Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 17
Það var alltaf ætlunin að gera safnið að mikilvægu kennileiti í borginni. Hér sést bakhlið safnsins sem snýr að ánni Nervion. Níu af nítján sölum safnsins eru ekki hornréttir enda mótaðir af óreglulegum formum furðu- fisksins. Myndin er tekin í stærsta salnum en verkin eru eftir Richard Serra. einkum verið þekkt fyrir þungaiðnað og ágætt knattspymulið. Árið -1991 höfðu borgaryfir- völd Bilbao samband við Guggenheimstofnun- ina að fyrra bragði og buðu henni að reisa safn í þeirra nafni á kostnað borgarinnar, bygging- in yrði í eigu Baska en rekin af stofnuninni. Guggenheimstofnunin var sett á stofn stofn árið 1937 og rekur nú söfn í þremur borgum, tvö í New York, auk safna í Feneyjum og Bil- bao. Mikið safn klassískra listaverka frá tutt- ugustu öld er í eigu stofnunarinnar, þar af eru mörg af kunnustu verkum síðustu fjörutíu ára varðveitt í safninu í Bilbao, auk verka eftir baskneska og spænska samtímalistamenn. Notagildi og póstmódernismi Notagildishugsjónin kemur ekki alltaf heim og saman við fagurfræði póstmódemismans. Guggenheimsafnið í Bilbao er listaverk í sjálfu sér en það þjónar hlutverki sínu líka af stakri prýði. Raunar lítur það út fyrir að vera kaot- ískara en það er í raun því einfalt er að rata um sali þess þegar inn er komið. Stórir glerveggir í miðrými safnsins hleypa dagsbirtunni inn í húsið. Þaðan nær hún svo að teygja sig inn í innstu kima með misjöfnum styrk. Salimir nít- ján eru bæði stórir og smáir, langir og stuttir, breiðir og mjóir. Níu þessara sala eru ekki hornréttir enda mótaðir af óreglulegum for- mum furðufisksins. Sýningarrýmið er ellefu þúsund fermetrar. Salurinn sem myndar búk- inn á fiskinum er stærstur, 30 metra breiður og 130 metra langur, og hafður undir tíma- bundið sýningarhald. Það var alltaf ætlunin að gera safnið að mik- ilvægu kennileiti í borginni. Áhersla var lögð á að hönnunin yrði sérstæð og til merkis um stórhug. Þetta var í anda hinna Guggenheim- safnanna en það var Frank Lloyd Wright sem gaf tóninn með fyrsta safninu sem stendur við fimmtu tröð í New York. Safnið í BObao hýsir auk gallería tónleikasal, veitingastað, safnverslun og skrifstofuhald. Hljóðlót myndlist i glymjandi umhverfi? Tiltölulega stutt er síðan safnið var opnað og enn virðast flestir gestanna vera komnir þang- að fyrst og fremst til þess að virða fyrir sér bygginguna. Það segir ef til vill eitthvað um stöðu myndlistarinnar í samtímanum, hljóð- látrar í glymjandi umhverfinu. Sjálfsagt eiga gestir eftir að flykkjast til Bilbao til að sjá þetta byggingarlega furðuverk og tröllvaxinn hvolpinn hans Jeff Koons húkandi fyrir fram- an, skrýddan milljónum marglitra fjóla. Það ætti heldur enginn að verða fyrir vonbrigðum með þá heimsókn en þeir sem áhuga hafa á því sem er að gerast í samtímamyndlist eiga líka erindi í hús þetta. Sem stendur standa yílr fjórar sýningar í Guggenheimsafninu í Bilbao: „List vélhjólsins" nefnist sýning sem stend- ur til 23. apríl og fjallar um sögu og menning- arlega skírskotun vélhjólsins. Sýning á verk- um bandaríska listmálarans David Salles stendur til 7. maí. „Turninn sem lostinn er eld- ingu“ er samsýning nokkurra spænskra sam- tímalistamanna sem stendur einnig til 7. maí og fjallar um takmarkanir mannsins og til- raunir hans til að yfirvinna þær. Sýning á verkum ítalska samtímalistamannsins Francesco Clemente stendur svo yfir til 4. júní. Safnið er opið kl. 10-20 frá þriðjudegi til sunnudags. Lokað er á mánudögum. í) «v 11 l\l 1 .| M ' ;P»V 1 |mí Tiltölulega stutt er síðan safnið var opnað og enn virðast flestir gestanna vera komnir fyrst og fremst til þess að virða fyrir sér bygginguna. Myndin er tekin við anddyri hússins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 26. FEBRÚAR 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.