Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Síða 7
Armando Mora og Audrey Stottler í Turandot. EFTIRMINNILEG TURANDOT IKONUNGLEGA TURANDOT er ævintýrið um ís- prinsessuna sem bráðnar í hita ástarinnar. Sagan er þó ekki að- eins sól og hunang, því sigur ást- arinnar krefst blóðfómar og er því engin sætmulla. Ópera Giacomos Puccini um kínversku prinsessuna Turandot er byggð á ítölsku leikriti frá 18. öld, sem hugsanlega er byggt á sögu úr Þúsund og einni nótt. Yfir óperunni hvílir austurlenskur ævin- týrabragur, sem gefur næg tækifæri til stór- fenglegra tilþrifa í sviðsetningu. Turandot og Aida Verdis eru kannski þær tvær óperur, sem bjóða upp á mest sjónræn tilþrif, ekki síst vegna þess að í þeim eru margar fjöldasenur. Enduruppsetning Konunglega leikhússins á Turandot eftir Giacomo Puccini er eftirminnileg upplifun, segirSIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR sem brá sér á sýninguna. Uppsetning á Turandot er ærið viðfangs- efni, því bæði er óperan mjög viðamikil og eins eru hlutverkin einkar krefjandi, ekki síst titilhlutverkið. I uppsetningu Konunglega leikhússins er það bandan'ska söngkonan Audrey Stottler í hlutverki Turandot, sem ljær sýningunni glans og danska söngkonan Elsebeth Lund snertir hjartastrengina sem ambáttin Liu. Turandot er sagan af prinsessu, sem getur ekki gleymt hrakförum formóður sinnar í ástamálum og strengir þess því heit að giftast aðeins þeim prinsi, sem getur leyst þrjár gát- ur. Þeir sem spreyta sig á gátunum en falla á prófinu glata lífinu. A endanum kemur prins- inn Calaf, leysir gáturnar, en biður Turandot í staðinn að geta rétt uþp á nafni hans. Hún leitar allra ráða til að ná nafninu. A nætur- fundi þeirra tveggja gefur Calaf henni nafnið, en er morgnar og hún á að leysa gátuna segir hún nafnið vera ástina og um leið er Turandot unnin en ekki þvinguð í hjónaband. Audrey Stottler á ekki í vandræðum með að koma ísprinsessunni og hugarsviptingum hennar til skila. Rödd hennar er með ólíkind- um umfangsmikil, svo þetta erfiða hlutverk virðist ekki vera henni meira en smá barna- gæla. Stottler hefur á ferlinum sungið víða og meðal annars í hinni víðfrægu uppsetningu á Turandot í lokuðu borginni í Peking, en í þeirri uppsetningu söng Kristján Jóhannsson hlutverk Calafs undir stjórn Zubin Mehta. Það var því miður ekki Kristján Jóhanns- son sem fór með hlutverk Calafs í dönsku uppfærslunni, heldur hinn mexíkóski Arm- ando Mora. Mora virtist alls ekki hafa til að bera öryggi og raddstyrk til að ná traustum tökum á hlutverkinu. Flutningur hans á ar- íunni frægu, „Nessun dorma“, „Enginn sef- ur“, þegar hann hugsar til næsta dags, sem mun færa honum brúði og sigur, varð því ekki sá dramatíski hápunktur, sem henni er ætlað að vera í óperunni. Elsebeth Lund er einn margra góðra ungra krafta sem komið hafa fram á danskt óperu- svið að undanförnu. Bæði raddleg og leikræn túlkun hennar á ambáttinni Liu sem lætur líf- ið fyrir Calaf var hrífandi. Aðrir söngvarar skiluðu sínu vel og heildaryfirbragðið var því jafnt að undanskildum Mora. Danski söngvarinn Mikael Melbye hefur undanfarin ár helgað sig æ meir óperuleik- stjórn og um leið gert sviðsmyndir. Svo er einnig um þessa uppsetningu, þar sem hann bæði leikstýrir og hefur gert sviðsmynd og búninga. Leikstjórnin er sögunni trú, engar kenjar og tiktúrur, heldur allt slétt og fellt og tekst vel til með margt. Búningar og sviðsmynd eru í ýmsu vel heppnuð en hin myndrænu tök eru ekki með öllu örugg. Margar senur eru fallegar og áhugaverðar, en einnig nokkrar sem virka hálfklúðurslegar, með óskaplega mörgum á fremur þröngri senu, fullri af ýmsu dóti. Sum- ar senur einkennast af fallegum einfaldleik, til dæmis lokasenan, en aðrar senur eru svolítið á reiki, myndrænt séð. Yfirbragðið er því heldur ójafnt. Það breytir því þó ekki að kvöld með Turandot á Konunglega er ánægjuleg upprifjun á þessari stórbrotnu óperu. Nú er kominn nýr óperustjóri á Konung- lega, Kasper Holten. Það verður áhugavert að sjá hvort Melbye fær í framtíðinni jafn mörg verkefni og undanfarin ár, því Holten hefur sýnt með uppsetningum sínum, meðal annars á „Ástardrykk" Donizetti á íslandi 1998, að hann fer gjarnan óhefðbundnar leiðir sjálfur. Hvort algjör módernismi í uppsetningum á eftir að halda innreið sína á enn eftir að koma íljós. >- Steinunn Þórarinsdóttir við uppsetningu sýningar sinnar Maður um mann. Morgunblaðið/Sverrir Á öðrum stað í salnum er áþekk stytta en úr áli og maðurinn sá stendur á spegli. Mennirnir hennar Steinunnar eru allir manneskjur, það hvers kyn þeir eru má vel liggja á milli hluta enda skiptir það ekki höfuðmáli. „Myndir mínar eru ekki kynbundnar," segir Steinunn. „Þetta eru allt manneskjur, kyn þeirra hefur ekkert með aðstæður þeirra að gera. Þessi manneskja er steypt í sama mót og maðurinn áðan, en í annað efni. Hér á sér stað önnur afhjúpun. Maður úr áli sem horfir í spegil, stendur á spegli og horfir niður. En bara það að breyta efninu gefur allt aðra tilfinningu þótt for- mið sé það sama. Eg hef verið að vinna með manninn í félagi við aðra og sjálfan sig í fortíð og nútíð.“ Þá nemum við staðar við verk sem heitir Stað- ur. Steinsteypt manneskja situr á glerbrotum á gangstéttarhellum. Hún virðist þungt hugsi. „I gegnum tíðina hef ég unnið með margvís- leg efni og vel verkum mínum það efni sem þeim hæfir hverju sinni. Gler er brothætt, en fallegt og tælandi. Það hefur marga eiginleika. Það er líka hættulegt!" Og fótatak mannanna bergmálar í húsinu í Laugardalnum, þótt þeir sitji og standi hljóðir. Þessir íhugulu menn úr áli og ryði mynda and- stæðu við mannamyndir Ásmundar og vmðast eins og birta þær í nýju Ijósi. Enda ekki að furða, horfnar kynslóðir og sjálfur tíminn eiga þai’ hlut að máli. Húsið sjálft hefur fylgt Stein- unni eftir lengi eða hvað? „Já, mér fannst það mjög merkilegt og for- vitnilegt en ég þorði ekki að nálgast það. Verkin í kringum húsið höfðu djúp áhrif á mig, líka það að hægt væri að gera listaverk sem væru bara til fyrir sig. Allt þetta hafði áhrif á mig, tilhugsunin og uppgötvunin. Löngu síðar fór ég í myndhögg- varanám. Ég er full ábyrgðar yfir því að velja verk eftir Asmund og láta mín verk og hans ríma saman. En það er skemmtilegt og ögrandi verkefni. Ég valdi verk eftir Ásmund sem ekki hafaséstmikið. Um leið gefst fólki tækifæri til að sjá hvað tengir nálgun listamanna af ólíkum kynslóðum, sem og hvað skilur þá að.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.