Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Page 16
'Á þessari syllu stóðu aðstoðarflugmenn Kata- línuflugbátanna þegar góma þurfti bauju og sést hvar flugmaöurinn heldur á baujukrókn- um. Myndin er tekin við Ellaö í Austur-Græn- landi 1952. f stjórnklefa Katalínuflugbátsins TF ISJ. Myndin er tekin 1946 á einfalda kassamynda- vél, sem hafði hvorki hraðastillingu, stillan- legt Ijósop né fjarlægðarstillingu og myndin er því eins og við er að búast. ur frá 1945-1953 en þá var honum lagt. Á sumr- in var hann geymdur milli ferða á Skerjafírði festur við bauju skammt frá landi. TF-ISP var . léttari en hinar Kötumar, sem nam hjólabún- ''aðinum og var þar um eitt tonn að rasða, enda fundu flugmenn það vel í flugtaki hve miklu betur hún reif sig upp og var fljótari upp á „steppið,, sem svo var kallað. Auk þess flaug hún heldur hraðar en hinar, var oftast á um 120 hnúta hraða þegar hinar voru á um 110. Hún var líka léttari í stýrum, var allt að því eins og þristamir. Svo flugmenn vora allir mjög skotn- ir íþessari flugvél. Ágætur vinur minn og flugkennari frá fyrri áram var um þetta leyti flugstjóri á Katalínu- flugbátunum. Flugum við talsvert saman á ár- unum 1952 og 1953. Eitt sinn lá leiðin austur á firði. Við lentum á Seyðisfirði, þar voru svipti- vindar og vindrósir um allan fjörð. Eftir lend- ingu var það mitt hlutverk að taka baujuna, krækja í hana og festa svo flugbátinn með vír- lykkju meðan staðið var við. Var nú siglt að tbaujunni á talsverðri ferð, slökkt á báðum hreyflum, en ég missti baujuna. Þá eru báðir hreyflar ræstir og farinn annar hringur, en illa gekk að stýra flugbátnum að baujunni í þetta skipti svo ég missti nú aftur af baujunni. Þá era báðir hreyflar ræstir enn einu sinni og var nú komið að baujunni í þriðja sinn á engu minni ferð en fyrr, og hefur vindurinn senni- lega blásið á eftir okkur í það skiptið. Flug- stjórinn var nú orðinn pirraður, fannst framm- istaða mín alveg fyrir neðan allar hellur þar sem ég stóð þama fremst á nefi flugbátsins, beint fyrir framan rúðuna þar sem hann sat. Vaninn var sá að sigla þannig að baujan væri aðeins til vinstri við nef flugbátsins svo maður næði að krækja í vírlykkjuna sem þar var. En nú stefndi flugbáturinn beint á baujuna og á mikilli ferð, lenti hann á henni miðri. Mér tókst igað krækja í hana og festa krókinn en í öllum látunum fór baujan hálfþartinn á kaf fyrir framan nefið, hentist svo allt í einu yfir á hægri hliðina en við það kom kaðallinn, sem fastur var á polla fyrir aftan mig, á eftir mér sem ör- skot þar sem ég flúði í ofboði yfir á hægri hlið flugbátsins og tyllti mér á smásyllu, en við þetta allt hertist kaðallinn mjög fast að fótum mér. Munaði engu að ég steyptist í sjóinn. Ég æpti á flugstjórann hvort hann ætlaði að drepa mig með þessum helvítis látum, að keyra svona hratt að baujunni, en við sættumst fljótt og þetta atvik gleymdist. Reyndar var ég Ijónheppinn að fá aldrei sjóbað, en það kom fyrir félaga mína suma ^hverja. Þá urðu menn að sitja blautir í sætum sínum það sem eftir var ferðarinnar, sem ekki var notalegt í stjómklefa, sem ekki var hitað- ur. Höfundurinn er flugmaður og Ijósmyndari. Notagildishugsjónin kemur ekki qlltof heim og saman við fagurfræði póstmódernismans, segir ÞRÖSTUR HELGASON. Guggenheimsafnið í Bil- bao er listaverk í sjólfu sér en þjónar líka hlut- verki sínu með ógætum. Guggenheimsafnið í Bilbao er tákn nýrra tíma. í stað verksmið- junnar sem stóð á bökk- um Nervion árinnar í miðri borginni hefur ris- ið eitt sérkennilegasta listasafn í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hugvitið og sköpunar- krafturinn lýsir af byggingunni en vélasuð verksmiðjunnar er orðið að óþægilegri minn- ingu í huga borgarbúa. Safnið líkist einna helst risavöxnum fiski. Glitrandi titanplötumar minna á hreistur, hart og stökkt en slétt og fellt, svolítið fráhrindandi við fyrstu sýn en forvitnilegt. Fisklíkingin nær þó ekki til byggingarformsins nema um ein- hvers konar sæundur væri að ræða. Vissulega má sjá langan afturmjóan búk teygja sig út úr meginhvelfingunni en hún sjálf myndar höfuð- lag sem reyndustu sægörpum myndi sennilega hrylla við. En hvort sem við sjáum furðufisk út úr þessu ævintýralega sköpunarverki kanad- íska arkitektsins Frank 0. Gehry eða ekki þá sendir það þægilegan framtíðarhroll niður bakið á manni. Tuttugustu aldar klassik Safnið var opnað í október 1997 en það er staðsett í miðborg Bilbao sem er menningar- og menntamiðstöð Baskalands á Norður- Spáni. Bygging þess var hluti af mikilli endur- skipulagningu á borginni sem hingað til hefur Morgunblaðið/Þröshjr Helgason Notagildishugsjónin kemur ekki alltaf heim og saman við fagurfræði póstmódernismans. '1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.