Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Qupperneq 2
Fyrstg óperusýninqin í Ými Operuslettur úr Söngskólanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá æfingu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík á Rauða tjaldinu. NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík verður fyrst til að flytja óperutónlist í hinu nývígða tónlistarhúsi Ými við Skógarhlíð - á morgun, sunnudag, kl. 16. Rauða tjaldið - óp- eruslettur úr ýmsum áttum er yfirskrift upp- færslunnar en leikgerðin er eftir Ásu Hlín Svavarsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri. Sýningin var sett upp og flutt þrisvar sinn- um við góðar undirtektir í Smára, tónleikasal Söngskólans, í janúar sl. en nú hefur verið bætt við hana nokkrum atriðum. Sungið á íslensku og á frummálinu Um leikgerðina segir Ása Hlín að hún hafi fengið í hendurnar óperuaríumar sem hún hafi síðan tengt saman í eina heild. Þar sem hinir erlendu textar vilja oft fara fyrir ofan garð og neðan hjá hinum almenna hlustanda brá hún á það ráð að þýða alla söngtextana á íslensku. „Margir af þessum söngtextum eru létt absúrd og fyndnir og það er svolítið gaman að snúa þeim og skoða þá,“ segir hún. Fyrst eru atriðin sungin og leikin á íslensku og seinna eru þau einnig sungin á frummálinu, þó ekki endilega í réttri röð. Valkyrjur úr óperudeildinni Sýningin er sett saman úr óperunum Basti- ana og Bastiano, Töfraflautunni og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Leynibrúðkaupinu eftir Cimarosa, Sögum af Falstaff eftir Verdi og Nicolai, Bóhemunum eftir Puccini og Valkyrj- um Wagners. „Við tökum Valkyrjureiðina, sem er mjög tilþrifamikil. Það eru ofboðslega kröftugar stelpur í óperudeildinni sem eru gífurlega duglegar og miklar valkyrjur og það hæfir þeim ákaflega vel að syngja þetta,“ segir Ása Hlín. í einsöngshlutverkum eru þau Auður Guð- johnsen, Áslaug H. Hálfdánardóttir, Bryndís Jónsdóttir, Guðríður Nanna Helgadóttir, Guð- ríður Þ. Gísladóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Hjálmar P. Pétursson, Ingibjörg Aldís Ólafs- dóttir, ívar Helgason, Jónas Guðmundsson, Kristveig Sigurðardóttir, Kristín R. Sigurðar- dóttir, Linda P. Sigurðardóttir, Magnea Gunn- arsdóttir, Nanna María Cortes, Ragnheiður Hafstein, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Þóra Guðmannsdóttir. Æfingastjóri og píanó- leikari sýningarinnar er Claudio Rizzi. Aðgöngumiðasala er við innganginn. Sigrún Hjálmtýsdótt- ir sópransöngkona. Vínarvor með Vox Feminae og Diddú KVENNAKÓRINN Vox Feminae heldur vor- tónleika í tónlistarhúsinu Ými v/Skógarhlíð í dag, laugardag, kl. 16.00. Einsöngvari með kómum er Sigrún Hjálmtýsdóttir. Á efnisskrá eru Vínarljóð og kunn lög úr óperum og óper- ettum, m.a. eftir Brahms, Lehár, Tsjajkovskíj, Mozart, Borodin, Schubert og Lehner. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum eru Sig- rún Eðvaldsdóttir ásamt Veislutríóinu, en það skipa: Anna Guðný Guðmundsdóttir, Páll Ein- arsson og Sigurður I. Snorrason. Einnig mun Amhildur Valgarðsdóttir leika á píanó. Aðalstjómandi frá upphafi hefur verið Mar- grét J. Pálmadóttir, og einnig hafa Rut Magn- ússon, Svana Víkingsdóttir og Sibyl Urbancic unnið með hópnum. I kómum starfa nú um 40 konur. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Dagskrá um Þór- berg Þórðarson I TILEFNI afmælis- dags Þórbergs Þórð- arsonar verður dag- skrá í Esperanto- húsinu á Skóla- vörðustíg 6b á morg- un, sunnudag, kl. 15. Fjallað verður um rit Þórbergs um esp- ei'anto og á esperanto. Þá verður lesið upp úr óbirtum bréfum meistarans. Dagskráin fer fram opin. Þórbergur Þórðarson á íslensku og er öllum íris Elfa Friðriksdótt- irsýnir hjá Sævari í TENGSLUM við Reykjavík menningar- borg 2000 verður opnuð sýning á verkum írisar Elfu Friðriksdóttur í Gallerí Sævars Karls í dag, laugardag, kl. 14. íris Elfa Frið- riksdóttir er fædd 1960. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 84, stundaði framhaldsnám við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi árin 84 til 86. Hún sýndi í Galleríi Sævars Karls árið 1996, lágmyndir, steyptar í jámrömmum og átti verk á Aldamótasýningunni í janúar sl. íris hefur unnið með andstæð efni, heitt - kalt, mjúkt - hart, skínandi - matt. Hún hefur búið í Danmörku sl. 2 ár og hlaut listamannalaun árið 1999. Sýningunni lýkur 5. april. Verk eftir Írisí Elfu Friðriksdóttur. Halaleikhópurinn frumflytur Jónatan HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 í Halanum, Há- túni 12. Leikritið heitir Jónatan og hefur und- irtitilinni: Reyndu að hysja þig upp og bíta báðum gómum í borð lífsins og hanga þar! Það er eftir Eddu V. Guðmundsdóttir sem jafn- framt er leikstjóri. Leikritið fjallar um Jónatan sem býr í Há- túni en hann er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Hann er lamaður upp að mitti eftir bílslys en er orðinn nokkuð hress. Leikritið fjallar um hvernig hann eina kvöldstund reynir að taka þátt í Iífinu fyrir ut- an, hvemig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans, hvað hann sér og hvað hann upplifir. Persónur leiksins em húsandar sem mynda kór sem í raun segja söguna eða syngja hana, fara í hin ýmsn hlutverk og mynda leikhljóð. Kórinn heldur með sínum manni og reynir oft að hafa vit fyrir honum, en við óvæntum upp- ákomum ruglast kórinn stundum í ríminu. Ásdís Úlfarsdóttir, Árni Salomonsson, Guðný A. Einarsdóttir og Sigríður Geirsdóttir eru meðal þátttakenda í uppfærslu Halaleikhóps- Ins á leikritinu Jónatan. Halaleikhópurinn hefur sett upp sýningu á hveiju ári írá stofnun eða sjö 'sýningar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Steinunn Þórarinsdóttir ogÁsmundur Sveinsson. Til 14. maí. Englaborg, Flókagötu 17: Sigtryggur B. Baldvins.. Til 19. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Sara Vilbergsdóttir. Til 19. mars. Galleri@hlemmur.is: Eirún Sigurðar- dóttir. Til 26. mars. Gallerí On o One, Laugavegi Ásmundur Ásm.son. Til 12. mars. Gallerí Smíðar og skart: Hjörtur Hjart- arson. Til 25. mars Gallerí Stöðlakot: Grímur Marinó Steindórsson. Til 19. mars. Gallerí Sævars Karls: íris Elfa Friðriksd. Til 5. apríl. Gerðarsafn: Ljósm.fél. ogBlaðaljósmfél. ísl. Vigfús Sigurgeirs. 19. mars. Gerðuberg: Anna Líndal. 19. ap. Hafnarborg: Kristín Loftsdóttir. Pétur Gautur. Til 20. mars. Hallgrímskirkja: Sigm-ður Örlygsson. Till.júní. i8, Ingólfsstræti 8: Ólöf Bjömsdóttir. Til 2. api-fl. íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Alistair Maclntyre. Til. 12. mars. Kjarvalssstaðir (austurs.): Jóh. S. Kjar- val. Myndir úr Kjarvalssafni. Katrín Sig- urðardóttir. Til 16. mars. Carnegie verðl. Til 2. aprfl. Listasafn ASÍ: Norrit: Guðrún Gunnar- sdóttir, Agneta Hobin, Ulla-Maija Vik- man og og Inger-Johanne Brautaset. Til 12. mars. Listasafn Ámesinga: Kristur - Mynda- saga. Til 19. mars. Listasafn ís.: Jón Gunnar Ámason. Til 9. ap. Svavar Guðnason og Nína Tryggvad. Til 26. mars. Svava Bjömsd. Til 2. ap. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sun. kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn op- inn alla daga. Listasaín Siguijóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listh. Laugard.: Sissú. 16. mars. Mokkak.: Láms H. List. 8. aprfl. Norræna húsið: Gisle Frpysland. Til 12. mars. Anddyri: Elsku Helsinki: Ljósm. og fatah. Til 26. mars. Nýlistasafnið: Kvikar myndir. Til 12. mars. Ófeigur, Skólavörðustíg 5: Framhópur- in Zvefn. Til 28. mars. Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í Reykjvaík á 20. öld. Til 15. maí. Stofnun Áma Magnússonar: Handrita- sýning opin þriðjudag-fostudaga kl. 14- 16. Til 15. maí. Þjóðarbhl.: Isl. sagnah. 30. apríl. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir „Fréttir". TONLIST Laugardagur Ýmir, Skógarhlíð: Vox Femine, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Veislutríóið. KI. 16. Hallgrímskirlqa: Kammerkór Tónlist- arh. í Piteá í Svíþjóð. Kl. 17. Vídalínskirkja og Kirkjuhvolur, Garða- bæ: Hljómkórinn, Gerrit Schuil og Richard Simm. Kl. 17. Þriðjudagur Salurinn: Tónlistarhópurinn Contrasti. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Landkrabbinn, írums. 17. mars. Glanni glæpur í Latabæ, 12. mars. Gullna hliðið, 11., 15. mars. Abel Snorko, . 12., 16. mars. Hægan Elektra, 17. mars. Vér morðingjar, 11., 12., 17. mars. Borgarleikh.: Afaspil 12. mars. Sex í sveit, 12. mars. Djöflamir, 11. mars. Leitin að vísb. 11., 17. mars. íslenski dansflokkurinn: Goðsagnimar, 17. mars. Islenska óperan: Baneitrað samband, 11. mars. Hellisbúinn, 11. mars, 12. mars. Iðnó: Stjömur á morgunhimni, 12., . 16. mars. Sjeikspír... 11., 15., 17. mars. Leik- ir, 15., 17. mars. Hafnarfjarðarleikhúsiö: Salka, ástar- saga, 17. mars. Loftk.: Panodil, 17. mars. Jón Gnarr, 11. mars. Grettiss., 15. mars. Kaffileikhúsið: Ó-þessi þjóð, 11., 17. mars. Leikfélag Akureyrar: Skækjan Rósa, 11. mars. Gosi, 11., 12. mars. Fél. eldri borg. Ásgarður Glæsibær: Rauða klemman, 12., 15. mars. Möguleikhúsiö við Hlemm: Langafi prakkai-i, 11., 12. mai's. Bæjarleikhúsið, Mosfellsbæ: Stríð í friði, 12., 17. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. AÁARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.