Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 13
einnig um árabil á Rauðará og tilheyrði þá Laugamessókninni. Hann var meira að segja skipaður sérstakur umsjónarmaður eða kirkjuverjari Lauganeskirkjunnar um tíma. Þótt Laugarneskirkjan sjálf væri farin að fúna og finna til ellimarka þegar Eiríkur langa- langafi átti að fermast árið 1787 og hann yrði því að fermast í Neskirkju, mátti hún muna sinn fífil fegri enda var hún talin með stærstu kirkjum í öllu Kjalarnesþingi árið 1632. En saga Laugameskirkjunnar, líkt og saga flestra annarra guðshúsa þessa lands, endurspeglar bágborið ástand og afkomu þjóðarinnar, sjúk- dóma, harðæri, eldgos og aðra óáran sem yfir dynur. Það er fyrst getið um Laugarneskirkju árið 1200 í kirknatali Páls Jónssonar Skálholts- biskups og 1234 á hún rétt á fjórðungi allra laxa í Elliðaánum, Viðeyingar annað eins og Reykvíkingar afganginn. Þetta vom mikil hlunnindi sem í aldanna rás áttu eftir að reyt- astaf kirkjunni, enda eftirsóknarverð. Á13. öld er enn strjálbýlt við Sundin, aðeins fimm jarðir byggðar á Seltjarnarnesi hinu forna: Nes, Vík, Laugarnes, Kleppur og Gufu- nes. í Vilkinsmáldaga frá 1397 segir að kirkjan eigi heimalandið hálft, 10 kúgildi og 5 hross. Þar við bætast 13 bækur, tvær klukkur stórar og sitthvað fleira. Og kirkjan er helguð Maríu mey, Pétri postula, heilögum Nikulási, Úrban- usi helga og hinni sælu Margréti, svo ekki vantaði nú heilagleikann. En það er verra með veraldlegu gæðin. Nú á hún aðeins fimmta hvern þeirra laxa sem Viðeyingar fá úr Elliða- ánum. í lýsingu á kirkjunni 1575 er farið að síga á ógæfuhliðina með kirkjugripina. Altarisklæðið er gamalt og því tjaslað saman, hökullinn er gamall, kaleikurinn æralaus, metaskálar tóm- ar og jámkarlinn sem á að pota Laugarnesing- um sex fet niður á köldum frostavetram er lít- ill. En stóra klukkumar hringja enn til tíða. Um þessar mundir verður Laugarneskirkjan líka útkirkja frá Reykjavík, frá Víkurkirkju. Séra Hallkell Stefánsson sem fékk Seltjarnar- nesþing um aldamótin 1600 og sat í Laugar- nesi, gerir þó vel við kirkjuna sína og gefur henni tvo glerglugga. Ástandið er heldur ekki beysið innandyra þegar sjálfur Brynjólfur biskup Sveinsson vísiterar kirkjuna haustið 1642. Þar er þá einn hökull gamall og altarisklæðið á flækingi á Al- þingi ásamt sloppi gömlum og slitnum! En kirkjan sjálf er stór og stæðileg og kór: inn þiljaður bak við altari og skrúðhús. f kirkjunni var þó aðeins einn kvenstóll, en stól- ar í kirkjum vora á þessum tíma aðeins fyrir höfðingja og konur. Aðrir máttu gera sér að góðu að standa upp á endann undir messunni. Kaleikurinn með patínunni er enn til en stóru klukkurnar tvær sem hringt höfðu út yfir víðáttur Kleppsholts, Bústaðaholts og Breið- holts og e.t.v. hljómað alla leið til Kópavogs í morgunkyrrðinni era nú þagnaðar. Þær sjást hvergi. Kirkjan á nú aðeins tvær litlar klukkur og er önnur þeirra brotin. Þetta þykir biskupn- um miður og lætur nótera það í Kirkjustólinn. Sömuleiðis eru kúgildin blessuð farin eitt- hvað á flakk og aðeins þrjú eftir af upphafleg- um tíu. Biskup lætur bókfæra að þessu verði að kippa í liðinn, og það hið snarasta, en eitthvað gekk það nú erfiðlega því nítján áram seinna þegar Brynjólfur blessaður leggur leið sína aftur í Laugarnesið eru þau enn ófundin! Þegar svo ný kirkja er reist í Laugarnesi ár- ið 1659 er hún öll óþiljuð, andstætt þeirri gömlu. Það var heldur ekki úr miklu að moða því konungurinn sjálfur, sem þegar hér var komið sögu, átti allar þær jarðir sem kirkjunni tilheyrðu, utan Laugarnesið sjálft, var undan- þeginn tíundargjöldum! Kirkjuhurðin sjálf er þó ný og á járnum og kvenstólarnir orðnir sex, en annar gömlu glerglugganna hans séra Hallkells er hættur að veita birtu inn í guðshúsið. Þegar Brynjólfur biskup vísiterar í Laugar- nesi í hinsta sinn árið 1670, þá gamall maður, líst honum miður vel á ástandið. Nýja kirkjan var þá illa farin af fúa, kúgildin enn á flandri og auk þess vantar kistu eina gamla. En heima- menn hafa sjálfsagt haft annað að gera á þeim erfiðleika- og hörmungatímum sem þá gengu yfir þjóðina en að eltast við horfin kúgildi og fúnar kistur. En það sem verra er: Nú er laxveiðin endan- lega gengin úr greipum þeirra Laugarnes- manna og Bessastaðamenn búnir að kasta eign sinni á þessi fornu hlunnindi. Biskup er þó ekki úrkula vonar að úr þessu megi bæta, og tekur það til bragðs, þegar ekki sjást önnur úrræði, að fela málið Guði á hendur. En það fór víst með þá bænheyrslu eins og hjá guðhrædda sveitamanninum sem í byrjun aldarinnar kom inn í stássstofu á Akureyri og þurfti að spýta. Hann sá þá sér til mikillar skelfingar að þar var hvergi spýtukopp að finna. Hann ákvað þá að spýta upp í loftið og bað Guð að ráða hvar niður kæmi. Þótt allt væri á hægri niðurleið í Laugar- neskirkjunni á þessum erfiðu árum var þó eitt ljós í myrkrinu, en það voru klukknamálin. Nú bættist við ný 14 marka klukka keypt af Laug- Ljósmynd: Gísli Sigurðsson Víð strönd Laugarness. Séð í átt til Viðeyjar. Ljósmynd: ívar Brynjólfsson. Myndadeild Þjóðminjasafnsins. Altaristaflan úr hinni gömlu Laugarneskirkju er varðveitt í Þjóðminjasafninu. Teikning: Gísli Björgvinsson Kirkjubólsbærinn, hjáleiga frá Laugarnesi. Laugarneskirkja fékk erfðafestu af túnum Kirkjubóls. Bærinn stóð lítið eitt neðar en kirkjan stendur núna. Nú sést ekkert eftir af Laugarnesbænum, en þannig leit hann út árið 1974 þegar myndin var tekin. Bærinn var rifinn 1987. Reykháfurinn á Kletti gnæfir þarna heldur ekki lengur. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður og fjölskylda hans voru búin að búa í bænum í um 40 ár. arnesbóndanum í Hólmsins kaupstað á heil fimm kúgildi. Og þar að auki var í láni klukka frá Engey. Svo nú ómaði aftur skær klukkna- hljómurinn frá Laugarneskirkjunni langt út yfir Sundin blá. Árið 1703 þegar tekið er manntal á Seltjarn- arnesi, eins og annars staðar á landinu, eru í Laugarnesi 27 manns og jörðin er enn í einka- eign. Sama haust vinna þeir Páll Vídalín og Árni Magnússon að Jarðabókinni og skjalfesta þar allt sem máli skiptir. Þegar þeir safna upplýsingum um Laugar- nesið í Nesstofu árið 1703 er einn vitundarvott- anna Brandur Bjamhéðinsson lögsagnari, kirkjuhaldari og bóndi á gamla Víkurbænum, langalangalangalangalangalangafi minn. En hann hafði ekki aðeins látið sér nægja að reisa veglega Víkurkirkju frá granni og gefa henni altaristöflu, messingsskírnarfat og tvo forláta látúnskertastjaka, sem enn prýða altari Dóm- kirkjunnar í Reykjavík, heldur hafði hann einnig gefið Laugarneskirkju forláta predik- unarstól. í Jarðabókinni kemur fram að Laugarnesk- irkja er nú ekki lengur sjálfstæð sóknarkirkja heldur annexía og að þar hafi ekki prestur setið í sjötíu ár eða frá því að síðasti presturinn séra Hallkell hætti og fór á fátækrastyrk! Hefur sjálfsagt ofgert sér á kaupunum á glerglugg- unum tveim! Svo ekki var nú ástandið beysið. Og kúgildin sjö era að sjálfsögðu enn ófundin! Sama ár vísiterar Jón biskup Vídalín í Laug- arnesi og segir kirkjuna orðna ansi gisna og kvartar yfir því að það gusti mikið við altarið. Og veraldarlánið er valt því veglegu kirkju- klukkurnar sem ekki höfðu hringt nema í örfáa áratugi era nú horfnar eða brotnar og sendar til viðgerðar í kóngsins Kaupinhöfn. Þetta bágborna ástand kirkjunnar í Laugar- nesi hefur sjálfsagt ofboðið nýja Skálholtsbisk- upnum, Jóni Árnasyni, þegar hann leit við á yf- irreið sinni árið 1724. Honum fannst kirkjan, þótt alþiljuð væri, næsta hrörleg af elli og rotn- an auk þess sem hurðin hékk nú orðið aðeins á öðru járninu. Biskupinn skipaði því bóndanum, sem kominn var í álitlega skuld við kirkjuna, að reisa af grunni stærri og veglegri kirkju í Laugarnesi. Ýmislegt eigulegt fann þó bisk- upinn innandyra eins og t.d. predikunarstólinn góða frá Brandi Bjarnhéðinssyni, nýtt altari og altaristöflu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 I 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.