Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Síða 12
HAFNARFJÖRÐUR
JARÐFRÆÐI
sVidahlfð
Selhraun \ ^
SKYRINCAR
I 1] Hraun
_____ runnin
□ eftir ísöld.
Elstu hraunin
\] Ijósfjólublá
REYKJAVÍK
Hafnarfjöröi
^Grindavík
Móberg
Grágrýti
Gígar og
gossprungur
100 m hæoarlínur
2 km ,
Sprungnir hraunhólar ná út í fjöru og má sjá að hraunsprungur hafa stundum nýtzt sem hús.
Þarna er hlaðinn veggur og hugsanlega eru þetta leifar af sjóbúð.
flærnis heitir Almenningar og bendir til að þar
hafí verið óskipt beitiland.
Hin áreiðanlega vekjaraklukka gosvirkninn-
ar vakti gosstöðvar að nýju fyrir um 2000 árum.
Þá varð enn mikil goshrina og frá einni eldstöð-
inni, Stórabolla í Grindaskörðum, rann mikið
hraun í átt til Straumsvíkur og myndaði nýja
strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrar. Dálítil
óregla í þessari þúsund ára reglusemi kom upp
fyrir 1800 árum þegar gaus nyrst í Krýsuvíkur-
rein, þar sem heita Óbrinnishólar við Bláfjalla-
veg. Hraunið, sem nefnt hefur verið Óbrinnis-
hólabruni, rann í mjóum taumi niður undir
Straumsvík. Þetta gos hafði þó ekki áhrif á land
í Hraunum.
Hin reglubundna dagskrá fór hinsvegar í
gang fyrir um 1000 árum; ísland þá búið að vera
numið á aðra öld og ef til vill enn lengur. Þá rann
Hellnahraunið yngra, sem svo er nefnt, frá Tví-
bollum í Grindaskörðum og náði einn hraun-
straumurinn langleiðina til Straumsvíkur, en
óvíst er að nokkur bær hafi þá verið í Hraunun-
um; elztu heimOdir um byggð þar eru frá því um
1200.
Hálfri öld áður rann Kapelluhraun tU sjávar í
Straumsvík og hafði áhrif á landmótun þar;
yngsta hraunið á þessu svæði. Þó líklegt sé og
raunar fullvíst að sagan endurtaki sig létu menn
þetta ekki á sig fá þegar álverinu var valinn
staður einmitt þar sem Kapelluhraun rann,
enda líklegast að margoft væri búið að afskrifa
álverið, miðað við venjulega endingu, áður en
hraun rennur þar að nýju..
Leiðin suður með sjó og
leiðir suður yfir skagann
Frá fomu fari hafði ábúendum og öðru fólki á
Reykjanesskaga verið skipt í útnesjamenn, sem
bjuggu utan við Kúagerði, og innnesjamenn
sem tíl að mynda bjuggu í Hraunum og á Alfta-
nesi. Fram á 20. öld var mUdl umferð ríðandi, en
mun oftar þó gangandi manna suður með sjó og
þaðan ,jnn“ í Hafnarfjörð og Reykjavík. Menn
fóru í verið tU Suðumesja og svo þurfti að ná í
blessaða þorskhausana og reiða þá austur í
sveitir á baggahestum. Þorskhausalestir vom
dagleg sjón á vorin. Enginn var vegurinn, að-
eins götur sem fótspor hesta og manna höfðu
markað og þær lágu í krókum og krákustígum
eftir því hvar skást var að komast yfir hraunin.
Alfaraleiðin suður með sjó lá ekki um hlöðin á
Hraunabæjunum, heldur lítið eitt sunnar, raun-
ar sunnan við Keflavíkurveginn eins og hann er
nú. Þessar götur era nú löngu upp grónar, en
samt sést vel móta fyrir þeim. Frá Lónakoti lá
stígur suður í Lónakotssel og frá Óttarsstöðum
lá Rauðamelsstígur, einnig nefndur Skógar-
gata, suður í Óttarsstaðasel, en þaðan yfir Mosa
og Eldborgarhraun um Höskuldarvelli að
Trölladyngju. Eftir þessum götuslóðum var
annarsvegar hægt að ganga til Krísuvíkur og
hinsvegar til Grindavíkur.
Frá Straumsvík lá Straumselsstígur nokkur-
nveginn samhliða suður á bóginn, við túnfót
Þorbjamarstaða, og um Selhraun að Straumseli
suður í Almenningi. Stígurinn lá síðan áfram til
suðurs og og heitir Ketilstígur þar sem hann
liggur yfir Sveifluhálsinn; þetta var gönguleið til
Krísuvíkur.(Sjá kort í næstu Lesbók).
Sunnarlega í Almenningi vora gatnamót þar
sem Hrauntungustígur liggur yfir stígana þrjá
og stefnir á Hafnarfjörð. Enn sunnar er komið á
Stórhöfðastíg; hann stefnir einnig til Hafnar-
r fjarðar og sameinast Hrauntungustíg vestur
undir Ásíjalli. Þetta samgöngukerfi fortíðarinn-
ar er flestum týnt, grafið og gleymt, en Um-
hverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar hefur
dustað af því rykið, ef svo mætti segja, og merkt
stígana i Hraununum með skiltum.
Vetur í Hraunum. Hér eru minjar um sauðfjárbúskapinn, steypt fjárhústóft, sem er að mestu nlður brotin, og bílhræ. Óttarsstaðabæirnir sjást í
baksýn.
í nánd við Óttarsstaðavör hefur þetta skip dagað uppi á malarkambínum og minnir á beinagrind
af fornaldardýri. Álverið í Straumsvík í baksýn.
Hvaðverður
um Hraunin?
Lengst af vora Hraunabæimir í Álftanes-
hreppi, en þegar Álftaneshreppi var skipt í
Bessastaða- og Garðahrepp 1878, var talið að
Hraunin væra hluti Garðahrepps eins og Hafn-
arfjörður. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaup-
staðarréttindi 1908 vora Hraunin áfram talin til-
heyra Garðahreppi, en þau komu í hlut
Hafnfirðinga árið 1967 þegar gerður var maka-
skiptasamningur við Garðabæ.
Nú má spyija hvers virði Hraunajarðimar
séu þegar búskapur þar hefur lagzt niður. Án
efa era Hraunin mikils virði, þó ekki væri vegna
annars en þess að þau era rétt við þröskuldinn á
höfuðborgarsvæðinu. Mörgum þætti ugglaust
freistandi að byggja þar og má minna á, að í
tímaritinu Arkitektúr verktækni ogskipuiag frá
1999, viðrar Gestur Ólafsson arkitekt hugmynd
um samfellda borgarbyggð íirá Keflavík til
Hafnarfjarðar. Með öðram orðum: Höfuðborg-
arsvæðið verði í framtíðinni byggt á þann veg-
inn í stað þess að teygja það upp á Kjalames.
Með þessa hugmynd í huga eru Hraunin ná-
kvæmlega í miðju byggðarinnar frá Mosfellsbæ
til Keflavíkur.
I næstu framtíð má telja víst að Hraunin verði
útivistarsvæði. Eins og sakir standa era þó
annmarkar á því. Enda þótt merktur göngustíg-
ur liggi frá Eyðikoti til Lónakots er yfir girðing-
ar að fara og einkalönd. Stundum eru hross þar í
girðingum og þá er áríðandi að hliðum sé lokað,
en ekki er víst að allir hirði um það. Æskilegast
væri að friðlýsa Hraunin, sem yrðu þá útivistar-
svæði í umsjá Hafnfirðinga. Til þess að svo geti
orðið þyrfti að kaupa það sem eftir er í einkaeign
og sumarbústaðir og girðingar ættu þá ekki að
vera þar framar.
í 2. hluta, sem birtist í næstu Lesbók verður
litíð nánar á jarðirnar Lónakot og Straum.
«12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000