líklega ekki munað miklu að illa færi. Ég las í lengri greinargerð eftir þig um flygilmálið, að þegar átti að flytja hljóðfærið úr Húsinu höfðu mýs gert sér hreiður á nótnaborðinu. Það fór hins vegar verr þegar þú vildir bjarga baðstofunni í Tungufelli. Hvar er hún niðurkomin núna? „Sú ótrúlega saga hófst með þvi að Kristján Eldjárn hringdi í mig og sagði að í Tungufelli í Hrunamannahreppi væri baðstofa, byggð um aldamótin, og væri sem ný. Fólkið á bænum var hins vegar flutt úr henni vegna þess að búið var að byggja nýtt hús. Kristján hvatti mig til þess að fara á staðinn, semja um kaup á baðstofunni og fá hana flutta í Byggðasafnið á Selfossi. Mér leizt vel á þetta; fór þegar austur að Tungufelli og bóndinn tók erindinu vel. Ég borgaði umsamið verð úr eigin vasa og ekki hef ég heldur fengið þann reikning greiddan. Nokkm síðar fór ég með vömbíl á staðinn og til þess að valda sem minnstum spjöllum opnaði ég kjölinn á baðstofunni og losaði síðan sperrn- tæmar. Þá var súðin laus í tvennu lagi og hægt að ná henni upp á bílpall. Þetta var skarsúð; framúrskarandi falleg og hvergi kvistur í borði. Skarsúðin og aðrir viðir úr baðstofunni vom sett í geymslu í safnhúsinu. Að einhverjum tíma liðnum komu menn að máli við byggðasafns- nefndina og vildu fá að nota geymslurýmið þar sem baðstofan var. Sjálfsagt þótti að verða við því og baðstofuviðirnir vom þá fluttir í lekan bragga. Þegar sá braggi var rifinn var hringt í Þór Magnússon þjóðminjavörð og sagt að nú þyrfti að losna við þessar baðstofuspýtur. Þór bauðst þá til að taka við viðunum og þeir vom fluttir í geymslu í gömlu fjósi á Bessastöðum. Að þeim flutningi var þannig staðið, að fengnir vom verkamenn með kúbein og þeir tættu allt í sundur, borð fyrir borð. Eftir skamman tíma var ijósið á Bessastöðum rifið. Þór hringdi þá austur og sagði byggðasafnsnefndinni að nú yrðu þeir að taka aftur við baðstofuviðunum. Þá var þeim komið fyrir í geymslu undir Hótel Sel- fossi. Þar em þeir nú og mega víst heita ónýtir. Hæstaréttardómari, sem hafði fylgst með málinu, sagði við mig: „Þú getur sótt formann byggðasafnsnefndar til saka fyrir þetta.“ Hann bauðst meira að segja til að taka málið að sér, en ég vildi það ekki þá. Ekki tókst betur til með varðveizlu á Kolvið- arhólsbríkunum. Mér hafði borizt til eyrna að á Kolviðarhóli væm svefnkojur með útskom- umm bríkum. Kolviðarhóll var í eigu Reykja- víkur og Gunnar Thoroddsen var þá borgar- stjóri. Eg gekk á hans fund og bað um bríkurnar í safnið, enda er Kolviðarhóll í Ár- nessýslu. Hann tók því Ijúfmannlega, lét mig hafa skriflegt leyfi og ég tók síðan bríkurnar niður og flutti þær austur á Selfoss. Löngu síð- ar sá ég að búið var að saga bríkurnar í sundur og eyðileggja þær, en stykki úr einni hafði verið hengt upp á vegg.“ Gefendur íhuga að endurheimta gripi Önnur geymslan undir hótelinu virðist vera opin hveijum sem er. Þrír Árnesingar sem finnst að allt þetta mál sé hneyksli hafa komið þangað inn og tekið myndir; þar á meðal þær sem hér em birtar. Einn þeirra er Magnús Björgvinsson frá Klausturhólum í Grímsnesi. Vorið 1964 hafði hann og fjölskylda hans gefið til byggðasafns- ins á þriðja tug gripa, þar á meðal Borgundar- hólmsklukku, meira en 200 ára, úr búi Vigfúsar sýslumanns á Hlíðarenda, föður Bjama Thor- arensen. í bréfi sem Lesbók hefur borizt frá Magnúsi Björgvinssyni segist hann, ásamt systkinum sínum, hafa farið í könnunarferð á Selfoss 5. janúar sl. og höfðu þau þá áður full- vissað sig um að aðeins tveir gripanna frá þeim vom til sýnis í Húsinu á Eyrarbakka. í geymsl- unni á Selfossi sáu þau baðstofuviðina frá Tungufelli og ofan á þeim lágu gráturnar úr Laugardælakirkju, sundurrifnar innan í tusku. Yfir vegg sáu þau haug af húsmunum í annarri geymslu, en hvorki varð séð að þessar geymsl- ur væm varðar gegn vatni eða eldi. Safngripina frá Klausturhólum sáu þau að mjög litlu leyti. í framhaldi af þessu kvaðst Magnús hafa tjáð safnstjóranum að þau systkinin mundu alvar- lega íhuga að endurheimta Kiausturhólagrip- ina og „ráðstafa þeim til annarra safna, ef ekki rættist úr húsnæðismálum safnsins alveg á næstunni. Þar höfum við sérstaklega í huga byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum..." - Átti allur þessi slóðaskapur sinn þátt í að þú fluttist frá Selfossi? „Já, það er óhætt að segja það. Árið 1959 var ég beðinn um að byggja torfkirkju í Árbæ í Reykjavík og skyldi hún verða hluti af Árbæj- arsafni.. Ég bar það undir Kristján Eldjám og hann hvatti mig til þess að taka veridð að mér, enda kunni ég til verka við veggjahleðslur og var vanur smiður, bæði á tré og járn. Ákveðið var að nota kirkjuviði frá Silfrastöð- um í Skagafirði. Ég fór norður og tók tréverkið niður og allt gekk það vel. Hins vegar var vandasamara að komast að raun um rétt hlut- föll og útlit, en ég var svo heppinn að í Þjóð- skjalasafninu fann ég vísitasíu fyrir Silfrastaða- kirkju frá 1842. Þar vom öll mál tilgreind og eftir þeim var farið.Vindskeiðamar skar ég sjálfur út og lauk við bygginguna haustið 1960.“ Framtíðarsýn sem enginn hafði skilning á Skúli var starfsmaður Árbæjarsafns 1959- 65. Eftir að kirkjubyggingunni lauk vann hann þar við lagfæringar úti og inni; einnig byggði hann skrúðhús við kirkjuna. Þá vildi svo hrapal- lega til að hann lenti í bílslysi; var farþegi í bfl sem lenti framan á öðram á blindhæð. Menn héldu í fyrstu að Skúli væri dáinn, en hann hafði rotazt og var auk þess illa lærbrotinn. Eftir það gat hann ekki unnið líkamlega erfiðisvinnu og flutti þá í íbúðina á Óðinsgötunni. - Hvernig þefðir þú helzt viljað sjá fyrir þér Byggðasafn Ámesinga? „Eg vildi taka myndarlegt svæði á Selfossi undir safnið, því ég gerði mér ljóst að safn sem stendur undir nafni getur ekki verið í einu húsi. Ég hefði viljað endurgera nokkur hús á þessu svæði líkt og Þórður Tómasson hefur gert í Skógasafninu. Það var til dæmis fráleitt að byggja baðstofuna frá Tungufelli upp inni í þröngum húsakynnum, en það vildu þeir í byggðasafnsnefndinni og töluðu um að ég hefði „slegið á útrétta hönd“ þegar ég vildi ekki taka þátt í því. Baðstofuna hefði þurft að byggja sér- staklega úti á svæðinu. Ég hefði einnig viljað endurbyggja þar út- brotakirkjuna á Stóra-Núpi, sem var sú síðasta þeirrar gerðar. Af henni em til teikningar og mál eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi og líkan á Þjóðminjasafninu, svo þetta hefði verið hægur vandi. Fleira gæti ég nefnt, sem nú þætti ekki lítill fengur í ef það stæði þama. Til dæmis hefði ég viljað endurbyggja bæinn á Stóra-Núpi, sem hmndi, þá nýlega byggður, í jarðskjálftunum 1896. Góð Ijósmynd er til af þessum bæ og út- tekt með öllum málum frá því bærinn var byggður. Hugmyndir af þessu tagi þóttu alger fjarstæða og Selfossbær hafði ekki heldur þann menningarlega metnað að láta stóra lóð undir safnsvæði." Ljósm.:Gísli Sigurðsson Árbæjarkirkja í Reykjavík er handaverk Skúla Helgasonar og sýnir verkkunnáttu hans. Skúli hlóð veggina, smíðaði gluggana, skar út vindskeiðar, smíðaði skrautlamir, skrá og kirkjulykil. Á forsíðu er mynd af skrúðhúslnu sem einnig er verk Skúla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.